Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Side 15
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1992.
15
Sjávarútvegur og
efnahagsvandinn
„Líkur eru hins vegar á að skynsamleg lausn á vanda sjávarútvegsins
skapi verulegan byggðavanda," segir m.a. i greininni.
Minnkandi aflamagn, mikil of-
fjárfesting og skuldsetning sjávar-
útvegsins mun valda atvinnugrein-
inni verulegum vanda á næstu
misserum sé hún skoðuð í heild.
Hún er meginatvinnugrein okkar
og grunnurinn að þeim lífskjörum
sem við búum við. Því er lífsnauð-
synlegt að sjávarútvegurinn sé rek-
inn með sem mestri hagkvæmni ef
hagvöxtur og lífskjör eiga að auk-
ast.
Lausn á vanda sjávarútvegsins
hlýtur að felast í því að vinda ofan
af offjárfestingunni, létta á skuld-
setningunni og skapa skilyrði fyrir
myndun sem hagkvæmustu
rekstrareininga.
Byggðavandi
Byggðavandinn kemur fyrst og
fremst fram í fábrotnu og einhæfu
atvmnulífi og því afar viðkvæmur
fyrir ytri breytingum. Sömuleiðis
kemur hann fram í smáum og
óhagkvæmum þjónustusvæðum.
Afleiðingamar eru m.a. tíðar at-
vinnusveiflur og óöryggi um nauð-
synlega og æskilega þjónustu.
Meginlausn byggðavandans hlýt-
ur áð felast í sköpun fjölbreyttara
atvinnulífs og öflugri þjónustu-
svæða sem bæði eykur bjartsýni
og öryggi og því vilja og þor til frek-
ari nýsköpunar.
Líkur eru hins vegar á að skyn-
samleg lausn á vanda sjávarút-
vegsins skapi verulegan byggða-
vanda.Atvinnuleysi gæti orðið við-
varandi í mörgum sveitarfélögum
með tilheyrandi fólksflótta og
eymdarástandi. Þá er ólíklegt að
pólitískur vilji og kjarkur sé fyrir
hendi að reka slíka stefnu til hins
ýtrasta. En hvemig er hægt að
kalla fram hagræðingu í sjávarút-
KjaUaiinn
Jóhann Rúnar
Björgvinsson
þjóðhagfræðingur
vegi án þess að það leiði til óeðli-
legrar upplausnar og atvinnuleysis
á landsbyggðinni.
Vestrænar lausnir
Grundvallaratriði við lausn ofan-
greinds vanda er að viðeigandi
markaðsaðilar komi þar að, þ.e.
einkaaðilar leysi vanda sjávarút-
vegsins og efli atvinnulífið en
stjórnvöld leysi þann vanda sem
að þeim snýr.
I verkahring stjórnvalda liggur
t.d. frumkvæðið að samruna sveit-
arfélaga og þannig auðveldun á
myndun stærri athafnasvæða.
Samgöngumáhn eru einnig í verka-
hring þeirra sem skoða þarf af
raunsæi í þessu samhengi. Stærri
atvinnu- og þjónustusvæði munu
án efna styrkja atvinnuástandið
víða. Heimamarkaður fyrirtækja
verður stærri og hægt er að sækja
vinnu og þjónustu á stærra svæði.
Verkaskiptingin og rekstrareining-
arnar verða hagkvæmari og öflun
aðfanga auðveldari.
Þá er í verkahring stjómvalda að
kanna vel þá hagkvæmni sem gæti
myndast við rekstur ýmissa stofn-
ana þeirra, s.s. sjúkrahúsa, skóla,
hafnar- og íþróttamannvixkja og
stjómsýslustofnana, með stækkun
sveitarfélaga. Mörg sveitarfélögin
hafa nú þegar verulega samvinnu
í ýmsum málum, s.s. í sorphreins-
un og hitaveitumálum. En bættar
samgöngur og aukin samiélagsleg
ábyrgð sveitarfélaga styrkir vem-
lega grunninn fyrir frekari sam-
mna. Enda er aukin samvinna,
sammni og stærri heildir megin-
stefnan í Evrópu í dag.
Stærri atvinnu- og þjónustusvæði
og viðunandi samgöngukerfi munu
gera það að verkum að ekki er
nauðsynlegt að hafa togara, frysti-
hús, banka og ýmsar þjónustu-
stofnanir í hverju þorpi. Afli og
aðföng, vömr og þjónusta hreyfast
á svæðinu eftir lögmálum markaö-
arins. Sami afli kemur inn á svæð-
ið með minni tilkostnaði. Verka-
skiptingin verður m.ö.o. eðlilegri
og hagkvæmari.
Hin hraða hagræðing í sjávarút-
vegi, sem nauðsynleg er til að efla
lífskjörin, verður ekki eins þung-
bær fyrir mörg byggðarlögin ef
samtímis verður ráðist í öflugar
samgöngubætur og sameiningu
sveitarfélaga. Allt em þetta verk
sem þarf að vinna hvort eð er fyrr
eða síðar.
Þær hugmyndir, sem fram hafa
komið um að hluti skipaflotans
sæki á fjarlæg mið eða verði seldur
eða leigður úr landi, em athyglis-
verðar og munu eflaust létta mjög
á ofangreindri aðlögun ef af verður.
Ríkisafskipti hætti
Mikilvægt er að stjórnvöld taki
frumkvæðið í þeim málum sem að
þeim snýr, þ.e. í stækkun atvinnu-
og þjónustusvæða með sameiningu
sveitarfélaga og verulega bættum
samgöngum. Endurskipulagning í
sjávarútvegi, í öðrum atvinnu-
greinum og opinberum rekstri
mun áreiðanlega fylgja í kjölfarið.
Stærri athafnasvæði munu einnig
þegar fram í sækir skapa mun betri
forsendur fyrir nýsköpun en nú er.
Slíkt frumkvæði opinberra aðila
- ef rétt er aö staðið - er frá hag-
fræðilegu sjónarmiði vel réttlætan-
legt í þeirri efnahagsstöðu sem hag-
kerfið er í nú. Hagkerfið býr við
verulegan uppsafnaöan skipulags-
vanda sem tekur langan tíma fyrir
markaðsöflin að leysa. En allar for-
sendur eru fyrir þvi að vera bjart-
sýnn á framtíðina, því vandi at-
vinnulífsins nú á fyrst og fremst
rætur að rekja til afskipta stjórn-
valda og stjórnmálamanna af ráö-
stöfun sparnaðar þjóðarbúsins
undanfarin ár og áratugi í gegnum
sjóði og ríkisbanka. Ástæða væri
hins vegar til að vera svartsýnn ef
hagstjórnin hefði verið skynsöm,
en uppskeran ekki meiri en hag-
vöxtur síðustu ára segir til um.
Bjartsýnin felst með öðrum orð-
um í þeirri trú að stjórnvöld hafi
lært af fyrri mistökum og reynslu
Austur-Evrópuþjóða og hætti
hvers konar ríkisafskiptum af at-
vinnulífinu. Ef tugmilljarða fjár-
festing einkaaðila í atvinnulífi
framtíðarinnar gefur af sér eðlilega
ávöxtun gagnstætt tugmilljarða
fjárfestingu síðustu ára er engu að
kvíða um hagvöxt og erlenda
skuldabyrði.
Jóhann Rúnar Björgvinsson
„Lausn á vanda sjávarútvegsins hlýtur
aö felast 1 því að vinda ofan af ofQárfest-
ingunni, létta á skuldsetningunni og
skapa skilyrði fyrir myndun sem hag-
kvæmustu rekstrareininga.“
Evrópusaga í beinni útsendingu
Uffe Ellemann-Jensen, öðru nafni töfraprinsinn.
Sífellt verður ljósara hversu far-
sællega íslenskum utanríkismálum
hefur verið stjómað síðustu árin.
Allt stefnir nú í það að EES-samn-
ingamir sigli í höfn og hafa þá ís-
lendingar náð jafngóðri stöðu á
mörkuðum Evrópubandalagsins ög
aðildarþjóðir þess, án þess að
skerða sjálfstæði sitt nokkuð eða
þurfa að lúta þvi að yfirráð auðhnd-
anna verði hjá öðrum þjóðum. Ut-
anríkisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, hefur verið í brjóst-
vöm þeirra afla sem hafa stutt frels-
isbaráttu ríkja og eflt lýðræði í ver-
öldinni. Þannig er hann þjóðhetja í
Eystrasaltsríkjunum og í Króatíu.
Stefna íslendinga í alþjóðamálum
hefur alls staðar sigrað. Horn-
steinn þessarar stefnu er samvinna
vestrænna ríkja í Atlantshafs-
bandalaginu; þaðan höfum við haft
þann styrk sem gerir okkur að rödd
meðal þjóða. Forusturíki Atlants-
hafsbandalagsins, Bandaríkin, eru
nú eina stórveldi heimsins. Stefna
frelsis og lýðræðis hefur sigrað í
veröldinni; einmitt þeir eðhskostir
stjómmálanna sem mest hafa sett
mark sitt á atburði okkur tengda
síðustu ár.
Þjóðverjar þreyttir
á suðurvandamálum
í Evrópu er aht í uppnámi eins
og venjulega. Vinir okkar og
frændur, Þjóðveijar, em nú loks
sameinaðir en Frakkar óttast ekk-
ert meira en að þeir séu að renna
út af landakortinu. Þjóðveijar em
orðnir svo yfir sig uppgefnir á suð-
ursvæðum Evrópubandalagsins
með Frakka í fararbroddi að Kohl
kanslari er farinn að halda ræður
á þingi Norðurlanda sem hann bið-
ur öh um að ganga í Evrópubanda-
Kjallariim
GuðlaugurTryggvi Karlsson
hagfræðingur
lagið, helst í gær. - Og svo er það
Hansabandalagið.
Franskur landbúnaður
og fríverslun
Evrópubandalagið var uppruna-
lega frönsk hugmynd. Monnet og
Schumann, hugmyndasmiðir EB,
vom fyrst og fremst að koma í veg
fyrir fjórðu stórstyijöldina milh
Frakka og Þjóðveija á minna en
hundrað ára tímabih. Hinn efna-
hagslegi verulehd Evrópubanda-
lagsins var sá að Þjóðverjar
greiddu niður franskan landbúnað
tfl þess að fá fríverslun fyrir þýskar
iðnaðarvörur. Hin póhtíska forusta
bandalagsins var hjá Frökkum sem
t.d. beittu sér fyrir því t’/isvar á
sjöunda áratugnum að Bretar
fengju ekki inngöngu í bandalagið.
Á þeim tíma htu Bretar, sigurveg-
arar heimsstyijaldarinnai- síðari,
frekar niður á allt Evrópustúss,
enda voru þeir með verölclina alla
í höndum sér.
Innan Evrópubandalagsins und-
irbúa nú Þjóðverjar þróunina i
austurveg. Fyrsti hðurinn í þessari
þróun gerðist í Kaupmannahöfn
um daginn með endurreisri Hansa-
bandalagsins. Til þess að draga úr
ótta ríkjanna við hið þýska forræði
hafa Þjóðverjar sett danska utan-
ríkisráðherrann Uffe Ellemann-
Jensen, öðru nafni Prince Char-
mant - töfraprinsinn - upp sem
hinn þýska jarl hins nýja Hansa-
bandalags. Danmörku, sem amt í
hinu nýja Hansabandalagi, dreym-
ir svo um að verða helsta land
Eystrasaltssvæða innan Evrópu-
bandalagsins, með Kaupmanna-
höfn sem höfuðborg Eystrasalts.
ísland tákn
Atlantshafsbandalagsins
Synjun Uffa, hins þýska jarls, um
áheymarstöðu íslands við stofnun
Hansabandalagsins var ekki bara
hroki Stór-Danans eða venjulegur
danskur dónaskapur við okkur
heldur voru þetta samantekin ráð
jarlsins og þýska utanríkisráðherr-
ans.
Hinn austurþýski Genscher frá
Hahe er nefnilega fremstur í flokki
þeirra sem í raun vilja láta Vestur-
Evrópubandalagið - vamarsamtök
Evrópubandalagsins, smám saman
taka við af Atlantshafsbandalag-
inu. Síst af öhu vill hann því láta
ríki, sem hann telur á áhrifasvæði
Bandaríkjanna, og reyndar hreint
tákn Atlantshafstengsla Banda-
ríkjanna við Evrópu, eiga aðild að
hinu nýja þýska Eystrasaltsráði.
Ávarp Kohls, kanslara Þýska-
lands, í Noröurlandaráði, það eina
sinnar tegundar í 40 ár, innsiglar
svo endanlega þá áherslu Þjóðveija
að Norðurlöndin séu í framtíðinni
fyrst og fremst þýskt áhrifasvæði.
A næstu tíu ámm ætla Þjóðveijar
sér nefnilega risavaxið verkefni. Á
árinu 1996 verði öll Norðurlöndin
fjögur - nema ísland - komin í EB.
Þá í mihitíðinni megi hugsanlega
nota EES-formúluna fyrir Mið-
Evrópu og Eystrasaltslöndin.
Síðan, upp úr aldamótum, verði
allt Mið-Evrópusvæðið, Norður-
lönd og Eystrasaltsríkin komin í
Evrópubandalagið undir forustu
Þjóðveija, jafnvel með möguleik-
um á að Rússland verði þarna líka
og 150 þúsund NATO-hermenn
Bandaríkjanna í Evrópu famir
heim. Með EES-samninginn í hönd-
unum njóta íslendingar fullrar frí-
verslunar inn á þetta ríkasta efna-
hagssvæði veraldar, án þess að láta
nokkuð af forræði yfir auðlindum
sinum eftir. Auk þess geta þeir far-
ið að hlakka til þegar eina stórveld-
ið, Bandaríkin, heldur upp á það
innan fárra ára að það voru ein-
mitt íslendingar sem fundu land
þeirra fyrir þúsund ámm.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
„Avarp Kohls, kanslara Þýskalands, í
Norðurlandaráði, það eina sinnar teg-
undar í 40 ár, innsiglar svo endanlega
þá áherslu Þjóðverja að Norðurlöndin
séu í framtíðinni fyrst og fremst þýskt
áhrifasvæði."