Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992.
Afmæli
Þorsteinn Eggertsson
Þorsteinn Eggertsson, blaðamaður
ogtextahöfundur, Skipholti 18,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Þorsteinn fæddist í Keflavík en
flutti tveggja ára í Gerðahrepp þar
sem hann ólst upp. Hann lauk lands-
prófi við Héraðsskólann á Laugar-
vatni 1958, stundaði nám við Hand-
íða- og myndlistaskólann 1959, við
Akademiet for Fri og Merkantil
Kunst í Kaupmannahöfn 1964-65,
við Öldungadeild MH1975-76, við
KHÍ1980-82 og sótti námskeið við
HÍ í flokkun og skráningu fyrir
bókasöfn 1972 og 1974.
Þorsteinn var teiknikennari við
Breiðagerðisskóla 1965-66, Lauga-
lækjarskóla 1966-67, við Bamaskól-
ann í Keflavík, auk almennrar
kennslu 1967-70 og 1971-75, kennari
við skóla Ásu Jónsdóttur í Reykja-
vík 1975, myndmenntakennari við
Valhúsaskóla 1976-77, uppeldisfull-
trúi á Unglingaheimiii ríkisins í
Kópavogi 1979-81, teiknikennari
Hofstaðaskóla 1982 og myndmennta-
og tónmenntakennari Vesturbæjar-
skóla 1983-84.
Þorsteinn gaf út tímaritið Samúel
1969, var auglýsingateiknari hjá
Hugmynd og framkvæmd 1977, var
með fasta þætti fyrir ungt folk í
dagblaðinu Tímanum 1970, var
fréttaritari Morgunblaðsins í Vest-
ur-Berlín 1970, stundaði ýmsa þátta-
gerð fyrir Ríkisútvarpið á ámnum
1982-86, fyrir Stöð 21987 (Bítlar og
blómabörn) og nú fyrir Aðalstöðina
(Sjöundi áratugurinn) og hefur ver-
ið blaðamaður við tímarit Sam-
útgáfunnar frá 1990.
Þorsteinn er löngu landsþekktur
fyrir dægurlagatexta sína en hann
á um þrjú hundmð og áttatíu texta
á plötum hinna ýmsu flytjenda.
Hann var söngvari með KK-sextett-
inum 1960, með hljómsveitinni Beat-
niks 1961-62, var leikari með Leikfé-
lagi Keflavíkur 1966-72, kom fram á
rokkhátíðum á Brodway 1983 og
1984, samdi, leikstýrði, kynnti og
söng á sýningunni Rokkskór og
bítlahár í Sjallanum og á Akureyri
og á Hótel Islandi í Reykjavík, samdi
og vann myndband sýningarinnar
Saga Bítlanna, sýnd á Hótel íslandi
1989 og vann sama ár að sýningu
með Jóni Sigurðssyni bankamanni
og Hauki Morthens og leikstýrði
fyrir Leikfélag Tálknaíjarðar 1990.
Þorsteinn hefur myndskreytt
bækur fyrir Vöku-Helgafell og fleiri,
hélt málverkasýningar í Keflavík
1969 og 1971, í Gallerí Lækjartorgi
1982 og sýndi á samsýningu í Osló
1974. A sl. hausti kom út í Bretlandi
skáldsaga The Paper King’s
Subjects eftir Þorstein og þar verður
gefið út smásagnasafn hans, Late
Night Rhapsodies, síðar á þessu ári.
Fjölskylda
Sambýhskona Þorsteins frá því
1990 er Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir,
f. 9.7.1941, framhaldsskólakennari.
Hún er dóttir Ólafs Jakobssonar,
skósmiðs á ísafirði, og Önnu Bjarna-
dótturhúsmóður.
Börn Þorsteins og Þóru Hreins-
dóttur, f. 29.6.1954, eru Anna Val-
gerður, f. 29.8.1977 og Soffía, f. 4.8.
1980.
Börn Jóhönnu Fjólu og Hrafns
Jónssonar eru Hrönn, f. 17.11.1967,
viðskiptafræðinemi, gift Hjalta Sig-
urðssyni prentara, og Ólafur, f.
14.10.1969, bakari.
Dóttir Jóhönnu Fjólu og Bjöms
Karlssonar er Anna, f. 11.1.1980.
SystkiniÞorsteins: Guðfinna
Jóna, f. 21.9.1944, skrifstofumaður
og húsmóðir í Reykjavík, gift Sig-
valda Hrafni Jósafatssyni og eiga
þau tvö böm, Þorkel, f. 1975, og
Eddu Guðrúnu, f. 1978; Jón Þorkels,
f. 29.9.1945, netagerðarmeistari í
Keflavík, kvæntur Hólmfríði Guð-
mundsdóttur og eiga þau þijá syni,
Eggert, f. 1969, Ingimund, f. 1979 og
Aðalgeir, f. 3.4.1982; Guðrún, f. 27.4.
1961, viðskiptafræðingur og deildar-
stjóri.
Foreldrar Þorsteins: Eggert Jóns-
son, f. 29.5.1921, pípulagningamaður
í Keflavík, og Guðrún Jónsdóttir, f.
24.7.1924, húsmóðir.
Ætt
Eggert er sonur Jóns, útvegsb. í
Kothúsum í Garði, Þorkelssonar og
Guðrúnar, systur Eggerts aflakóngs
og Þorsteins skipstjóra, föður Egg-
erts, forsijóra Tryggingastofnunar
ríkisins og fyrrv. ráðherra. Guðrún
var einnig systir Gísla skipstjóra,
fóður Þorsteins fiskimálastjóra og
systir Guðmundu, ömmu Gunnars
Arnar Gunnarssonar hstmálara.
Guðrún var dóttir Eggerts, b. í Kot-
húsum í Garði, Gíslasonar, b. í
Steinskoti á Eyrarbakka, Gíslason-
ar. Móðir Eggerts var Gróa Egg-
ertsdóttir, b. í Haga í Holtum, Egg-
ertssonar og Þorbjargar Brands-
dóttur, skipasmiðs og skálds í
Kirkjuvogi í Höfnum, Guðmunds-
sonar, b. í Kirkjuvogi, Brandssonar,
b. á Felh í Mýrdal, Bjamasonar, b.
á Víkingslæk, Halldórssonar, ætt-
fóður Víkingslækjarættarinnar.
Þorsteinn Eggertsson.
Guðrún, móðir Þorsteins, er dóttir
Jóns, útgerðarmanns í Garðshomi
í Keflavík, Eyjólfssonar, í Vestra-
Garðshomshúsi, Þórarinssonar.
Móðir Eyjólfs var Guðrún Þórðar-
dóttir frá Hjáleigusöndum. Móðir
Jóns útgerðarmanns var Guðrún
Egilsdóttir, b. í Bakkakoti á Álfta-
nesi, Símonarsonar, og Halldóru
Hannesdóttur, systur Hafliða,
hreppstjóra í Gufunesi. Móðir Guð-
rúnar Jónsdóttur var Guðfinna
Benediktsdóttir frá Breiðabóli á
Svalbarðsströnd, systirElínrósar,
ömmu Þórarins Eyfjörð leikara.
Þorsteinn tekur á móti gestum á
afmæhsdaginn á Hótel íslandi frá
klukkan 20.30.
80 ára
María Júlíusdó ttlr,
Ránargötu 20, Akureyri.
75ára
Háifdán Einarsson,
Hólsvegi 13, Bolungarvík.
Sigrún Júlíusdóttir,
Hákonarstöðum 1-2, Jökuldals-
hreppi.
Rafn Magnússon,
Móaflöt 19, Garðabæ,
Pétur Guðvarðsson,
Snjóholti, Eiöahreppi.
BarðiÁrnason,
Móaflöt 25, Garðabæ.
Helga Kristjánsdóttir,
Álftamýri 50, Reykjavík.
Haraldur Baldursson,
Urðarstekk 3, Reykjavík.
Grímur Ormsson,
Markarvegi 17, Reykjavík.
Þorgerður Jónsdóttir,
Veisuseli, Hálshreppi.
50 ára
Víkingur S. Antonsson,
Löngumýri 23, Garðabæ.
Erlingxir Bótólfsson,
Hraunbæ 196, Reykjavik.
Saeunn Axelsdóttir,
Hhðarvegi51, Ólafsfírði.
Ásdís Ásgeirsdóttir,
Tjamarbraut5, Bildudal.
Ester Hjartardóttir,
Hjallabraut 12, Þorlákshöfn.
Bára Hjaltadóttir,
Fehsenda 1, Miðdalahreppi.
Margrét Þóra Guðmundsdóttir,
Höfðavegi 43d, Vestmannaeyjum.
Ægir Björgvinsson,
Álfaskeiði 98, Hafnarfirði.
Sædís Ósk Guðmundsdóttir,
Heiðarbóli 41, Keflavík.
HLUTHAFI ÓSKAST
Hluthafi óskast að vel metnu þjónustufyrirtæki á
sviði útgáfu- og upplýsingastarfsemi. Arðvænleg
verkefni, góð staðsetning og miklir möguleikar að
loknu 6 ára uppbyggingarstarfi og þeirri öflun hluta-
fjár sem nú stendur yfir. Viðkomandi þarf að hafa
áhuga á starfsemi á þessu sviði og geta sinnt verkefn-
um sem henni tengjast. Einnig þarf hann að geta
lagt fram um 2,5 m. kr. í hlutafé fyrir um fjórðungs-
hlut en gæti haft af fyrirtækinu fullt starf og hagnað-
arvon á næstu árum. Fullri þagmælsku heitið.
Áhugasamir leggi inn nafn, kennitölu, símanúmer
og aðrar upplýsingar, sem þeir kæra sig um, á auglýs-
ingadeild DV, merkt „Útgáfumál". Öllum fyrirspurn-
um verður svarað.
Vilborg Magnúsdóttir
Vilborg Magnúsdóttir húsmóðir,
Hjarðarholti 15, Selfossi, er fímmtug
ídag.
Starfsferill
Vhborg er fædd í Jórvíkurhjá-
leigu, Hjaltastaðarþinghá, Norður-
Múlasýslu, og ólst þar upp. Hún
sótti bamaskólanám í farskóla sem
þá var boðið upp á í sveitinni.
Vhborg vann öll almenn sveita-
störf á yngri árum. Hún flutti á Sel-
foss 1961 og hefur lengst af sinnt
húsmóðurstörfum. Vhborg hefur
starfað hjá Sláturfélagi Suðurlands
af og th í 16 ár, m.a. við sláturaf-
greiðsluáhaustin.
Vilborg hefur tekið töluverðan
þátt í félagsstarfi. Hún er einn af
stofnendum Kirkjukvenfélags Sel-
foss, stofnað 20.3.1966, og starfar
enn að málefnum þess, á sæti í
stjóm trúnaðarráðs Verkalýðsfé-
lagsins Þórs og hefur starfað í Fé-
lagi eldri borgara á Selfossi frá
stofrnm þess. í síðasttalda félaginu
hefur Vilborg gegnt ýmsum stjóm-
arstörfum og m.a. verið ritari þess
fráárinul986.
Vhborg hefur sótt tvö námskeið
hjá Félagsmálaskóla alþýðu. Hún
hefur verið búsett á Selfossi frá 1961
eins og áður er komið fram. Fyrst
einn vetur í Smáratúni 20, þá í Ár-
túni 9 th 1968 og í Hjarðarholti 15
fráþeimtíma.
Fjölskylda
Vhborg giftist 10.6.1961 Guðjóni
Baldri Valdimarssyni, f. 9.1.1936,
öðmm eigenda Árvéla sf. Foreldrar
hans vom Valdimar Stefánsson
bóndi og Sigrún Siguijónsdóttir
húsfreyja en þau bjuggu að Læk í
Hraungerðishreppi. Fósturforeldr-
ar Guðjóns Baldurs: Jón Pálsson,
látinn, bóndi og Árný Sigurjónsdótt-
ir húsfreyja, þau bjuggu í Austur-
koti í Sandvíkurhreppi og síðar á
Selfossi þar sem Ámý býr enn, Jón
vann við smíðar á Selfossi.
Börn Vhborgar og Guðjóns Bald-
urs: Magnús, f. 5.2.1961, vélvirki,
maki Brynja Marvinsdóttir, f. 17.5.
1962, húsmóðir, þau eru búsett á
Selfossi og eiga tvö böm, Ingibjörgu,
f. 28.7.1982, og Marvin Helga, f. 4.7.
1991; HelgaÁrný, f. 31.1.1962, hús-
móðir, maki Tryggvi Ágústsson, f.
1.4.1955, bóndi, þau em búsett á
Brúnastöðum í Hraungerðishreppi
og eiga fjögur böm, Baldur Gauta,
f. 12.1.1981, Ágústu, f. 29.4.1983,
Amþór, f. 8.3.1988, og Guðbjöm, f.
28.10.1991; Valdimar, f. 12.5.1963,
vélfræðingur, maki Ragnhhdur
Björk Karlsdóttir, f. 28.11.1963,
hjúkrunarfræðingur, þau eru bú-
sett á Selfossi og eiga tvær dætur,
Ernu Kristínu, f. 2.4.1988, og Vh-
borgu Sif, f. 12.10.1989; Ómar Þór,
f. 17.8.1964, rafvirki, maki Halla
Baldursdóttir, f. 12.11.1966, starfs-
maður á Hótel Selfossi, þau eru bú-
Vilborg Magnúsdóttir
sett á Selfossi og eiga eina dóttur,
Önnu Björk, f. 10.11.1988; Jón Val-
ur, f. 27.2.1970, rafeindavirki, unn-
usta hans er Sigrún Jónsdóttir, f.
23.3.1969, nemi, Jón Valur er búsett-
ur í foreldrahúsum en Sigrún í
LandeyíFljótshlíð.
Foreldrar Vhborgar: Magnús Vil-
hjálmsson, f. 2.12.1900, d. 2.8.1975,
bóndi og síðar bæjarstarfsmaður og
húsvörður Iðnskólans á Selfossi, og
Helga Jónína Gunnþórsdótttir, f.
13.6.1921, húsmóðir og starfsmaður
Kaupfélags Árnesinga á Selfossi,
þau bjuggu í Jórvíkurhjáleigu og á
Selfossi frá 1961 og þar býr Helga
Jónínaenn.
Vilborg tekur á móti gestum á af-
mæhsdaginn á Hótel Selfossi kl.
19.30-23.
Anton G. Sigþórsson
Anton Grétar Sigþórsson vélvirki,
Fróðasundi 11, Akureyri, er fertug-
urídag.
Starfsferill
Anton fæddist á Akureyri og ólst
þarupp.
Eftir nám í Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar hóf hann nám í vélvirkjun hjá
Vélsmiðjunni Odda hf. á Akureyri
undir handleiðslu Kjartans Sigurös-
sonar vélvirkjameistara. Anton
lauk þaðan prófi í vélvirkjun 26.6.
1972.
í kjölfarið vann Anton hjá ýmsum
smiðjum, SUppstöðinni hf. á Akur-
eyri 1973-75 og 1977-83, Garðasmiðj-
unni í Garðabæ 1975-77, Nesskipum
hf. á Seltjamamesi 1983-87 og frá
síðasttalda árinu hjá Samheija hf. á
Akureyri.
Fjölskylda
Kona Antons er Noonjeen Sharap-
hat, f. 20.9.1964, verkakona. Foreldr-
ar hennar: Duan Sharaphat og Un
Sharaphat, þau eru bæði látin, þau
unnu við landbúnaöarstörf í hérað-
inu Roi Et í norðurhluta Tælands.
Systkini Antons: Valdimar Hahur,
f. 22.1.1955, sjómaður, maki Guðrún
Ósk Sæmundsdóttir, starfsmaður
hjá Axis, þau era búsett í Kópavogi
og eiga tvö börn, tvíburana Sigþór
Má og Auði Ösp, f. 11.8.1983, Guðrún
Ósk átti son áður, Harald Birgi; Þor-
björg Auður, f. 5.2.1959, saumakona
og húsmóðir, maki Sigurður Haf-
berg útgerðarstjóri. Þau eíu búsett
á Flateyri og eiga þrjú böm, írisi
Dröfn, f. 8.1.1980, Sævar Jens Haf-
berg, f. 29.7.1982, og Stefán Hanni-
bal Hafberg, f. 8.4.1991; Sigþór, f.
15.7.1960, verslunarmaður, Sigþór
er búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Antons: Sigþór Valdi-
marsson, f. 27.11.1931, d. 3.3.1977,
vélstjóri, og Auður Antonsdóttir, f.
5.4.1932, verkakona, en þau bjuggu
á Akureyri og þar býr Auður enn.
Anton Grétar Sigþórsson
Ætt
Sigþór var sonur Valdimars J.
Kristjánssonar, f. 28.6.1910, d. 5.7.
1975, ogÞorbjargar Jónsdóttur, f.
25.5.1902, d. 5.7.1983. Auður er dótt-
ir Antons Siguijónssonar, f. 28.5.
1892, d. 14.10.1970, og Margrétar
Vilmundardóttur, f. 10.9.1899, d.
27.10.1970.