Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1992.
Fréttir
DV
íslandsbaiiki kærir til Félagsdóms vegna samninga um lífeyrisrétt bankamanna:
Bankamenn ætla í verkf all
falli dómur bankanum í vil
í kjarasamningi Sambands banka-
manna segir að starfsmenn einka-
bankanna eigi að njóta sambærilegra
lífeyrisréttinda og starfsmenn ríkis-
bankanna. Eftir þessu samningsá-
kvæði hefur alltaf verið farið.
íslandsbanki hefur farið eftir því
líka en vill nú túlka ákvæðið þannig
að þama hafi menn verið að semja
um verötryggingu og ekkert annaö.
Þess vegna hefur íslandsbanki kært
þetta samningsatriði og túlkun þess
til Félagsdóms, gerði það í desember.
Máhð hefur verið tekið fyrir í Félags-
dómi og málflutningur að hefjast.
Málið er sagt mjög flókið og því gæti
dómur í því dregist. Þó er búist viö
að hann fahi síðar í þessum mánuði.
Baldur Óskarsson, framkvæmda-
stjóri Sambands bankamanna, sagði
að það væri ákveðið að ef Félagsdóm-
ur felldi dóm íslandsbanka í vil 1
málinu færu bankamenn í verkfall
með það sama. Bankamenn séu stað-
ráðnir í að verja þetta samningsá-
kvæði af fuhri hörku. Lífeyrissjóða-
kerfi ríkisbankanna er mjög gott, í
raun hið sama og hjá opinberum
starfsmönnum. Gömlu einkabank-
amir, Verslunarbankinn, Iðnaðar-
Unglingarnir voru hvergi bangnir þegar þeir dembdu sér i sjóinn í flotgöllunum. Á innfelldu myndinni eru stelpurnar
í siglingafræðinni í Öldutúnsskóla, f.v.: Sigríður Árnadóttir, Höbbý Rut Árnadóttir og Þóra Valdís Hilmarsdóttir.
DV-mynd S.
Slysavamaskóli sjómanna:
Siglingaf ræðinemar á sjóinn
Það var mikið um að vera um borð
í Sæbjörgu í gær þegar nemendur
úr 10. bekkjum grunnskóla í Hafnar-
firði og Reykjavík tóku þar þátt í
björgunamámskeiði hjá Slysavama-
skóla sjómanna. í námskeiðinu fólst
meðal annars að krakkamir klædd-
ust flotgöllum, hoppuðu í sjóinn og
klöngruðust um borð í björgunarbát.
Bátnum var síðan hvoht og krakk-
amir snera honum við með aöstoð
leiðbeinenda. Nemendumir era allir
í sjóvinnu og sighngafræði í val-
greinum og læra þar sama námsefni
og kennt er til pungaprófs í stýri-
mannaskólum. Duglegustu nemend-
umir geta því fengið skipsstjómar-
réttindi á 30 tonna bát að loknu námi.
„Það er alveg geyshegur áhugi á
þessu valfagi. Þetta er dæmigert
strákafag en þær stelpur sem taka
þátt standa sig yfirleitt miklu betur
en strákarnir," sagöi Húgó Rasmus
sem kennir sighngafræði í tveimur
skólum í Hafnarfirði. Þrjár stúlkur
úr Öldutúnsskóla era á námskeiðinu
og þær sveiuðu á aha karlrembu.
Tvær þeirra hafa komið á sjó á trih-
um feðra sinna og sögðu það hafa
vakið áhugann á sjómennsku.
Húgó sagði námið gefa krökkunum
mjög mikið og nefndi dæmi um ungl-
inga sem hafa dottið út úr skóla í
mörgum greinum en náð fótfestu aft-
ur með því að ljúka pungaprófmu.
„Það að ná því að klára eitthvað í
lífinu getur verið þrepið sem þarf th
að geta haldið áfram,“ sagði hann.
-VD
bankinn, Samvinnubankinn og Al-
þúðubankinn, lögðu allir th hhðar
peninga til aö mæta þessu á meðan
þeir störfuðu. íslandsbanki hefur
gert það líka fram að þessu enda
þótt hann hafi nú kært máhð.
Menn, sem unnu hjá þessum einka-
bönkum og farið hafa á eftirlaun,
hafa notið þessara kjara. íslands-
bankamenn segja að það hafi ekki
verið gert á grandvelh kjarasamn-
ingsins heldur hafi það veriö ákvörð-
un bankaráðanna hverju sinni.
Hér er um mjög merkhegt mál að
ræða sem getur orðið stefnumark-
andi, bæði hvað varðar lífeyrismál
og hve haldgóðir fijálsir kjarasamn-
ingar eru.
-S.dór
Skýrslan um vinnslu- og dreifingarkostnað mjólkur:
Alvarlegar skekkj-
ur, rangtúlkanir og
aðdróttanir
- segir verðlagsstjóri sem ætlar að birta tölur í dag
„I skýrslu nefndarinnar koma
fram alvarlegar skekkjur í útreikn-
ingum, rangtúlkanir á gögnum og
órökstuddar aðdróttanir," sagði Ge-
org Ólafsson, formaður fimm manna
nefndarinnar svonefndu, er DV
spurði hann áhts á skýrslu nefndar
sem fjallaö hefur um verðjöfnunar-
gjald í súkkulaðiframleiðslu.
Nefndin umrædda var skipuð af
iðnaðarráðuneyti. í skýrslu sinni
leitar hún skýringa á miklum verð-
muni á innlendu mjólkurdufti og
dufti sem framleitt er í næstu ná-
grannalöndum. Hún tekur th athug-
unar helstu þætti verðlagningarkerf-
is landbúnaðarins, þar á meðal þró-
un á vinnslu- og dreifmgarkostnaði
mjólkur. Niðurstaðan er sú að þessi
kostnaður hafi hækkað um rúm 30
prósent á tímabihnu 1980-1990.
Hlutverk fimm manna nefndar er
að ákvarða hehdsöluverð búvara.
Samkvæmt heimhdum DV ber mikið
á mhli í útreikningum hennar og
verðjöfnunargjaldsnefndarinnar
hvað varðar þróun á vinnslu- og
dreifmgarkostnaði mjólkur. Er sá
hður miklum mun hærri í skýrslu
verðjöfnunargjaldsnefndarinnar
heldur en í útreikningum fimm
manna nefndarinnar.
Aðspurður um þetta atriði kvað
Georg það rétt að kostnaðartölumar
í útreikningum fimm manna nefnd-
arinnar væra miklu lægri. „Fimm
manna nefndin mun senda frá sér
yfirlýsingu í dag og birta réttar tölur
um vinnslu- og dreifmgarkostnað
mjólkur," sagði hann en kvaðst ekki
vilja tjá sig frekar um máhð fyrr en
endanlegir útreikningar lægju fyrir.
-JSS
Dagsbrúnarmenn aftur í samninganefndina:
m. mm m m mt . ■ m .
Samþykkt var á stjórnarfundi í
Dagsbrún í gær að fulltrúar frá fé-
laginu tækju sæti í kjarasamninga-
nefnd hinnar nýju blokkar launa-
þogasamtakanna sem er að heíja
störf.
Aö sögn Guömundar J. Guö-
mundssonar, formanns Dagsbrún-
ar, verða íjórir menn frá félaginu
I kjaraviðræðunum.
„Það var einnig samþykkt á
stjórnarfundinum að við tækjum
engar stórar ákvaröanir án fuhs
samráös viö stjóm félagsins. Því
má því segja að stjórnin öll sé kom-
in inn í kjaraviðræðurnar," sagði
Guðraundur.
Hann sagði
það væri orðiö
mjög þungt hljóö í Dagsbrúnar-
mönnum vegna seinagangs í kjara-
viðræðunum. Þess vegna væri
ákveðin
tortryggni í mönnum
sem
varðandi þær kjaraviðræður
hin nýja blokk launafólks væri að
fara í. Hann sagðist ekki búast við
áð Dagsbrúnarraenn tækju við litlu
úr þeirri samningahrinu.
-S.dór
Jónas Þór Jónasson kjötverkandi:
Ættum að leggja rækt við íslenska stof ninn
- segir ræktun á Galloway vera mesta raglið í íslenskum landbúnaði
„Frá því ég byrjaði að höndla
með kjöt fyrir átta áram hef ég
haldið því fram að ræktun á
Gahoway sé eitt hið mesta ragl sem
lagt hafi verið út í í íslenskum land-
búnaði. Við eigum einfaldlega að
leggja rækt við íslenska stofninn.
Viö góðar aðstæður skilar hann
næstum jafnmiklum fahþunga og
Gahoway en kjötið er fínna. Út-
lendingar, sem hingað hafa komið,
róma íslenska kjötið fyrir gæöi og
fínleika," segir Jónas Þór Jónasson
kjötverkandi.
Jónas segist fagna því að menn
séu nú að átta sig á því að Gahowa-
y-stofninn sé ekki verður ræktun-
ar. Hann segir aö ræktunin í Hrísey
hafi á sínum tíma verið réttlætt
með því að Galloway-kynið sé gott
th útigöngu, fljótvaxiö og með mik-
inn fahþunga. Til samans hafi þetta
átt að þýða aukna hagkviemni og
lægra verð. í raun segir Jónas að
ekkert af þessu hafi gengiö eftir.
„Það eina sem við höfum haft út
úr þessu er að hingað til lands hafa
hópast ferðamenn th að sjá þetta
sérstæða fyrirbæri. Hagkvæmnin
hefur hins vegar engin verið og th
dæmis hef ég orðið að greiða 12
prósent meira fyrir þetta kjöt held-
ur en það íslenska. Þetta átti að
vera svo fint kjöt aö samkvæmt
matsreglum færi það sjálfkrafa í
stjömuflokk."
Jónas segir að um sig fari hrollur
þegar menn ræði um innflutning á
nýjum kynum í stað Galloway.
Sama sé hvaða kyn það verði því
gæöalega standi ekkert erlent kyn
því íslenska á sporði.
-kaa
-sjáeinnigbls.4