Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Page 7
FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992. 7 dv Fréttir Saltfiskurinn: Rússafiskur veldur verð- fallinu Ekkert skip hefur selt afla sinn í Englandi í liðinni viku. Þorskveiðar hafa glæðst síðustu viku þegar veðr- ið lagaðist og aflabrögð verið góð. Þegar aflabrögð skánuðu og meira kom á markaðina féll verðið nokkuð, þó sérstaklega á stórfiskinum. Að undanfórnu hefur verið seldur gámafiskur sem hér segir: Alls voru seld 659,9 tonn fyrir 98,9 millj. kr. Meðalverö 149,90 kr. kg. Þorskur seldist á 154,65 kr. kg, ýsa 175,51, ufsi 77,44, karfi 81,11, koli 172,57, grálúða 161,61 og blandað 118,08 kr. kg. Þýskaland Bv. Jón Baldvinsson seldi 19. mars sl. alls 201 tonn fyrir 17,4 millj. kr. Meðalverð 86,62 kr. kg. Tæp 2 tonn af þorski seldust á 162,54 kr. kg. Nokkur hundruð kg af ýsu seldust á 188,72 kr. kg, ufsi 90,37, karfl 86,37 og blandaö 43,04 kr. kg. Bv. Björgúlfur seldi afla sinn í Bremerhaven 20. mars sl. alls 126,4 tonn fyrir 13,2 millj. kr. Meðalverð var 104,43 kr. kg. Nokkur hundruð kiló af þorski seldust á 176,15 kr.kg, ufsi 83,58, karfi 96,44, grálúða 172,54 og blandað 117,25 kr. kg. Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson Verðlækkun vegna Rússafisks Bodö: Allt bendir til þess að Rússa- fiskurinn eigi sök á verðfalli salt- fisks. Allmikið var keypt af fiski af rússneskum togurum á síðasta ári og skipti það tugþúsundum tonna. Mikið af þessum fiski hefur farið til saltfiskframleiðslu. Nú er svo komið að fiskkaupmenn sumir hverjir eru hættir að kaupa fisk til söltunar. Þetta kemur sér mjög illa fyrir báta í Lofoten og Vesterálen. Almennt er tahð að hér valdi Rússafiskurinn miklú um. Fiskur, sem framleiddur hefur verið úr þessum ódýra fiski, hefur verið seldur á lægra verði á aðalmarkaðssvæðunum, þ.e. Spáni og Portúgal. í ár hefur Rússafiskurinn valdið meiri vanda en oftast áður, nú hefur verið saltað meira af fiski, sem ekki er fyrsta flokks, og mikið hefur verið um slæman fisk frá Rússum á salt- fiskmarkaðnum. Þetta á við jafnt í Norður- og Suðm- Noregi. Þessi fisk- ur er heilfrystur og hann þarf að þíða áður en hann er flattur eða flakaður. Yfirleitt eru menn sammála um að herða þurfi eftirlit með þeim fiski sem keyptur er af Rússum. Nú Uggja miklar birgöir af Rússafiski í geymsl- um hjá saltfiskframleiðendum. Talið er að nokkur hluti þess afla sé mjög slæmur fiskur. 1. mars var búið að hengja upp 4600 tonn af fiski en á sama tíma sl. ár 5900 tonn. (Úr viðtali viö formann sölusam- taka í saltfiski.) ÍSLANDSMEISTARAMÓT SHELL í VÉLSLEÐAAKSTR11992 sunnudaginn 29. mars í Bláfjöllum SONAX BÓN Á VÉLSLEÐANN Fyrsta keppnin til íslandsmeistara 1992 í vélsleðaakstri fer fram n.k. sunnudag í nágrenni skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Allir kraftmestu vélsleðar landsins og bestu ökumennirnir mæt- ast þar í þremur. keppnisgreinum. Fjallarall hefst klukkan lO.OO, spyrna og brautarkeppni klukkan 12.00 og verður ekið í samhliðabrautum. Komdu og sjáðu ævintýraleg tilþrif núverandi Islandsmeistara og helstu keppinauta þeirra og nýsmíðaða 150-200 hestafla ofursleða í spennandi keppni. Keppt verður í 6 flokkum og keppnislið frá Arctic, Ski-Doo, Polaris og Yamaha býtast um gullið. Láttu þig ekki vanta á líflega keppni. Adgangseyrir er aðeins 500 krónur (SHOEI) KEPPNISHJÁLMAR HJÓLAGALLERI HREYSTI JjsrM2 OO&El VÉLSLEÐAVÖRUR ARCTIC CAT YAMAHA ski-doo Læríð þýsku ( Þýskalandi Deutsch im Deutschland - D.I.D. ársskólar, sumarskólar víðs vegar um Þýska- land fyrir fólk á öllum aldri, unga sem eldri. Gisting hjá þýskumælandi fjölskyld- um. Hægt að taka próf til undirbúnings framhaldsnámi í þýskum skólum. Einnig stutt endurmenntun fyrir þá, sem ætla sér að nota þýsku í viðskiptum. Flngið með Flugleiðum til Frankfurt, Miinchen eða næstu flugvalla en síðan tekin jár- brautarlest. Verð i 4 vikur kr. 107.800, miðað við skóla i Mainz. Innifalið flug, gisting, hálft fæði. Kennsla yfirleitt 25 tímar á viku. Verð miðað við gengi og flugverð í dag. Þýska er tvímælalaust mikilvægt mál í Evrópu framtíðarinnar. Við veitum allar nánari upplýsingar, sendum bæklinga, lánum videospólur. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar Gnoðarvogi 44, sími 686255

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.