Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992. Fréttir DV Georg Ólafsson verðlagsstj óri: Skaðlegar samkeppnishöml- ur sem binda verður enda á - hafi MS boðið afslátt til að koma Bauluvörum út Georg Ólafsson verölagsstjóri: hefur skipað nefnd til að kanna kostnaðarverð einstakra vara í mjólkurfram- leiðslu. DV-mynd GVA - Hvaðhefurverðlagsstjóriaðhafst í máli Mjólkursamsölunnar og Baulu þar sem fyrrnefnda fyrirtæk- ið hefur boðið lægra verð á vöru gegn því að kaupmenn hætti að versla með vörur hins síðarnefnda? Við erum að kanna það mál. Þegar niðurstaða er fengin mun hún verða lögð fyrir Verðlagsráð. Það er eðli- legur gangur mála af þessu tagi. Ef það er rétt að MS hafi sett þessi skilyrði fyrir ákveðnum afslætti, að Bauiuvörur væru settar út úr versl- unum, þá flokkast það undir skað- legar samkeppnishömlur og það verður að binda enda á þær. - Hvað hefur gerst í málinu, hafa menn verið kallaðir fyrir, til dæmis Sveinn bakari sem fullyrt hefur í DV að hann hafi fengið tilboð frá MS með umræddum skilyrðum? Já, Sveinn bakari hefur verið kallaður fyrir. En ég vil ekki ræða frekar um smáatriði málsins á þessu stigi. Viö munum einnig fá greinargerðir frá öðrum aðilum. Það er skylda okkar að kanna allar hliðar málsins. Þó að það sé sérstök fjölmiðlapressa á okkur núna mun- um við ekki láta hana ráða ferð- inni. Almennt má segja sem svo að það sé ekkert óeðhlegt við að gefa afslátt ef viðskiptalegar forsendur eru fyrir hendi. Ef jógúrt er verð- lögð þannig að hún standi ríflega undir öllum kostnaði hennar vegna - þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við það að veittur sé þriggja prósenta afsláttur af heildarverði hennar. En það er óeðlilegt ef sett eru þau skilyrði að Bauluvörum sé hent út. Ég vil taka það mjög skýrt fram að markaðsyfirráð sem slík eru ekki bönnuð heldur misbeiting á þeim. - Hafið þið einnig rætt við kaup- menn sem segjast hafa fengið slíkt tilboð frá MS? Já, við höfum rætt við kaup- menn. En ég gef ekkert upp um niðurstöður þeirra viðræðna. Ég hef ekki heimild til þess því þetta er trúnaðarmál. Þessar upplýs- ingar fara fyrir Verðlagsráð fyrst sem tekur sínar ákvarðanir. Við reynum að flýta þessari rannsókn eins og kostur er og ég vonast til að henni ljúki mjög fljótlega. Viðurlög Verðlagsráðs - Hvaða viðurlögum hefur Verð- lagsráð vald til að beita í málum af þessu tagi? Það kemur margt til greina. í fyrsta lagi þarf að sýna fram á aö um skaðlegar samkeppnishömlur sé að ræða. Ef svo reynist vera er það 1 verkahring Verðlagsráðs að stöðva þær. Hingað til hefur Verð- lagsráð ekki þurft að hafa áhyggjur af því að fyrirtæki fari ekki að fyr- irmælum þess og það er engin ástæða til að ætla að annað yrði í þessu tilviki. En ef raunin yrði sú, að ekki yrði farið aö hugsanlegum fyrirmælum, yrði aö fara með mál- ið fyrir dómstóla. En það ákvæði er enn ekki komið inn í okkar lög- gjöf, sem er í löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum, að lagt sé mat á hvaða skaöi hafi orðið af til- teknum samkeppnishömlum, mælt í peningum. Síðan eru sektir ákveðnar af samkeppnisyfirvöld- um í samræmi viö skaðann. - Verðlagsstjóra hefur verið borið á brýn að hann hafi tekið á ýmsum málum með silkihönskum. Er þar til að mynda nefnt samráð eggja- bænda sem varð til þess að egg hækkuðu verulega í verði. Er þetta rétt? Það er rétt að fyrir nokkru, eftir mikið verðstríð á eggjum, höfðu eggjabændur samráö um verð- hækkun. Við gerðum þeim grein fyrir því að slíkt samráð væri bannaö. Þegar þeir áttuðu sig á þvi óskuðu þeir eftir því að sex manna nefnd sæi um verðlagningu á eggj- um. Það varð úr og er enn. Eftir þaö gat Verðlagsstofnun ekki leng- ur haft afskipti af máhnu. - Geta framleiðendur, með öðrum orðum, flutt sig á milh nefnda til að losna við afskipti verðlagsyfir- valda hyggi þeir á samráð til að hækka verð á eigin framleiðslu? Eru skilin þarna á mihi ekki óljós? Þetta er ekkert óljóst. Ef fram- leiðendur í ákveðinni búgrein óska eftir því að sex manna nefnd verð- leggi afurðir þeirra verður sex manna nefnd aö verða við þeirri ósk. Um leið fehur verðlagningin undan almennum verðlagslögum. Þetta er ekkert óljóst. Hins vegar má deila um það hvort fyrirkomu- lagiö sé skynsamlegt. Mál ganga ekki fyrir dóm- stólum - öðru hverju hafa skotið upp kollinum auglýsingar þar sem bein- línis er um villandi upplýsingar að ræða til að fá neytandann til að bíta á agnið. Þarf að koma til kæra til að verðlagsstjóri taki á málinu? Nei, síður en svo. En við leysum þessi mál í kyrrþey ef kostur er. Við bendum auglýsendum á að þeir séu komnir út fyrir leyfileg mörk. Oftast gengiu- það fljótt og vel fyrir sig að fá menn th að fara að lögum en stundum þarf að beita meiri hörku. Ákveðin tegund auglýsinga hefur verið erfiðari en aðrar og það eru auglýsingar ferðaskrifstofa. Við reynum ahtaf að leysa mál með því að fá menn th þess að fara að Yfirheyrsla Jóhanna S. Sigþórsdóttir lögum vegna þeirrar reynslu okkar að mál gangi ekki fyrir dómstólum. Þaö er uppgjöf að taka á málum með þeim hætti. Ég get nefnt að á síðasta ári tókum við fyrir vel um 150 mál á grundvelh vhlandi upp- lýsinga. - Verðlagsstjóra hefur verið borið á brýn að hann hafi ekki frum- kvæði að rannsóknum og eftirhti á verðmyndun og viðskiptaháttum milliliða landbúnaðarins. Hvað viltu segja um þetta? Þetta er alrangt og á ekki við nein rök að styðjast. Það hafa veriö gerðar athuganir á þessum atrið- um að frumkvæði okkar. Það hefur verið gengið ríkt eftir því að menn væru ekki að blanda saman ólíkum rekstri. Við lögðum th dæmis drög að því fyrir nokkru að hafa þessi skh mjög greinheg í kindakjöts- framleiðslu. Við gerðum öhum af- urðastöðvmn að færa samkvæmt kerfi sem við settum upp og fengum lögghta endurskoðendur í hð með okkur th að vinna það. í mjólkur- iðnaðinum er þetta miklu hreinna. Þar eru ákveðin mjólkursamlög fyrir hendi. - Hvernig kemur þetta heim við Mjólkursamsöluna þar sem mjólk- urvörur, ís, brauð og safi eru undir einum hatti og framleiðslan ekki lögformlega aðskilin? Við höfum athugað mjög vel hvemig MS hefur verölagt hhðar- vörur, eins ogjógúrtog safa. Þessar vörur eru verðlagðar þannig að þær standa mjög ríflega imdir kostnaði og eru raunar hátt verð- lagðar. Þær hafa ekki verið baggi á öðrum afurðum eins og sumir hafa viljað halda fram heldur þvert á móti. Ég vh taka það skýrt fram aö það þarf að færa margt th betri vegar í mjólkuriðnaðinum. En það bætir hins vegar ekki neitt að vera með rangar fuhyrðingar um að jóg- úrt og safi séu greidd niður af mjólk. Nefnd í kostnaðarverðið - Forsvarsmenn MS hafa ekki gert athugasemdir við fullyrðingu endurskoðanda í DV að þeir færi íjármuni á milli deilda í Mjólkur- samsölunni enda var hún höfð beint eftir þeim. Er ekki kominn tími til að verðlagsstjóri láti óhlut- dræga aðila meta hver sé raunveru- legur stofnkostnaður og rekstrar- kostnaður við niðurgreiðsluvörur annars vegar og samkeppnisvör- urnar ís, brauð og safa hins vegar? Við höfum nýlega sett á fót nefnd til aö athuga þetta. Henni er ætlað að athuga kostnaðarverð éinstakra vara í mjólkurframleiðslu. Auðvit- að er viss hætta á því að hlutir blandist saman í svona rekstri. Við höfum fyrst og fremst vhjað passa að ekki væri verið að greiða niður vörur eins og safa og jógúrt. Við erum fuhvissir um að svo er ekki. Við höfum margskoðað þetta og það hefur verið skoðað af opinber- um aðilum áður. - Þú hefur, sem formaður fimm manna nefndar, gagnrýnt skýrslu verðjöfnunarnefndar harðlega. Þú hefur talað um reikningsskekkjur, aðdróttanir og rangtúlkanir. Hvers vegna þessi hörðu viðbrögð? Nefndin sendi frá sér rangar töl- ur, meðal annars um hækkun á til- teknum kostnaði sem flmm manna nefnd hefur íjallað um. í skýrslu nefndarinnar er meðal annars um ranga útreikninga að ræða. Síðan rangtúlkar nefndin ákveðin atriði, að okkar mati, og er loks með órök- studdar aðdróttanir. Ég get tekið undir niðurstöður um vanda mjólkuriðnaðarins. Hann er ærinn og þar eru engin ný sánnindi á ferð. En hvers vegna nefndin þarf að gera þetta með slíkum hætti skil ég ekki. Mér fannst það skylda mín að koma athugasemdum á fram- færi. - Nú er verið að vinna að nýrri verðlagslöggjöf. Hvaða breytinga er helst að vænta? Það er verið að vinna að því að færa hana nær þeirri samkeppnis- löggjöf sem ghdir í Evrópu. Sam- kvæmt því verða tekin upp beittari ákvæði og hert viöurlög. En þaö er ekki mitt aö svara þessari spurn- ingu heldur viðskiptaráðherra. - Er Verðlagsstofnun orðin úrelt miðað við þá þróun sem orðið hefur í öðrum löndum? Nei, þvert á móti. Samkeppnis- reglur gegna í dag lykilhlutverki í þróun efnahagssamvinnu í Evr- ópu. Menn gera sér almennt betur grein fyrir því að með því að skerpa samkeppnisreglur og draga úr op- inberum ákvæðum sé best hægt að stuðla að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta og efnahagslegum framförum. Þáttur samsvarandi stofnana í nágrannalöndunum fer sívaxandi. - Að lokum, fer það yfir höfuð sam- an að gegna embætti verðlagsstjóra annars vegar og formanns fimm manna nefndar hins vegar? Þarna er sami aðilinn að verðleggja land- búnaðarvörur og hafa eftirlit með samkeppnishömlum og óréttmæt- um viðskiptaháttum. Býður þetta ekki upp á hagsmunaárekstra? Ahs ekki. Á meðan við búum við þetta fyrirkomulag í verðlagningu landbúnaðarvara, sem ég tel raun- ar ástæðu til að breyta í frjálsræði- sátt, er eöhlegt að verölagsstjóri komi að þessari verðlagningu. Ég sit í flmm manna nefnd sem odda- maður með fulltrúum neytenda og afurðastöðva. Ég tel að í starfi minu hafi ég veitt aðhald en sýnt sann- gimi. Þegar tekist hefur verið á í nefndinni hef ég oftar en ekki tekið afstöðu með fulltrúum neytenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.