Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 5
I
FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992.
5
Fréttir
Varaforseti NLFÍ segir fjársterka aöila bjóða tugi milljóna í Sogn:
Njarðvíkingar sækjast enn
eftir meðferðarheimilinu
- erum ekki móögaðir í garð ráðherra, segir bæjarstjórinn
„Aðilar eru að kanna málin.
Fyrra tilboð ríkisins var of lágt og
við höfnuðum því. Ef við höfum átt
að koma með gagntilboð þá eru það
leikreglur sem okkur er ekki kunn-
ugt um. Við höfum ekki verið í
neinni uppboðsmennsku og töldum
okkur hafa þann kost einan að
leigja eignina. í millitíðinni höfum
við hins vegar fengið ný tilboð og
til þeirra þarf að líta,“ segir Vil-
hjálmur Ingi Árnason, varaforseti
Náttúrulækningafélagsins.
Viðræður eiga sér stað milli Nátt-
úrulækningafélagsins og heilbrigð-
isráðuneytisins um kaup eða leigu
ríkisins á húseigninni og hluta
jarðarinnar að Sogni í Ölfusi. í okt-
óber síðastliðnum bauð ríkið 23
milljónir í eignina en því tilboði
hafnaði Náttúrlulækningafélagið. í
staðinn féllst ríkið á að greiða um
240 þúsund krónur í leigu fyrir
eignina á mánuði. Fasteignamat
eignarinnar er um 17 milljónir en
bnmabótamatið 28 milljónir.
Fyrir skömmu barst Náttúru-
lækningafélaginu tvö kauptilboð í
eignina, annars vegar frá aðilum
sem vilja koma þar á fót hestarækt
og hins vegar frá aðilum sem hafa
hug á koma þar upp ræktunarstöð.
Að sögn Vilhjálms Inga Ámasonar,
varaforseta Náttúrulækningafé-
lagsins, er hér um að ræða skuld-
bindandi tilboð frá traustum og
fjársterkum aðilum sem hljóði upp
á tugi milljóna, meira en 10 milljón-
um hærra en tilboð ríkisins.
Að sögn Sighvats Björgvinssonar
heilbrigðisráðherra mun meðferð-
arheimih fyrir ósakhæfa afbrota-
menn ekki rísa að Sogni náist ekki
ásættanleg kaup- eða leigukjör á
eigninni. Þá fari hann einfaldlega
með heimilið til Njarðvíkur. Hann
kveðst mjög undrandi á því að
Náttúrulækningafélagið sé að velta
fyrir sér kauptilboðum frá öðrum
aðilum heldur en ríkinu. Þeir hafi
ekki komið með móttilboð vegna
fyrra tilboðs ríkisins og því hafi
hann áhtið að eignin væri ekki th
sölu.
Að sögn Kristjáns Pálssonar,
bæjarstjóra í Njarðvík, em Njarð-
víkingar ekki móðgaðir í garð heil-
brigðisráðherra, þó svo að þeim
haii fundist hann nota sig sem grýl-
ur á Ölfusinga. „Okkar afstaða er
óbreytt. Við tökum gjarnan á móti
meðferðarheimilinu verði eftir því
leitað," segir bæjarstjórinn.
-kaa
Ingvar Gýgjar Jónsson, byggingarfulltrúi í Skagaíirði:
Leggur á sig um 800 kflómetra skólagöngu
- hefurveriðvinnuniaðursamfélagsinsí32árogviIlbætasig
„Ég hef verið vinnumaður samfé-
lagsins í 32 ár og hef ætíð haft hug á
að bæta við menntun mína. Fram th
þessa hafa möguleikamir hins vegar
verið takmarkaðir. Námið hér syðra
er bæði skemmthegt og fróðlegt en
ég skal játa að það er stíf vinna að
stunda bæði námið og fullt starf
nyrðra. Ég nýt hins vegar stuðnings
húsbænda minna í héraðsnefnd og
vonandi fá þeir betri starfskraft að
námi loknu,“ segir Ingvar Gýgjar
Jónsson, byggingarfuhtrúi í Skaga-
firði.
Ingvar hóf nám í endurmenntunar-
dehd Háskóla íslands í haust og legg-
ur þar stund á verðmætamatstækni-
fræði. Áður hefur hann sótt fjölda
námskeiða í dehdinni. Samhhða
náminu starfar hann sem byggingar-
fuhtrúi í Skagafirði.
Ingvar sækir skólann einu sinni í
viku frá Sauðárkróki og lætur því
nærri að vikuleg skólaganga hans sé
tæpir 800 kílómetrar. Á haustönn-
inni ók hann oft og tíðum tvisvar í
viku th Reykjavíkur vegna námsins.
Þótt Ingvar sé nú 62 ára að aldri
segir hann það ekki tiltökumál að
aka vikulega th Reykjavíkur. Hann
segist hafa mætt einstökum velvhja
meðal stjórnenda skólans, þeim
Margréti S. Björnsdóttur, Guttormi
Sigurbjörnssyni og Þórði Búasyni,
og samnemendum sínum sem auð-
veldi sér námið. Til dæmis nefnir
Ingvar að hjótlega eftir að hann hóf
námið hafi verið ákveðið að færa
kennsludaga th og gera þá samfellda
til að hann þyrfti ekki að aka tvisvar
í viku suður.
„Ég er lærður húsasmiður og hef
meistararéttindi í faginu. í þessu
námi lærum við hins vegar hvernig
eigi að standa að mati á ýmiss konar
verðmætum, svo sem fasteignum,
hlunnindum, afurðum, byggingum,
jörðum og öðru sem heyrir undir lög
um mat á fasteignum. Það er enginn
vafi á því að námið mun koma mér
að notum. Það ættu sem flestir að
notfæra sér þennan ágæta skóla,“
segir Ingvar."
-kaa
Ingvar Gýgjar Jónsson, byggingarfulltrúi í Skagafirði, kominn í skólann frá Skagafirði. DV-mynd Brynjar Gauti
• Vönduö gangbretti úr áli á mjög góöu verði.
• Toyota "strípur" á Double Cab, Xtra Cab
og 4 Runner. Ýmsar gerðir, margir litir.
TOYOTA
GANG
BRETTI 0G
STRÍPUR
Úrvalsvara - aðaleinkenni Toyota aukahluta.
Nýttu þér ráðgjöf okkar og sendingarþjónustu.
® TOYOTA
Aukahlutir
NÝBÝLAVEGI 6-8 KÓP. SÍMI 44144