Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Síða 15
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992, -
15
Framleiðniaukning í
íslenskum sjávarútvegi
„Meðferð afla um borö i fiskiskipum hefur stórbatnað ...“
A síðasta ári tókst að auka heildar-
verðraæti útflutts sjávarfangs um
tæp 5%, úr 70 milljörðum króna árið
1990 í rúma 73 milljarða króna árið
1991. Þessi verðmætisaukning átti sér
stað þrátt fyrir að heildaraflamagn
minnkaði úr rúmlega 1,5 milljónum
tonna í rúmlega milljón tonn.
íslenskur sjávarútvegur mun
því, þrátt fyrir tæplega 500 þúsund
tonna aflasamdrátt milh síðustu
tveggja ára, vera ábyrgur fyrir tun
80% vöruútflutnings íslendinga
árið 1991 sem er hærra hlutfall en
verið hefur allt frá 1968.
Þögul bylting
Á undanfomum ámm hefur átt
sér stað þögul bylting innan ís-
lensks sjávarútvegs. Þessar miklu
breytingar hafa miðað að þvi að
auka verðmæti þess sjávarfangs
sem sjávarútvegurinn hefur til ráð-
stöfunar á hverjum tíma. Meðferð
afla um borð í fiskiskipum hefur
stórbatnað þannig að gæði þess
fisks, sem kemur til vinnslu í landi,
hafa aukið möguleika vinnslunnar
til að framleiða verðmætari vöm
en áður.
Stjómun í fiskvinnslu hefur
einnig tekið stórstígum framfönun
með aukinni tækni og tölvuvæð-
ingu við stýringu á nýtingu aflans.
Mun auðveldara er fyrir stjómend-
ur að velja hráefni í þær pakkning-
ar sem hentugastar eru, bæði með
tilliti til markaösverðmæta og
framleiðslukostnaðar. Bætt sam-
skiptatækni hefur auðveldað sam-
skipti milli framleiðenda, sölusam-
taka og markaðarins þannig að
framleiðendur em fljótt upplýstir
ef um breytingar er að ræða á
markaðnum.
íslendingar hafa í auknum mæli
Kjallariim
Magnús Gunnarsson
formaður samstarfsnefndar
atvinnurekenda i sjávarútvegi
leitað irm á ný markaðssviö sem
greiða hærra verð fyrir gæðavöra
og sölusamtökin hafa með aukinni
vömþróun, rannsóknum og
gæðaátaki fundiö leiðir til aukinn-
ar verðmætasköpunar sem er að
skila sér í hærra verði til framleið-
enda.
Fjárfesting í markaðnum
Jafnframt hefur miklu fé verið
eytt í markaðsrannsóknir, auglýs-
ingar og opnun á nýjum söluskrif-
stofum sem fært hafa markaös-
setninguna nær neytendunum,
fækkað milliliönm og um leið aukið
þau verðmæti sem hægt er að skila
heim. Ég er gersónulega sannfærð-
ur um að ef íslendingar heföu ekki
byggt upp þessi fyrirtæki erlendis
og fjárfest í rannsóknum, vömþró-
un og markaðsmálum og þannig
treyst stöðu sína til lengri tima á
alþjóðlegum fiskmörkuðum væm
lífskj ör í landinu mun lakari en þau
eru í dag.
Ef við höfum ekki í heimi vax-
andi verkaskiptingar þá framsýni
aö byggja upp sjálfstætt markaðs-
og dreifikerfi fyrir sjávarafurðir
okkar eykst hættan á því að við
verðum í framtíðinni að útkjálka-
verstöð sem aðeins framleiðir fyrir
stóra vinnsluaðila sem starfa nærri
neytendunum á markaðnum.
Með fjárfestingu í markaðsmál-
um og nýjustu tækni við veiðar og
vinnslu hefur okkur tekist að halda
íslenskum sjávarútvegi í fyrstu
deild sjávarútvegsþjóða, bæði hvað
varðar fiskveiðar og fiskvinnslu.
Samstaða í markaðsmálum
Gæfa íslensku þjóðarinnar hefur
verið sú að fyrirtækin í sjávarút-
veginum og forystumenn þeirra
hafa séð sér hag í því að standa
saman um markaði og sölumál.
Sameining stóm kaupendanna í
matvæladreifingu erlendis gerir
kröfur til þess að íslenskur sjávar-
útvegur þjappi sér enn frekar sam-
an vilji hann hafa áhrif á verö-
mætasköpunina á markaðnum og
halda sem mestu eftir af virðisauk-
anum fyrir íslenskt þjóðarbú.
Þeir sem starfa í sjávarútvegin-
um verða að gera sér grein fyrir
því að skilningurinn á þýðingu
samstöðunnar verður að koma frá
greininni sjálfri. Ef menn ætla að
ná þeim árangri, sem dugar, verða
menn að stækka einingamar í
markaðs- og sölumálum og fjár-
festa í auknum mæli í erlendum
markaðs- og dreifingarfyrirtækj-
um sem sérhæfa sig í sölu sjávaraf-
urða.
Magnús Gunnarsson
„Ef menn ætla að ná þeim árangri, sem
dugar, verða menn að stækka eining-
arnar í markaðs- og sölumálum og íjár-
festa í auknum mæli í erlendum mark-
aðs- og dreifingarfyrirtækjum..
Fölnuð goðsögn
Árni Johnsen, Kjartan Gunnarsson og Davið Oddsson. - „Þremenning-
arnir sneru goðsögninni upp í andhverfu sina...“ segir greinarhöfundur.
Kosningasmalar íhaldsins hafa
löngum klifaö á þeirri óskhyggju
að Sjálfstæðisflokkurinn fari betur
með peninga en aðrir flokkar. Þetta
raup kom sér oft vel þegar brýna
þurfti liðið á kjördag. Morgunblað-
iö flutti síðan þessa bábilju í síbylju
og ár eftir ár. Óskhyggjan um ráð-
deild íhaldsins náði eyrum sumra
kjósenda og varö aö goðsögn.
Nú er öldin önnur hér á landi og
einkum og sér í lagi í höfuðborg-
inni. Verkin lofa meistarana og af
ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.
Verður látið nægja að kalla aðeins
þijá gilda meistara fram á sviðið
með ávextina sína: Áma Johnsen
og Þjóðleikhúsið, Kjartan Gunn-
arsson og Flugstöðina og Davíð
Oddsson og Ráðhúsið/Perluna.
Fleiri vitna gerist ekki þörf að
sinni. Goðsögnin um ráðdeildina
er fölnuð. Og gott betur. Þremenn-
ingamir snem goðsögninni upp í
andhverfu sína og hún er orðin að
martröð fyrir kjósendur. En fróð-
legt er að sjá hvemig íhaldið brást
við sóim piltanna þriggja á al-
mannafé. Sjálfstæðisflokkurinn
leiddi þessa sólundarmenn rakleitt
til æðri metorða í réttu hlutfalli við
bruðlið og flottræfilsháttinn.
Fjáraustur og ausutetur
Fyrir nokkmm árum þurfti að
skipta um innviði í Þjóðleikhúsinu.
Smíðinni á því ausutetri stjómaði
sjálfur Ámi Johnsen blaðamaður
en hann haföi áður setiö á Alþingi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viðgerð-
in var aldrei 1 böndum og æddi
KjaUarinn
Ásgeir Hannes
Eiríksson
verslunarmaður
fram úr áætlun eins og sléttueldur.
Ennþá logar glatt í þessu ausutetri
íhaldsins.
Eftir ráðdeildina var Ami John-
sen leiddur til enn frekari metorða.
Hann situr nú aftur á þingi fyrir
Sjallann og hefur aðgang að ríkis-
sjóði með setu í fjárveitinganefnd.
Ný flugstöð var reist í flaustri á
Keflavíkurvelli fyrir þingkosning-
ar árið 1987. Kjartan Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins, stjómaði smíðinni og
flokkurinn notaöi ausutetrið
óspart í kosningahríðinni. Kostn-
aður rauk upp úr öllu valdi og ekki
er séð fyrir endann á þeim útgjöld-
um.
Eftir ráðdeildina leiddi íhaldið
Kjartan Gunnarsson að stærsta
kjötkatli landsins. Hann var nýlega
skipaður formaður bankaráðs
Landsbanka íslands.
Pokar og fýlupokar
Þriðja og fjórða meistaraverkið
em sérstök heiðursmerki um fjár-
austur Davíðs Oddssonar borgar-
stjóra í Reykjavík, og em það engin
smávegis ausutetur: ráðhúsbragg-
inn og Perlan. Eftir að Davíð haföi
ausið fé borgarbúa og erlendu
lánsfé á þessi þroskaleikföng sín
leiddi Ihaldið borgarstjórann til
æðstu mannvirðinga á Vesturlönd-
um eftir þá ráðdeild: formann Sjálf-
staeðisflokksins.
Á Alþingi hitti Davíö Oddsson
aftur á móti hvem jafnoka sinn á
fætur öðmm og marga ofjarla. Þau
stefnumót bám magasýrur ráð-
herrans ofurliöi og hann er ekki
svipur þjá sjón í dag. Lagstur í
langvarandi fýlu og drattast ráð-
villtur um sviöið í vondu skapi.
Davdð nöldrar nú tafsandi út af
öllum sköpuðum hlutum og stekk-
ur ekki bros á vör. Meira aö segja
milljarðar ráðhúsbraggans náðu
ekki að gleðja hann á vígsludaginn
og hátíðarræðan varð að ómerki-
legri vamarræðu. - Dýr mundi
gleði ráðherrans öll.
Veikin frá Versölum
Það hafa fleiri stórmenni sögunn-
ar náð athygli þegna sinna með
flottræfilshætti en Davíð Oddsson
og félagar. Loðvík fjórtándi þurfti
á sínum tíma á athygli að halda.
Úthaldið hjá franska aðlinum kost-
aði skildinginn og fólkið í Frakk-
landi undi ekki sínum hag. Þjóðin
rambaði á barmi gjaldþrota og
skuldir hlóðust upp.
Þá byggði Loðvík fjórtándi sitt
ausutetur í Versölum. Hlóð sér ráð-
hús og perlur jafnt sem þjóðleikhús
og flugstöðvar. Gull og grænir
skógar. Tjamir. Með því móti sýndi
hann almúganum bæði mátt sinn
og megin. Síðan teymdi þessi
skuldakóngur sögunnar annað fínt
fólk um hallir Versala til að stað-
festa ríkidæmið. Álengdar stóð
svangur múgurinn og át það sem
úti fraus.
Á meðan Loðvík fjórtándi steig
léttan menúett á tjamarbökkum
Versala hrundi franska þjóðfélagið.
Goðsögnin fölnaði og varð að mar-
tröð. Enda leið ekki á löngu áöur
en Frakkar grýttu Bastilluna og
skiptu um stjómarfar. Lái þeim
hver sem vill.
Ásgeir Hannes Eiriksson
„Veröur látið nægja að kalla aðeins
þrjá gilda meistara fram á sviðið með
ávextina sína: Árna Johnsen og Þjóð-
leikhúsið, Kjartan Gunnarsson og
Flugstöðina og Davíð Oddsson og Ráð-
húsið/Perluna.“