Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992. Fréttir Atvinnuástandið á Suðumesjum: Vonleysi og þungt hljóð í fólki - pappírspokagerð gæti gefið 15 störf „Þaö er meira vonleysi hér en áður fyrr enda sjá menn ekki neitt fram- undan í atvinnumálunum og fólk er farið að orða það viö mann að það ætli að koma sér í burtu,“ segir Kristján Gunnarsson, formaöur Verkalýðs- og sjómannafélagsins í Keflavík. Um 320 manns fá þar at- vinnuleysisbætur hálfsmánaðarlega og eru fullar bætur 2.108 krónur á dag og 84 krónur til viðbótar fyrir hvert bam á framfæri. Alls eru yfir 400 manns á atvinnu- leysisskrá á Suðumesjum og hefur fækkaö um nokkra tugi frá því í byrj- un febrúar þar sem vinna hefur feng- ist við loðnuvinnslu. „En það er að- eins tímabundið og þegar loðnuver- tíð lýkur bætast 40-50 manns aftur við hér á skrá,“ segir Kristján. Atvinnuþróunarfélag Suðumesja hefur haft forgöngu um að koma á samningaviðræðum Pappírspoka- gerðarinnar í Reykjavík og Spari- sjóðs Keflavíkur um að verksmiðjan flytjist í húsnæði sem sparisjóðurinn á í Njarðvík. Bæjarstjórn Njarðvíkur ályktaði fyrir stuttu að styðja þær samningaumleitanir en viðræðum er ekki lokið. Ef af veröur mun verk- smiöjan ráða 10-15 manns til starfa í upphafi og fleiri með tímanum. Einnig eru vonir bundnar við að mönnum takist að koma fiskvinnslu Undirskriftasö&iun: Austurstræii Hafin er undirskrifasöfnun gegn umferð um Austurstræti. Þann 1. júní mun borgarstjórn taka endanlega ákvöröun um framtíð bilaumferðar um götuna. Umferð var leyíö í fyrra í tíl- raunaskyni. Benedikt Sigurösson, einn for- svarsmanna undirskriftasöfnun- ar segir viðbrögö almennings hafa verið mjög jákvæð - og um 4000 þúsund undirskriftir hefðu safnast á rúmri viku en áætlað væri að halda áfram söfhuninni fram I maí. Hann kvaðst hafa rætt við Laugavegssamtökin um málið og sagði að í þeim hópi væru skiptar skoöanir um málið - ekki væru allir sáttir við söfn- unina því í verslun við Laugaveg- inn hafði komið inn kona, sagst vera á vegum undirskriftasafh- enda og horfið á brott með list- ann. -HK Um 320 manns fá atvinnuleysisbætur hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, samtals rúmar 2.100 krónur á dag. DV-mynd Ægir Már íslensks gæðafisks aftur af stað. Salt- framleiðslu á ný og einnig gefur flug- þar munu starfa á annað hundrað verksmiðjan á Reykjanesi er að hefja skýli Flugleiða von um betri tíð en manns. -VD Sjómannaafsláttur: báðirá fidlumskatta- afslætH „Sá misskilningur hefur komist á flot að við séum að skoöa sjó- mannaafsláttinn eitthvaö sér- staklega. Það er rangt. Við erum bara í venjulegu reglubundnu eft- irliti með skattframtölum fyrir árið 1991. Þar rákum við augun í að þess eru dæmi um að sjómenn skipti með sér einu plássi, séu 6 mánuöi hvor á sjónum en reikni sér 365 daga sjómannaafslátt frá skatti. Við hölum sent út nokkur bréf vegna þessa þar sem við ger- um athugasemd við þetta. Við segjum eitt skipsrúm, einn sjó- mannaafsláttur. Þeir eru óánægðir með að við skulum vera aö skipta okkur af þessu. Þetta er hins vegar okkar skoöun og við hana stöndum við. Þaö hefur þó ekki veriö farið út í að rann- saka sjómannaafsláttinn sérstak- Iega,“ sagði Kristján Valdimars- son, skattstjóri á Vestfjörðum, i samtali við DV. Hann sagði að þetta virtist vera algengt híá þeim sem skipta með sér skipsplássi. Þeir sem hefðu fengiö bréfin heíðu sent kæru til baka og telji sig í fullum rétti. Kristján sagði að ríkisskatta- nefiid myndi endanlega afgreiða málin ef menn létu þau ganga svo langt nú eftir að lögunum hefur verið breytt. „Við teljum að það eigi að af- munstra menn þann tíma sem þeir eru í landi. Við teljum að lögskráningín eigi ekki að ná til annars tíma en þess sem þeir eru á sjó,“ sagði Kristján Valdimars- son. -S.dór Baldvin Ragnarsson fangi fluttur á Borgarspítalann: Held áfram að svelta mig f ari ég aftur í fangelsið „Ég fékk mikinn sting fyrir hjartað í nótt með svima og verkjum sem leiddu út í höndina. Læknarnir segja að blóðið í mér hafi verið orðið súrt út af sveltinu. Ég er ekkert búinn aö borða núna í 18 sólarhringa og hef veriö vatnslaus síðustu 6 dagana. Ég samþykkti að fá vökva í æö á meðan ég er hér á sjúkrahúsinu. Ætli ég verði ekki fluttur aftur í Hegningar- húsið. Ef ég verð sendur þangað mun ég ekki taka á móti neinum vökva þar, engu, ég gefst ekki upp. Ég á þessa refsingu ekki skiliö," sagöi Baldvin Guðmundur Ragnarsson, 38 ára, fangi í samtali við DV á Borgar- spítalanum í gær. Eins og fram kom í DV í gær var Baldvin fluttur á sjúkrahúsið í fyrri- nótt eftir að hafa svelt sig í langan tíma. Hann hóf afplánun á 210 daga refsidómi á íostudag en áður en Bald- vin hóf afplánunina var hann þegar byijaður að svelta sig. Hann hefur áður svelt sig í langan tíma í fang- elsi. Dómurinn sem hann afplánar er fyrir umferðalagabrot. Baldvin hefur ítrekaö ekið réttindalaus enda hefur hann aldrei hlotið íslenskt ökupróf. Þegar hann var 15 ára gamall svipti dómari hann réttinum til að öðlast ökupróf ævilangt - pilturinn hafði ítrekað stolið bílum og ekið þeim réttindalaus. Baldvin hefur ávallt mótmælt því að hafa verið sviptur réttinum til að fara í bílpróf. Samkvæmt upplýsingum DV breyttust lagaákvæði í þessu sam- bandi áriö 1988. Skilyrði til að fá að þreyta próf aftur er að viðkomandi bijóti ekki af sér í þijú ár samfellt. Það sem hefur hins vegar girt fyrir að Baldvin, sem er bifvélavirki, hafi verið með hreinan skjöld í svo langan tíma er að hann hefur ávallt ekið bíl þrátt fyrir réttindaleysið - „því hafi kerfið alltaf verið með eitthvað í gangi á hann“. Hann segist ekki ætla aö gefast upp og vonar að yfirvöld gefi honum tækifæri til að þreyta próf eins og öðrum - gerist það heit- ir hann því aö hætta að svelta sig og taka því sem að höndum ber. -ÓTT Úrval-Utsýn vildi selja í ódýrar ferðir með sænsku félagi: Flugleiðir kipptu í spotta - leyfi hefði skapað varasamt fordæmi, segir Flugmálastjóm „Þegar forráðamenn Flugleiða komust að þessu fóru þeir að kippa í spotta hjá sínum mönnum vegna þess að um leið og þetta yröi leyft hefði það fordæmisgildi," segir Þórð- ur Öm Sigurðsson, framkvæmda- stjóri flugsamgangna og alþjóðamála hjá Flugmalastjóm um ástæður þess aö Úrval-Útsýn fær ekki leyfi tfl aö selja í ferðir með sænsku leiguflugi en millilent er hér á leið til Fort Lauderdale í Flórída. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn var búin að bóka um 80 manns í þessar ferðir hjá sænska félaginu og margir vom búnir að staðfesta og borga inn á ferðimar sem áttu að kosta 45- 51.000 krónur fyrir þriggja vikna ferð til Fort Lauderdale og bílaleigubíl. Félagið bauð Úrval-Útsýn aö selja í 20 sæti vikulega en flugvéhn lendir í Keflavik vikulega til að taka elds- neyti. Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, segir að bókanir hafi verið hafnar þar sem menn hefðu haft ástæðu til að ætla aö leyfið fengist hjá Flugmálastjóm en á síðustu stundu hefði orðiö breyt- ing þar á. Því var hins vegar neitað á þeim forsendum að með því væri erlent félag komið í samkeppni við innlent sem flýgur á sama svæði. Fyrir slíku þarf samþykki í þeim þremur lönd- um sem flogið er til. Flugleiðir, sem eiga um 80% hlutafjár í Úrval-Útsýn, fljúga ekki til Flórída á sumrin en Þórður Örn segir aðalástæðuna fyrir neituninni þá að leyfið hefði veitt fordæmisgildi. Danska félagið Sterl- ing hefur ámm saman sóst eftir sams konar leyfi til að taka farþega hér í millilendingu á leið til Toronto í Kanada en þangað fljúga Flugleiðir einnig. „Heíði sænska félagið fengiö leyfið kæmi Sterling á barkann á okkur um leið," segir Þórður. „Mér finnst ekkert að því að leyfa þetta en við verðum bara að taka þennan skell á okkur og munum bjóða þeim farþegum, sem vom bún- ir að staðfesta bókanir, óbreytt verð alla leiö til Flórída. Við erum að semja við Flugleiðir en þeir eru að fljúga áætlunarflug til Flórída í maí og flestir ætluöu þá. Við munum hafa samband við þessa farþega næstu daga,“ segir Hörður. -VD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.