Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992. Fréttir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur: Ný loðnuganga er nú úti af Hornaf irði - veit ekki hvar allt þetta loðnumagn hélt sig þegar leitað var í haust „Það er töluvert af loönu á öllu svæðinu frá Hornafirði og fyrir Reykjanes. Loðnan sem þeir eru að veiða nú úti af Hornaíirði er ný ganga. Ég get ekki sagt að þetta sé meiri loðna en ég átti von á. Við mældum mikið magn af loðnu í jan- úar, eins og aukinn kvóti sýnir. Ástandið á stofninum nú er mun betra en rannsóknir okkar sýndu, þegar við mældum hann sem smá- loðnu, einhverra hluta vegna,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing- ur í samtali vil DV. Hann yar þá um borð í rannsóknarskipinu Áma Frið- rikssyni á loðnumiðunum að mæla gönguhraða loðnunnar. í haust er leið fundu fiskifræðingar ekki mikið magn af loðnu. Hjálmar var spurður hvar hann teldi að þetta Almerma bókafélagið: Nauðasamn- ingum frestað Nauðasamningum Almenna bókafélagsins hefur veriö frestað í skiptarétti til 17. mars næstkom- andi. Nauðasamningar AB fela það í sér að fyrirtækiö býður greiðslu upp í 25 prósent af almennum kröfum eins og þær voru 1. ágúst síðastliðinn. Til þess aö samning- amir skoöist saraþykktir þurfa % kröfuhaía að samþykkja þá. Við- komandi þurfa aö eiga V, af lýst- um kröfum í fyrirtækiö. Lýstar almennar kröfur i Al- menna bókafélagið eru tæpar 130 milljónir króna. -JSS mikla magn, sem nú er á miðunum, hefði haldið sig í haust þegar loðnu- leit og rannsóknir fóru fram. „Það er spuming sem ég get eigin- lega ekki svarað. Ef til vill hefur hún haldið sig dýpra úti af Norðurlandi en við fómm eða vestur í sundum. Það af henni sem ekki var saman við smáloðnuna á svæðum sem varð að loka. Það fóm með okkur til leitar fjórir bátar í haust. Þeir töldu sig verða vara við töluverða loðnu mjög norðanlega í hafinu. Þegar við kom- um þangað á rannsóknarskipunum bar aftur á móti lítið á þeirri loðnu. Ég er á því að hún hafi þá verið geng- in saman við smáloðnuna á lokaða svæðinu. Það var svo ekki fyrr en um áramót sem hún ákildi sig frá henni.“ Hjálmar var spurður hverju hann svaraði þeirri gagnrýni, sem fram hefði komið, að leyfa ekki veiðar fyrr í haust. „Þær upplýsingar, sem við höfðum um væntanlega loðnugengd þá, bentu allt eins til þess að hrygningar- stofninn yrði mjög lítUl. Á þeim for- sendum lögðum við til aö beðiö yrði með að hefla veiðar þar til búið væri að mæla stpfninn í haust er leið. Þetta varö. Ég dreg hins vegar í efa að mikið hefði veiðst í ágúst, sept- ember og fram í miðjan október. Norðmenn reyndu þá fyrir sér en fengu lítið sem ekkert. Upp úr miðj- um október voru aðstæður þannig að loðnan hélt sig aðallega út af vest- anverðu Norðurlandi og blandaðist þar saman stór og smá loðna. Við þær aðstæður tel ég aö ekki hefði verið hægt að stunda neinar veiðar af viti, enda fór svo að svæðinu var lokað vegna smáloðnu. Annars stað- ar var bæði lítið um loðnu og hegðun hennar þannig aö erfitt var að veiða hana. Síðan hafa menn mátt veiða eins og þeir hafa haft afl til. Ég er þess vegna á þeirri skoðun að ekkert hafi tapast á því að leyfa ekki veið- amar fyrr í haust. Hjálmar sagði að nú væru eftir um 240 til 250 þúsund tonn af þeim 740 þúsund lestum sem leyft var að veiða á aUri vertíðinni. Hann sagðist telja ólíklegt að það næðist að veiða upp kvótann, jafnvel þótt næstu vikurnar yrði einmuna tíö, enda sjaldgæft að loðnuveiðar standi af einhverjum kraftilengurenútmars. -S.dór Golfvöllur á Gufunesi: - vöUuraðKeldum? „Að búa til golfvöU á urðunar- svæðinu i Gufunesi er mjög óvenjulegt verkefni. í stað þess aö aðlaga golfvöllinn landslaginu þurfum við að móta landið að vellinum. TUþessnotum við jarð- veg af byggingarlóðum og úr hon- um mótum við hæðir og hóla. Þetta er í raun jarðvegspyttur borgarinnar," segir Stefán Her- mannsson aðstoðarborgarverk- fræðingur. Að sögn Stefáns er nú í undir- búningi að hefja jarðvegsfyllingu á urðunarsvíéðinu á Gufunesi með tUliti til fyrirliggjandi tUlögu að golfvelli. AUs bárust borgar- verkfræöingi fjórar tíllögur aö golfvelli í lok síöasta árs. Gert er ráð fyrir aö völlurinn verði 48 hektarar að stærð og að fram- kvæmdir viö hann standi í allt að 20 ár. „Það eru engin áform uppi um aö hætta við þennan golfvöll. Til samanburöar og fróðleiks höfum viö hins vegar verið aö kanna möguleikann á að gera golfvöll í landi Keldna. Við erum þó ekki búnir að semja neitt um þetta við landeigendur. Sá vöUur gæti hins vegar orðið viðbót eða komið í staðinn tU bráðabirgða í 10 til 20 ár. Við erum núna að áætla kostnað við báða kostína." Að sögn Stefáns væri það mik- ill ávinningur ef hægt værí aö taka framkvæmdunum í Gufu- nesi með ró. TU lengri tíma séð fæli það í sér spamað en jafn- framt gæfist betri timi tU að út- færa golfvöllinn. Varðandi bráða- birgðavöU á Keldum segir hann tílkostnaö Utinn enda henti land- iö vel tU leiks. í framtíöinni er hins vegar gert ráö fyrir að þar rísi fleiri rannsóknarbyggingar. Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Atlantsfiugs, var í gær valinn ferðafrömuður ársins 1991 af ferðatímaritinu Farvís-Áfangar. Halldór hefur lengi starfað í ferðaþjónustu, hjá Eimskip, Ferðaskrifstofu rikisins, Arnarflugi og nú siðast sem framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Atlantsflugs hf. Með Atlantsflugi ferðuöust í fyrra 76 þúsund farþegar og þúsundir íslendinga fóru utan með félaginu á lágum fargjöldum. Á myndinni afhendir Þórunn Gests- dóttir ritstjóri Halldóri viðurkenningu vegna útnefningarinnar. DV-mynd Brynjar Gauti. í dag mælir Dagfari Að lemja konu sína Hæstiréttur er mikill mannúðar- dómstóll. Og góður inn við beinið. Hann hefur líka miklu betri skiln- ing á hjónabandseijum heldur en saksóknari ríkisins og undirréttur. Þetta hefur sannast í nýjustu dóms- uppkvaðningu Hæstaréttar. Þar hefur dómurinn mildað dóm yfir manni sem lagði til konu sinnar með hamri. í staðinn fyrir tólf mán- aða óskilorðsbundið fangelsi fær maöurinn níu mánaöa fangelsi og þar af sex mánuöi skilorðsbundið, sem fellur niður eftir tvö ár haldi hann skiloröiö. Maðurinn hefur þegar setið í gæsluvaröhaldi í tæpa þrjá mánuði þannig að hann fær í rauninni ekki nema ellefu daga fangelsi fyrir verknað sinn. Þetta mál vakti nokkra athygli á sínum tíma. Viökomandi maður haföi tilkynnt heima hjá sér að hann væri á forum til útlanda, pantaöi flugfar í samræmi við upp- gefna ferðaáætlun, kom svo heim aftur í millitíðinni og í stað þess að fara beint heim til bús og bama dvaldi hann í bifreið næturlangt. Þegar morgnaði læddist hann að húsi sínu, gekk um bakdyramegin, greip þar plastpoka og hamar og hélt síðan inn í svefnherbergi þeirra hjóna þar sem eiginkonan lá í rúmi sínu. Eiginmaðurinn brá plastpokanum um höfuð konu sinnar og herti að, jafnframt því sem hann lamdi konuna í höfuðið með hamrinum og ef ekki væri vegna hávaða frá börnum þeirra beggja í næsta herbergi er aldrei að vita hvernig þær barsmíðar hefðu endað. Flúði þá maðurinn úr húsinu og fannst síðar í sumarbústað. Korn þó í ljós aö hann hafði átt pantað flugfar þá um morguninn aftur til útlanda til að geta komið aftur heim á þeim tíma sem hann var búinn að tilkynna heima hjá sér. Maðurinn var ákæröur um til- rarm til manndráps en í niourstöðu Hæstaréttar segir: „Ákæruvaldið byggir málssókn sína að verulegu leyti á því að fram- feröi ákærða síðustu dægur fyrir hinn umrædda atburð bendi ein- dregið til þess að aðalefni ákæru sé á rökum reist. Á þetta verður ekki fallist. Þegar frásögn ákærða er virt, svo og afleiðingar verknað- arins verður að telja ósannað að ásetningur ákærða hafi verið sá að bana konunni". Þess má geta að aöalvöm hins ákærða byggðist á því að konan hefði verið leiðinleg við hann und- anfama mánuði og hann hefði vilj- að hrekkja hana. í dómi Hæstarétt- ar er það tiltekið manninum til málsbóta að mikil röskun hafi orð- ið á högum hans vegna þessa máls og þess vegna þótti ástæða til að fresta fullnustu á sex mánaða refs- ingu. Af þessu máli má sjá hvað ís- lenskir dómstólar em mannúðlegir og mildari en aðrir sambærilegir dómstólar í útlöndum. Ekki em nema nokkrar vikur síðan Tyson boxari var dæmdur í allt að sextíu ára fangelsi fyrir meinta nauðgun á ungri stúlku og þurfti Tyson þó ekki einu sinni að nota plastpoka til að þagga niður 1 fómarlambinu. Hvað þá hamar. Það er hins vegar afstaða réttvísinnar á íslandi að þegar menn em orðnir leiðir á kon- um sínum og vilja hrekkja þær með því að lemja þær í hausinn með hamri þá fá þeir karlar ellefu daga fangelsi vegna þess að það raskar högum þeirra að þurfa að beija kerlingarnar með hamri! Enda verður að segja það eins og er að það er fjandi hart að láta eig- inkonur komast upp með það að vera leiðinlegar án þess að geta lamið þær meö hamri og læðst að þeim að nóttu til þegar maður á að vera í útlöndum. Eiginmenn hljóta að hafa rétt á að hrekkja konur sín- ar og veita þeim ráðningu í gegnum plastpoka án þess að þaö kosti málaferli og fangelsi. Nú er þessi hrekklausi eiginmaö- ur laus úr prísundinni eftir nokkra daga, ef hann er ekki laus nú þeg- ar, og það er eins gott fyrir eigin- konuna að vera ekki með nein leið- indi gagnvart honum þegar hann kemur aftur heim. Annars neyðist hann til að taka fram plastpokann og hamarinn á nýjan leik til aö hrekkja hana svolítiö. Menn mega ekki gleyma því að það veldur stór- felldri röskun á högum góðra eigin- manna þegar þeir þurfa að tuska konur sínar til þegar þeir eru orðn- ir leiðir á þeim. Þaö gerir enginn að gamni sínu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.