Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 5. MARS 1392. 3 Fréttir Neytendasamtökin um Þjóðlífsrukkanimar: Hópur fólks í slæmum málum - erfitt að verjast þegar dómur er fallinn „Það hafa einhveijir leitað til okk- ar vegna mála af þessu tagi. Það ligg- ur fyrir að það er ákveðinn hópur fólks í slæmum rnálurn," sagði Jó- hannes Gunnarsson, forstöðumaður Neytendasamtakanna, vegna síend- urtekinna rukkana innheimtufyrir- tækis á Þjóðlifsáskriftum. Jóhannes sagði að viðkomandi ein- staklingar hefðu á sínum tíma tekið tilraunaáskrift að tímaritinu. í dag hefðu þeir ekkert í höndunum um að þeir hefðu sagt áskriftinni upp. Svo fengju þessir einstakhngar dóm og úr þvi væri orðið erfitt fyrir þá að verjast. Jóhannes sagði Neytendasamtökin mæla með þvi af fenginni reynslu að fólk segði áskriftum sem þessum upp með ábyrgðarbréfi eða óskaði stað- festingar á uppsögninni á annan hátt. „Sem betur fer eru þessar Þjóðlífs- innheimtur einsdæmi um svo harðar aðgerðir að fólk lendi í dómi. Varð- andi þetta mál, sem DV greindi frá í gær, þá höfðum við samband við lög- fræðistofuna sem reyndist vera með fjárnámsbeiðnina frá fógeta. Við bentum á að ef einhver skuldaöi ein- hverjum þá væri það Þjóðlíf sem skuldaði skjólstæðingum okkar því að þeir væru búnir að þriborga sömu áskriftina. Við óskuðum eftir því að þar sem kvittanir væru fyrir.hendi um greiðslur að fjárnámið yrði dreg- ið til baka. Viö höfum það nú skrif- legt að það hafl verið afturkallað." Jóhannes sagði það undarlegt að þeim sem hlytu dóm væri ekki birtur dómurinn. Hann kvað Neytenda- samtökin ætla að ræða það mál sér- staklega við lögmenn sína. Það hlyti að teljast mjög alvarlegt ef fólk væri allt í einu komiö með dóm án þess að hafa hugmynd um það. Viökom- andi ættu meðal annars á hættu að lenda á „svörtum lista“ í peninga- stofnunum án þess aö hafa nokkuð til þess unnið, eins og í umræddu til- viki. -JSS Vaxtarræktar- menn stef na Pétri aftur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Vaxtarræktarmennimir þrjátíu og flmm, sem kærðu Pétur Pétursson lækni fyrir Bæjarþingi Akureyrar vegna ummæla hans um þá, hafa stefnt honum aftur en fyrri kæm þeirra var vísað frá dómnum. Kröfur vaxtarræktarmannanna vom m.a. að ummæh Péturs um þá yrðu dæmd dauð og ómerk, að Pétur sætti fangelsi og honum yrði gert að greiða þeim miskabætur sem næmu rúmlega 10 milljónum króna. Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari á Akureyri, sem fór með málið fyrir héraðsdómi, vísaði hins vegar kær- unni frá að kröfu lögmanns Péturs, Sigurmars K. Albertssonar. Olafur Sigurgeirsson, lögmaður vaxtarræktarmannanna, lýsti því þá strax yfir að hann ætlaði að koma lögum yfir lækninn þótt svo hefði farið og hann hefði um tvær leiðir að velja, að áfrýja til Hæstaréttar eða kæra aftur til héraðsdóms, og hefur nú vahð síðari kostinn. Ummæh Péturs voru m.a. efnislega á þann veg að a.m.k. flestir þeir sem næðu árangri í vaxtarrækt notuðu til þess ólögleg lyf og fleira sagði hann sem fór fyrir brjóstið á vaxtar- ræktarmönnum, s.s. að eistun í þess- um ræflum rýmuðu og yrðu ræfils- leg. Vaxtarræktarmenn kæröu Pétur m.a. til siðanefndar lækna á sínum tíma en sú nefnd tók efnislega undir ummæli læknisins en áminnti hann þó vegna orðalagsins sem hann við- hafði. Vegagerð í Öxnadal: Lægsta tilboðið um helminguraf kostnaðaráætlun Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Átján af 20 tilboðum í vegagerð í Öxnadal, sem opnuð vom nú í vik- unni, voru undir kostnaðaráætlun og lægstu tilboðin námu reyndar ekki nema um helmingi af kostnað- aráætlun Vegagerðar ríkisins. Um er að ræða tæplega 10 km lang- an vegarkafla í Öxnadal, frá Engi- mýri að Varmavatnshólum, en verk- inu á aö vera lokið á miðju næsta ári. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar nam tæplega 88 milljónum króna. Fyrirtækið Gunnar og Kjartan á Egilsstöðum átti lægsta tilboðið og nam þaö 45,7 milljónum króna, eða aðeins 51,9% af kostnaðaráætlun. Fyrirtækin Jarðefni hf. og Árvélar sf. í Reykjavík buðu 49,4 mihjónir eða 56,2% af kostnaðaráætlun. Sem fyrr sagöi vom aðeins tvö til- boðanna yfir kostnaöaráætlun Vega- gerðarinnar en þau komu frá Jó- hanni Bjarnasyni á Hellu og ístaki hf. í Hafnarfirði. Tilboö ístaks, sem hljóðaði upp á 144 milljónir, var þannig tæplega 100 mihjón krónum hærra en lægsta tilboðiö. NÝR 0G STÆRRI FJÖLSKYLOUBÍLL LAuA SAMARA STALLBAKUR 2 LA0A SÝNING í DAG Ármúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36 BIFREHJAR & LANDBUNAÐARVÉLAR HF. Við kynnum nýja útgáfu af Lada Samara (Lada Samara stallbak). Þessi bíll er 20 cm lengri en hin hefðbundna Samara og rúmbetri. Bíllinn hentar því vel fjölskyldufólki. Lada Samara stallbakur er fimm manna og með lokaðri farangursgeymslu (skotti). Komið og skoðið nýja Samara bílinn ásamt fjölbreyttu úrvali aföðrum Laöa bílum. Við bjóðum upp á kaffi og með því og krakkar fá ís og gos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.