Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992.
15
139 þúsund verða
að900 milljónum
„Seinna voru þessar 900 milljónir túlkaðar sem hreinir smámunir ...
segir greinarhöfundur m.a. um arð til hluthafa Sameinaðra verktaka.
Verulega athygli vakti er ákveðið
var að greiða 900 milljón króna arð
til hluthafa Sameinaðra verktaka
hf. Seinna voru þessar 900 milljónir
túlkaðar sem hreinir smámunir
eða 139 þúsund. Hætt er við að ein-
hveijir hafi sett samasemmerki
þama á milli og áhtið sem svo að
um sambærilegt verðgildi væri að
ræða. Annar möguleiki er sá að
menn geri sér ekki strax grein fyr-
ir því að 139 þúsund krónur nýjar
eru 13,9 milljónir gamlar og að frá
árinu 1960 til yfirstandandi árs hef-
ir verðbólgan leikið íslensku krón-
una það grátt að kaupmáttur henn-
ar hefir falliö um liðlega 99,9%.
Með öðrum og skiljanlegri orðum
hefir almennt verðlag ríflega 1000
faldast á undanförnum 32 árum.
Nýja krónan er því aðeins tíundi
hluti þess aö verðgildi sem sú
gamla var árið 1960.
Á miðju árinu 1979 var farið að
reikna út lánskjaravísitölu og var
hún þá sett 100 stig. Þessi vísitala
hefir verið reiknuð áratugi aftur í
tímann. Hún reyndist vera 2,86 stig
í janúar árið 1960 en 3196 stig í fyrra
mánuði. Á mæhkvaröa hennar eru
því 900 milljónir álíka mikils virði
nú og 80 miUjónir gamlar voru árið
1960.
Veldisvexti takmörk sett
Er þá komið að öðru atriði sem
er ávöxtun til langs eða skamms
tíma. Fyrir 368 árum seldu indíán-
ar Manhattaneyju fyrir 24 dah og
þótti lítið. Heföu þeir átt kost á því
að ávaxta fé sitt þann tíma sem hð-
inn er síðan með þeim kjörum sem
nú bjóðast á verðbréfamarkaði
Kjallariim
Kristjón Kolbeins
viðskiptafræðingur
gætu þeir tvímælalaust keypt eyj-
una aftur með öhum þeim mann-
virkjum sem á henni eru. Því ekki
hefði þurft meira en 7,8% vexti til
að billjónfalda höfuðstól á þessum
tíma. Er þá ekki reiknað með nein-
um verðbótum.
í fljótu bragði má áætla, miðað
við þjóðarauð íslendinga og íbúa-
fjölda, að þjóðarauður Bandaríkja-
manna sé vart meiri en nemur 24
dölum á 7,8% vöxtum frá þeim tíma
er Manhattaneyja var seld.
Ofangreint dæmi sýnir að háum
veldisvexti eru takmörk sett. Til
samanburðar má nefna að raun-
ávöxtun þess fjár sem bundið er í
sjávarútvegi íslendinga var að mati
Hagfræðistofnunar Háskóla ís-
lands tæplega 2,5% undanfarinn
áratug. Einungis 3% árlegan vöxt
þarf til þess að nítjánfalda höfuð-
stól á einni öld. Talið er að til langs
tíma sé vart hægt að búast við
meiri efnahagslegum vexti.
Hagvöxtur og efnahagslegar
framfarir eins og við þekkjum þær
eru nýleg fyrirbæri í sögunni þótt
oft hafi skipst á framfara- og sam-
dráttartímabil í kjölfar landafunda,
uppgötvana og auðhndafunda. í
viðtah við Þórð Halldórsson frá
Dagverðará kom t.d. fram að heföi
Egill Skahagrímsson komið á
bernskuheimih hans hefði hann
þekkt þar alla hluti. Dæmið sýnir
að allt frá landnámi og fram undir
síðustu aldamót urðú hér afar htlar
framfarir á mörgum sviðum. Hér
er þvi ekki um nein ný sannindi
að ræða.
Avöxtur eiginfjár
Óvíst er að íslenskir atvinnuvegir
hafi almennt skilað meiri arðsemi
en sjávarútvegur síðustu tíu árin.
Það ber því að hafa í huga þegar
gerðar eru kröfur um arð. Arðsemi
upp á fimm og jafnvel tíu af hundr-
aði getur gengið til skamms tíma
en vart th lengdar eins og sýnt hef-
ir verið fram á hér að ofan.
Sé aftur vikið að arðgreiðslum
Sameinaðra verktaka og ávöxtun-
arkröfu þá tuttugu og einfaldast
höfuðstóh á þijátíu og tveimur
árum miðað við tíu prósent vexti
en tæplega fimmfaldast á sama
tíma m.v. fimm prósent vexti.
Til þess að geta átt 900 mhljón
króna höfuðstól eftir 5% árlega
ávöxtun í 32 ár þyrfti því upphaf-
legt framlag að hafa verið 189 mhlj-
ónir á sambærilegu verðlagi. Ef
ávöxtunarkrafan væri hins vegar
10% dygðu 43 mhljónir.
Með því að hækka ávöxtunar-
kröfu eða lengja ávöxtunartímann
er því hægt að sýna fram á að í
raun og veru sé hver einasta upp-
hæð hreint htilræði. Á 32 árum
verða 2,6 mihjónir að 900 mhljón-
um m.v. 20% ávöxtun.
Ahar vangaveltur um hvort eðh-
legt sé að reikna með 5% eða 10%
raunávöxtun hafa takmarkað gildi
þar sem kjarni málsins hlýtur að
vera hver ávöxtun eiginfjár Sam-
einaðra verktaka hafi í raun verið
og hvort fyrirtækið hafi vegna sér-
stakrar aðstöðu getað ávaxtað
pund sitt betur en aðrir hafa átt
kost á.
Kristjón Kolbeins
„Með því að hækka ávöxtunarkröfu
eða lengja ávöxtunartímann er því
hægt að sýna fram á að 1 raun og veru
sé hver einasta upphæð hreint lítil-
ræði.“
Af svalli og sukki
heimsku," segir i lok greinar Sæmundar.
Fyrir nokkrum árum bar svo við
að smákaupmaöur einn í Reykja-
vík varð fyrir óvæntu happi í við-
skiptum og græddist dágóð fúlga
peninga. Th að fagna þessu bauð
hann kunningja sínum á vertshús
þar sem þeir undu sér lengi yfir
mat og drykk. Þegar leið á nóttina
fór smákaupmaður að fjargviðrast
út í fábreytt næturlíf höfuðborgar-
innar. Taldi ráð að taka morgun-
flug th Kaupmannahafnar þar sem
gleðskaparmöguleikar væru
ótæmandi allan sólarhringinn.
Bauðst hann th að greiða ahan
ferðakostnað og svo fóru leikar að
félaginn þáði boðið.
Þeir tvímenningar flugu á vit
ævintýra Kaupmannahafnar árla
morguns eftir að sá nýríki haföi
skipt hárri ijárhæð í danskar krón-
ur á flugvellinum. Eftir að hafa
komið sér fyrir á glæsihóteh segir
fátt af dvöl þeirra í heimsborginni,
enda gerðist minnið skjótt nokkuð
sUtrótt. Á sunnudagsmorgni rank-
ar þó smákaupmaður við sér og
verður þess var að alUr sjóðir eru
nær uppurnir. Auk þess man hann
óljóst eftir að hafa sveiflað
greiðslukorti sínu ótt og títt á
skemmtunarstöðum.
Heimkoman
Eftir að hafa hugsaö sitt mál sér
vinurinn að nú verði að snúa vdð
blaðinu og hætta svahi og sukki.
Veislunni sé lokið. Þeir félagar
drifu sig því út á flugvöh og náðu
heimflugi á síðustu stundu. Á leið-
inni var smákaupmaöur fölur og
fár. Þaö var ekki nóg með að allur
gróði vdðskiptanna var fokinn út í
veöur og vind heldur fór ekki á
milU mála að bakreikningar voru
stórir á greiðslukortinu.
Þegar feröalangurinn kom úr-
vinda th síns heima undir kvöld sat
KjaUarinn
Sæmundur Guðvinsson
blaðamaður
kona hans að snæðingi ásamt
þremur bömum þeirra hjóna. Þá
er vdnurinn leit yfir matborðiö varð
honum orðfah um stund sökum
gremju og hneykslunar. Bendir
síðan titrandi fingri að konu sinni
og æpir upp:
„Ég held að þú hljótir að vera
gengin af göflunum og þið öll. Sitjið
hér og úðið í ykkur dýrindis lamba-
læri með thbehör. Veistu ekki hvað
kjötið kostar í dag? Á að setja mig
endanlega á höfuðið?“
Að steyta hnefann
Þessi saga hefur oft komið upp í
huga mér undanfamar vdkur vdð
það að fylgjast með þjóðmálaum-
ræðunni. Eftir að ríkisstjómir fjór-
flokkanna hafa árum saman svall-
að og sukkað með fjármuni þjóðar-
innar ranka menn skyndhega vdð
sér og sjá að tími er kominn th að
ljúka veislunni og snúa við blaðinu.
En þá er griþið til þess óyndisúr-
ræðis að ráðast að þjóðinni með
steyttan hnefa og hún sökuð um
að hafa komið öhu í kaldakol með
bruðh og óhófi. - Nú verði að spara
og nú verði að skera.
Eyðsluseggir fyrrverandi ríkis-
stjóma, sem nú sitja í stjómarand-
stöðu, firra sig auðvdtað allri
ábyrgð á því hvemig komið er.
Þykjast jafnvel geta komið þjóöar-
búinu strax á réttan kjöl fái þeir th
þess tækifæri.
Menn eru að undrast neikvæð
vdðbrögð fólks vdð sumum aðgerð-
um ríkisstjórnarinnar í þá átt að
ná tökum á efnahagsmálunum.
Viðbrögðin em hins vegar í fuhu
samræmi vdð þaö hve ráðherrum
hafa verið mislagðar hendur vdð
að vdnna þjóðina á sitt band. Þá
bætir ~það ekki úr skák að sumar
aögerðir stjórnarinnar orka mjög
tvdmæhs.
Þjóðin er hins vegar sammála um
að aðgerða sé þörf til að ná okkur
upp úr öldudalnum. En hún kann
því illa þegar að henni er ráðist
undir kjörorðinu: Nú höfum vdð
loksins náð taki á ykkur, ormamir
ykkar. Þið skuluð fá að gjalda þess
hvemig þið hafið hagað ykkur und-
anfarin ár.
Ekki öll von úti
í bókinni Stríð og söngur eftir
Matthías Viðar Sæmundsson, sem
út kom árið 1985, segir Guðrún
Helgadóttir alþingismaður meðal
annars: „Stjómmálalífið hér á
landi er risUtið og úr tengslum vdð
daglegt líf fólks, enda er skamm-
sýnin ahsráðandi á Alþingi. Þar er
aðeins rætt um skammtímalausnir
en ekki hugsað til framtíðar. Þeir
veljast helst th póUtískra starfa
sem eru rétt mátulega vel gefnir
og ekki of hugmyndaríkir, ósvífnir
og lausir vdð kímnigáfu." Og Guð-
rún bætir því vdð að okkar bestu
menn komist sjaldnast th mann-
virðinga í stjórnmálum þvi að þá
skorti heimskuna en heimskir
menn hræðist ekki vald.
Ekki ætla ég að leggja dóm á
framangreind ummæli, enda þekk-
ir Guðrún betur sitt heimafólk en
ég. En frá þvi þessi orð voru skráð
höfum vdð þó eignast forsætisráð-
herra með kímnigáfu og ríkisstjórn
sem heitir langtímalausnum. - Þá
er bara að vona að í framtíðinni
veljist á Alþingi fólk sem skortir
heimsku.
Sæmundur Guðvinsson
„Eftir að ríkisstjórnir Qórflokkanna
hafa árum saman svallað og sukkað
með fjármuni þjóðarinnar ranka menn
skyndilega við sér og sjá að tími er
kominn til að ljúka veislunni og snúa
við blaðinu.“