Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 24
*r®4fttnf?iKá»v» - tfnftirVtfy 32 FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992. Menning Graf íkverk úr Völuspá Sýningarsölum flölgar enn í borginni og nýverið bættíst enn einn í þann vísi að listanýlendu sem er að myndast við Skólavörðustíginn. Þar opnaði einn fyrstí sýningarsalur Reykvíkinga, Mokka, og þar er nú einnig starfræktur sýningarsalur í fymim húsi Jóhanns Eyfells við númer 3a, Gallerí 11. Á það skal bent hér að ágætri sýningu Ráðhildar Ingadóttur er þar nú lokið en Guömundur Rúnar Lúðvíksson opnar á laugardag, 28. mars. Nýi salurinn heitir hins vegar G 15 og er í húsi númer 15 við sama stíg. Listafólk ætti að þekkja þar til því áður var þar til húsa hstvöru- verslun. Nú hefur gullsmiður innréttað húsið smekk- lega og sýningarsal í kjahara. Þar er aht vel úr garði gert, þó salurinn sé að vísu ekki stór - og ekki stækk- ar veggrýmið við gluggana sem snúa út að götunni. Þeir veita þó salnum skemmtilega vídd með dýpt sinni. Annars er lýsing vönduð - dagsbirtuhalógen í rennum í lofti. Grétar Reynisson reið á vaðið með sýningu í þessum snotra sal, en nú er þar komin Ragnheiður Jónsdóttir með sjö grafíkverk. Hreyfing og heild Ragnheiður verður að teljast meðal okkar helstu graflkhstamanna og hafa henni hlotnast margvíslegar viðurkenningar. Á hðnu ári var hún á meðal sýnenda við opnun Islandsgaherís þeirra Hohendinga og sýndi þar m.a. mynd unna upp úr hughrifum af Völuspá. Nú sýnir hún í G 15 sjö slíkar myndir, unnar sem ætíngar. Það er sterkur hehdarsvipur yfir þessum myndum. Líkt og í teikningum Ragnheiðar á síðustu árum er um mikla hreyfingu að ræða í myndfletinum. Textinn gefur hstakonunni tílefni tíl átaka: „Grjót- Myndlist Ólafur Engilbertsson Ragnheiður Jónsdóttir. björg gnata,/en gífr rata“ (mynd 1) og „Vindöld, varg- öld,/áðr veröld steypisk" (mynd 4). Askur Yggdrasils skelfur og „sígr fold í mar“ uns „Sér hon upp koma/öðru sinni/jörð ór ægi/iðjagræna...“ Látleysi og átök Ragnheiður túlkar þennan klassíska íslenska texta á látlausan hátt. Efnið, miðihinn, ræður ferðinni að mestu og útkoman er áhrifarík „kvikmynd" af átökum sem eru e.t.v. fyrst og fremst átök anda hstamannsins við efnið og Völuspá þjóðar á endanum einungis þeim póstmóderníska thgangi að vera skírskotun th gróinna gilda. Áður fyrr var mun meiri þjóðfélagsádeilu að finna í verkum Ragnheiðar. Hún lagði m.a. kvennabar- áttu hð með verkum sínum, þó oft væru þau blönduð háði á næsta súrrealískan hátt. Hinn mergjaði samr- uni aðferða; ætingar, mjúkgrunns og akvatintu er enn th staðar en útfærslan hefur öðlast um einfaldari blæ. Og hinn samhverfi minnisvaröasvipur sem Ragnheið-, ur hefur ástundað á síðustu árum lifir í þessum Völu- spármyndum meðfram því að kvika teikninganna er komin inn í ferh ætíngarinnar. Einfaldari myndsýn virðist láta Ragnheiði vel og sýning hennar er með þeim heildstæðustu á árinu. Það hefði þó ekki sakað að hafa seríuna lengri og leggja þar með meira í sýiúng- arskrá. En þá hefði húsnæðinu vísast verið ofboðið. Sýningu Ragnheiöar lýkur sunnudaginn 5. apríl. Curtis Stigers - Curtis Stigers: Hreint ekki amaleg byrjun Curtís Stígers er ný stjama í poppinu sem skinið hef- ur skært að undanfomu bæði austanhafs og vestan með lög eins og I Wonder Why sem komst langleiðina á topp- inn vestanhafs og lagið Yor’e All That Matters to Me sem hefur notið mikhla vinsælda á útvarpsstöðvum hérlend- is upp á síðkastíð. Bæði þessi lög er að finna á fyrstu plötu Stigers sem ber einfaldlega nafn hans sjálfs. Stigers er 25 ára gamall Bandaríkjamaður sem sver sig mjög í ætt við söngvara á borð við Michael Bolton og minnir mig líka svolítíð á Southside Johnny; hefur kraftmikla og fjölbreytta rödd með hrjúfum tón. Hann hefur aha burði th að ná langt því hann er bæði góður söngvari og lagasmiður; semur níu af ellefu lögum á plötunni auk þess sem hann leikur listavel á saxófón. Tórhist Stigers finnst mér vera í anda þeirra sem nefndir vom áðan, Michaels Boltons og Southside Johnnys; popp með hæfilega grófri áferð blandað soul- tónlist, en sjálfur segist hann vera undir áhrifum frá Donald Fagen, Elvis Costeho og Joni Mitcheh. Hvað um það, uppskriftín er engin nýjung og Stígers fetar engar nýjar slóðir en heldur sig á öruggum miðum og aflar vel. Það sem gerir það að verkum að hann skarar fram úr öllum þeim mýgrút af söngvurum sem notast við sömu uppskrift eru fyrst og fremst mjög frambærileg- ar tónsmíðar; á plötunni er hvergi veikur blettur, lög- in renna thtölulega áreynslulaust í gegn enda meló- Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson dísk og grípandi og svo syngur phturinn fantavel. Þá skemmir ekki fyrir að aðstoðarmennirnir eru einvala lið; margir gamhr rebbar, þar á meðal eins og þeir Danny Kortchmar, Michael Landon og Jeff Porcaro. Curtis Stígers getur óhikað klappað sjálfum sér á bakið fyrir þessa fyrstu plötu sína. Móðir og dóttir. Victoria Abril og Marisa Paredes Háum hælum. hlutverkum sinum i Háskólabíó - Háir hælar: ★★ !/2 Ósköp venjuleg ur Almodovar Háir hælar (Tacones Lejanos) er níunda kvikmynd Pedro Almodo- vars í fullri lengd. Aðeins tvær þær síðustu; Konur á barmi taugáfahs og Atamé, eru að einhveiju marki þekktar utan Spánar og hafa þessar kvikmyndir gert Almodovar heimsþekktan og fært hann í hóp þeirra leikstjóra sem eru mest skapandi í dag. Pedro Almodovar gerir Háa hæla undir nokkrum þrýsingi. í fyrsta skipti bíður heim- urinn spenntur eftir mynd frá hon- um og fylgst hefur verið náið með gerð myndarinnar frá upphafi. Við shkar aöstæður stendur leikstjóri oft ekki undir þeim miklu vonum sem gerðar eru til hans og það verð- ur að segjast um Háa hæla að hún stendur ekki undir fyrirfram vænt- ingum. Háir hælar er dramtísk mynd. Hinn beittí og frumlegi húmor, sem hefur verið eitt aðaleinkenni Almodovars, er að vísu í bakgrunn- inum í einstaka atriðum, sérstak- lega í atriði innan fangelsis- múranna en Almodovar er fyrst og fremst að segja okkur sögu af móð- ur og dóttur og erfiðu sambandi þeirra á mhli sem einkennist af öfund, aðdáun, afbrýðisemi og hatri. í byrjun fylgjumst við með Rebeccu (Victoria Abrh) á flugveh- inum í Madrid þar sem hún er að BRUÐAR Þessar upplýsingar verða birtar í DV á fimmtudegi fyrir brúðkaupið og þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudegi. gjöfin NAFN BRÚÐHJÓNA: KENNITALA: HUN I I I I I I I I HANN I I I I I I I I HEIMILISFANG/ SÍMI_ VÍGSLUSTAÐUR- DAGUR/TÍMI___ BORGARALEG VÍGSLA/PRESTUR_ NÖFN FORELDRA______________ X SENDISTTIL ÞVERHOLTI 11, 105 REYKJAVÍK. Kvikmyndir Hilmar Karlsson taka á mótí móður sinni sem er að koma th borgarinnar eftír fimmtán ára fjarveru. Leiftur úr fortíðinni eru sýnd þar sem kemur fram að móðir hennar er fræg stjama og að uppeldi Rebeccu gerir það að verkum að hún getur varla talist eins og börn eru flest. Þegar Rebecca loks hittir móður sína (Marisa Paredes) fær áhorf- andinn það á tilfmninguna að ekki er alit eins og það á að vera milli þeirra, enda kemur I ljós að Rebecca hefur gifst Manuel, göml- um elskhuga móður sinnar sem skildi hana eftir í sárum fyrir mörgum árum. Móðirin er komin heim til að halda tónleika í Madrid og jafnvel setjast þar að. Tveimur dögum áður en tónleikarnir eiga að hefjast fmnst Manuel myrtur og dularfullur dómari Dominguez (Miguel Bose) telur mæðgurnar grunsamlegastar. Eins og við var að búast frá Almodovar er morðið sjálft ekki aðalatriöið í atburðarásinni sem á eftir kemur heldur samband mæðgnanna. Báðar finna þær fyrii* sektarkennd gagnvart hvor ann- arri og reyna að fmna það sem glat- ast hefur. Þá hefur Dominguez ótrúlega mikinn áhuga á Rebeccu, ■ ekki aðeins í sambandi við morðið sem hann virðist hafa af yfirskyni th að geta hitt hana. Þótt Háir hælar standist ekki samanburð við Konur á barmi taugaáfahs þá er myndin vel gerð og kemur söguþráðurinn stundum skemmtilega óvart. Victoria Abrh, sem lék í Atamé, og Marisa Paredes eru góðar leikkonur sem ná upp góðum samleik. Tvískipt hlutverk Miguel Bose er erfitt og er á mörk- unum að hann ráöi við það. Háir hælar er langdýrasta kvik- mynd sem Pedro Almodovar hefur gert hingað th og var mun dýrari en Konur á barmi taugaáfalls og Atemé th samans. Eins og oft vhl verða skha þeir peningar sér ekki í meiri gæðum. Þrátt fyrir að mað- ur sakni frumlegheita frá Almodo- var þá verður ekki neitað að Háir hælar er hehsteypt kvikmynd sem segir magnþrungna sögu og er fátt í tilfinningalífi persónanna sem Almodovar nálgast ekki. HÁIR HÆLAR (TACONES LEJANOS) Leikstjóri og handritshöfundur: Pedro Almodovar. Kvikmyndun: Allredo Mayo. Tónlist: Ryuichi Sakamoto. Aöalhlutverk: Victoria Abril, Marisa Pa- redes og Miguel Bose.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.