Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992. Menning Myndgáta Háskólatónleikar Háskólatónleikar voru haldnir í Norræna húsinu í gær. Þar lék blásarakvintett, skipaður Guðrúnu S. Birgisdóttur, flautu, Peter Tompkins, óbó, Jóhanni T. Ingólfssyni, klarínett, Lilju Valdimarsdóttur, horn og Judith Þórbergsson, fagott. Á efnisskránni voru tvö verk: „La cheminée du roi René“ eftir Darius Milhaud og „Kleine Kammermusik fur funf Blaser“ eftir Paul Hindemith. Verk Milhauds mun hafa verið samið fyrir kvikmynd um ástina en stendur ágætlega sjálfstætt engu að síð- ur. Það er í sjö köflum og er þar ýmsum stílbrögöum beitt þótt andinn sé ávallt nýklassískur. Verkið er fjöl- breytt og htskrúðugt og fellur vel að hljóðfæraskipan- inni. Þetta gildir einnig um verk Hindemiths sem einn- ig má kalla nýklassískt. Það er hins vegar ólíkt verki Milhauds í anda og kemur þar trúlega upp mismunur franskra og þýskra viðhorfa. Verk Hindemiths er bet- ur skipulagt, byggingin þéttari og framvindan rökviss- ari. Hjá Milhaud ber meira á glæsileik, viðhorfið til hstarinnar er léttara og frjálsara. Flytjendur á þessum tónleikum mega teljast til yngri kynslóðar í kammertónlist en eru ahs ekki lakari fyr- ir það. Leikur þeirra var yfirleitt með ágætum þótt Tónlist Finnur Torfi Stefánsson snurður hafi komið fyrir á stöku stað. Samleikurinn var víða fallegur en á því sviði má þó lengi bæta sig og það er eitt af því sem gerir það áhugavert að leika í hóp af þessu tagi. Andlát Jafet Egill Hjartarson, fyrrverandi verksmiðjustjóri, andaðist 4. mars. Þorsteinn Pálmason jámsmíða- meistari, Goðabyggð 13, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri þriðjudaginn 3. mars. Jarðarfarir Tómas Valtýr Helgason bóndi, Hofs- stöðum, lést á heimili sínu 28. febrú- ar. Jarðarfórin fer fram frá Stafholts- kirkju laugardaginn 7. mars kl. 14. Bílferð verður frá Bifreiðastöð ís- lands kl. 11 sama dag. Albert Einvarðsson frá Marbakka, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 6. mars kl. 14. Leiðrétting í frétt í DV í gær var sagt að Magn- ús Gíslason hefði sagt af sér for- mennsku hjá Verslunarmannafélagi Suðumesja. Orðalagfréttarinnar var ónákvæmt. Hið rétta er að Magnús hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur á næsta aðalfundi félagsins. Sá fundur verður í lok apríl. Mágnús situr því að sjálfsögðu sem formaður fram að aðalfundi. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Einar H. Pálsson, Dalbraut 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fóstudag- inn 6. mars kl. 13.30. Hansina Sigurðardóttir, Háaleitis- braut 54, verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju föstudaginn 6. mars kl. 15. Sigurbjörg Stefánsdóttir, Faxastíg 22, Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá Landakirkju laugardag- inn 7. mars kl. 14. Petrún Magnúsdóttir, áður húsfreyja í Þingnesi, lést í sjúkrahúsinu á Akranesi 2. mars. Útförin fer fram frá Bæjarkirkju laugardaginn 7. mars kl. 14. Tónleikar Stripshow á Púlsinum Hljómsveitm Stripshow heldur strip- veislu á Púlsinum í kvöld, 5. mars, kl. 22.30. Sérstakir gestir verða hljómsveit- imar Maatmons og er aðgangur ókeypis. Bridge Bridgefélag Breiðfirðinga Nú er lokið 6 kvöldum ef 7 í aðaltvímenningskeppni Bridgefélags Breið- firðinga. Keppnin er mjög hörð og Híördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Bald- ursdóttir tróna eins og er á toppnum. Nokkur pör eru skammt undan, Óh Bjöm Gunnarsson og Valdimar Elíasson í öðru og Hahgrímur Hall- grímsson og Sveinn Sigurgeirsson í þriðja en þeir sigraðu í þessari keppni í fyrra. Efstu skor á síðasta spilakvöldi náðu: 1. Páh Bergsson - Hjálmar S. Pálsson 2. Sveinn Þorvaldsson -Kjartan Jóhannsson 3. Eysteinn Einarssori - Jón Stefánsson Staðan að loknum 39 umferðum af 45 er þessi: 1. Hjördis Eyþórsdóttir - Ljósbrá Baldursdóttir 2. Óh Bjöm Gunnarsson - Valdimar Elíasson 3. Hahgrímur Hahgrímsson - Sveinn Sigurgeirsson 202 146 129 456 415 390 Afmælismót B. Breiðholts í tílefni 15 ára afmæhs Bridgefélags Breiðholts heldur félagið afmæhs- mót í Gerðubergi laugardaginn 21. mars kl. 10 árdegis. Spilaðar verða tvær umferðir í Mitchell tvímenningi. Veitt verða veglega verðlaun, sam- tals 160 þúsund. Verðlaun eru 80 þúsund fyrir fyrsta sæti, 50 þúsund fyr- ir annaö og 30 þúsund fyrir þriðja sætið. Keppnisgjald verður 5.000 krónur á par og spilað verður um silfurstig. Képpnisstjóri á mótinu verður Hermann Lárusson og Kristján Hauksson sér um útreikning á tölvu. Skráning í mótið eru í símum Bridgesambands- ins, 689360, hjá Hermanni Lárussyni í 41507 og Baldri Bjartmarssyni í síma 78055. Hjá félaginu stendur nú yfir Butler tvímenningur og er þremur umferð- um lokið. Staða efstu para er þannig í A-riðli: 1. Óskar Sigurðsson - Þorsteinn Berg 45 2. Ragnar Hermannsson - Anna Þóra Jónsdóttir 44 3. Ingvar Ingvarsson - Guðjón Sigurjónsson 35 Efstu pör í B-riðh eru: 1. Þórður Sigurðsson - Axel Lárusson 46 2. Gísh Sigurkarlsson - Halldór Ármannsson 43 3. Aron Þorfinnsson - Fjalarr Gíslason 37 Hægt er að bæta við tveimur pörum sem myndu þá hefja leikinn á meðalskori. Áhugasamir hafi samband við Hermann í síma 41507. -ÍS Andreaá Jazz f kvöld, 5. mars syngur Andrea Gylfadótt- ir djass á nýja veitingahúsinu Jazz að Armúla 7. Undirleik annast þeir Kjartan Valdimarsson á píanó og Þórður Högna- son á bassa. Húsið er opnað kl. 18 fyrir matargesti og kl. 22.30 stígur Andrea síð- an á svið og hefur upp raust sína. Borð- pantanir í síma 681661. Allir velkomnir. TiBcyimingar Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra í Skeljahelli, Skeljanesi 6, alla sunnudaga í mars. Úrval af fatnaöi og alls konar sniðugu dóti. Opið kl. 14-17. Leið 5 gengur að húsinu. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Spilað. Dans í Risinu fellur niður í kvöld. Hallgrímsklrkja Kvöldbænir með lestri Passíusálma kl. 18. Laugarneskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í Safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Neskirkja Biblíulestur í kvöld kl. 20 í safnaðarheim- Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Lausn gátu nr. 271: Er ekki um sel ili kirkjunnar. Umsjón hefur sr. Frank M. Halldórsson. Áskirkja Biblíulestur í safnaöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Guðspjall og önnur rit Jóhann- esar kynnt. AlÚr velkomnir. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Bústaðakirkja Mömmumorgunn kl. 10.30. Amar Hauks- son læknir flytur erindi um fyrirtiða- spennu kvenna. Fræðslukvöld kl. 18-19. Dr. Sigurjón Ami Eyjólfsson talar um Jesúsmyndir í nútímanum. Umræður á eftir. Leikhús LEIKFELAG REYKJAVÍKUR 3» Gamanleikhúsið frumsýnir Simi680680 • 50% afsláttur á síðustu sýningar, gild- ir aðeins á Ljón í síð- buxum. LJÓN í SÍÐBUXUM eftir Björn Th. Bjömsson Aukasýningar: Laugard. 7. mars. Föstud. 13. mars. Allra síðustu sýnlngar. ÁSTÓRASVIÐI: ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggtásögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI íkvöld. Blá kort gllda. Uppselt. Föstud. 6. mars. Gul kortgllda. Uppselt. Sunnud. 8. mars. Græn kort gilda. Uppselt. Fimmtud. 12. mars. Hvit kort gilda. Uppselt. Laugard. 14. mars. Brún kort gilda. Uppselt. Sunnud. 15. mars. Fáein sæti laus. Flmmtud. 19. mars. Fáein sætl laus. Föstud. 20. mars. Uppselt. Laugard. 21. mars. Fáein sæti laus. Fimmtud. 26. mars. Laugard. 28. mars. Kaþarsis - Leiksmiðjan sýnir á litla sviði: HEDDU GABLER ettir Henrik Ibsen. Laugard. 7. mars. Mlövikud. 11.mars. Föstud.13. mars. í Borgarleikhúsinu Höfundur: Pétur Gunnarsson. Tónlist: Spilverk þjóðanna. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðar- son. 3. sýning föstud. 6. mars. Fáein sæti laus. 4. sýning sunnud. 8. mars. Fáein sæti laus. 5. sýning, fimmtud. 12. mars. Fáein sæti laus. Sýningar hefjast kl. 20.30. Miðaverð kr. 800. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í síma alla virka daga frá kl. 10-12. Simi 680680. Leikhúslínan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur. Borgarleikhús. Leikfélag Akureyrar TJÚTT&TREGI Söngleikureftir Valgeir Skagfjöró Föstud. 6. mars kl. 20.30. Næstsiðasta sýning. Laugard. 7. mars kl. 20.30. Siðasta sýning. Miðasala erí Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýnlngardaga fram aö sýn- ingu. Greiðslukortaþjónusta. Sími I miðasölu: (96) 24073. GARÐALEIKHUSIÐ frumsynir LUKTAR DYR eftir J.P. Sartre i Felagsheimili Kópavogs fostudaginn 6. mars kl. 20.30. 2. syning föstudaginn 13. mars kl. 20.30. Mamma Rósa sér um veitingar fyrir og eftir sýningar. Husið opnað kl. 19.00. Eftir syningu heldur Höróur Torfason tonleika. Miðasala i Félagsheimili Kópa- vogs fimmtudaga kl. 17.00-19.00. syningardaga frá kl. 16.00. Simi 41985. Annars simsvari. 44425. Allt i einni leikhusferó Matur - leiksyning veitingar - tonlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.