Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Qupperneq 4
 <54 Fréttir Niðurskurður í menntamálum: Aðhaldsaðgerðir munu halda áfram á næsta ári - skólagjöld ekki inni 1 myndinni, segir Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra Eins og kom fram hjá Friðriki Sop- hnssyni fjármálaráðherra, í viðtali við DV, verður að skera niður fjárlög um allt að 5 miHjarða króna á næsta ári ef markmið ríkisstjómarinnar um hallalaus flárlög á tveimur árum á áð nást. Hann nefndi sérstaklega til tvö ráðuneyti þar sem niðurskurð- urinn myndi koma harðast niður, heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neyti og menntamálaráðuneyti. „Það er öllum ljóst að viö erum í erfiðleikum meö að skera meira nið- ur í mínu ráðuneyti. Viö erum þó með ýmsar athuganir í gangi í öllu skólakerfmu þótt ljóst sé að við höf- um nú þegar gengið ansi nærri því. Við höfum reiknað með að þessar aðhaldsaðgerðir verði að halda áfram á næsta ári, fjárlagaárinu 1993. Það sem veldur mestum erfiðleikum hjá okkur er að allar breytingar á skólakerfinu eru seinvirkar. Þær hafa ekki áhrif fyrr en eftir langan tíma,“ sagði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Hann var spurður hvort hann gæti bent á ákveðin atriði þar sem hægt væri að skera meira niður en gert hefur verið? „Það er erfitt að benda á eitthvað sérstakt í því efni. Við erum bara með í huga almennar aðgerðir svo sem eins og samræmd námsframboð í framhaldsskólakerfinu og annað í þeim dúr. Ef þú ert að spyrja um eitt- hvað stórt, eins og að leggja niður einhvetja skóla eða annað því um líkt, þá er það ekki á borðinu," sagði Ólafur. Fjármálaráðherra nefndi í samtal- inu við DV að frekari þjónustugjöld kæmu til greina. Menntamálaráð- herra var spurður hvort til greina kæmi að hækka skólagjöld á næsta ári? „Nei, það tel ég ekki vera. Ég sé ekki að það sé breytt afstaða hjá þing- mönnum um skólagjöld í framhalds- skólakerfinu. Skólagjöldum var í raun hafnað við fjárlagagerð þessa árs þótt ekki reyndi á það vegna þess að ég dró tillögu þess efnis til baka. Það var ekki samstaða um hana.“ - Muntu reyna aftur að fá samstöðu um skólagjöld?' - „Nei, ég mun ekki reyna það,“ sagði Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra. -S.dór Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráöherra: Höf um ekkert skorið í sérf ræði- læknishjálp „Það var rætt um það á síöasta ári að heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið yrði að skera niður um 3 milljarða 1993, auk þess sem út af kynni að standa frá árinu í ár. Ef verið er að tala um 5 milljarða niður- skurð fjárlaga 1993 þá tökum við á okkur svo sem eins og einn milljarð. Það er lítið meira en kemur til með að standa út af hjá okkur í ár,“ sagði Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um þann niðurskurð á Qárlögum sem Friörik Sophusson fjármálaráðherra ræddi um í viðtali við DV. Sighvatur var þá spurður hvar hann ætlaði að skera niður á næsta ári í ljósi þess ógnaróróleika sem orðið hefur í þjóðfélaginu vegna nið- urskurðarins í ár? „Það er ekki sanngjamt af þér að spyija mig nú í apríl um fjárlög sem á að leggja fram í september." - Mönnum hefur heyrst á öllum þeim skömmum sem þú hefur orðið fyrir vegna niðurskurðar og svörum þínum að ekki verði mikið lengra gengið? „Ekki segi ég það nú. Það er ýmis- legt sem hægt er að skoða sem ekki var skorið niður síðast og við þurfum að kíkja á.“ . - Svo sem eins og hvað? „Við tókum til að mynda ekkert á sérfræðilæknishjálp og útgjöldum hennar vegna. Það eru ýmis önnur mál óskoðuð," sagði Sighvatur Björgvinsson. -S.dór i yjsk. ‘4 1 - ; - - -«■ lk ?* ■ Þeir Biggi og Gunni á Akureyri eru búnir að taka útibílana sina úr vetrargeymslu og farnir að stunda sandflutninga og aðra slíka starfsemi af krafti í „vorveðrinu". DV-mynd gk Baráttumál verkalýðsins „Djöfuls mistök voru það að semja fyrir fyrsta maí,“ sagði varaform- aðurinn í verkalýðsfélaginu við formanninn. „Nú er búið að eyði- leggja fyrir okkur kröfugöngumar og kröfuspjöldin." Varaformaður- inn var æstur í skapi, enda búinn að vera varaformaður í hálfan ann- an áratug og hefur haft lifibrauð sitt af því að skipuleggja kröfu- göngur. Hann talaði áreiðanlega fyrir hönd alira annarra verkalýðs- rekenda í landinu sem hafa það fyrir atvinnu aö vakna til lífsins einu sinni á ári og skipuleggja fyrsta maí. „Hvað eigum við að hafa á kröfu- spjöldunum?“ spurði varaformaö- urinn og klóraði sér í höfðinu. „Bíddu nú við,“ sagði formaður- inn. „Við erum að vísu búnir að sjá sáttatillögu saksóknara og viö er- um búnir að skrifa undir að við mælum með samþykki þeirra. En það er enginn sem segir að viö get- um ekki verið á móti þessari sáttat- illögu. Að minnsta kosti á spjöldun- um. Hvað segirðu til dæmis um kröfú sem hljóðar: VERUM Á MÓTI SÁTTATILLÖGUNNI SEM VIÐ ERUM MEÐ. Eða: HERÐUM SULTARÓLINA." „Við verðum ekki í neinum vand- ræðum með að búa til kröfur," sagði formaðurinn. „Verkalýður- inn hefur langlundargeð. Launa- fólk skilur vandræöin sem við er- um í. Þetta voru erfiöir samningar og atvinnurekendur eiga mjög bágt og spumingin var sú hvort við gætum verið þekktir fyrir að fara fram á eitt prósent. Eins er þjóðar- hagur afleitur og launafólk má þakka fyrir að halda vinnunni. Við gætinn ítrekað þessar þakkir okkar fyrsta maí. Hvemig væri aö búa til spjöld þar sem á stendur: TAKK FYRIR EINA PRÓSENTIÐ eða TAKK FYRIR VINNUNA!“ „Já, en við verðum að seija fram einhveijar kröfur. Við erum jú með kröfugöngu," sagði varaformaður- inn. „Ja, við erum með kröfur um þaö að launþegar samþykki sáttatillög- una þótt enginn sé ánægður með hana. Það er skýlaus krafa og afar ljós. ASÍ KREFST ÞESS AÐ SÁTTATILLAGAN SÉ SAM- ÞYKKT, HVORT SEM YKKUR LÍKAR BETUR EÐA VERR. Hvem- ig hljómar sú krafa? Eða: GEGNIÐ VERKALÝÐSFORYSTUNNI eða SEMJUM AF OKKUR. „Það er af nógu að taka,“ sagði formaðurinn og leit með velþóknun yfir plaggið með sáttatillögunni. Annars er mér alveg sama hvemig þetta fer. Ekki skrifaði ég undir neitt samkomulag og ef sáttatillag- an er felld þá fer ég bara aftur í samninga. Eg er stikkfrí og tek enga ábyrgð á atkvæðagreiðslu um tillögu sem sáttasemjari hefur lagt fram. Þetta er hans mál en ekki mitt. Ég styð og stjórna verkalýðs- forystunni áfram, hvemig sem at- kvæðagreiðslan fer, því ég gæti hagsmuna verkalýðshreyfingar- innar með því að vera stikkfrí í samningum. Ef launþegar era óánægðir með eina prósentið þá skil ég þaö vel. Ég er óánægður með ,það líka. Ef þeir samþykkja eina prósentiö þá skil ég það vel. Þaö er ekkert meira að hafa út úr þessum samningum. Atvinnurek- endur hafa sagt mér það. Ríkis- stjórnin líka." „Já, en við getum ekki hlustað á atvinnurekendur. Við verðum að hlusta á okkar umbjóðendur," sagði varaformaðurinn, hálf- hneykslaður. „Við verðum að minnsta kosti aÖ þykjast styðja launafólk og -þess vegna verðum viö að æsa þaö upp fyrsta maí. Þetta er jú okkar dagur og kröfuspjöldin em auð.“ „Við höfum rauða fána, við get- um sungið intemationalinn," svar- aði formaðurinn. „Sovétríkin eru dauð og kom- múnisminn er dauður. Það er úrelt aö vera með rauða fána. Það vill enginn kannast við að vera rauður lengur.“ „Ja, hver skrambinn," sagði for- maðurinn, „er þetta orðið svona slæmt. Við getum þó alténd sungið Ó blessuð vertu sumarsól eða Maí- stjörnuna. Og svo getum við boðið verkalýðnum upp á skoöunarferð í Ráðhúsið eftir að kröfugöngunni lýkur til að skoöa í hvað útsvarið hefur farið og þá getum búið til kröfuspjöld þar sem krafan um HÆRRIÚTSVÖR er sett fram.“ Það er gott að hafa vana menn í verkalýðsforystunni. Ef þeir geta ekki samið um kaup og kjör þá geta þeir alla vega samið slagorðin á kröfuspjöldin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.