Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992. 9 Utlönd w MikeTysondæmdurísexárafangélsi: Eg var trylltur en meiddi hana ekki - sagöihnefaleikakappinnþegarhannkomtildóms Blaðamaður óskast DV óskar eftir blaðamanni til að skrifa um viðskipta- og efnahagsmál. Nauðsynlegt er að hann hafi einnig þekkingu á notkun töflureikna og gagnagrunna. Skriflegar umsóknir berist ritstjórum fyrir 4. apríl nk. „Ég nauðgaði henni ekki en ég við- urkenni að ég var alveg trylltur þeg- ar við vorum saman. En þetta var ekki nauögun, engin glóðaraugu og engin beinbrot," sagði Mike Tyson hnefaleikakappni í yíirlýsignu áður en hann hlýddi á dóm í nauðgunar- máli sínu. Patricia Gifford dómari dæmdi hann í sex ára skilorðsbundið fang- elsi að viðbættum fjórum árum óskil- orösbundið. Hagi Tyson sé illa í fangavistinni má hann búast við að sitja inni í 10 ár. Lagaspekingar sjá þó möguleika á að hann sleppi eftir þijú ár ef hann verður til friðs í fang- elsinu. Veijendur Tysons ætla að fá mál hans tekið upp að nýju og segja að úrskurður kviðdóms í málinu hafi verið rangur. Kviðdómendur hafi látið stjómast af illu umtali um Ty- son enda hafi engar afgerandi sann- anir komið fram um að hann hafi nauðgað fegurðardrottningunni Patriciu Washington. Gifford dómari þykir hörð í horn að taka, sérstaklega þegar nauðgun- armál eru annars vegar. Þá hefur hún á þrettán ára ferh sínum dæmt fjóra menn tii dauða fyrir morð. Veij- endur Tysons vildu fá hann lausan gegn tryggingu þar til málið væri tekið upp að nýju en Gifford neitaði. Allt er nú í hers höndum hjá skipu- leggjendum umhverfisráöstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro í sumar. Einn háttsettur brasilískur embættismaður hefur sagt af sér í kjölfar blaðafregna um að hann væri viðriðinn hneykslismál, helsti um- hverfissérfræðingur stjómarinnar hefur verið rekinn og samningavið- ræður í New York um mikilvægan sáttmála um að stööva gróöurhúsa- áhrif ganga treglega vegna andstöðu bandarískra stjómvalda. Umhverfissinnar segja hættu á að ráöstefnan verði lítið annað en stór- felld vonbrigði. Geroge Bush Bandaríkjaforseti skvetti köldu vatni á undirbúning ráðstefnunnar á þriðjudag þegar hann gaf í skyn að hann mundi ef til vill ekki sitja leiðtogafundinn vegna anna í kosningabaráttunni heima fyrir. Bush lagði einnig áherslu á andstöðu sína við sáttmála um tak- markanir á losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum. Tyson er því kominn í fangelsi og byrjaður að taka út refsingu sína. Mörgum þótti sem hann sætti harka- legri meðferð af hálfu fangavarðanna þegar þeir hrundu honum út úr rétt- arsalnum eftir að dómur féll. Tyson var þó prúður að þessu sinni og veitti enga mótspymu. Reuter Verkstjórar Aðalfundur Verkstjórafélags Reykjavíkur verður hald- inn í fundarsal félagsins, Skipholti 3, laugardaginn 28. mars kl. 13.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Stjórnin Fangaverðir fóru ómjúkum höndum um Mike Tyson þegar þeir fluttu hann til fangelsisins. Tyson hélt enn fram sakleysi sinu og lögmenn hans ætla að fá málið tekið upp að nýju. Simamynd Reuter Umhverfisráðstefna SÞ í Rio: Allt í hers höndum Carlo Ripa di Meana, yfirmaður umhverfismála hjá Evrópubanda- laginu, sakaði Bush þá um að reyna að skemma fyrir ráðstefnunni. En þetta er þó ekki eina deilan sem setur svip sinn á undirbúninginn. Þjóðir Asíu og Rómönsku Ameríku óttast aö þær verði hafðar að blóra- bögglum fyrir eyðileggingu um- hverfisins sem þær segja að séu af- leiðingar stefnu þróuðu ríkjanna. Malasíumenn hafa t.d. hótað að sitja heima ef hætta verður á því að ráð- stefnan verði notuð til að gera árásir á ríki þriðja heimsins. Þá eru þjóðir íslamstrúarmanna óhressar með að ráðstefnan rekst á íslamska hátíðardaga og hafa fariö fram á að fundartímanum verði breytt. Brasiliumenn segja að þeir búist við að ráðstefnan hefiist 3. júní, tveimur dögum síðar en ætlað var í upphafi. Það hefur þó ekki verið stað- fest opinberlega. Reuter AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1980-1 .fl. 15.04.92-15.04.93 kr. 312.732.03 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS AFMÆLIS TILBOÐ SÉRSTAKUR 5% AFMÆLIS- AFSLÁTTUR AF FLESTUM / VÖRUM VERSLUNARINNAR Sm /d 10% EF STAÐGREITT ER. R I PPEN' SAMICK'HYUnDBI PÍANO OG FLYGLAR • DINO BAFFETTI HARMONIKUR • SAMICK -wmm GÍTARAR • OFL. TILBOÐIÐ STENDUR FRÁ OG MEÐ Mf 27.MARS TIL 5.APRÍL NK. JW mmOÍMa VERIÐ VELKOMIN H. MAGNUSSONAR GULLTEIGI 6 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 91 - 688611

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.