Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992. Afmæli Svenir Haraldsson Sverrir Haraldsson, sóknarprestur í Steinholti í Borgarfirði eystra, er sjötugurídag. Starfsferill Sverrir fæddist á Hofteigi í Jökul- dal en ólst upp í Mjóafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1945 og embættisprófi í guðfræði frá HÍ1954. Með námi og að námi loknu stund- aði Sverrir kennslu, blaðamennsku, þýðingar og önnur ritstörf. Hann varð sóknarprestur í Desjarmýrar- prestakaUi 1963 og stundakennari við Grunnskóla Borgarfjarðar frá 1964. Sverrir var formaður barnavernd- arnefndar 1965-78, um skeið próf- dómari viö Bama- og unglingaskóla Borgarfjarðar og stofnandi og fyrsti formaður Leikfélagsins Vöku á Borgarfirðieystra. Eftir Sverri hafa komið út þijár ljóðabækur, auk þess sem hann hef- ur ort ljóð og skrifað greinar í blöð og tímarit. Þá hefur hann þýtt marg- ar bækur. Honum vom veitt rithöf- undarlaun 1953 og 1983 og hann hlaut viðurkenningu frá Tón- menntasjóði kirkjunnar 1983. Fjölskylda Sverrir kvæntist 25.6.1966 Sigríði Ingibjörgu Eyjólfsdóttur, f. 30.7. 1921, húsmóður og bókaverði viö Lestrarfélag Borgarfjarðar. Hún er dóttir Eyjólfs Hannessonar, hrepp- stjóra, símstjóra og póstafgreiðslu- manns að Bjargi í Borgarfirði, sem lést 27.2.1978, og Önnu Helgadóttur húsmóður sem lést 27.11.1988. Alsystir Sverris var Svava Har- aldsdóttir, f. 1.2.1920, d. 16.1.1991, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Hálfbróðir Sverris var Eggert Egg- ertsson, f. 14.8.1909, d. 11.2.1969, gjaldkeri í Reykjavík. Foreldrar Sverris voru Haraldur Þórarinsson, f. 14.12.1868, d. 15.7. 1960, prestur á Hofteigi og í Mjóa- firði, og Margrét Jakobsdóttir, f. 11.7.1884, d. 30.7.1957. Ætt Bróðir Haralds var Kristján, afi Angantýs Einarssonar, fyrrv. skóla- stjóra á Raufarhöfn. Haraldur var sonur Þórarins, b. og trésmiðs á Efri-Hólum í Laxárdal, Benjamíns- sonar, b. í Akurseli, Þorsteinssonar, b. í Hafrafellstungu, Þorsteinssonar, b. á Staðarlóni, Þorsteinssonar, bróður Skíða-Gunnars, langafa Gunnars á Ljótsstööum, föður Gunnars rithöfundar. Móðir Haralds var Vilborg Sigurð- ardóttir, hálfsystir Ingveldar, móð- ur Amar Arnarsonar skálds. Vil- borg var dóttir Sigurðar, b. á Svína- felli í Hjaltastaðarþinghá, Jónsson- ar. Bróðir Margrétar var Stefán, kaupmaður og útgerðarmaður á Fáskrúðsfirði. Margrét var dóttir Jakobs, b. á Brimnesi í Fáskrúðs- firði, Péturssonar, b. á Oddsstöðum á Sléttu, Jakobssonar, alþingis- manns á Breiðumýri, Péturssonar. Móðir Péturs var Þuríður Jónsdótt- ir, umboðsmanns á Breiðumýri, Sig- urðssonar. Móðir Jakobs á Brim- nesi var Margrét, systir Þórarins, afa Gunnars Gunnarssonar skálds. Margrét var dóttir Hálfdánar, b. á Oddsstöðum á Sléttu, bróður Stef- áns, langafa Einars Benediktssonar skálds. Hálfdán var sonur Einars Árnasonar, prests á Sauðanesi, og konu hans, Margrétar Lárusdóttur Schevings, systur Jórunnar, ömmu Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Margrétar Jakobsdóttur var Ólöf Stefánsdóttir, prests á Kol- freyjustað, Jónssonar, prests á Krýnastöðum, bróður Helgu, ömmu Stephans G. Stephanssonar. Jón var sonur Guðmundar, b. á Krýnastöð- um í Eyjafiröi, Jónssonar, bróður Benedikts Gröndals, yfirdómara og skálds, afa Benedikts Gröndals Sverrir Haraldsson. skálds. Móðir Stefáns var Margrét, systir Einars, afa Einars Benedikts- sonar skálds. Margrét var dóttir Stefáns, prests á Sauðanesi, Einars- sonar. Móðir Stefáns var Margrét Lárusdóttir Scheving, systir Jór- unnar, ömmu Jónasar Hallgríms- sonar. Móðir Margrétar var Anna, systir Benedikts, langafa Sigurðar Nordals. Anna var dóttir Halldórs Vídalíns, klausturhaldara á Reyni- stað. Móðir Halldórs var Hólmfríður Pálsdóttir Vídalíns, lögmanns í Víðidalstungu. Móðir Páls var Hild- ur Arngrímsdóttir lærða, Jónsson- ar. Geirþrúður Charlesdóttir Geirþrúður Charlesdóttir aðalgjaid- keri, Urðarvegi 6, ísafirði, er sextug ídag. Starfsferill Geirþrúður er fædd á ísafirði. Eft- ir nám í gagnfræðaskóla vann hún við verslunar- og skrifstofustörf og einn vetur var Geirþrúður við nám í Húsmæðraskólanum Ósk á ísafirði. Geirþrúður starfaði m.a. í Bókaverslun Jónasar Tómassonar í meira en tvo áratugi. Hún er núna aðalgjaldkeri hjá Sýslumannsemb- ættinuáísafirði. Geirþrúður var bæjarfulltrúi í tólf ár og hefur gegnt mörgum störfum fyrir ísafjarðarkaupstað. Hún var t.d formaður barnavemdarnefndar í áratug, átti sæti í skólanefnd grunnskólans og menningarráði til fjölda ára og er nú formaður þeirra nefnda. Geirþrúður er einn af stofnendum Sjálfstæðiskvennafélags ísafjarðar og var formaður þess í mörg ár og er nú varaformaður Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Geirþrúður hefur verið félagi í Sunnukómum frá 1946, unnið að málefnum kirkjunnar og er formað- ur Kvenfélags Isaíjarðarkirkju. Geirþrúður er félagi í Oddfellow- reglunni. Fjölskylda Geirþrúður giftist 12.12.1953 Jóni B. Guðjónssyni, f. 21.10.1929, jám- smíðameistara en nú húsverði í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. For- eldrar hans voru Guðjón D. Brynj- ólfsson og Guðrún Jónsdóttir. Börn Geirþrúðar og Jóns: Ólöf, f. 14.8.1953, læknaritari við Heilsu- gæslustöðina á ísafirði, maki Jó- hannÁ. Gíslason matreiðslumeist- ari, þau eiga þrjú börn, Jón Geir, f. 14.11.1975, Tuma Þór, f. 16.3.1978, og Maríu Guðbjörgu, f. 2.1.1980; Guðjón Davið, f. 3.11.1956, auglýs- ingateiknari, maki Brynja Mar- geirsdóttir, nemi, þau eiga tvö böm, Geröi, f. 17.12.1984, og Geirþrúði Ásu, f. 16.3.1987; Guðrún, f. 27.1. 1960, söngkona og nú við nám á ítal- íu, maki Jóhann Bjarni Pálmason, nemi. Bróðir Geirþrúöar er Guðbjöm, f. 3.7.1938, umdæmisstjóri ílugvafia á Vestfjöröum, maki Sigrún Jóhanns- dóttir, fóstursonur þeirra er Rúnar ÖmRafnsson. Foreldrar Geirþrúðar: Charles Bjarnason, f. 10.3.1906, vegaverk- stjóri, ogkona hans, Ólöf Jónsdótt- ir, f. 8.5.1904, en þau eru bæði látin. Ætt Meðal föðurbræðra Geirþrúðar er Matthías Bjarnason alþingismaður. Charles var sonur Bjarna, vega- verkstjóra á ísafirði, Bjarnasonar, b. á Hraunshöfða í Öxnadal, Kráks- sonar. Móðir Bjarna var Sigríður, Guðmundsdóttir, b. á Brún í Svart- árdal, Jónssonar. Móðir Guðmund- ar var Ingiríður, systir Ingibjargar, langömmu Jóns Pálmasonar alþing- isforseta, fóður Pálma á Akri. Ingi- ríður var dóttir Guðmundar ríka, Geirþrúður Charlesdóttir. b. í Stóradal, Jónssonar, b. á Skegg- stöðum, Jónssonar, forföður Skegg- staðaættarinnar. Móðir Charlesar var Auður, dóttir Jóhannesar, b. á Nolli á Svalbarðs- strönd, Guðmundssonar. Móðir Auðar var Guðbjörg Björnsdóttir, b. í Pálsgerði á Höfðaströnd, bróður Guðrúnar, móður Hákarla-Jörund- ar, langafa Jónasar Bjarnasonar, fyrrv. forseta Náttúrulækningafé- lags íslands. Ólöf var dóttir Jóns, trésmiðs á Kirkjubæ í Skutulsfirði, Bjarnason- ar og Guðbjargar Jónsdóttur, vinnumanns í Ytri-Hjarðardal í Ön- undarfirði, bróður Bjama á Tanna- nesi, föður Ingimars Bjarnasonar, útgerðarmanns í Hnífsdal. Jón var sonur Jóns, b. á Narfanesi, Jónsson- ar. Geirþrúður tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Oddfellowhúsinu á ísafirði kl. 18-20. Til hamingju með af- mælið 27. mars 80 ára 50 ára Pálina Ingimarsdóttir, Hafnargötu 18, Siglufíröi. 75 ára Anna Einarsdóttir, Fossvöllum 1, Hlíðarhreppi. Þórunn Bjornsdóttir, Urðarteigi 27, Neskaupstað. Njnls- Sigurður son, Mavanesi 23, Garðabæ. Eiginkona hans er Guðný Þorsteins- dóttir, Þau taka á móti gestum á afmælis- daginn f Efstaleiti 14 (Breiðahlik) í Revkjavík kl. 17—19. Laufey dörgensdóttir, Básenda 10, Reykjavík. Preben Willy Nielsen, Stafnesvegi 1, Sandgerði. Margrét Margeirsdóttir, Hólmgarði 2b, Kefiavík. Úlflúldur Geirsdóttir, Brúarhóli 2, Mosfelisbæ. Einar Ólafsson, Hraunbæ 160, Reykjavík. Guðmundur Jónasson, Heiðarholti 42a, Keflavík. Aðalsteinn Sigurjónsson, Höfðavegi 15, Vestmannaeyjum. Guðrún Elsa Erlendsdóttir, Höfðabraut 3, AkranesL 40 ára Skafti Jónsson, Ásmundarstöðum 2, Öxarfjarðar- hreppL Þór Aðalsteinsson, Heiðargerði 2, Reykjavik. Baidur Bjarnason, Klapparstíg 1, Reykjavík. Garðar S. Ásbjörnsson, Túngötu 3, Vestmannaeyjum. Leifur Franzson, Háaleitisbraut 123, Reykjavík. Hanna Sigurðardóttir, Breiðvangi 11, Hafnarfirði. Tryggvi Eyþórsson, Akurhraut 10, Njarðvík. Knútur Ámason, Fomhaga 21, Reykjavík. Valgerður Sveinbjörnsdóttir, Esjubraut 2, AkranesL Hörður Kristinsson, Flúðaselí 12, Reykjavík. Sólveig Jóhannesdóttir, Bfstahjalla ic, Kópavogi. Guðný Sólveig Sigurðardóttir, Veisuseli, Hálshreppi. Reynir Ölafsson. Miðvangi 10, Hafharfirði. Pétur Steinþórsson, Fannafold 167, Reykjavik. Andlát Ólafur Halldórsson Ólafur Guðmundur Hafidórsson, fyrrv. skrifstofustjóri Gjaldheimt- unnar í Reykjavík, til heimihs að Tjamargötu 10 C, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspitalans, Há- túni 10 B, þann 15.3. sl. Hann var jarðsunginn frá Dómkirkj unni í gær. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík 21.10. 1913 og ólst þar upp á Njálsgötunni. Hann hóf ungur störf hjá verslun- inni Edinborg og vann þar um skeið en síðan hjá Mjólkurfélagi Reykja- víkur. Árið 1937 hóf hann störf á skrifstofu borgarsfjórans í Reykja- vík þar sem hann starfaði þar til Gjaldheimtan var stofnuð 1962. Hann var þá ráðinn afgreiðslustjóri Gjaldheimtunnar en varð síðar skrifstofustjóri Gjaldheimtunnar. Því starfi gegndi hann þar til hann náði hámarksaldri borgarstarfs- manna en sinnti eftir það hluta- starfi allt til ársins 1988. Ólafur lék knattspyrnu með Fram á sínum yngri árum, fyrst með yngri flokkunum og síðan með meistara- flokki á fjórða áratugnum. Hann sinnti stjórnarstörfum hjá Fram, var fulltrúi félagsins í stjóm Knatt- spyrnuráðs Reykjavíkur 1944-45 og 1949-53. Þá var hann formaður Fram 1942^3. Fjölskylda Ólafur kvæntist 1935 Guðrúnu Hildi Nielsen. Hún er dóttir hjón- anna Kristjáns Friöriks Nielsen stórkaupmanns og Guðrúnar Bene- diktsdóttur húsmóður. Dætur Ólafs og Guðrúnar eru Hildur, f. 17.8.1935, gift Pétri M. Gestssyni, starfsmanni hjá Skelj- ungi hf., og eiga þau þrjú böm, og Guðrún, f. 4.6.1941, gift Birni Helga- syni, bifreiðastjóra hjá Hjálpar- tækjabankanum, og eiga þau eitt barn. Nú eru tvær systur Ólafs á lífi, Sigríður og Guðríður. Systkini Ól- afs: Guðmundur Kristinn, f. 23.7. 1895, d. 2.12. sama ár; Högni, b. og verkstjóri í Reykjavík, kvæntur Fanneyju Jónsdóttur Egilsson; Sig- riður Kristín, f. 7.1.1898, d. 7.4.1964, var gift Oddi Björnssyni, afgreiðslu- manni á Akranesi; Guðmundur, f. 9.8.1900, d. 13.2.1986, Útsölustjóri hjá ÁTVR í Reykjavík og formaður Fram, var kvæntur Ágústu Jó- hannsdóttur; Guðmundur Valdi- mar, f. 31.3.1903, d. 18.10.1904; Sig- ríður, f. 20.6.1907, húsmóðir í Reykjavík og ekkja eftir Stefán Þórðarson sjómann; Sigurður, f. 7.5. 1910, d. 24.12.1982, kaupmaður í Reykjavík og formaður Fram, var kvæntur Kristínu Þorláksdóttur; Guðríður, f. 4.11.1911, gift Lúðvík Thorberg Þorgeirssyni, kaupmanni í Reykjavík og fyrrv. formanni Fram. Foreldrar Ólafs vom Halldór Högnason, b. á Skálmholtshrauni á Skeiðum og síðar verslunarmaður í Reykjavík, og Andrea Katrín Guð- mundsdóttir frá Hömrum í Gnúp- verjahreppi, húsfreyja. Ætt Halldór var sonur Högna, b. í Skálmholtshrauni í Flóa, Jakobs- sonar. Andrea var dóttir Andreu Katrín- ar Guðmundsdóttur, b. á Urriða- fossi, Ámundasonar og konu hans, Olafur Guðmundur Halldórsson. Kristínar Andrésdóttur, b. og hreppstjóra í Syöra-Langholti, Magnússonar, alþingismanns í Syðra-Langholti, Andréssonar. Móðir Andrésar var Katrín Eiríks- dóttir, b. og dbrm. á Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar, forfóður Reykjaættarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.