Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992.
9
urlengtmeð-
Lýsisneysla vanfærra kvenna
getur lengt meögöngutímann og
aukið faeðingarþyngd barnanna.
Þetta eru niðurstöður rann-
sóknar sem fór fram á borgar-
sjúkrahúsinu í Árósum og sagt
er frá í nýjasta hefti breska
læknaritsins Lancet.
Við eölilega þungun er kannski
ekki mikill hagur í því að lengja
meðgöngutímann en vísínda-
mennimir vona aö lýslsneysla
geti komið í veg fyrir fyrirbura-
fæðingar og aukið þyngd barn-
anna við íæðingu svo þau verði
sterkari.
Alis tóku 533 konur þátt í rann-
sókninni. Þær sem tóku lýsi dag-
lega gengu með fjórurn dögmn
Iengur en hinarsem fengu aðeins
óh'fuolíu.
Meðgöngutími kvenna í Fær-
eyjum er lengri en í Darunörku
og teija læknar það stafa af meiri
fiskneyslu.
Bobby Fischer
faitnstogtýnd-
ISt I La A«
Bobby Fischer, hebnsmeistari í
skák, sem hefur ekki sést á al-
mannaíæri frá því snemma á átt-
unda áratugnum, fannst í Los
Angeles í Kaliforníu eftir fiögurra
mánaða leit. En svo virðist sem
hann hafi aftur gufað upp.
Það voru bandarískir sjón-
varpsmenn sem fundu Bobby í
síðustu viku og tóku myndir af
honum á laun þar sem hann yfir-
gefur heimili sitt. Þegar sjón-
varpsmenn komu aftur í þessari
viku benti allt til þess að skák-
snillinguriim væri fluttur.
Að sögn sjónvarpsmanna var
Bobby lieldur ræfilslega til fara
og leit út eins og afdankaður
hippi, með sítt hár og skegg. Þá
hefiir hann skipt um nafn. Fisch-
er hefur hafnað tilboðum upp á
milljónir dollara fyrir aö tefla en
lifir þess í stað á ölmusu frá vin-
um og ættíngjum.
urhungurverk-
faHinuáfram
Tæplega sjö hundruð lögreglu-
þjónar í belgisku borginní Liege
sögðu i gær að þeir ætluðu að
halda áfrara hungurverkfalli
sínu til að knýja á um bætt launa-
kjör eftir að bæjaryfirvöld buðu
þeim aðeins fimmtung þess sem
þeir kreflast. Aöeins 30 lögreglu-
þjónar mættu til vinnu í gær og
aðeins ein Iögreglustöð í bænum
var opin.
Lögregluþjónarnir vilja 20 pró-
senta kauphækkun til að vera
ekki eftirbátar félaga sinna ann-
ars staðar í landinu. Glæpamenn
virðast ekki hafa nýtt sér ástand-
ið sér til framdráttar.
Sænska sljómin varð að lúta í
: iægra haldi í þinginu í gær þegar
nýi iýðræðisflokkuriim slóst í lið
með jafnaöarmömmm í að fella
umdeill stjórnarfriimvarp um
eftiriaun.
Samkvæmt frumvarpinu átti að
afnema eftirlaun fyrir þá sem
kjósa að vinna hlutastarf eftir
sextugt. Almennur eftirlaunaald-
ur í Sviþjóð er 65 ár.
Carl Bildt forsætisráðherra
brást reiður viö úrslitunum og
sagði að ekki væri hægt að
treysta þingmönnum Nýs lýð-
ræðis. Hinir síðarnefndu sögðust
hafa slegist í Mð með jafnaðar-
mönnum þar sem þeir væru besti
kosturinn. Hítssau ng Reuter
__________________________________________________________________Útlönd
Fyrrum forsetafrú í Bandaríkjunum lýst sem ofbeldisfullum eiturlyfl asj úklingi:
Nancy Reagan barði
dóttur sína daglega
„Hún barði mig daglega eftir að ég
fór að stækka. Þessum barsmíðum
linnti ekki fyrr en ég fór í háskóla,"
sagði Patti Davis, dóttir Nancy Reag-
an af fyrra hjónabandi.
Nancy er fyrrum forsetafrú í
Bandaríkjunum og var alla tíð um-
deild meðan hún var í Hvíta húsinu
með Ronald Reagan. Hún þótti hafa
slæm áhrif fá forsetann og ráðskast
tun of með hagi landsmanna.
Patti kom fram í sjónvarpi í gær
og hafði ófagra sögu að segja af móð-
ur sinni. Hún sagði að Nancy hefði
árum saman verið háð róandi lyfjum
og því í raun verið eiturlyfjasjúkling-
ur þótt forsetahjónin legðu síðar
mikla áherslu á baráttima gegn eit-
urlyfianeyslu.
Patti er 39 ára gömul og hefur um
langt árabil andað köldu milii henn-
ar og móður hennar. Patti sagöist
hafa sagt Reagan, stjúpfóður sínum,
frá barsmíðum móður sinnar en
hann heíði sagt að hún væri að ljúga
og neitað aö hlusta á hana. Reagan
var þá ríkisstjóri í Kaliforníu.
„Þetta svar varð til þess að ég gat
aldrei litið á hann sem föður minn,“
sagði Patti í viðtalinu.
Samkvæmt frásögn Patti tók móðir
hennar inn róandi lyf fimm til sex
sinnum á dag þegar verst lét. Á þeim
tíma hafi hún verið háð lyfjunum
enda hafi hún verið æst og ofbeldis-
full fram úr hófi ef hún fékk ekki
skammtinn sinn reglulega.
Nancy og Ronald Reagan hafa gefið
út yfirlýsingu vegna málsins og segja
að ummæli Patti séu ekki svaraverð.
Því muni þau hjón ekki segja áht sitt
á einstökum atriðum í frásögn dótt-
urinnar.
„Við höfum alltaf elskað öll bömin
okkar og líka hana Patti. Við vonum
að hún nái fyrr eða síðar sáttum við
fjölskyldu sína,“ sagði í yfirlýsing-
unni. Reuter
Ól barn sitt
meðal áhorf •
enda í tívolfi
Kona ól barn sitt í skemmtigarði í
Múnchen í Þýskalandi í gær eftir að
læknir sá fram á að ekki ynnist tími
til að flytja hana á sjúkrahús.
Konan var látin ganga um síðustu
mínúturnar áður en barnið kom í
heiminn. Það reyndist vera stúlka
og fæddist skammt frá klessubíla-
brautinni. Þeim mæðgum heilsast
vel.
Reuter
Innanlandsflug
öllumfrjálstí
Svíþjóð
í sumar verður öllum flugfélögum
í Evrópu heimilað að stunda innan-
landsflug í Svíþjóð. Þar með verður
komið á meira fijálsræði í flugmál-
um landsins en þekkist í öðrum Evr-
ópuríkjum.
Flugfélög, sem áhuga hafa á flug-
rekstri í Svíþjóð, verða að uppfylla
strangar kröfur um öryggi en að öðru
leyti verða engar hömlur lagðar á
starfsemi þeirra í landinu.
TT
Tólf ára strákur
myrti fóstur-
foreldra sína
Jacob Colman, tólf ára strákur frá
Oregon í Bandaríkjunum, játaði án
eftirgangsmuna að hafa skotið fóst-
urforeldra sína til bana. Hann hefur
enga skýringu gefið á verknaðinum,
sagðist aðeins hafa stolið skamm-
byssu og skotið hjónin.
Fósturforeldrarnir tóku við
drengnum eftir að hann haíði verið
rekinn úr skóla. Þeir ætluðu að ala
önn fyrir honum þar til úr málum
hans rættist.
Reuter
Myrti konu sína
þvíhúnvildi
horfa á aðra
sjónvarpsrás
Ástrali fékk fimm ára fangelsisdóm
fyrir að myrða sambýliskonu sína
eftir að þau höíöu deilt um á hvaða
sjónvarpsrás þau ættu að horfa.
Maðurinn er 42 ára gamall en sam-
býliskona hans var 62 ára.
Mikið haíði gengið á miili skötu-
hjúanna áður en morðið var framið.
Meðal annars var upplýst í réttinum
að þau heföu neytt 16 lítra af ódýru
víni áður en upp úr sauö. Maðurinn
afsakaði sig með drykkjuskap.
Reuter
\