Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SiMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SiMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Áhrifin af GATT Neytendafélag höfuðborgarsvæðisins hefur látið hag- fræðistofnun Háskóla íslands reikna út áhrifin á verð- lagningu landbúnaðarvara ef GATT-samkomulagið verður samþykkt eins og það liggur fyrir. Niðurstaðan er sú að verðlag á landbúnaðrvörum geti lækkað frá 8% og allt upp í 25% og í framhjáhlaupi er bent á að verð- lag hér á landi á þessum vörum sé 40 til 700% hærra en í Noregi. Hver mundi munurinn verða ef leitað yrði lengra suður til samanburðar? Þessar niðurstöður koma í sjálfu sér ekki á óvart. Drögin að GATT-samkomulaginu fela í sér tilslakanir á innflutningshöftum og niðurfellingu tolla í viðskiptum landa í mifli að því er landbúnaðarvörur varðar. Menn muna enn hver viðbrögð bænda og landbúnaðarforkólfa urðu þegar utanríkisráðherra kynnti drögin. Ráðherr- ann var stimplaður sem landráðamaður eða hrútur sem réttast væri að aflífa. Það dugði ekkert minna til að af- flytja þær staðreyndir að GATT-samkomulag væri feng- ur fyrir lífskjörin. Þó er í rauninni afar lítill hluti hinnar hefðbundnu landbúnaðarframleiðslu í samkeppni við innflutning samkvæmt drögunum. Leyfður innflutningur í fyrsta áfanga er innan við 3% heildarframleiðslunnar hér á landi og aðlögun átti að gerast á löngum tíma. Búsifjar bændastéttarinnar yrðu óverulegar en væntanlegt sam- komulag gerir bændum engu að siður kleift að búa sig undir óhjákvæmilega samkeppni. í stað þess að bíta á jaxlinn og nota nú tækifærið til að losa sig undan ríkis- framfærslunni hægt og bítandi hefur landbúnaðarkerfið vaflð þann kost að sverjast í ævarandi fóstbræðralag við einokun, höft og ríkisforsjá. Gott og vel, bændur verja sína hagsmuni með oddi og egg og skýla sér á bak við ríkisverndaða einokun. En hvað með hina hliðina á málinu, hvað með hags- muni neytenda, launþega og alls almennings? Hvers vegna beita stórar og fjölmennar samninganefndir verkalýðshreyfingarinnar sér ekki fyrir áskorunum og kröfugerðum um að ríkisvaldið lýsi yfir einróma stuðn- ingi við GATT-samkomulagið? Heimflin í landinu mun- ar .um 8 til 25% verðlækkun á algengustu nauðsynjavör- um. Svo ekki sé talað um ef innflutningur yrði aukinn enn meir í kjölfarið. Samningamenn ASÍ og BSRB eru að streitast við að fá hækkun á bamabótum, sem er einkennileg krafa í ljósi þess að ríkistjómin hefur fyrst og fremst lækkað bamabætur á hálaunafólki. Samninganefndirnar eru að krefjast lækkunar á gjaldtökum heilsugæslustöðva þegar böm eiga í hlut. Þetta em sértækar kröfur sem afmarkaður hópur nýtur góðs af. Hvers vegna reyna samninganefndimar ekki að ná fram aimennum og augljósum kjarabótum sem meðal annars felast í lækk- un á vöruverði? Það kemur öllum launþegum til góða hvort sem þeir eiga böm eða ekki og án tillits til þess hvort sækja þurfi heilsugæslustöðvar heim. Ef samningamenn verkalýðshreyfingarinnar telja sig vera umbjóðendur almannahagsmuna, er nærtækast að ganga í flð með þeim sem vilja létta rándým verð- lagi af þjóðinni og minnka nauðsynjaútgjöld heimfl- anna. Þar em kjarabæturnar, þar em lífskjörin mæld. Landbúnaðurinn verður að lifa í þeim heimi aukins markaðsfrelsis, sem nú er að þróast, og íslenskir laun- þegar munu njóta góðs af þeirri þróun í lækkun vöm- verðs ef forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur vit og þor til að veita henni stuðning. Ellert B. Schram Inngangan í Evrópubandalagið: Hraðvaxandi andstaða Nýlega ákvað fmnska þingið að senda umsókn um inngöngu í EB til Brussel. Svíar sóttu um inn- göngu á síðasta ári og talað er um að Norðmenn muni sækja um inn- göngu jafnvel á þessu ári. Af frétt- um mætti ætla að einhugur ríkti um þessi mál á Norðurlöndum. En það er langt frá því að sátt sé um þessar ákvarðanir meðal almenn- ings í löndunum. Andstaðan vex eftir því sem þekking fólks eykst á því sem felst í aðild. Svíþjóð í Svíþjóð var stuðningur við EB- aðild mestur í desember 1990 eða um 67% en þá ákvað þingið að senda umsókn til Brussel. Síðan hefur áht fólks breyst verulega. Aðeins ári síðar sögðu 48% já, 24% sögðu nei og 27% voru í vafa. Nú í mars voru þeir sem sögðu nei orðn- sem nú er að gerast í EB,“ segir greinarhöfundur m.a. ir 36% og já sögðu 44%. Áberandi er að það eru fleiri kon- ur og ungt fólk sem er andsnúið aðild. Mér kom sérstaklega á óvart að innan sænska krataflokksins er það einkum unga fólkið sem setur spurningarmerki við aðild en hér á landi hafa það einmitt verið ung- kratar sem telja aðild að EB væn- legan kost fyrir íslendinga. Finnland í Finnlandi er ástandið nokkuö sérstakt. Fyrir aðeins ári hvarflaði varla að mörgum að Finnar sæktu um aðild að Evrópubandalaginu. Þann 18. mars sl. ákvað hins vegar þingið að senda inn aðildarum- sókn. Þótt umsókn án skiiyrða hafi verið send til Brussel var samþykkt þingsins háð því að Finnar héldu hlutleysi sínu gagnvart nágrönn- unum í austri og að sérstaða finnsks landbúnaðar yrði viður- kennd. Ölíklegt er að þetta sé raunhæft þar sem hið nýja Evrópusamveldi, sem samþykkt var í Maastricht í desember sl., ætlar að hafa sameig- inlega utanríkis- og varnarmála- stefnu og tala einni röddu á al- þjóðavettvangi í þessum málum. Það mun þvi sjálfsagt fara eins fyr- ir þessum fyrirvörum og öðrum sem settir eru fram gagnvart EB. Austurríkismenn settu einnig fram Usta af fyrirvörum þegar þeir sóttu um aðild en þann Usta er nú búið að keyra á haugana. Skoðanakannanir í Finnlandi sýndu árið 1990 að 63% vildu aðUd að EB en fyrir ári voru þeir orðnir 58% og í janúar sl. voru þeir aðeins 46% af þeim sem spurðir voru. Það vakti athygU að innan finnska Mið- flokksins studdu aðeins 29 þing- menn stefnu forsætisráöherrans og formaxms flokksins um að sækja um aðild að EB en 24 voru á móti. Noregur Árið 1972 höfnuðu Norðmenn því í þjóðaratkvæðagreiðslu að Noreg- ur sækti um aðild að EB, þrátt fyr- ir aö þingið væri búið að sam- þykkja aðild. Norðmenn voru lengi að jafna sig eftir þær miklu deilur og átök sem voru á þeim tíma. Nú virðist ástandið ætla að verða svip- að. Almenningur skiptist nokkum veginn í jafnar fylkingar með og á móti aðild að EB. Andstaðan við aðild er mest í Norður-Noregi en 1 stórborgunum er stuðningur við aðild meiri. For- sætisráðherrann Gro Harlem Bmntland hefur veriö ákafasti stuðningsmaður aðildar þótt enn liafi hún ekki komið hreint fram og sagt beint að hún telji aðild aö Kjallariim Kristín Einarsdóttir þingkona Kvennalistans og formaður stjórnar Samstööu EB æskilegan kost fyrir Noreg. Hún var ákafur stuðningsmaður aðildar 1972 og hefur ekkert skipt um skoðun síðan. Danmörk og Evrópusamveldið Það sem hefur vakið einna mesta athygh er andstaða Dana við þær breytingar sem gerðar vom á stjórnarskrá EB, Rómarsáttmálan- um, í Maastricht í desember 1991. Þaö hefur vafist fyrir mörgum hvað það er sem Danir eiga að greiða atkvæði um 2. júní nk. í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þeir eru í Evrópu- bandalaginu og hafa verið það frá 1972. Danir eru að greiða atkvæði um hvort þeir styðji breytingar á EB í sambandsríki með sameigin- lega utanríkis- og vamarmála- stefnu, sameiginleg ytri landamær- um og sameiginlega lögreglu (Europol), sameiginlega mynt, meira vald framkvæmdastjómar, minni völd þjóðþinga og fleira mætti telja sem færir völd frá ein- stökum þjóðiun til Brussel. Meira en helmingur þeirra Dana sem taka afstöðu í skoðanakönnun- um em andsnúnir aðUd að Evrópu- samveldinu og virðist andstaðan fara vaxandi. MikiU hræðsluáróð- ur er þar í gangi og segja já-menn að í raun hafi Danir ekki um annað að velja en segja já ef þeir ætli ekki að einangra sig frá Evrópu. Kann- ast nokkur við slíkan áróður? Dam- ir láta ekki bjóða sér slíkt og hafa brugðist ókvæða við og segja að það hafi lítinn tilgang að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu ef þeir hafa í raun ekki um neitt að velja. í könnun á viðhorfum Dana tU Evrópubandalagsins, sem gerð var nýlega, kom í ljós að stór hluti þeirra telur að EB sé fyrst og fremst hagstætt fyrir þá sem betur mega sín en hinir verði útundan. Það þarf því engan að undra að sett skuli spurningarmerki við það sem nú er að gerast í EB. Svíþjóð og Finnland eru að sækja um aðUd að Evrópusamveldinu en ekki Evrópubandalaginu eins og það hefur verið fram að Maa- stricht. Mestar líkur eru meira að segja taldar á því að enn meiri breytingar verði gerðar á EB áður en ný lönd verða tekin inn. Talað er um að fækka opinberum tungu- málum, tryggja stærri ríkjunum fleiri þingmenn og auka völd stóm ríkjanna í ráðherraráðinu. EES og samstaða um óháð ísland Meö aðild aö EES er tekið stórt skref inn í EB og fastlega má búast við því að ef ísland verður aöili að EES-samningi verði þess ekki langt að bíða að krafan um aðUd að EB verði sett á oddinn. Hér á landi hefur starfað um nokkurt skeið þverpóhtísk hreyf- ing fólks, Samstaða um óháð ís- land, sem vinnur gegn aðUd íslands að EES og EB. Annars staðar á Norðurlöndum starfa sams konar hreyfingar. Fjöldi fólks hefur kom- ið til hðs við þær að undanfórnu. Mikilvægt er að fólk, sem lítur svo á að samvinna ríkja og sam- skipti eigi að byggjast á viöurkenn- ingu og virðingu á sjálfstæði þjóð- ríkja, fylki hði og komi í veg fyrir að ísland verði aðili að EES og þannig verði stigið fyrsta skrefið inn í stórríkið sem er að myndast í Évrópu. Krístin Einarsdóttir „ ... fastlega má búast við því að ef ís- land verður aðili að EES-samningi verði þess ekki langt að bíða að krafan um aðild að EB verði sett á oddinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.