Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 42
62 Menning dv June (Elizabeth Perkins) og MacKee (William Hurt), tveir sjúklingar með ólík viöhorf. Saga-bíó -Læknirinn: ★★★ Erf iður sjúklingur Eru læknar erfiðari sjúklingar en aðrir? Ef aðalpersónan í Lækninum (The Doctor) er einhver mælikvarði er enginn læknir öfundsveröur af að fá kollega sinn í rannsókn. í myndinni er ekki aðeins fjallað um þau viðbrögð og breytingu sem verður hjá virtum skurðlækni þegar hann þarf aðaga sér eins og hver annar sjúklingur, heldur einnig hvemig lækn- ar á stóru sjúkrahúsi geta einangrast frá sjúklingum sínum. Jack McKee (William Hurt) er virtur skurðlæknir, býr í lúxusvillu ásamt eiginkonu og bami. Vinnan færir honum miklar tekjur auk þess sem hann nýtur starfsins. Sjúklingamir, sem hann meðhöndlar, eru oft tilefni gamansamra umræðna þegar staðið er yfir skurðarborðinu. Hvernig andleg líðan þeirra er fyrir uppskurð eða hvemig þeim líður við úrskurð um veikindi er eitthvað sem honum kemur ekki við. Þegar MacKee fer með kandídata á stofugang varar hann þá við að hlusta of mikið á sjúkl- inginn. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Fyrir MacKee er sem sagt lífið akkúrat eins og það á að vera eða þar til hann finnur fyrir verkjum í hálsi og hóstar blóði. Hann fer til sérfræð- ings innan sjúkrahússins sem setur hann tafarlaust í rannsókn og þar með er MacKee kominn hinum megin við borðið og á hann mjög erfitt með að sætta sig við þá meðhöndlun sem hann fær, en hún er samt ná- kvæmlega sama meðhöndlun og sjúkhngar hans fá. Æxli finnst í hálsi hans og reynist það illkynja. Við meðferðina verður MaeKee hinn erfiðasti, finnur að öllu, auk þess sem hann einangrast frá eiginkonu sinni. Það er ekki fyrr en hann kynnist hinni dauðvona June, sem heíði verið hægt að bjarga hefðu læknarnir ekki verið á kafi í lífsgæða- kapphlaupi, að augu hans opnast fyrir þeirri veröld sem sjúklingar á spítölum þurfa að horfast í augu við daglega. Hættan við kvikmynd eins og Lækninn er að viðkvæmur söguþráður geri myndina melódramatíska og jafnvel væmna. Randa Haines, sem'leik- stýrði óskarsverðlaunamyndinni Children of a Lesser God, forðast allt slík og er fyrri hluti myndarinnar í raun kaldur og raunsær. En eftir að June kemur til sögunnar mýkist myndin til muna. Haines heldur sig samt ávallt réttum meginn við strikið. Það má kannski segja að raun- sæið víki fyrir skáldskapnum í síðari hluta myndarinnar en sá skáldskap- ur er fallegur og þegar slíkur afbragðsleikari á borö við William Hurt leikur á tilfinningar áhorfandans er það gert af mikilli smekkvísi og án nokkurs ofleiks. Hurt er nánast í öllum atriðum myndarinnar og það er ekki lítið honum að þakka hversu góð kvikmynd Læknirinn er. LÆKNIRINN (THE DOCTOR) Lelkstjóri Randa Halnes. Handrlt: Robert Cashwell. Kvlkmyndun: John Seale. Tónllst: Michael Vonvertino. Aóalhlutverk: Wllllam Hurt, Christlne Lahti, Elizabeth Perkins og Mandy Patinkin. Toyota 4Runner, árg. ’91, litur grænn, sjálfskiptur, aflstýri, rafinagn í rúðum, samlæsing í hurðum, útvar/segulband, topplúga, álfelgur, álfelgur, 30" dekk, verð 2.550 þús. Uppl. í síma 985-23334. Pickup. Ford F 250 ’76 til sölu, óskráð- ur, 5,7 L dísil, þarfnast smávægilegra lagfæringar fyrir skoðun. Uppl. í síma 91-52459. VW 1302, árg. ’72, afinælisútgáfan, ál- felgur, mjög gott útlit og ástand, skoð- aður ’92, verð kr. 240 þús. staðgreitt eða Visa/Euro raðgreiðslur. Uppl. í síma 91-637911 eftir kl. 16. MMC Lancer GLX ’88, ekinn aðeins 40 þús. km, til sölu, hvítur, sjálfskiptur, rafin. í rúðum, samlæsingar, útv/seg- ulband, sumar/vetrardekk. Fallegur og vel með farinn konubíll. Reyklaus., Upplýsingar í símum 91-44366 og l 54319. Toyota Celica Supra, árg. ’83, til sölu, dökkblásanseraður, sjálfsk., rafmagn í öllu, hraðastillir, air-cond., topplúga o.fl. o.fl. Uppl. f símum 92-27252, 92-37648 og 985-20650. ■ Sport tl iMiir njr vcross \| KLUBBURINN Rallikrosskeppni 3. mai ’92. Skráning á Bíldshöfða 14 fimmtud. 30. maí, kl. 20-22. Mæting keppenda kl. 9 3. maí. Keppni hefst kl. 14 og lýkur kl. 16. Akið hratt en varlega. Góða skemmtun. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992. ,Er Bónus að leggja minna á en t.d. Mikligaröur og/eða Hagkaup?’ spyr greinarhöfundur m.a. r plgj* 1 r :: • "*■ «íi •: . í&W*. ||8 Mikligarður - frjálst, óháð dagblað - Bónus Á forsíðu DV 14. apríl sl. birtist fyrirsögn sem gefur til kynna að Mikligarður sé vísvitandi að villa um fyrir neytendum. Nánar var fjallað um málið á blaðsíðu tvö. Þar kemur fram að blaðamaður (ÍS) hefur orðið var við það að verð- kannanir blaðsins hafi haft þau áhrif að Mikligarður lækkaði verð ýmissa vara til þess að koma vel út í verðlagskönnunum blaðsins og það sé gert til að villa um fyrir neytendum. Það sem vekur athygli manns við lestur þessarar fréttar er tvennt. í fyrsta lagi skarpskyggni blaða- mannsins að sjá í gegnum markmið Miklagarðs og í öðru lagi að hann"v skyldi uppgötva þessa viðteknu viðskiptavenju stórmarkaðanna þegar Mikligarður átti í hlut en ekki t.d. Bónus. KjaUarinn RagnarJóhann Jónsson fulltrúi kaupfélagsstjóra á Húsavík að Mikhgarður átti hlut að máli. Ennfremur segir í greininni að það hafi lengi verið vitað að ýmsar verslanir, með stórmarkaðina í broddi fylkingar, hafi leikið þann leik að keyra niður verð á þeim vörum sem teknar eru fyrir í verð- lagskönnunum. Svo virðist sem Ragnar gangi út frá því sem gefnu að alltaf séu gerð- ar verðkannanir á sömu vörunum í hverri viku. Ef sú væri raunin gætu stórmarkaðimir stundað þann siðlausa leik að lækka verðið til þess að koma betur út í verð- könnunum. Því er ástæða til að benda greinarhöfundi á eftirfar- andi: Vikulegar verðkannanir DV eru þannig unnar að verð er athugaö á einhverjum 12 vörum hveiju sinni. Vöruliðimir em ákveðnir sam- „Það eina sem Mikligarður gerði var að taka ákveðið frumkvæði og ganga ögn lengra í J)eim sjónhverfingum sem viðgangast a markaðinum.“ Viðtekin viðskiptavenja í sjálfu sér var tími til kominn að blaðamenn DV uppgötvuðu hvernig aðilar markaðarins hög- uðu sér og nýttu sér sakleysi þeirra til að villa um fyrir þeim og neyt- endum. Mikhgarður er þar ekkert einn á báti. Það hefur lengi verið vitað að ýmsar verslanir með stór- markaðina í broddi fylkingar hafa leikið þann leik að keyra niður verð á þeim vömm sem teknar em fyrir í verðlagskönnunum. Þannig hafa myndast dagverð í ýmsum vömm og vöruflokkum. Það eina sem Mikhgarður gerði var aö taka ákveðið framkvæði og ganga ögn lengra í þeim sjónhverf- ingum sem viðgangast á markaðn- um. Ástæða þess að augu athuguls blaðamanns DV opnuðust nú var sú að hér átti Mikhgarður hlut að máh en ekki Bónus eða einhver annar. Bónusdýrkun DV í helgarblaði DV laugardaginn 11. apríl sl. er viðtal við Jóhannes Jónsson í Bónus. Að mörgu leyti hið ágætasta viðtal sem sýnir að Bónus er fyrirtæki sem virðist vel rekið og af mikilh þekkingu. Þar fær eigandinn heljarmikið lof og hann nefndur bjargvættur, vinur launamannsins o.s.frv. Því hlýtur það að svíða í huga blaðamanns DV þegar einhver annar virðist taka frumkvæðið á markaðnum, því það er ekki í takt við það sem blaðið vOl halda fram. Það vekur athygh að í stað þess að lofa lækkandi verð eins og hing- að til hefur verið tahð eðhlegt af hálfu blaðsins þá umhverfist blaðið og ber Miklagarð þungum sökum þótt hann geri í sjálfu sér ekkert annað en flestir aðrir virðast gera á markaðnum. Þetta virðist ekki benda til þess að blaðið sé fijálst og óháð þar sem það er búið að gefa sér það að Bónus sé af hinu góða og ef einhver annar virðist geta gert betur þá skýrist það af því að sá hinn sami beiti brögðum í þeim tilgangi að viha um fyrir neytendum. Skoðið hlutina í samhengi Það væri óskandi að athugulir blaðamenn DV tækju sig til og beindu kröftum sínum í það að rannsaka raunverulega verðmynd- un verslunarinnar. Er Bónus að leggja minna á en t.d. Mikhgarður og/eða Hagkaúp? Er lagt á fyrir öh- um kostnaði? Er Hagkaup að leggja minna á en Melabúðin? Er inn- kaupsverð Bónuss lægra en Hag- kaups? Er það eðhlegt í ljósi magns- ins? Eru heildsalar og framleiöendur að mismima aðOum smásölustigs- ins óeðhlega með tilhti til stærðar? Hvemig em þessi kjör í saman- burði við viðteknar viðskiptavenj- ur nágrannalandanna? Svona mætti lengi spyija. Þetta væri verð- ugt verk fyrir frjálst og óháð dag- blað að rannsaka í kjölinn. Blað sem vih koma í veg fyrir að viht sé um fyrir neytendum. Ef vel tæk- ist til þá mundi slík umijöOun færa neytendum varanlegri og réttlátari vömverðslækkun en þær sjón- hverfingar sem nú eiga sér stað á markaðnum. Ragnar Jóhann Jónsson Athugasemd blaðamanns í greininni er því haldið fram að blaðamaður hafi veitt athygh blekkingum eingöngu vegna þess dægurs og því ómögulegt fyrir stór- markaðina að fá vitneskju um það hvaða vömr lenda í könnuninni hverju sinni. Þeir vöruhðir sem lenda í könnun DV eru vel á annað hundrað talsins. Því verða stórmarkaðirnir, ef þeir ætia sér að koma vel út í verð- könnun DV, að lækka verð á yfir 100 vöruliðum á þeim dögum sem verðkönnunin fer fram. Skrif DV um Miklagarð 14.4. ’92. byggðust á því að Mikhgarður misnotaði aö- stöðu sína til lækkunar á verði þeirra vörutegunda sem teknar vom í könnuninni. Það var mögu- legt þar vegna þess að könnunin var framkvæmd í tveimur verslun- um úr sömu keðjunni, Kaupstaö í Hafnarfirði og Miklagarði við Sund. Önnur verslunin gat sent hinni upplýsingar um þær vörur sem voru í könnuninni. Ástæða er til að ætla að það hljóti að koma viðkomandi stórmarkaði Ola ef hann lækkar verð á yfir 100 vömhðum daginn sem könnunin fer fram og hækkar það síðan aftur 1-2 dögum síðar. Neytandi, sem fær vitneskju í DV um ákveðið verð á vöruhð í stórmarkaöi en þarf síðan að greiða mun hærra verð degi síð- ar, getur ekki verið ánægður með þjónustu viðkomandi verslunar. Það hlýtur að koma aftan að þeim aðOum sem stunda slíkan verslun- arrekstur. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.