Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Page 10
FIMMTUDAGUR 30. AI’RÍL 1992.
UI
Útlönd_________________________________________________________________
Los Angeles logar í óelrðum eftir sýknu lögreglumanna af ofbeldisákæru:
Blökkumenn ráðast
á hvíta og berja þá
- vitað er að þrír hafa látið lífið og margir eru alvarlega sárir
Miklar kynþáttaóreirðir blossuðu
upp í Los Angeles í gærkvöldi eftir
að dómstóll hafði sýknað íjóra hvíta
lögreglumenn af ákæru um að hafa
barið blökkumann tíl óbóta á síðasta
ári.
Þjóðvarðhðið var kallað út til að
skakka leikinn en fékk ekkert ráðið
við þúsundir blökkumanna sér réð-
ust að hverjum hvítum manni sem
sást og misþyrmdu honum. Einkum -
voru hvítir menn á mótorhjólum í
hættu en ofbeldisákæran á lögrelu-
mennina var vegna meðferðar þeirra
á svörtum mótorhjólamanni, Rodney
King að nafni.
Víða kviknuöu eldar í borginni og
mátti sjá eldtungumar bera við him-
in í kvöldmyrkrinu. Vitað er að þrír
menn hafa látið lífiö og fjöldi manna
er alvarlega sár. Þetta eru verstu
óeirðir í Los Angeles í 30 ár.
í nótt loguöu eldar á í það minnsta
120 stöðum í borginni. Ráðist var á
lögreglustöðvar, ráðhúsið og skrif-
stofur dagblaðsins Los Angeles Ti-
mes. Óeirðaseggirnir réðust gegn
slökkviliðsmönnum þegar þeir komu
á vettvang og hefur tjón því orðið
mikið.
Ted Briseno, einn lögreglumann-
anna sem sýknaður var, fagnaði
þegar niöurstaðan lá fyrir.
Simamynd Reuter
Beinar útsendingar hafa verið frá
átökunum í sjónvarpi allt frá því þau
hófust. Hafa Bandaríkjamenn því
getað fylgst með framvindu mála
heima í stofu og margir fyllst skelf-
ingu.
Réttarhöld hafa staöið yfir í máh
lögreglumannanna í ailan vetur og
þótti í fyrstu sem sannanir gegn þeim
væru nægar því barsmiðar þeirra á
Rodney King voru teknar upp á
myndband. Það þótti sýna með óyggj-
andi hætti aö hann hefði verið beittur
tilefnislausu ofbeldi af hálfu lögrelu-
mannanna.
Bush Bandaríkjaforseti bað menn
í gærkvöldi að sýna stillingu og virð-
í nótt loguöu eldar á í það minnsta 120 stöðum í Los Angeles og þúsundir manna börðust á götunum. Blökku-
menn eru æfir vegna sýknu á fjórum lögreglumönnum sem börðu blökkumann til óbóta fyrir ári.
Símamynd Reuter
ingu við lögin. Dómskerfið hefði tek-
ið á málinu eins og lög gera ráö fyr-
ir, því væri borgurunum skylt að
sætta sig við það sem rétt teldist vera.
Veijendum lögreglumannanna
tókst að ónýta sönnunargögnin gegn
þeim og þar á meðal var myndbandiö
ekki tahð trúverðugt. Því fór svo í
gær að kviðdómur sýknaði mennina
af þremur cif fiórum ákærum en
komst ekki að niðurstöðu um þá
fjórðu. Dómari vísaði þá þeirri
ákæru frá.
í kviðdómum sátu tíu hvítir menn,
einn af spænskum uppnma og einn
af asískum. Enginn blökkumaður
kom því nærri dómsuppkvaðning-
unni. Blökkumenn segja aö kyn-
þáttafordómar hafi ráðið niðurstöð-
imm.
Reuter
Verstu óeirðir frá 1965
íbúar Los Angeies hafa ekki orö- í gær voru um 400 blökkumenn
iö vitni að viðlíka óeirðum og nú staddir viö réttarsalinn í Simi Wal-
aht frá árinu 1965. Þá logaöi borgin ley, rétt utan borgarmarka Los
eins og nú og 34 létu lífiö. í þeim Angeles, og biðu þess að að dómur
átökum slösuðust á annaö þúsund yröi kveðinn upp. Þar hófust ólætin
manns og tjónið man um 40 millj- og bárust síðan inn til borgarinnar.
ónum Bandarfkjadala. Blökkumennirnir hrópuðu „Ekk-
Árið 1965 var slegist í sex daga i ert réttlæti, enginn friður“ þegar
borginni vegna óánægju blökku- þeir aeddu um stræti og brutu allt
manna með stöðu sína. Nú er ekki sem á þegir þeirra varð.
séð fyrir endann á átökunum og Leiðtogar blökkumanna hafa
þegar síðast fréttist var enn barist sagt að óeirðimar gætu ekki komiö
og nú í morgun sagði yfirmaður nokkrum manni á óvart því dóm-
lögreglunnar aö sér virtist sem stóllinn hefði brugðist skyldum
átökin væru enn að haröna. sínum. u. ut. r
Undirrót átakanna í Los Angeles:
Barinn fyrir hraðakstur
Undirrót átakanna í Los Angeles í
gærkvöldi er rakin til þess aö þann
3. mars á síðasta ári var blökkumað-
minn Rodney King stöðvaður af fjór-
um hvítum lögreglumönnum grun-
aður um of hraðan akstur á mótor-
hjóli sínu.
King sýndi mótþróa og þá réðust
lögreglumennimir að honum og
börðu á honum með kylfúm. Óviö-
komandi maður var nærstaddur og
tók barsmíðamar upp á myndband.
Þetta myndband þótti sýna ótvírætt
að King hefði verið beittur ofbeldi
sem ekki var í nokkra samræmi við
brot hans.
Fljótlega eftir að réttarhöldin hóf-
ust varð ljóst að þau snerast ekki um
barsmíðamar einar heldur hvort
blökkumenn ættu möguleika á að ná
rétti sínum.
Nú kom í Ijós að sönnunargögn sem
virtust óyggjandi dugðu ekki til að
sannfæra hvítan kviðdóminn mn að
lögreglumennimir væra sekir og þar
með staðfestist granur blökkumanna
um að vonlaust væri fyrir þá að reka
mál gegn lögreglunni. Reuter
Sænsk innflytjendayfirvöld
veittu Pólverjanum Tadeusz
Zmijewski landvistarleyfi á
þriðjudag, Það væri svo sem ekki
frásögur færandi nema af þeirri
ástæðu einni að téður maður lést
fyrir ehefu áram. Þá bjó hann í
úthverfi Málmeyjar.
„Útlendingaeftirhtið þjáist
greinilega aö þunglamalegu
skrifræði. Þar fjalla menn um
persónur sem ekki eru iengur á
meðal vor en skeyta minna um
fólk sem er í vanda statt," sagði
ekkja Zmijewskis í viðtah við
Ðvalarleyfi gildir í þrjú ár frá
31. ágúst næstkomandi að telja.
Ötlendingaeftirhtiö hafði ekki
skýringu á reiðum höndum um
hvers vegna látinn maöur fékk
slikt ieyfi.
hafömfékk
Vísindamenn við háskólann í
Uleáborg í Finnlandi fram-
kvæmdu einstæða aðgerð á dög-
unum þegar þeir settu gervigogg
úr krómkóbalti á hafarnarössu.
Fughnum sem hefur verið gefið
nafnið Lotta Elísabet hður að
sögn vel.
Assan fannst sársoltin og illa til
reika á átakasvæðunum í Króatíu
í vetur og var neðri hluti goggsins
brotiim af. Alþjóðleg dýravemd-
arsamtök tóku hana undir vemd-
arvæng sinn og fluttu til Finn-
lands þar sem hún var með
finnskt sjúkrasamlagsnúmer, ef
svomásegja. Fuglinnhaföi nefni-
lega eitt sinn verið merktur þar
í landi.
Lotta Elísabet vei-ður undir eft-
irhti fuglafræðinga fram á sumar
en þá verður henni sleppt á vit
ævintýranna úti í náttúrunni.
ákærðurfyrðr
manndráp
John Gill, læknir við ástralskt
geösjúkraliús, sem er kahað
„hrj’hingsherbergið" eför aö 24
sjúklingar létust þegar á þeim
vora gerðar tilraumr með lyf og
raflost, hefur veriö ákæröur fyrir
manndráp.
Gill er fýrstur til að vera ákærð-
ur vegna dauðsfahanna á sjúkra-
húsinu á árunum 1963 th 1979. Á
þeimtimaannaðist annarlæknir,
Harry Bahey, meira en þijú þús-
und sjúkhnga og haföi þá sem th-
raunadýr. Hann beitti svefnmeð-
ferð þar sem hann gaf sjúkhng-
unum svo mikinn lyfjaskammt
aö þeir sváfu í allt að þrjár vikur
samfleytt, Þá fengu þeir einnig
raflost.
Bahey, sem vhdi láta kaha sig
guö, stytti sér aldur með of stór-
um lyfjaskammti árið 1985.
Sjúkrahúsinu hefur nú verið lok-
Atvinnuleysi í Noregi er nú
meira en sex prósent og er það í
fyrsta skipti frá stríðslokum sem
það er jafn mikið. Á fyrsta árs-
fiórðungi var það 6,2 prósent á
móti 5,7 prósent á sama tíma í
Þetta þýðir að 132 þúsund menn
gengu atvinnulausir fyrstu þijá
mánuöi árshis, tólí þúsund fleiri
en i fyrra. Aukningin er mest
meðal karlmanna, Atvinnuleysi
er alltaf raest í upphafi ársins,
TT, FNB, Reuter og NTB