Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992. Afmæli Ámi Kr. Þorsteinsson Ámi Kristinn Þorsteinsson, fyrrv. deildarstjóri, Smyrilsvegi 29 (áður Granaskjóli 10) Reykjvík, er sjötug- urídag. Starfsferill Ámi fæddist í Péturshúsi við Bræðraborgarstíg í Reykjavík, ólst upp á Eiðsstöðum við Bræðraborg- arstíg og lauk próíi frá VÍ1940. Ámi starfaði að námi loknu í tæpt ár hjá Vélaverslun G. J. Fossberg en réðst til starfa á skrifstofu Hins ís- lenska steinolíuhlutafélagi í árs- byrjun 1941. Árið 1946 hóf hann störf hjá Olíufélaginu hf. sem hafði þá keypt eigur Hins íslenska steinolíu- hlutafélags. Þar starfaði hann sam- fellt til 1989 er hann fór á eftirlaun samkvæmt eigin ósk. Ámi var lengst af deildarstjóri Innflutnings- deildar Olíufélagsins hf. Þá hafði hann um þrjátíu og fimm ár með höndum umsýslu fyrir hönd allra olíufélaganna vegna innkaupa og flutnings á olíuvörum frá Sovétríkj- unum en bensín- og gasoiíukaup þaðan námu um 60-70% af heildar- þörfum landsmanna á því tímabih sem Ámi hafði verkefnið með hönd- um. Fjölskylda Ami kvæntist 9.2.1950 Sigríði A. Sigurðardóttur, f. 5.12.1919. Hún er dóttir Sigurðar Þorgrímssonar landpósts og konu hans, Hólmfríðar Halldórsdóttur. Sigríður var tveggja ára er hún missti móður sína og ólst hún upp hjá föðursystur sinni, Önnu Hall- grímsson, er rak blómaverslunina að Túngötu 16 í Reykjavík, og Sveini Hallgrímssyni bankagjaldkera. Böm Árna og Sigríðar eru Anna Ámadóttir, starfsmaður við Seðla- banka íslands, og á hún eina dóttur; Ásta Árnadóttir, deildarstjóri við Landsbanka íslands, gift Böðvari Kvaran og eiga þau tvö böm; Þor- steinn Árnason, rafvélavirki hjá ís- taki, kvæntur Hrefnu Leifsdóttur og eiga þau saman eina dóttur; Sveinn Ámason, rafvirki hjá Eimskip, kvæntur Sigurlínu Vilhjálmsdóttur og eiga þau þijú böm; Erna Þórunn Ámadóttir, gjaldkeri hjá útibúi ís- landsbanka í Breiðholti, gift Benedikt Sigmundssyni og eiga þau þijú börn; Ingibjörg Hólmfríður Amadóttir hár- greiðslumeistari, gift Finnbirni Agn- arssyni og eiga þau tvö böm. Systkini Áma: Ingigerður N. Þor- steinsdóttir, f. 23.5.1920, nú látin, húsmóðir í Reykjavík, móðir Þor- steins Pálssonar ráðherra; Þorsteinn J. Þorsteinsson, f. 20.4.1931, sölu- stjóri hjá Olíufélaginu, búsettur á Seltjamamesi; Þórunn S. Þorsteins- dóttir, f. 24.12.1927, nú látin, húsmóð- ir í Reykjavík; Garðar Þorsteinsson, f. 26.1.1935, framkvæmdastjóri Sjó- mannadagsráðs; Gyða Þorsteinsdótt- ir, f. 26.1.1935, ritari við Melaskól- ann; Kristín Þorsteinsdóttir sem dó á fyrstaári. Foreldrar Árna voru Þorsteinn Ámason, f. 9.12.1895, d. í mars 1970, yfirvélstjóri í Reykjavík, og kona hans, Ásta Jónsdóttir, f. 11.9.1895, d. 27.8.1983, húsmóöir. Ætt Þorsteinn var sonur Áma, yfirfisk- matsmanns og bæjarfulltrúa á ísafirði, Gíslasonar, formanns og út- vegsb., Jónssonar. Móðir Áma var Sólveig Þorleifsdóttir, b. í Æðey, Benediktssonar, b. á Blámýrum, Þórðarsonar, stúdents í Vigur og ættföður Vigurættarinnar, bróður Ingibjargar, ömmu Jóns forseta. Þórður var sonur Ólafs, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættarinnar, Jónssonar. Móðir Þorsteins var Kristín, systir Halldóru, móður Jóns Baldvinssonar, fyrsta formanns Al- þýðuflokksins. Kristín var dóttir Sig- urðar, b. í Hörgshlíð, Hafliðasonar, b. á Skarði, Guðmundssonar, bróður Jóhannesar, langafa Hannibals Valdimarssonar, föður Jóns Bald- vins. Móðir Kristínar var Guðríður Vigfúsdóttir, systir dr. Guðbrands í Oxford og Sigurðar fomfræðings. Ásta var dóttir Jóns, sjómanns á Eiðsstöðum, bróður Guörúnar, móð- ur Sverris Kristjánssonar sagnfræð- ings. Jón var sonur Guðmundar, út- vegsb. í Ánanaustum, Gíslasonar. Móðir Jóns var Margrét Ásmunds- dóttir, b. á Bjargi á Kjalamesi, Guð- mundssonar. Móðir Margrétar var Guðrún Þórðardóttir, systir Runólfs, afa Bjöms Þórðarsonar forsætisráð- herra. Móðir Guðrúnar var Sigríður Árni Kr. Þorsteinsson. Þórólfsdóttir, b. í Engey, Þorbjamar- sonar, bróður Guðlaugar, langömmu Guörúnar, langömmu Bjama Bene- diktssonar forsætisráðherra. Móðir Ástu var Þórunn Einars- dóttir, b. í Skólabæ á Hólavelli í Reykjavík, Magnússonar, og Guð- rúnar Þorvaldsdóttur. Ámi og Sigríður taka á móti gest- um í afmæliskaffi að Þingholti, Berg- staðastræti 37, klukkan 16.00-19.00 í dag. Guðrún Ingvarsdóttir, Foldahrauni 40 F, Vestmannaeyj- um. Magnca Erlendsdóttir, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi. Jófríður Einarsdóttir, Hallsstööum, Fellsstrandarhreppi. 80ára Helga Ásgrímsdóttir, Suðurgötu 124, Akranesi. . Heiðmörk 65, Hverageröi. Leifur Tómasson, Vestursíðu 38, Akureyri. Jakob Vignir Kristjánsson, Hraunbraut 25, Kópavogi. Ásgeir Gunnarsson, Öldugötu 51, Reykjavik. Ámi Þórhailsson, “ Hólagötu 5, Njarðvík. Bráffi Ráffíiíirssoti, - Stigahlíö 72, Reykjavík. Bragi og kona hans, Jónína Gissur- ardóttir, taka á móti gestum í Akog- es-salnum, Sigtúni 3, í dag klukkan - 17.00-19.00. Ásta Egilsdóttir, - Seljalandsvegi 70, ísafirði. Kjartan Halldórsson, fyrrv. hreppstjóri, Rauðkollsstöömn, Eyjahreppí. Kjartan er að heiman í dag. 60 ára Oddný Kristjánsdóttir, Borg, Skriðdalshreppi. Snorri V. Sigurðsson, 40 ára Guðlaug Haraldsdóttir, Fffuseli 11, Reykjavík. Heiðrún Jónsdóttir, Lyngholti 18, Akureyri. Kristín Ásgeirsdóttir, Góuholti 10, ísafiröi. Helga Eiísabet Ólafsdóttír, Einholti 28, Akureyri. Sigríður Guðmundsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Wil- helmsen, starfsmaður á skattaskrif- stofunni í Lier við Drammen í Nor- egi, til heimilis að Thomegate 35, Drammen, er sextug í dag. Starfsferill Sigríður fæddist í Ástúni á Ingj- aldssandi í Vestur-ísafjarðarsýslu og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi í Dýra- firði, síðan við Samvinnuskólann og loks við lýðháskólann í Kungelv í Svíþjóð. Sigríður starfaði m.a. nokkur ár á skrifstofu SÍS, jafnframt því sem hún var ritari fyrir Jónas Jónsson frá Hriflu síðustu starfsár hans. Sigríður hefur búið í Noregi frá 1957. Hún hefur tekið virkan þátt í félags- og ýmsum menningarstörf- um. Einkum hefur hún unnið að tengslum milli Noregs og fslands. Hún var hvatamaður að stofnun Norsk-íslenska félagsins í Drammen 1979 og hefur setið í stjóm þess síð- an. Þá hefur hún unnið að vinarbæj- artengslum Drammens og Stykkis- hólms og hefur, ásamt manni sín- um, greitt götu margra íslendinga í Noregi. Þá hefur Sigríður starfað fyrir Norræna félagið og Musikkens venner í Drammen. Fjölskylda Sigríður giftist 1.3.1958 Erik H. Wilhelmsen, f. 27.2.1933, sem starfað hefur í mörg ár við Fornebu-flug- völl. Hann er sonur Astrid og Her- manns Wilhelmsen 1 Drammen. Sigríður og Erik eiga tvær dætur. Þær em Hildur Kristín Wilhelmsen, f. 1963, myndlistarkona í Drammen, gift Rune Toftemo og eiga þau tvö syni; Unnur Astrid Wilhelmsen, f. 1964, gift Kolbeini Ketilssyni en þau eru bæði í framhaldsnámi í söng í Vínarborg. Systkini Sigríðar em Finnur H. Guðmundsson, f. 20.7.1926, smiður í Reykjavík, var kvæntur Sigríði Ingimundardóttur sem er látin og em börn þeirra þrjú; Ásvaldur Guð- mundsson, f. 20.9.1930, ráðsmaður við Núpsskóla í Dýrafirði, kvæntur Gerðu Pétursdóttur og eiga þau þrjá syni; Bemharður M. Guðmundsson, f. 7.7.1936, kennari, búsettur í Hafn- arfirði, kvæntur Guðrúnu Jónsdótt- ur og eiga þau þrjúbörn; Þóra Al- berta Guðmundsdóttir, f. 31.3.1942, kennari, búsett í Reykjavík, gift Bjama Sighvatssyni og eiga þau tvo syni. Foreldrar Sigríðar voru Guð- mundur Bernharðsson, f. 10.11.1899, d. 18.11.1989, b. og kennari að Ás- túni, og kona hans, Kristín Jóns- dóttir, f. 21.6.1901, d. 23.11.1969, húsfreyja. Ætt Bróðir Guðmundar var Marsell- íus, skipasmíðameistari á ísafirði. Guömundur var sonur Bernharðs, b. á Hrauni á Ingjaldssandi, Jóns- sonar, beykis á Fífustöðum í Amar- firði, á ísafirði og loks í Grasi á Þing- eyri, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Sigríður Fiímsdóttir, b. á Kirkjubóh, Eiríkssonar, b. á Hrauni, Tómassonar, b. á Hrauni, Eiríksson- ar, b. í Mosdal, Tómassonar. Móðir Sigriður Guðmundsdóttir. Sigríðar var Guðný Guðnadóttir, b. á Kirkjubóh, Jónssonar, b. á Kirkju- bóh, Guðmundssonar. b. á Kirkju- bóU, Magnússonar. Móðir Jóns Guðmundssonar var Guðný Áma- dóttir, b. í Dalshúsum, Bárðarsonar, b. í Arnardal, IUugasonar. Móðir Guðnýjar var Gróa Greipsdóttir, b. á KirkjubóU. Kristín var dóttir Jóns, b. á Höfða- strönd í Grunnavíkurhreppi, Am- órssonar, á Sandeyri, Hannessonar, prests og skálds í Vatnsfirði og á Stað í Grunnavík, hálfbróður Sig- ríðar, ömmu Hannibals Valdimars- sonar. Hannes var sonur Arnórs, prófasts í Vatnsfirði, Jónssonar, bróður Auðuns, langafa Jóns dóm- prófasts og Auðar, fyrrv. ráðherra, Auðuns. Móðir Hannesar var Sig- ríður Sveinsdóttir, næturvarðar í Reykjavík, Jónssonar. Móðir Krist- ínar var Kristín Jensdóttir frá Þara- látursfirði á Ströndum. Stefán Gunnarsson Stefán Gunnarsson, fyrrv. bóndi og verkamaður, Höföagrund 2, Akranesi, er áttræður í dag. Starfsferill Stefán fæddist í Ámabæ á Akra- nesi og ólst upp í Innri-Akranes- hreppi. Hann stundaði lengi sjó- vinnustörf á Akranesi en 1941 keypti hann jörðina Skipanes í Leir- ár- og Melasveit og stundaði þar búskap tíl 1975. Eftir það starfaði hann átta mánuði á ári í Hvalstöð- inni eða þar til hann hætti að mestu störfum. Fjölskylda Kona Stefáns er ÓUna Ingveldur Jónsdóttir, f. 27.3.1910, húsfreyja. Hún er dóttir Jóns Ólafssonar, b. á Kaðalstöðum og á HúsafeUi, og Guð- rúnar Kristjánsdóttur, húsfreyju og verkakonu. Stefán og Ólína eiga íjögur böm. Þau era Gunnar Kaprasíus, f. 21.8. 1940, starfsmaður á Grundartanga, kvæntur Sigurbjörgu Kristjánsdótt- ur og eiga þau þijár dætur ogfjögur bamaböm; Ármann Ami, f. 3.10. 1942, skipstjóri frá Sandgerði, bú- settur í Kópavogi og er sambýUs- kona hans Ingibjörg Valdimarsdótt- ir handavinnukennari en Ármann Ámi á sex börn og sex bamaböm; Svandís Guðrún, f. 28.9.1946, b. í Skipanesi og ráðskona í mötuneyti Heiðarskóla í Leirársveit; Jóhanna Gunnhfldur, f. 17.4.1948, menntuð í tauþrykki og myndUstakennari, bú- sett í Hafnarfirði og á hún þrjú börn. Tvíburasystir Stefáns er Jónína Sigurrós Gunnarsdóttir, f. 5.3.1912, húsfreyja á Innri-Hólmi, gift Guð- mundi Jónssyni og eiga þau fimm böm; Gunnar Gunnarsson, f. 10.7. 1904, búsettur í Reykjavík, kvæntur Margréti Jakobsdóttur og eiga þau tvær dætur og fósturson; Guðmund- ur Gunnarsson, f. 8.4.1902, nú lát- inn, bjó lengi á Másstöðum í Innri- Akraneshreppi en síðast á Stokks- eyri, var kvæntur Elku Aradóttur húsfreyju. Foreldrar Stefáns vora Gunnar Gunnarsson, f. 16.10.1866, d. 2.9. 1947, lengst af bóndi víða í Innri- Akranesshreppi, og kona hans, Jó- hanna Kristín Böðvarsdóttir, f. 18.4. 1882, d. 7.9.1950, húsfreyja. Ætt Gunnar var sonur Gunnars, b. í Bakkabæ og víöar, oddvita, for- manns og vegaverkstjóra, Guð- mundssonar, b. í Innstavogi, Jóns- sonar. Móðir Gunnars Guðmunds- sonar var Guðrún Gunnarsdóttir. Móðir Gunnars Gunnarssonar var Valgerður Eggertsdóttir á Heggstöð- um Eggertssonar. Móðir Valgerðar var Kristín Jónsdóttir Böðvarsson- ar. Jóhanna Kristín var dóttir Böðv- ars, b. í Geithól, Guðmundssonar, og EUnborgar Tómasdóttur. Stefán Gunnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.