Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992. Hvenærferðu að sofa á kvöldin? Guðrún Freyja Jakobsdóttir, 11 ára: Ellefu til tólf. Daníel Örn Steinarsson, 11 ára: Ég fer að sofa svona klukkan tólf. Árný Eyþórsdóttir, 11 ára: Tólf til eitt og tvö eða þrjú um helgar. Arnbjörn Sigurðsson, 11 ára: Ellefu eða tólf en aðeins seinna um helgar. Kristbjörg Kristjánsdóttir nemi: Svona eitt eða tvö og fimm um helg- ar. Ég fæ alveg nægan svefn. Gunnar Jónsson nemi: Svona eitt til tvo á virkum dögum. Ég þarf ekki nema sex tíma svefn. Lesendur Bakarameistarar vilja jafna aðstöðumun „íslensk bakarí eru stolt af framleiöslu sinni,“ segir m.a. i bréfinu. Jón Albert Kristinsson, formaður Landssambands bakarameistara, skrifar: í tilefni af grein Margrétar Guð- mundsdóttur í DV mánud. 23. mars sl. vil ég taka eftirfarandi fram: Skýrslur sýna að innflutningur á bakaríisvörum hefur stóraukist und- anfarin ár. Dæmi: Innflutningur á brauðvörum hefur aukist úr 6,7 tonnum árið 1989 í 88,9 tonn árið 1991. Þessi aukni innflutningur er eðhlega mikið áhyggjuefni fyrir bakaríin í landinu, þar sem hann hlýtur óhjá- kvæmilega að skerða markaðshlut- deild þeirra verulega. Margir kunna að halda að hinir erlendu framleiðendur á brauðum og kökum búi við sömu samkeppnis- skilyrði og innlendir framleiðendur gera. Svo er ekki. Stór hluti hráefna til framleiðslu á brauðum og kökum eru landbúnaðarvörur. Landbúnað- arvörur eru stórlega niðurgreiddar viðast hvar í heiminum. Brauð og kökur, sem fluttar eru til landsins, eru því að stórum hluta framleiddar úr landbúnaðarvörum, sem eru nið- urgreiddar í framleiðslulöndunum. Innlendum framleiðendum á brauð- um og kökum, þ.e. bakariunum í landinu, stendur hins vegar einungis til boða að kaupa landbúnaðarvörur á verði sem oftast er margfalt hærra en hinum erlendu framleiðendum stendur til boða. Af þessu má sjá að samkeppnisað- staða, annars vegar hinna erlendu framleiöenda og hins vegar hinna innlendu, er mjög ólík. Til þess aö jafna þennan aðstöðumun hefur Landssamband bakarameistara, sem eru hagsmunasamtök bakaríanna í landinu, farið fram á að fá landbún- aðarvöiur á heimsmarkaðsverði og að búa við sama raforkuverð og hin- ir framleiðendurnir. Yfirvöld hafa ekki viljað ljá máls á því en boðið okkur að leggja jöfnunartoll á inn- fluttar kökur og brauð, þ.e.a.s. þann þátt sem að landbúnaðinum snýr. Þetta er aðferð sem er almennt viður- kennd í milliríkjaviðskiptum þegar jafna þarf samkeppnismun vegna niðurgreiðslna. Mismun á raforku- verði verða bakaríin og íslenskir neytendur hins vegar að bera sjálfir. Þaö verður hver og einn að dæma um það fyrir sig hvort inníluttar bakaríisvörur séu betri en innlendar. Þar sýnist sitt hverjum. íslensk bak- arí eru hins vegar stolt af framleiðslu sinni og telja sig ekki þurfa að hafa neina minnimáttarkennd gagnvart erlendum framleiðendum hvað gæð- in varðar. Þau búa hins vegar við mun verri samkeppnisskilyrði og finnst það sanngirnismál að þau skil- yrði verði jöfnuð. Hve mikið veH Hafró? Sigmundur skrifar: Hver getur sagt til um hve mikið magn af fiski er í sjónum? Eru vís- indamenn á sviði fiskirannsókna þess umkomnir? Reynslan af þessum störfum hér á landi og við landið sýnir það ekki. Auðvitað verður að viðurkenna að þessi rannsóknarstörf eru miklum annmörkum háö. Það er ekki eins og verið sé að fást við rannsóknir á jarðlögum sem hægt er að skoða með smásjá jafnt og ber- um augum. Sjórinn er ekki opið leik- svið og hefur aldrei verið. Því er ég þeirrar skoðunar aö við íslendingar höfum htla hugmynd um hvort. fiskistofnar hér við land, hvað þá lengra og utar viö landið, séu vel eða illa staddir. Þeir sem sjóinn stunda og hafa stundað frá unghngs- aldri, sjómenn og glöggir skipsstjórn- armenn fiskiskipaflotans, segja fuh- um hálsi, margir hveijir, að sjórinn sé fullur af fiski. Hvers konar fiski. Hann sé bara ekki alltaf þar sem hans sé leitað. Hvorki af sjómönnun- um né vísindamönnunum. Ekkert er líklegra en þetta hafi við rök að styðj- ast. Eða eru vísindamennirnir hjá Haf- rannsóknarstofnun þeir einu sem geta veitt sannanlegar upplýsingar um nytjafisk í sjónum? Hvað veit Hafró mikið yfirleitt? Ég vh alls ekki deila á neina fiskifræðinga, hvorki hér á landi né erlendis. Ég er einfald- lega að segja að fiskifræðingar geta ekki, fremur en við leikmenn, komið með nein endanleg sannindi um stöðu nytjafiska í sjónum. Við höfum nú um margra ára skeiö haft eftirht, gert mæhngar og stund- að rannsóknir, t.d. á þorskveiðum, aflamarki og veiðigetu við ísland. Þetta virðist ekki hafa haft mjög mik- ið að segja. Viö erum enn á sokka- leistunum varðandi leyfilegt afla- magn, stofnstærðir og annað sem máli skiptir. Þetta er allt undir stjóm fiskifræðinga. Er ekki einfaldlega kominn tími til að slaka á klónni, gefa laust og láta bijóstvitið ráða, líkt og sannri veiðimannaþjóð sæmir? Má ekki spara skipakaupin? Ágúst Bjarnason skrifar: Mitt í kreppunni og niðurskurðin- um er upplýst að verið sé að smíöa sex ný fiskiskip erlendis sem kosta muni vel á fimmta milljarð króna. Hvað er hér að gerast? Eigum við ekki nóg af fiskiskipum? Hver greiðir fyrir skipin? Eru væntanlegir eig- endur borgunarmenn fyrir þessum upphæðum eða taka þeir lán í inn- lendum bönkum? Þótt veriö sé að úrelda skip á móti þessum nýju væntanlegu skipum, eru það hreinlega engin rök fyrir kaupum á 6 nýjum skipum. Enda verður afkastageta þessara nýju skipa mun meiri en gömlu skipanna, sem úrelt verða eins og fram kom í frétt í DV sl. þriðjudag. Nú legg ég til að þessi skipakaup verði könnuð ehítið nánar af við- Hringið í síma 632700 miilikl. 14 og 16 -eðaskrifið Nalhogsímanr. veröuraðfylsjabréíum Samningur um nýsmíði fiskiskipa erlendis ekki i samræmi við boöaðan niðurskurð og sparnaö - segir bréfritari. komandi ráðamönnum sem eru í öðru orðinu sífeht að tala um að rnð- urskurð og segja að samdrátt veröi að framkvæma í innflutningi á hveiju sem nefnist. Þessi samningur um skipasmiði, og einmitt á þessum tímum, er ekki í samræmi viö það sem boðað er; niðurskuröur, minni eyðsla og minnkandi sjávarafli. - Ef þessi skipakaup erlendis frá verða að veruleika tekur heldur enginn mark á yfirlýsingum stjómarherra eða annarra forystumanna í þjóðfé- laginu deginum lengur. Vildarvinir al- þýðunnar Dagný hringdi: Ég get ekki á mér setið eftir að hafa hlýtt á viötal við ráðherra umiiverfismála vegna fyrirhug- aðrar ferðar nokkurra tuga manna á ráöstefnu í Rio de Ja- neiro. Ráöherrann taldi síst of- metið þótt hópurinn yrðí stór og spurði fréttamann á móti því hann legði ekki bara th að einn maður færi úr því að við hefðura bara eitt atkvæði á ráðstefhunni Ráðherranum fannst kostnað- urinn vera svo th tittlingaskitur. Þetta fannst mér vera dæmigert svar manns í hans stöðu. - Já, þetta eru dæmigerð svör „vildar- vina alþýðunnar" í landinu. Ég held að hann hefði átt að bjóða svo sem einni fiskvinnslukonu í ferðina, svona tíl þess að ná sátt- um við almenningsáhtið. Viðviljum ferska kjúklinga Þóra Jónsdóttdr skrifar: Maður furöar sig oft á þeim reglugerðum sem ghda hér á landi varðandi eitt og annað sem stangast á við reglur sem gilda í löndum sem bjóöa mun meira eftirlit, t.d. í viðskiptum. Eitt dæmið er um sölu kjúklinga sem eingöngu má sefja frosna hér. Annars staðar eru kjúkhngar seldir ferskir. Hver er munurinn? Aðeins sá að okkur sem matreiðum þá heima er gert erfiðara fyrir við matreiðsluna með því að þurfa að þíða fuglana. En m.a.o. - verð- ur salmonehuhættan minni ef kjúklingamir eru frystir? Ég held ekki. Þessu þarf að breyta því að við viijum fá ferska kjúkhnga. Lokiðbarafisk- búðunum! Jóhanna Kristjánsdóttir skrífar: Sl. laugardag vhdi ég breyta th frá öllu kjötmetinu og elda lúöu og lúðusúpu. Ég fór í næstu fisk- búð, við Asvahagötu. Þar stóð á hurðinni: Lokað á laugardögum. Ég labbaði í næstu fiskbúð sem er við hhðina á Miklagarði vestur í bæ. Sama sagan. Á hurðinni stóð: Lokað á laugardögum. Mig fór að gruna margt. Líklega hafa ahir fisksalar í Reykjavík tekið sig saman og loka á laugardögum. Ég fór inn í stórmarkaðinn. Þar var fullt kæhborð af ágætum fiski, þ.á m. lúðu. Ég segi nú ein- faldlega: Lokið bara fiskbúðun- um. Það er tryggara aö halda sig við stórmarkaðina úr því sem komið er. Vitnaleiðslur i Strasbourg Einar Árnason hringdi: Það kemur á óvart þegar tveir háttsettir forystumenn launþega- hreyfingarinnar standa upp frá samningaborði um launa- og kjaramál og fljúga til Strasbourg í Frakklandi th að sinna vitna- leiðslum. Þótt máhð sé ef th vih brýnt fyrir launþegaforystuna th að geta haldiö höföi hér heima gagnvart Mannréttindadómstóh Evrópu, þá er það ekki brýnt fyr- ir almenna launþega sem margír hverjir vhja losna undan þeirri kvöð að þurfa aö vera í verka- lýðsfélagi. K.S. hringdi: Mörgum finnst brunar og elds- voðar hafa aukist hér á landi í seinni tið. Stundum hefur komist upp um menn sem hreinlega hafa lagt eld að eignum sínum til að komast yfir tryggingafé. Bæði hér á landi og erlendis. - Vonandi eru orsakir bruna kannaðar tíl fulln- ustu, áður en nokkuð er að gert í uppgjörsmálum. - En brunar hér á landi eru þegar á aht er lit- ið óeðhlega margir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.