Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Side 3
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992.
3
I>V
Landbúnaðarráöherra um tilraunabúið á Hesti í Borgarfirði:
Fréttir
Nauðsynlegt verður að
laga rannsóknaraðstöðuna
„Okkar hugmynd er sú að sauð-
fjárrannsóknir verði einungis á
Hesti. Auðvitað kemur að því að
nauðsynlegt verður að laga rann-
sóknaraðstöðuna þar því að land-
búnaðurinn verður að fylgjast með
þar eins og annars staðar. En það
hefur ekki verið ákveðið að ráðast í
framkvæmdir né hvenær það yrði
gert,“ sagði Halldór Blöndal land-
búnaðarráðherra við DV.
Aðspurður hvort ekki væri tíma-
skekkja að huga að nýrri fjárhús-
byggingu upp á 25 milljónir, fyrir
550-600 fjár, þegar fækka ætti sauðfé
í landinu verulega og niðurskurður
stæði yfir í ríkisfjármálum sagði
Halldór það svo í sambandi við allan
atvinnurekstur að sú þjóð sem lokaði
sig inni og vildi ekki stunda rann-
sóknir og vísindastörf í tengslum við
höfuðatvinnuvegi sína drægist undir
eins aftur úr.
„Vandamál okkar í sambandi við
landbúnað eru miklu fremur þau að
við höfum ekki verið nægilega vak-
andi í sambandi við ýmislegt sem
lýtur að hagræðingu og markaðs-
málum svo og ræktim, út frá þeim
sjónarmiðum," sagði Halldór. „Þess
vegna væri það það vitlausasta sem
við gerðum að hætta rannsóknum í
tengslum við okkar höfuöatvinnu-
vegi, hvort sem við tölum um land-
búnað, sjávarútveg, iðnað eða eitt-
hvað annað. Það er hluti af nútíma-
legri hugsun í nútímalegu þjóðfélagi
að skilja að þekkingin er sterkasta
vopnið til hagræðingar. Þekkingin
verður að byggjast á reynslu og at-
hugun. Við getum ekki byggt sauö-
fjárræktina á íslandi á einhverjum
athugunum sem eru gerðar í Ástral-
íu, á Nýja-Sjálandi, í Finnlandi eða
Bandaríkjunum."
Halldór sagði að ekki væru til nein-
ir aukafjármunir í landbúnaðar-
ráðuneytinu. Þess vegna hefðu menn
ekki haft það í huga að ráðast í nýjar
byggingar á þessu ári.
„Við erum ekki farnir að huga svo
alvarlega að fjárlögum næsta árs að
ég geti fullyrt hvort við undirbúum
eitthvað slíkt. Við erum að fara yfir
öll þessi mál og endurmeta þau
markmið sem við höfum í rannsókn-
arstörfum varðandi landbúnað."
-JSS
Félagjámiðnaöarmanna:
Haf nar miðlunartillögu
ríkissáttasemjara
„Ríkissáttasemjari sendi okkur,
eins og öllum öðrum stéttarfélögum
sem ekki voru í samningasamflotinu,
miðlunartillögu sína. Á stjórnar-
fundi á mánudaginn og félagsfundi á
þriðjudag var samþykkt að hafna
miðlunartillögunni. Við teljum eðli-
legra að fara í samninga," sagði Örn
Friðriksson, formaður Félags jám-
iðnaðarmanna og varaforseti Al-
þýðusambands íslands.
Örn segir að kröfur Félags járniðn-
aðarmanna séu að þau laun sem
greidd eru út verði taxtar og að síðan
verði gerður lágmarkslaunataxti.
Hann segir að þau laun sem járniðn-
aðarmönnum á Reykjavíkursvæðinu
séu greidd út séu mjög mismunandi.
Annars staðar á landinu séu járniðn-
aðarmenn með fastlaunasamninga.
„Við emm bara með þessa einu
kröfu, engar viðbótarkröfur. Við er-
um út af fyrir sig ekkert að setja
okkur upp á móti því sem í miðlun-
artillögunni felst. Við viljum bara að
það kaup sem greitt er út í járniðn-
aði verði hinn raunverulegi taxti fé-
lagsins.
Hann sagðist búast við að önnur
félög járniðnaðarmanna mundu
halda fundi á næstunni og ræða
miðlunartillögu ríkissáttasemjara
sem þeim hefur verið send.
Þess má geta að Félag bókagerðar-
manna, sem ekki er í ASÍ og var ekki
í samflotinu, hefur fengið miðlunar-
tillögu ríkissáttasemjara. Hún verð-
ur tekin fyrir á fundi sem boðað hef-
ur verið til á miðvikudaginn í næstu
viku.
-S.dór
Mjög slæmt ástand hefur skapast vegna sinubruna á höfuðborgarsvæðinu. Trjágróður hefur skemmst í Elliðaárd-
al og gróður hefur komist í hættu annars staðar. Að sögn Hrólfs Jónssonar, slökkviliðsstjóra í Reykjavík, er það
litið mjög alvarlegum augum þegar verið er að leggja eld að gróðursvæðum. Hrólfur segir að nokkrir piltar, sem
kveikt hafa i að undanförnu, hafi verið teknir inn á slökkviliðsstöð þar sem málin hafi verið rædd. Slökkviliðs-
stjóri telur viðræðurnar hafa skilað árangri. DV-mynd S
(ÍREIDSI.l KJOIt
VI.I.T VI)
lí! M VM Dl M
ac (D
VAGNHÖFÐA 23 • SiMI 91-685825
BFGoodrich
Radial All-Terrain T/A
Þetta löngu landsþekkta munstur er gert fyrir
vegi og vegleysur. Gefur mjúkan og hljóölausan akstur,
ásamt miklu gripi í hálku á bundnu
sem óbundnu slitlagi.
• Hið djúpa þverskorna munstur gefur gott grip.
• Þessi einstæða uppbygging á munstri heldur vegahljóði í
lágmarki og sambygging takka gefur hámarks endingu.
• Opnar hliðarraufar losa vatn undan hjólbarðanum og
veita yfirburðagrip í bleytu og hálku.
• Styrkleikinn af tvöfalda vírbeltinu gefur meiri rásfestu og
hámarks endingu, en um leið undraverðri mýkt.
• Ekki tvö lög hér - heldur þriggja laga TriGrad bygging
sem gefur hjólbarðanum meiri innri styrk ásamt betri vörn
gegn hvössum steinum og höggum.
JEPPINN ÞINN Á SKILIÐ AÐEINS ÞAÐ BESTA
AI KAHLI TIR • VARAflLl TIR • SÉRPAXTAMR • VERKST EDI