Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Page 5
FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992. 5 Fréttir Alls hafa borist 335 Þjóðlífsmál til bæjarfógetaembætta um land allt: Búið að gera 55 fjárnám Samtals hefur 17 bæjarfógetaemb- ættum um land allt borist 335 inn- heimtumál vegna Þjóðlífs og í 55 þeirra hafa verið gerð fjárnám. Meö- ferð málanna hefur verið misjöfn eft- ir embættum og því hvort mál voru tekin fyrir áður eða eftir að viðvör- unarbréf Þjóðlífs, þar sem boðuð var opinber rannsókn, barst embættum. Sem dæmi má nefna að bæjarfó- getaembættið í Keflavík frestaði 28 málum vegna bréfs Þjóðlífsmanna. í Reykjavík voru 25 mál árituð en 35 frestað vegna bréfsins frá Þjóðlíf. Tii Sauðárkróks bárust 14 mál en þar sá fulltrúi embættisins ástæðu til að skipa lögfræðing fyrir allan hópinn. Tekið var til vama og málunum öll- um frestað. Búist er við að þar verði Innheimtur og ráðgjöf dæmd til skaðabóta. Til ísafjarðar bárust 27 mál. Þeim sem ekki voru dregin til baka var frestað vegna Þjóðlífsbréfsins. Emb- ættið á Akranesi lét draga til baka 8 mál, embætti Rangárvallasýslu 20 mál og Dalasýslu 7 mál. Þjóðlíf seldi Agnari Agnarssyni og Útey hf. áskriftarkröfur sem námu 7 milljónum króna fyrir 2 milljónir. Af þeim hefur Þjóðlíf fengið greiddar um 1,2 milljónir. Stjórn Þjóðlífs segir kaupendur krafnanna hafa brotið allar greinar samnings sem átti að tryggja að ekki yrði gengið að sak- lausu fólki. Agnar þessi seldi Útey kröfurnar sem seldi þær til Stein- gríms Snorrasonar á Höfn í Horna- firði. Steingrímur virðist aldrei hafa greitt fyrir þær en formlega falið Inn- heimtum og ráðgjöf að innheimta þær. í forsvari fyrir bæði Útey og Inn- heimtur og ráðgjöf er Úlfar Nathan- aelsson sem þó er hvergi skráður eigandi. Segir stjórn Þjóðlífs að til- færingarnar með kröfurnar hafi ver- ið gerðar að undirlagi hans til að forðast málsókn Þjóðlífs og vamir þeirra einstakhnga sem fyrir inn- heimtunum urðU. -VD Úlfar Nathanaelsson: 20 milljóna gjaldþrot Úlfar Hildingur Nathanaelsson er stofnandi Úteyjar hf. sem keypti Þjóðlífskröfurnar og fiölskylda hans stofnaði og á með öðrum Innheimtur og ráðgjöf sem sjá um innheimtuað- gerðimar. Milliliður fyrirtækjanna er Steingrímur Snorrason á Höfn sem samkvæmt heimildum DV er skráður stefnandi í mun fleiri inn- heimtumálum en Þjóðlífsmálunum. Úlfar og fiölskylda hans stofnuðu Útey með 25.000 króna hlutafé árið 1989. Fyrirtækið skipti um eigendur í fyrra en heldur sama heimilisfangi og fiölskyldan. Úlfar var lýstur gjald- þrota 13. febrúar síðastliðinn og nema kröfur 30 kröfuhafa rúmum 20 milljónum króna en bú hans er eignalaust. Úlfar býr í 260 fermetra einbýlis- húsi á Arnarnesi sem metið er á tæp- ar 14 milljónir króna en það er skráð á eiginkonu hans. Úlfar hefur tvisvar verið ákærður fyrir okurbrot. í desember 1985 var hann sýknaður af slíku broti en árið 1989 var hann dæmdur fyrir að hafa veitt Hermanni Björgvinssyni í 18 skipti peningalán og áskilið sér hærri vexti en löglegt var. Ákvörðun um refsingu var hins vegar frestað og skyldi hún falla niður að liðnu einu ári frá birtingu dóms ef Úlfar héldi almennt skilorð. Fyrirtækið Útey stofnaði Úlfar ásamt fiölskyldu sinni í sömu viku og dómur var kveðinn upp í okur- málinu. í fyrravor skipti Útey um eigendur og eru tveir bræður í Grindavík skráðir fyrir því en fyrir- tækið með sama heimilisfang og Úlf- ar á Arnarnesi. Eiginkona og dóttir Úlfars stofnuðu ásamt þremur öðrum Innheimtur og ráðgjöf á sama tíma og aðrir í fiöl- skyldunni stofnuðu Útey hf. Þær mæðgur eiga 50% hlut í Innheimtum og ráðgjöf. -VD Bækistöðvar Þjóðlífs sáluga. Fjárnám hefur verið gert hjá 55 þeirra sem gerðust áskrifendur tímaritsins. DV-mynd Úlfar Nathanaelsson: Persónuárásir „Þetta eru ekkert annað en per- sónuárásir," segir Úlfar Natiianaels- son sem átti fyrirtækið Útey sem keypti áskriftarkröfur af Þjóðlífi. Úlfar segir að Þjóðlíf hafi rukkað inn áskriftir eftir að hafa selt kröf- urnar og ekki skilað inn greiðslunum til Innheimtna og ráðgjafar sem er í eigufjölskyldu Úlfars og Jóhannesar Halldórssonar framkvæmdastjóra þess. Úlfar þvertekur fyrir að hafa nokkuð með fyrirtækin tvö að gera. Úlfar sakar Þjóðlífsmenn um að hafa bætt inn aukagrein í samning- inn við Útey þar sem kveðið er á um að ekki megi höfða innheimtumál gegn áskrifendum. „Gjaldþrot mitt er af því að ég skrif- aði upp á víxla fyrir vini og kunn- ingja. Eg er vinur vina minna,“ segir hann. Kröfuhafarnir eru 30 talsins. Eiginkona Úlfars er skráð fyrir 14 milljóna króna húseign og segist Úlf- ar ekki sjá ástæðu til að setja hana á götuna vegna þess að vinir sínir hafisvikiðsig. -VD Dómsvaldið brást borgurunum - segir formaður Neytendafélags Akureyrar um Þjóðlifsmalin „Það voru lagðar fram 29 kröfur en allir sem mættu, átta manns, gátu fært sönnur á að þær voru óréttmæt- ar. Það hlýtur að sýna fram á að málatilbúningi stefnanda er áfátt og kröfurnar vafasamar í meira lagi,“ segir Vilhjálmur Ingi Árnason, for- maður Neytendafélags Akureyrar, um gang svokallaðra Þjóðlífsmála hjá bæjarfógetaembættinu á Akur- eyri. Fógeti áritaði 21 mál sem aðfarar- hæft gegn áskrifendum Þjóðlífs þar sem enginn mætti fyrir aukadóm- þing. Vilhjálmur Ingi segist telja að eðlilegra hefði verið af dómaranum að krefiast haldbetri gagna í stað þess að gefa sér að þeir sem ekki mættu væru vanskilamenn. Gert var fiámám hjá 17 manns og segir Vil- hjálmur að sér þyki undarlegt að slíkt skuli gerast, hafi fulltrúi emb- ættisins sinnt upplýsingaskyldu sinni. „Dómsvaldið brást borgurun- um,“ segir hann. Björn Rögnvaldsson, aðalfulltrúi embættisins, segist hafa sinnt skyld- unni og bent fólkinu á að leita til lög- fræðings og kanna um áfrýjunar- hæfni. Það kveðst hann einnig hafa bent syni Ingibjargar Einarsdóttur, Einari Jóhannssyni, á þegar hann mætti í fiárnám í september 1991 fyr- ir hönd aldraðrar móður sinnar. Björn segir lög kveða á um að dæma útivist sé ekki mætt í dómþingi og ekki sé lagaheimild til annarrar málsmeðferðar. Hann kveðst ekki túlka lagaákvæði þannig að embætt- inu sé skylt að benda stefndum á að hægt sé að sækja um undanþágu til áfrýjunar heldur einungis að benda fólki á að leita sér lögfræðiaðstoðar. Hrannar B. Amarsson, í stjóm Þjóðlífs, sakar embættið um að hafa vísað fólki á að borga og krefia Þjóð- líf um endurgreiðslur en það segist Bjöm ekki kannast við. „Fulltrúinn frá Innheimtum og ráðgjöf sagðist ekki hafa áhuga á að innheimta greiddar kröfur en sagði mér að fá mér lögfræðing. Bæjarfógeti benti mér ekki á að fá undanþágu til að áfrýja til Hæstaréttar en sagði að ég gæti hafnað að undirrita fiárnáms- kröfuna sem ég og gerði,“ segir Ein- ar. „Þetta sýnir að það er eitthvað að hjá dómsvaldinu." Hann kveðst síðan hafa leitað til lögfræðings sem sagði honum ekki heldur að hægt væri að fá undanþágu til að áfrýja. Krafan var því greidd daginn áður en bjóða átti upp bíl Ingibjargar. Einar segist búast við að undan- þágan verði veitt sem og gjafsókn i málinu fyrir Hæstarétti. Þess má geta að Einar var einnig einn þeirra er lentu í svokölluöu sófasettamáli ogtapaðiþá 14.000 krónum. -VD NÝR OG STÆRRi FJÖL SKYLDUBÍLL Þessi bíll er 20 cm lengri en hin hefðbundna SAMARA og rúmbetri. Billinn hentarþví vel fjölskyldufólki. LADA SAMARA stallbakur er fimm manna og með lokaðri farangursgeymslu (skotti). BIFREIÐAR & LANDBÚNADARVÉLAR HF. Ármúla 13, 108 Reykjavík, símar 68 12 OO & 3 12 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.