Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992. Memung______________ Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskóla- bíói í gærkvöldi. Stjórnandi var Petri Sakari en ein- leik á simbalom lék Marta Fábián frá Ungverjalandi. Á efnisskránni voru verk eftir Frans List, György Ranki, George Enescu og Zoltan Kodaly. Eins og sjá má af þessari upptalningu var áherslan á tónlist frá Austur-Evrópu á þessum tónleikum og flest verkinaf því tagi sem kenna má við þjóðlagatónl- ist. Tvær Ungverskar rapsódíur eftir Liszt voru flutt- ar, no. 3 í D dúr og no. 2 í c moll. Hvorugt verkanna getur talist til hágæðatónlistar en sú síðari er þó ágæt- lega heppnaö verk og útsetningin glæsileg. Rúmensk rapsódía eftir Enescu er í svipuðum stíl og anda þótt þjóðlögin séu hér rúmensk en ekki ungversk eins og hjá Liszt. Fomtnilegasta verkið var Konsertino fyrir simbalom, strengi og slagverk eftir Ranki. Verkið virð- ist vera ritað með nokkuð fijálsu tónamáll en stefja- meðferð og form síðrómantískt í anda. Þá mátti heyra óm frá Bartok í bakgrunni þótt stíllinn væri hvorki eins sjálfstæður eða heiidstæður og hans. Simbalom er að mörgu leyti athyglisvert hljóðfæri. Það virðist búa yfir töluverðum möguleikum til styrkbrigða og litbreytinga en hentar trúiega betur sem bakgrunns- eða undirleikshijóðfæri heldur en til einleiks með hljómsveit. Síðasta verkið á tónleikunum var Háry Janos svíta Kodalys sem er einnig byggt á ungverskum þjóðlögum. Þetta er að mörgu leyti vel gert verk en leið fyrir það að þessu sinni að vera síðast í svo langri röð þjóðlaga- verka. Það er eins með ungversk þjóðlög og málmgjöll- in, áhrif þeirra eru í öfugu hlutfalli við það hve oft þau heyrast. Flutningur hijómsveitarinnar var svolítið misjafn. Stundum var hægt að fá það á tiifinninguna aö hljóm- sveitarmönnum þætti viðgangsefnin ekki nógu mikil- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson væg. Margt hljómaði þó vel og ýmsir einstakir hljóm- sveitarmenn fengu tækifæri til að sýna færni sína í einleiksstrófum. Meðal þeirra sem skiluðu því sérlega glæsilega var Sigurður I. Snorrason, klarínettleikari. Einleikur Fábíáns á simbalommið var mjög góður eft- ir því sem þekking gagnrýnanda DV á þessu hljóðfæri nær til en hún takmarkast við reynsluna af þessum tónleikum ef frá eru talin eitt skipti eða tvö sem gagn- rýnandanum gafst færi á að heyra í hljóðfærinu á knæpum í Búdapest fyrir mörgum árum. Andlát Stefán Rafn Sveinsson fræðimaður er látinn. Helgi Sveinsson lést í Ástralíu 24. mars. Minningarathöfn verður aug- lýst síðar. Jón Helgi Jónsson rennismíðameist- ari, Kveldúlfsgötu 3, Borgamesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness þann 24. mars. Sigurjón Guðmundsson, Stóra- Saurbæ, Ölfusi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þann 25. mars sl. lestur og tónlist flutt. A sunnudag kl. 14 verður sænsk bamakvikmynd kl. 14 og kl. 16 fjallar Stlg Tomehed um sænska sagnaskáldið Vilhelm Moberg. Tívolí opnað um helgina Tívolí í Hveragerði verður opnað með pomp og prakt nú mn helgina. Opið verð- ur allar helgar í apríl, mn páskana og sumardaginn fyrsta. Kynntar verða ýms- ar spennandi nýjungar. Nefna má 2 ný vélknúin tæki, hryllingsbúðina, endur- bættan speglasal, nýjar þrautir í skot- bökkum, nýjungar í veitingum og nýjar skreytingar. Hveraportið er söiumarkað- ur fyrir notað og nýtt sem verður alla sunnudaga í maí-ágúst. Fyrirlestrar um siðfræði Rosalind Hursthouse, prófessor hjá Open University í Bretlandi, heldur tvo fyrir- lestra á vegum Siöfræðistofnunar. Laug- ardaginn 28. mars kl. 15 heldur hún fyrir- lestur í Odda, stofu 101, og nefnist hann „Ný siðfræði í anda Aristótelesar". Þriðjudaginn 31. mars heldur hún fyrir- lestur á sama stað sem hún nefnir „Um siðfræði lækninga". Rosalind er deildar- forseti heimspekideildar Open Univer- sity þar sem hún hefur kennt heimspeki og samið kennslubækur um árabil. Auk bókarinnar Beginning Lives hefur hún birt ritgerðir í ýmsum greinum heim- spekinnar, þar á meðal rökfræði og um réttlætiskenningar. Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Lausn gátu nr. 290: Ferúr böndunum Jardarfarir Halldór Ólafsson, sem andaðist í Þrándheimi 11. mars sl., verður jarösunginn frá Hólskirkju í Bolung- arvík laugardaginn 28. mars kl. 14. Tilkyimingar Flóamarkaður Krýsu- víkursamtakanna Krýsuvíkursamtökin verða með flóa- markað í Undralandi, markaðstorgi, Grensásvegi 14, laugardag og sunnudag. > Opið kl. 12-18. Állt mögulegt á boðstólum, gjafavara, matvara, notað og nýtt. Allt mjög ódýrt. Afmælishátíð Vináttufélags íslands og Kúbu Vináttufélag Islands og Kúbu fagnar því um þessar mundir að tuttugu ár eru liðin síðan félagið var stofnað. Af því tilefni verður efnt til afmælisfagnaöar í MÍR- salnum, Vatnsstíg lOb, Reykjavík, laug- ardaginn 28. mars. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20 en húsið verður opnað kl. 19. Fyrr um daginn, kl. 14, verður aðalfúndur félagsins haldinn, einnig í MÍR-salnum. Námskeið og samkoma hjá Veginum Dagana 28.-30. mars verður Johnny Carlsson frá Sviþjóð gestur safnaðarins. •* Johnny er velþekktur og vinsæll prédik- ari á Norðurlöndum og er einn aðalkenn- ari biblíuskólans „Livets Ord“ í Uppsöl- um. Hann kennir á námskeiði hjá Vegin- um laugardagitm 28. mars nk. um „Guð- dóminn". Samkoma verður um kvöldið kl. 20.30. Einnig kemur hann til með að tala á samkomum félagsins sunnudaginn 29. mars. Laugardagskaffi Kvennalistans LaugardagskafB Kvennalistans verður að venju haldið að Laugavegi 17,2. hæð, kl. 11. Kristín Bjamadóttir, lektor í hjúkr- unarfræði, flytur erindi um þróun hjúkr- unarstarfsins í gegnum tíðina og veltir upp spumingum um hvemig yfirstand- * andi niðurskurður í heilbrigðiskerfinu kemur til með að hafa áhrif á líf kvenna. Allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis og hægt er að kaupa kaffi og morgunverð á vægu verði. Sænsk bókavika í Norræna húsinu Á sunnudag lýkur sænsku bókavikunni sem staðið hefúr yfir 1 Norræna húsinu. ' I dag kl. 13.15 heldur Lennart Hagerfors fyrirlestur um sænskar bókmenntir á 9. áratugnum.Á laugardagskvöldið kl. 20.30 verður kvöldvaka þar sem verður upp- Félag eldri borgara í Kópavogi Spilað verður og dansað í kvöld, föstu- dagskvöld, að Auðbrekku 25 kl. 20.30. Ný 3ja kvölda keppni. Húsið öllum opið. Fundir Styrktarfélag vangefinna Aðalfundur félagsins veröur haldinn í Bjarkarási mánudaginn 30. mars nk. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Kaffiveitingar. Páskaföndurfundur Vélprjónasambands íslands verður hald- inn laugardaginn 28. mars. Hefst hann kl. 13 í húsi Armanna, Dúgguvogi 13. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík Aðalfundur félagsins verður haldinn í Naustinu (uppi) laugardaginn 4. apríl kl. 5 sd. Snæfellingakvöld á eftir í Naustinu. Borðapantanir í síma 17759. Mætum öll og njótum góðra veitinga og samveru. Tapað firndið Læða tapaðist frá Lynghálsi Svört læða tapaðist fyrir ca hálfum mán- uði frá Lynghálsi. Hún var ómerkt. Hafi einhver séð hana eða veit hvar hún er niðurkominn þá vinsamlegast hringi hann í síma 45661. Fyrirlestrar Ásatrúarfélagið kynnir Fyrirlestur í Stúdentakjallaranum laug- ardaginn 28. mars kl. 15. Viðfangsefni verður: Skímismál sem ljóð eða hluti af helgisiðum norrænna manna. Dr. Terry Gunnell kynnir þetta viðfangsefni en það er hluti af doktorsverkefni hans sem fjall- ar um fomnorræna helgileiki. Allir áhugamenn, lærðir sem leikmenn, em velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Leikhús í )J ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 M-hátið á Suðurnesjum: RÍTAGENGUR MENNTAVEGINN eftir Willy Russel Þýöing: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Leikmynd og búningar: Guðrún Sig- riður Haraldsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson og Páll Ragnarsson. Leikarar: Arnar Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Frumsýning í samkomuhúsinu i Sandgerði sunnudaglnn 29. mars kl. 20.30. 2. sýning i Festi, Grlndavík, fimmtu- daglnn 2. apríl kl. 20.30. 3. sýnlng í Stapa, Ytrl-Njarövik, föstu- daginn 3. april ki. 20.30. 4. sýning í Glaöheimum, Vogum, laugardaginn 4. apríl kl. 20.30. Miðapantanir i sima 11200, að- göngumiöaverð kr. 1500. STÓRA SVIÐIÐ ELÍIVl HELGA' GUÐRIÐUR eftir Þórunnl Sigurðardóttur íkvöldkl. 20. Fá sæti laus. 3. sýn. fimmtud. 2. april kl. 20. Fá sæti laus. 4. sýn. föstud. 3. april kl. 20. Fá sætl laus. 5. sýn. fös. 10. april kl. 20. Fá sæti laus. 6. sýn. lau. 11. april kl. 20. EMIL ÍKATTHOLTI eftir Astrid Lindgren Lau. 28.3. kl. 14, uppselt, sun. 29.3. kl. 14ogkl. 17. UPPSELT ER Á ALLAR SÝNINGAR TIL OG MEÐ MIÐ. 29.4. MIÐAR ÁEMILÍ KATTHOLTISÆK- IST VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELDIR ÖDRUM. Menningarverðlaun DV 1992: RÓMEÓ OGJÚLÍA eftir William Shakespeare Lau. 28.3. kl. 20, lau. 4.4. kl. 20, flm. 9.4. kl. 20. Siðustusýningar. LITLA SVIÐIÐ KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju Sun. 29.3. kl. 20.30, uppselt. UPPSELT ER Á ALLAR SÝNINGAR TIL OG MEÐ MIÐ. 29.4. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningar- dagana. Auk þess er tekiö á móti pöntunum I sima frá kl. 10 alla virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. HÓPAR 30 MANNS EÐA FLEIRI HAFI SAMBAND i SÍMA11204. LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SELJAST DAGLEGA. EKKIERUNNTAÐ HLEYPA GESTUM í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐARÁKÆRU JELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ER UÓN eftir Vigdísi Grimsdóttur Lau. 28.3. kl. 20.30, uppselt, sun. 29.3. kl. 20.30, uppselt, þri. 31.3. kl. 20.30, uppselt, mlð. 1.4. kl. 20.30, uppselt, lau. 4.4. kl. 20.30, uppselt, sun. 5.4. kl. 16, örlá sætl laus, og kl. 20.30, uppseit. Sala er hafin á eftirtaldar sýnlngar: Þrl. 7.4. kl. 20.30, laus sætl, mlð. 8.4. kl. 20.30, laus sæti, sun. 12.4. kl. 20.30, laus sætl, þrl. 14.4. kl. 20.30, laus sæti, þri. 28.4. kl. 20.30, laus sætl, mið. 29.4. kl. 20.30, laus sætl. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INN ÍSALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR A ÍSBJÚRGU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. Farandhópur á vegum Þjóðleikhússins: ÁHORFANDINN í AÐALHLUTVERKI - um samsltípti áhorfandans og leikarans eftír Eddu Björgvins- dóttur og Gísla Rúnar Jónsson. Fyrirtæki, stofnanir og skólar, sem fá vfija dagskrána, hafi sam- band í síma 11204. íslandsklukkan eftir Halldór Laxness Frumsýnlng i kvöld kl. 20.30. Laugard. 28. mars kl. 20.30, 2. sýning. Sunnud. 29. mars kl. 20.30. Flmmtud. 2. april kl. 17.00. Föstud. 3. april kl. 20.20. Laugard. 4. april kl. 15.00. Mlðasala er I Samkomuhúslnu, Hafnarstræti 57. Miöasalan er opln alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýnlngardaga fram að sýn- ingu. Greiðslukortaþjónusta. Simi I miðasölu: (96) 24073.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.