Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992. 21 Sviðsljós Bók þarf ekki ad kosta 2000 krónur til að vera góð. Fundi var frestaö í Karphúsinu og langflestir þeirra sem þar sátu mættu í veisluna. Hér tekur afmælisbarnið á móti þeim Einari Oddi Kristjánssyni og Þórarni Þórarinssyni. Guðríður Elíasdóttir sjötug: Samninga- fundi frestað í Karphúsinu - og allir í veisluna Guöríöur Elíasdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framtíðar- innar, varö sjötug fyrir skemmstu. Félagið hélt mikla veislu til heiðurs formanninum í Skútunni. Mikið fjöl- menni heilsaði upp á afmælisbamið en áætlað er að 300 manns hafi látið sja sig. Margir frammámenn í verkalýðs- hreyfingunni mættu í veisluna en samningafundi í karphúsinu var frestað svo að fundarmenn gætu kíkt á afmælisbamið. Þarna vora mættir þeir Barði Friðriksson, Þórarinn Þórarinsson og Einar Oddur Kristj- ánsson frá VSI, Ásmundur Stefáns- son, forseti ASI, Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, Ragna Bergmann, varaformaður Alþýðu- sambandsins, og Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands ís- lands. Guðríður hefur verið formaður Framtíðinnar í 25 ár en hún hefur einnig verið í stjóm Skjóls, í mið- stjórn Alþýðusambands íslands, í framkvæmdastjórn Verkamanna- sambandsins auk þess sem hún hef- ur setið í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Formaður VR, Magnús L. Sveinsson, og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra. Margir alþýðuflokksmenn voru í veislunni, þeirra á meðal Jón Baldvin Hannibalsson og Guðmundur Árni Stefánsson og fjöldinn allur af Hafnarfjarðarkrötum. Annars var fólk úr öllum stéttum og flokkum. DV-myndir ÞÖK Þið getið valið úr Úrvalsbókum sem flestar kosta aðeins kr. 790,- og ennþá minna í áskrift. André Soussan TOXY aatERMAN FLUGA 1,1,1111 ntr.u.s srmxrsMi.i Félagar í skotveiðifélaginu Ósmann í Skagafirði standa i stórræðum þessa dagana. Ætlunin er að halda mikla byssusýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki um næstu helgi. Þar verða til sýnis um 100 byssur og sem hafa verið í eigu Skagfirðinga. Sýningin verður opin á laugardag- inn frá 10 til 20 og á sunnudag frá 10 til 17. Á myndinni sjást Konráð Jóhannsson og Agnar byssusmiður fyrir framan byssusafn sitt. DV-mynd Þórhallur Flestar þessar bækur eru enn fáanlegar á næsta sölustað eða í áskrift í síma (91) 63 27 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.