Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992. Utlönd Handteknirfyrir ÞorpsMar í héraði nokkru í Kína tóku upp á því á dögunum að grafa upp lík kvenkyns ætt- ingja sinna til að koma í veg fyrir að konurnar yrðu seidar sem „draugabrúöir". Gripið var til þessa ráðs eftir að fréttist af handtöku tveggja manna sem höfðu stoliö konulík- um tii að selja þær sem „drauga- brúðir“ fyrir menn sem létust ókvæntir. Mennirnir tveir höfðu gi-afið upp sex lík frá árinu 1990. Sam- kværat kínverskrí alþýðutrú geta menn enn gifst eftir andlátíö. Pjögur lík voru seld og fóru þau á um tíu þúsund krónur stykkið. Tvö biðu kaupenda i geymslu i gömlum lestargöngum. Hershöfðinginn reyniraðfriða eiginkonuna Suchinda Kraprayoon, yfir- raaður herafla Tælands, stendur í ströngu þessa dagana þar sem hann reynir hvað hann getur að friða afbrýðisama eiginkonu sína. Hershöfðingjanum varð það nefiúlega á aö leggja hönd sína í kjöltu fegurðardísar í veislu sem haldin var um helgina. Eiginkonan brást afar illa við, þreif hljóðnema og krafðist þess að þokkadísin yrði gerð brottræk úr veislunni. Veislugestir skiptu hundruðum og voru þeir að von- um hneykslaðir á uppátæki eig- inkonunnar. Þá hótaði konan að eyðileggja hljóðkerfi hljómsveit- arinnar. Ekki náðist í herforingjann í gær. írskur milli við- urkennir kókaín- neyslu írski milijónamæringurinn Ben Dunne hefur viðurkennt að hafa fengið sér kókaín í nefið þegar hann var í sumarleyfi á Flórída en haxm þvertekur fýrir það að hann hafi verið smyglari. Dunne, sera er einn rikasti maður Irlands, á yfir höfði sér þriggja ára fangavist, hið minnsta, ef hann veröur fúndinn sekur um eiturlyfjasmygl fyrir rétti í Orlando í Flórída. Hann var látinn laus gegn tryggingu og lofaðl að mæta aftur fyrir dómara í næsta mánuði. Dunne var meö 32 grömm af kókaíni þegar hann var handtek- inn. Sjónvarpsstöðvar á Flórída segja að „fylgistúlka“ hafi kjaftað í lögregluna eftír að hann „fékk ofsóknarbrjálæði“ eftir aö hafa fengið sér kókaín. skiptastástríðs- Stjórnvöld I Bagdad sögðu í gær að undirritað heföi verið sam- komulag við íransstjóm og Rauða krossinn um skipti á þeim stríösfóngum sem enn vom í haldi frá því þjóðimar áttu í styrj- öld. Stríðinu lauk fyrir meira en tveimur árum. Dagblað stjóraarlnnar I írak hafði það eftir talsmanni utanrík- isráðuneytisins að samkomulag- ið hefði verið undirritað í Genf I síðustu viku. Löndin skiptust á meira en 70 þúsund stríösfóngum þegar írak- ar féllust á friðarskilmála írana skömmu eftir innrásina í Kúveit í ágúst 1990. Enn eru um 35 þús- und fangar úr stríðinu í haldi, Reuter Baker segir aö landnám gyðinga verði að stöðva: Jarðýtur Ísraelsríkis grafa undan friðinum ísraelsku og palestínsku sendi- nefndimar á friðarráðstefnunni í Washington deildu enn á ný í gær um landnám gyðinga á herteknu svæðunum eftir að James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, blandaði sér eftirminnilega í mál- ið. Baker sagði við yfirheyrslu í þing- inu að bandarísk stjómvöld mundu því aðeins veita ísraelsmönnum ábyrgðir fyrir lán upp á tíu milljarða dollara aö þeir stöðvuðu allt land- nám, þar á meðal byggingu þeirra húsa sem þegar væri hafin. Tcdsmaður Palestínumanna, Han- an Ashrawi, sagði að Baker ætti að taka næsta skref og lýsa því yfir að landnámið væri ólöglegt. „Það er ljóst að á meðan landnám- inu er haldið áfram og ísraelsmenn ryðja land okkar með jarðýtum eru þeir að grafa friðarumleitununum gröf,“ sagði hún. Yossi Ben Aharon, talsmaður ísra- elsku stjómarinnar, sagði að land sitt heföi ekki enn gefið upp vonina um fá lánaábyrgðimar sem það svo nauðsynlega þarf á að halda tíl að koma í veg fyrir algert efnahagslegt öngþveití. Hann sagðist hafa trú á því að enn væri hægt að finna málamiðlun. Baker sagöi þingnefndinni að ísra- elsmenn gætu annaðhvort stöðvað landnámið og fengið milljarðana tíu á fimm árum eða lokið smíði um sex þúsund heimila sem þegar er hafin og fengið minna fé. segir talsmaður Palestínumanna James Baker, utanríkisráðherra Bandarikjanna, sagði að ísraelsmenn yrðu að hætta landnámi á herteknu svæðun- um ef þeir vildu fá lánaábyrgðir. Um eitt hundrað þúsund landnem- ar gyðinga búa nú á herteknu svæð- unum á vesturbakka Jórdanár og á Gaza. Símamynd Reuter Hvorki gekk né rak á sjálfri friðar- ráðstefnunni í gær. Reuter Yfirmaður NATO í Rússlandi: Ekki óvinir í þetta sinn Manfred Wömer, framkvæmda- stjóra Atiantshafsbandalagsins, NATO, og leiðtogum Rússlands hefur orðið vel til vina og Rússar hafa full- vissaö framkvæmdastjórann um að kjamorkuvopnabúr fyrrum Sovét- ríkjanna sé í öruggum höndum. „Við höfum hist í fyrsta skipti ekki sem óvinir,“ sagði Andrej Kosyrev, utanríkisráðherra Rússlands, í gær eftir viðræður við Wömer í Moskvu. Wömer hitti einnig Jevgeníj Sja- posjníkov, yfirmann herafla Sam- veldis sjálfstæðra ríkja, Alexander Rutskoj, varaforseta Rússlands, og Gennadíj Burbulis aðstoðarforsætis- ráðherra. Hann mun síðan eiga viðræður við Borís Jeltsín Rússlandsforseta í dag. Heimildarmenn í sendinefnd NATO sögðu að rætt hefði verið um að auka tengsl milli bandalagsins og Rússlands og skipst hefði verið á skoðunum um takmörkun á út- breiðslu kjamavopna, nokkuð sem Vesturlönd hafa áhyggjur af á sama tíma og Samveldið nýja endurskipu- leggur fyrram herafla Sovétríkj- anna. „Báðir aðilar hafa mikinn áhuga á að skiptast á skoðunum eins og kost- ur er. Framkvæmdastjórinn lagði áherslu á mikilvægi stöðugleika og að tengslin á hemaðarsviðinu væra eins mikil og hægt væri,“ sagði einn heimildarmanna. „Wörner lýsti áhuga sínum á því að langdræg kjamavopn yrðu undir sameiginlegri stjóm og hann fékk mjög skýr og jákvæð svör frá hinum aðilunum." Reuter Borís Jeltsín Rússlandsforseti heimsótti ortódoxpresta í Moskvu í gær til aö óska patriarka þeirra til hamingju með afmælið. í dag hittir Jeltsín svo Manfred Wörner, framkvæmdastjóra NATO. Símamynd Reuter Elvis i glansgallanum. Bandaríkjamenn fá að velja hvort hann fer í þessum búningi á frímerki eða í gamla rokkgallanum. Simamynd Reuter Elvis rokkkóngur sást í Las Vegas Rokkkóngurinn Elvis er kominn fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks hefur séð hann og jafn- vel póststjómin á staðnum segir að þetta sé rétt. Þeir aðdáendur kóngs- ins, sem aldrei hafa sætt sig við andlát hans, gleðjast þótt þeir verði að viðurkenna að átrúnaðargoðið kemur aðeins til þeirra á frímerki. í Bandaríkjunum stendur til að gefa út frímerki með mynd af Elvis og hafa tvær tillögur verið valdar úr af fjölmörgum til að skreyta merkið. Á annarri myndinni er Elvis sýndur í gamla rokkgallan- um, viltur og óheflaður. Á hinni myndinni er hann í síðari útgáfu, fágaður og í glansgalla. Almenningur í Bandaríkjunum fær að velja hvor útgáfan verður valin. Þar hafa lengi staðið deilur um hvor ímynd hans er sú eina sanna en nú eiga atkvæði að ráða. Myndimar af Elvis voru kynntar á Hilton hótelinu í Las Vegas. Þar söng hann 839 sinnum fyrir fullu húsi. Enginn skemmtikraftur hef- urleikiðþaöeftir. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.