Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992. Lífsstfll DV kannar verð í matvöruverslunum: Mandarínur illfáanlegar Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð í eftirtöldum verslunum: Bónusi Hafnarfirði, Fjarðarkaupi Hafnarfirði, Hagkaupi Eiðistorgi og Miklagarði við Miðvang í Hafnar- firði. Kjötstöðin Glæsibæ var ekki tekin með að þessu sinni vegna þess að verslunin var lokuð vegna eig- endaskipta í gær. Bónusbúðimar selja sitt grænmeti í stykkjatali en hinar samanburðar- verslanirnar selja eftir vigt. Til þess Neytendur að fá samanburð þar á milli er græn- meti og ávextir í Bónusi vigtað og umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kílóverð. Að þessu sinni var kannað verð á sveppum, gulri papriku, gullauga- kartöflum, kínakáli, rófum, mandar- ínum, gulrótum, molasykri, lamba- kótilettum, Carefree dömubindum, 25 stk., Egils pilsner, 141, og á viðbit- inu Klípu. Sveppir fengust aðeins á þremur samanburðarstaðanna að þessu sinni og munur á hæsta og lægsta verði er aðeins rúm 3%. Sveppir kostuðu 566 í Miklagarði, 568 í Hag- kaupi, 585 í Fjarðarkaupi en fengust ekki í Bónusi. Öllu meiri munur er á hæsta og lægsta verði á gulri papr- iku eða 62 af hundraði. Hún kostar 246 í Miklagarði þar sem verðið var ■ ........................ " ■■ llIltfílS DV-mynd Hanna lægst, 249 í Fjarðarkaupi og 399 í Hagkaupi. Það munar 67% á hæsta og lægsta verði á kartöflum. Verðið var lægst í Bónusi, 45, en þær kostuðu 59 í Fjarðarkaupi og 75 í Hagkaupi og Miklagarði. Munur á hæsta og lægsta verði á kínakáli er 38 af hundraði. Lægsta verðið var í Bónusi, 144, en síðan kom Mikligarður með 167, Fjarðarkaup 169 og Hagkaup 199. Rófur voru langódýrastar í Bónusi á aðeins 17 krónur kílóið. Næst kom Mikligarður með 49, Fjarðarkaup 56 og Hagkaup 59. Munur á hæsta og lægsta verði er ansi mikill eða 247%. Ekki er miklar sögur að segja af mandarínum. Þær fengust aðeins í einni verslun, Hagkaupi, en mjög sjaldgæft er að grænmetis- eða ávaxtategundir fáist ekki í Hag- kaupi. Mandarínur kostuðu 225 krónur kílóið í Hagkaupi. Gulrætur kostuðu 136 í Bónusi þar sem verðið var hagstæðast. Næst kom Mikli- garður með 223, Fjarðarkaup 225 og Hagkaup 234. Munur á hæsta og lægsta verði er 72%. Það vekur at- hygh að í öllum tilfellum er Hagkaup með hæsta verðið á grænmeti. Eru þeir þar að sitja eftir í verðsam- keppni á grænmeti og ávöxtum? Molasykurinn finnski frá Sirku kostar 85 í Bónusi, 89 í Miklagarði, 90 krónur í Fjarðarkaupi og 93 í Hag- kaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er ekki mikill eða 9 af hundr- aði. Lambakótilettur fengust ekki í Bónusi en verðið var 727 krónur kíló- ið í Miklagarði þar sem það var lægst. í Hagkaupi er kíóið selt á 764 og 830 í Fjarðarkaupi. Carefree dömubindi, 25 stk„ voru aðeins til í 2 verslunum í könnuninni. Þau kosta 189 í Miklagarði og 195 í Hagkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er 5%. Egils pilsner í hálfs litra dósum kostar 54 í Bónusi, 64 í Hagkaupi og Miklagarði en 74 í Fjarðarkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er þar 37%. Nýja viðbitið Klípa er á svipuðu verði í verslunum. Þar sem verðið var lægst, í Bónusi, var það 113 en 119 í Fjarðarkaupi, 125 í Hag- kaupi og 129 í Miklagarði. Munur á hæsta og lægsta verði er 14%. Grænmeti lækkar í verði Ef línurit fyrir grænmeti er skoðað sést að verðlag á grænmeti er al- mennt á niðurleið. Kartöflur eru undantekning þar sem um örlitla hækkun er að ræða en ekki er hægt að tala um meðalverð á mandarínum þessa vikuna þar sem mandarínur fengust ekki nema í einni saman- burðarverslananna að þessu sinni. Meðalverðið á mandarínum var í kringum 140 krónur kílóið á síðustu þremur mánuðum en nú bregöur svo við að þær fást ekki nema í einni verslun. Meðalverð á sveppum hækkaði mjög upp úr miðjum febrú- armánuði, úr 430 í 600 krónur. Meðal- verðið virðist vera aftur á niðurleið og vonandi að þar verði áframhald á. Meðalverð gulrar papriku er hag- stætt um þessar mundir, hefur farið lækkandi frá því í lok janúar og hef- ur lækkað um 100 krónur á því tíma- bili. Meðalverðið er nú 298 krónur. Meðalverð á kartöflum hefur verið stöðugt frá áramótum en gæði eru á niðurleið. Því miður er það svo í nokkrum verslunum að kartöflur eru á mörkum þess að teljast til 1. flokks. Meðalverð á rófum hélst stöðugt í um 60 krónum frá nóvember á síð- asta ári fram í febrúar. Meðalverðið lækkaði um 15 krónur í könnuninni nú og er nú 45 krónur. Töluverðar sveiflur eru á verði kínakáls. Um miðjan desembermánuð var það 170, rauk upp í 225 krónur í miðjum jan- úar en er nú komið niður í sama meðalverð og áður, 170 krónur. Sértilboð og afsláttur: gúmmíi Það kennir margra grasa að venju í sértilboðum verslananna. Bónusbúðimar bjóða barna- sokka, sem eru styrktir með gúmmíi á botninum, á sértilboði. Parið er selt á 199 krónur. Meðal annarra tilboðsvara þeirra eru Nóa Síríus súkkulaðiplötur, 100 g, á 79 krónur, H-þvottaefni fyrir uppþvott, 5 kg á 559 krónur, ög Prama Ultra þvottaefni, 1,3 kg, sem selt er á 339 kr. í Fjarðarkaupi í Hafnarfirði eru i gangi sérlega hagstæð tilboð á Egils djús í eins lítra brúsum sem selt er á 150 krónur og RC-kóla í 114 1 flöskum sem kosta 90 krón- ur. einnig Samsölu pylsubrauð sem seld eru á 65 krónur, 5 stykki í poka, og Palacio túnfiskur í dós, 115 g, sem kostar aöeins 115 krón- í Hagkaupi á Eiðistorgi er nautahakk á mjög góöu verði, 549 krónur kílóiö. Appelsínur eru á sértilboðsverði, 59, sömuleiöis fisk- bollur ftá Humli sem seldar eru meö 20% afslætti Hvítlauks- brauö, 2 saman frá Parisienne, kosta 179 krónur. 1 Miklagarðsverslunum eru Bambo maxi bleyjur, 45 stk., á tilboðsverðinu 499 krónur, MS skafís, 2 lítrar, kostar 398 og 18 x 'A 1 af kókómjólk kosta 684 sem gerir aðeins 38 krónur á stykkið. Cirkel kaffi í 'A kg umbúðum er selt á afsláttarverði, 3 bragðteg- undir, og kostar pakkinn 199 krónur. Verslun Kjötstöðvarinnar var lokuö og því engin sértilboð að Iiafa á þeim bæ að þessu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.