Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992. Fréttir Sjálfstæðisflokkurinn á barmi klofnings á Seltjamamesi: Stór hópur f lokksmanna mun segja skilið við meirihlutann segir 1 bréfi þriggja forystumanna til bæjarfulltrúa flokksins „íbúar á Nesinu, sem og í ná- grannabæjarfélögum, hafna hömlu- lausum húsbyggingum, takmarka- lausum steypustraumi og óheftum malbikunarframkvæmdum á svæð- um sem flokkast undir útivistar- svæði allra,“ segir í bréfi til bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Sel- tjamamesi. Hópur sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi hefur hótað að snúa baki við bæjarstjómarfulltrúum sínum hverfi þeir ekki frá áformum um stækkun byggðarinnar vestan Nes- stofu og vegalagningu um svæðið. Harðort bréf þessa efnis hefur verið sent bæjarstjóra og öðram bæjarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins frá þeim Jóni Hákoni Magnússyni, Magnúsi Erlendssyni og Guðmari Magnús- syni. Tveir þeir síðastnefndu hafa áður gegnt starfi forseta bæjarstjórn- ar á Seltjamamesi en Jón er formað- ur fulltrúaráðs flokksins. í bréfinu kemur fram að hverfi meirihluti bæjarstjómar, sem ein- göngu er skipaður sjálfstæðismönn- um, ekki frá þeirri stefnu að byggja á opnum svæðum þá kunni að sker- ast í odda með flokksmönnum, sem aftur ögri meirihlutafylgi sjálfstæð- ismanna á Seltjamamesi. Bréfritar- ar segja það kristaltært aö hætti bæjaryfirvöld ekki við byggingará- form sín þá muni stór hópur flokks- manna segja skilið við meirihlutann og bindast samtökum með öðram þeim bæjarbúum sem vemda vilji þau svæði sem eftir em á Nesinu. „Meirihlutafylgi viö stefnu Sjálf- stæöisflokksins í bæjarmálum verð- ur stefnt í voða. Ágreiningurinn sem á eftir fylgir mun virka sem hárbeitt- ur fleygur sem klýfur okkar sam- stillta hóp innan flokksfélaganna í herðar niður,“ segir i bréfmu. Jón Hákon Magnússon kvaðst í samtali við DV í gær ekki vilja tjá sig neitt um efni bréfsins. Segir hann þá félaga hafa orðið ásátta um að ræða hvorki innanflokksmál sjálf- stæöismanna við fjölmiöla né þann ágreining sem upp hefur risið meðal þeirra. -kaa Starfsmenn Valhúsgagna taka eitt af fjölmörgum sófasettum út úr gámi til að afhenda einum viðskiptavina Fram- víss. Fjölmargir sem höföu viðskipti við Framvis á sínum tima eiga eftir að fá afhent sófasett fyrir tilstilli Neytenda- samtakanna. DV-mynd Brynjar Gauti Samningar Neytendasamtakanna skila miklum árangri: Fáir munu tapa á sófa- settaviðskiptunum „Við erum mjög ánægð með hvem- ig tekist hefur að leysa þetta mál. En auðvitað hefur mikfl vinna verið lögð í þetta," sagöi Garðar Guðjónsson, starfsmaður Neytendasamtakanna, í samtali við DV. Neytendasamtökin hafa leyst vandamál á annað hundrað neyt- enda vegna svokallaös sófasettamáls sem upp kom á seinnihluta síðasta árs. Vegna framgöngu Neytendasam- takanna, Visa, Eurocard, Búnaðar- bankans og Valhúsgagna er ljóst að mjög fáir ef nokkrir munu tapa á viðskiptunum. Um þessar mundir er verið að afgreiða flölda sófasetta út hjá Valhúsgögnum vegna Framvíss- málsins. „Það leituðu á annað hundrað manns tfl okkar síðastliöið haust sem höfðu átt viðskipti vegna sófasetta við Framvís," sagði Garðar. „Fólkið hafði borgað misjafnlega mikið en ekki fengið neina vöru. Sumir höfðu borgað með peningum en aðrir skrif- að undir skuldabréf eða raðgreiðslu- samning. Þegar Framvís endaði i gjaldþroti stóð þetta fólk uppi með vandann og leitaöi til okkar. Flest málin hafa veriö leyst í sam- ráði við greiðslukortafyrirtækin Visa og Eurocard og viðkomandi banka sem var Búnaöarbankinn. Þetta var leyst með því aö ef fólk gat fengið aðra til að votta að varan hefði alls ekki borist þá tóku þessir aðilar raunvenflega á sig tapiö af skuld- bindingunni. Það var ekki gengið að þessu fólki með greiðslu á skulda- bréfunum eða raðgreiðslusamningn- um. Mál þessa fólks leystust þannig má segja strax," sagði Garðar. Þeir sem höfðu borgað inn á sófa- settin með peningum hafa fengið úr- lausn með öðram hætti. Valhúsgögn leystu til sín sófasettin sem Framvís hafði ekki megnað að leysa út þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. Þeir sem höfðu greitt inn á vöruna hja Fram- vís hafa átt kost á að fá sófasettin sín hjá Valhúsgögnum og greiðsla þeirra hefur verið metin. „Það má segja að mál flestra hafi verið leyst þannig að fólkið varð alls ekki fyrir tjóni eða míög óverulegu. En þetta verður vonandi tfl þess að neytendur draga af þessu lærdóm - að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar verið er að bjóða vöm sem maður hefur ekki séð nema á mynd og tekst á hendur skuldbindingar,“ sagði Garðar. Hann sagði að hugsast gæti að ein- hverjir sófasettakaupendur ættu mál enn óleyst. Hann beinir þeim tflmæl- um til viðkomandi að snúa sér þá tfl Neytendasamtakanna. Sá starfsmað- ur samtakanna, sem hefur haft veg og vanda af því starfi að semja við aöila fyrir hönd neytenda, heitir Sesselja Ásgeirsdóttir. -ÓTT Ekkertnýttað menn hóti slíku - segir Sigurgeir Sigurösson bæjarstjóri „Sjálfstæðismenn hafa áður staðið frammi fyrir klofningi. Það er svo sem ekkert nýtt að menn hóti slíku,“ segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjamamesi, um bréf bæj- arfulltrúanna þriggja. Hann leiddi lista sjálfstæðismanna í síðustu bæj- arstj órnarkosningum. Að sögn Sigurgeirs kom bréf þre- menninganna honum mjög á óvart endá hafi það verið siður að orða hlutina beint innan Sjálfstæðis- flokksins í stað þess að senda formleg bréf. Aðspurður segist hann ekki skilja hvað það sé sem þeir setji sig upp á móti í skipulagi bæjarins enda mgh þeir úr einu í annað. „Það er dáhtið erfitt að skilja þá. Málið er að það er verið að endur- skoða aðalskipulag bæjarins þarna vesturfrá með það fyrir.augum að draga mjög verulega úr landnotkun. Það hefur engum lifandi manni, og allra síst meirihluta bæjarstjómar, dottið í hug að byggja vestan Nes- stofu.“ -kaa Siv Friðleifsdóttir: Bæjarstjórinn skynj- ar ekki nútímann Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans í hæjarstjórn Seltjarn- amess, segir að minnihlutinn og stór hluti íbúa á Seltjarnarnesi sé alfarið á móti þvi að skipulögð verði um- fangsmikil byggð vestast á Nesinu eins og meirihlutinn íhugi. Náttúr- una og lífríkið þar þurfi að verja með öllum tiltækum ráðum. Hún segir þá skoöun ríkjandi meðal Seltirninga að þar verði skipulagt útivistarsvæði sem gæti nýst íbúum alls höfuðborg- arsvæðisins. „Seltirningar, hvar í flokki sem þeir standa, veröa að sýna samstöðu og hörku og snúa forystu Sjálfstæðis- flokksins niöur í þessu máh. Rök bæjarstjórans eru að með því að stækka byggðina verði bæjarfélagið hagkvæmari rekstrarleg eining. Þetta em bara rök sem fólk í dag fellur ekki fyrir. Fólk metur náttúr- una öðruvísi en á árum áður. Bæjar- stjórinn virðist hins vegar ekki skynja nútímann í þessu máli.“ -kaa Gjaldþrot útgerðarfélags á Hvammstanga: Verkalýðsfélagið með skuldaklafa Þórhallur Ásmundssan, DV, Norðurl. vestra; Verkalýðsfélagið Hvöt á Hvamms- tanga hefur orðið að taka á sig skuldaklafa vegna rekstrarþrots Út- gerðarfélags Vestur-Húnvetninga sem um árabil gerði út rækjuskipið Geislann. Verkalýðsfélagið gekkst 1989 í ábyrgð á láni vegna viögerðar á Geislanum. Þetta lán féll og þurfti Hvöt aö standa við greiðslu þess um síöustu áramót, tók til þess 3 'A millj- óna kr. lán með einfaldri ábyrgð Hvammstangahrepps. Er hér um miklar skuldbindingar að ræða hjá ekki stærra verkalýðsfélagi. Stjórn Hvatar fór fram á það sl. haust að Hvammstangahreppur tæki þátt í greiðslu þessa vanskilaláns. Því var hafnað. Þegar ábyrgð Hvammstangahrepps fyrir 3 'A millj- óna láninu var samþykkt í hrepps- nefnd Hvammstanga fyrir skömmu lagði Kristján Björnsson, einn hreppsnefndarmanna, fram bókun þar sem rakin var saga ÚVH. Kristj- án segir í bókun sinni að í ljósi þeirr- ar sögu „get ég ekki fallist á að veita Verkalýðsfélaginu Hvöt einfalda ábyrgð á umræddu láni, nema gegn öruggum tryggingum að mati hreppsnefndar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.