Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Qupperneq 18
18
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992.
Veiðivon
Veiðin hefur veriö ágæt þaö sem af er í Baugsstaðaósnum og á myndinni hefur Agnar Pétursson landað urriða
fyrir fáum dögum.
Ingvi Hrafn Jónsson, Guölaugur
Bergmann og Kristinn Valdimars-
son.
Næsta eintak af Veiðimanninum
er væntanlegt á næstu dögum.
Það er verið að vinna við Sport-
veiðiblaðiö og Á veiðum þessa dag-
ana. En Sportveiðiblaðið heldur upp
á 10 ára afmælið sitt á þessu ári.
Verður þessa vel getið í næsta blaði
höfum við frétt.
Ein milljón
eintaka Napp og nýtt
Napp og nýtt er ABU gefur út hefur
heldur betur rokið út þessa dagana
enda stórgrein um ísland í því. Það
eru þau Paul’O Keefe í Veiðimannin-
um, Margrét Hauksdóttir hjá Flug-
leiðum og Paul Richarsson hjá
Ferðaþjónustu bænda sem eiga veg
og vanda af þessari íslandsferð. En
Napp og nýtt er gefið í einni milljón
eintaka í Skandiavíu. Þessi grein er
því engin smálandkynning.
Vesturröst með fjöl-
breytt úrval veiðileyfa
Þaö hefur færst í vöxt hinn seinni
árin að veiöibúðir selji veiðileyfi í
hinar og þessar veiðiár og vötn. Ein
af þeim veiðibúöum sem er með
óvenjulega fjölbreytt úrval í ár er
Vesturröst.
Þeir bjóða upp á veiðileyíi í Sel-
tjörn, en þar verður sleppt 15-20 þús-
und silungum þetta sumarið. Veiðin
hefst þar 10 maí. Eystri-Rangá verður
í boði, auk Hraunsins í Ölfusi, Þóris-
vatns, Kvíslarveitna á Sprengisands-
leið, Kleifarvatns, Langavatns í
Borgarfirði, vatnanna í Svínadal,
Oddstaðavatns og einhverra vatna á
FjaUabakksleið, eins og Ljótapolls og
Eskihlíðarvatns. ÚrvaUð er greini-
lega óvenjulega gott hjá Vesturröst.
-G.Bender
Um árabil hefur verið reynt að
auka fiskgengd í Núpá á Snæfells-
nesi með seiðasleppingum. Vegna
aðstæðna við ós árinnar hefur árang-
ur ekki orðið sem skyldi. Sl. sumar
var síðan gerð tilraun tilraun með
sieppingu hafbeitarlaxa á efra svæði
árinnar.
í sumar verður sleppt í ána a.m.k.
150 hafbeitarlöxum og verða fyrstu
laxamir settir í ána 15. júni og síðan
á tveggja vikna fresti fram í ágúst.
Um mánaðamótin júní, júlí verða
þannig komnir í Núpá 65 laxar.
í tengslum við tilraunaeldi á
bleikju í sveitinni, verður einhveiju
af merktri bleikju sleppt. Jafnframt
þessu verður tryggt að göngufiskur
komist hindrunarlaust um allt veiði-
svæðið en ásamt nokkrum tugum
laxa hefur veiðst í ánni árlega, góð
bleikja, urriði og sjóbirtingur.
Ingvi Hafn Jónsson
mun áfram
ritstýra Veiðimanninum
Þrátt fyrir að Ingvi Hafn Jónsson
hafi tekið við fréttastjórastarfinu á
Stöð tvö, mun hann eftir sem áður
ritstýra Veiðimanninum, blaði
Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
En þeir sem sitja í ritnefnd eru
Þessir silungar veiddust í Þorleifs-
læk á flugu, en lækurinn hefur gefið
yfir 400 fiska.
T * 0 X
Þjoðar-
spaug DV
Skuldin
Fátækur bóndi kom eitt sinn á
Eyrarbakka og hugðist selja
kaupmanninum þar kálfskinn.
Kaupmaðurinn taldi kálfskimtið
harla illa útlítandi og fór aö telja
götin á því í þeirri von að geta
lækkað það í verði. Er hann hafði
talið í dágóðá stund heyrðist i
bóndanum:
„Æ, segðu mér bara strax hvað
ég skulda þér."
Pabbi
Ung stúlka, nýkomin lir kirlqu,
komst svo aö orði við móður sina:
„Ég hefenga trú á því að djöfull-
inn sé til þó svo að presturinn
haldi því fram. Þaö er ábyggilega
með djöfulinn eins og jólasvein-
inn, að fyrr eða síðar kemur það
í Ijós aö það er bara hann pabbi
sem leikur þá báða.“
Kexið
Spjátrungur einn úr Reykjavík
kom eitt sinn í smáverslun úti á
landi og hugðist gera „billegt“
grín að kaupmanninum.
„Ég þarf víst ekki að spyrja að
því hvort þér eigið til hundakex
í þessari búðarholu yðar.“
„Jú, það er nú til,“ svaraði
kaupmaöurinn rólega. „Ætlar
herrann að borða það á staðnum
eða á ég að pakka því inn.“
Erfítt starf
Maöur nokkur hóf nýlega starf
hjá Byggðastofnun. Eftir fyrsta
vinnudaginn spurði kunningl
hans hvernig honum likaði nýja
staríiö. Ríkisstarfsmaðurinn lét
vel af því en sagði verst að þetta
væri eiginlega tveggja manna
starf.
„En það er þó bót í máli að við
erum þrír um það,“ bætti hann
siöan við.
Snæfellsnes:
Löxum sleppt í Núpá
Finnur þú fimm breytingar? 152
Ég finn ekki afritið af bréfinu frá 4. april en hér er eitt frá 3. apríl, er
það ekki næstum þvi eins gott?
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: SHARP stereo
ferðaútvarpstæki með kas-
settu að verðmæti kr. 6.380 frá
Hljómbæ, Hverfisg. 103.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.941.
Bækumar, sem eru í verðlaun,
heita: Á elleftu stundu, Falin
markmið, Flugan á veggnum, Leik-
reglur, Sporlaust. Bækurnar eru
gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú flmm breytingar? 152
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavik
Vinningshafar fyrir hundrað
og fimmtugustu getraun
reyndust vera:
1. Guðbjörg Kristjánsdóttir
Bleiksárhlíð 32,735 Eskifirði.
2. Sigrún 0. Sveinsdóttir
Árnesi II, 523 Finnbogastaðir.
Vinningamir verða sendir
heim.