Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAl 1992. 3 : > > > f I > > > I > I Brynjar Sæmundsson skipstjóri við toghlerann sem hann tapaði fyrir fjórum árum en kom svo upp með trollinu fyrir nokkrum dögum. DV-mynd S Skipverjar á Freyju RE: Fundu toghlera sem þeir töpuðu fyrir 4 árum - hann er svo til óskemmdur, segir Brynjar Sæmundsson skipstjóri Fyrir íjórum árum slitnaði tog- hlerinn aftur úr þegar skipverjar á Freyju RE voru að toga í Faxaflóan- um. Síðan gerðist það fyrir nokkrum dögum, þegar þeir voru á togveiðum, ekki fjarri þeim stað sem hlerinn slitnaði aftan úr, að hlerinn festist í og kom upp með trollinu. „Við vorum ekkert með hugann við að fmna toghlerann og því var hér um einskæra tilviljun að ræða. Þótt þetta væri á þeirri slóð sem viö töp- uðum honum um árið hafði hann færstþó nokkuð til.Það merkilegasta við þetta er að hann er svo til óskemmdur eftir allan þennan tíma í sjónum. Það hefur að vísu bognað biti í honum en hann er alveg not- hæfur,“ sagöi Brynjar Sæmundsson skipstjóri í samtali við DV. Svona til gamans má geta þess, sem dæmi um breytingar á veiðarfærum á þeim fjórum árum sem liöin eru síðan hlerinn tapaðist, að hann er um 800 kíló að þyngd. Nú nota menn toghlera sem eru 1200 kíló að þyngd. Léttari hleramir eru ekki lengur notaðir. Það er stundum sagt að hafið sé víöáttumikið, þeim mun skemmti- legri tilviljun er hér um að ræða. -S.dór Fréttir Hvolsvöllur: Látinn maður reyndist með smitandi berkla - árlega greinast 15-20 berklatUfeUi Sextugur karlmaður fannst lát- inn á heimili sínu á Hvolsvelli á sunnudagskvöld fyrir rúmri viku. Við frumkrufningu kom í ljós að hann hafði verið haldinn útbreidd- um berklabreytingum í lungum sem hefðu getað dregið hann til dauða. Enn liggur þó ekki fyrir lokaniðurstaða um hvort þær voru raunveruleg dánarorsök. Hins veg- ar er ljóst að berklabreytingamar voru það útbreiddar að hinn látni hefði getað smitað út frá sér. Hann hafði ekki leitað læknis þannig að ekki var vitað að hann væri hald- inn smitandi berklum. Umræddur maður vann í pakk- húsi Kaupfélags Rangæinga. Hann bjó einn í herbergi sem hann hafði á leigu á Hvolsvelli. Heyrst hafði til hans ganga um aðfaranótt sunnudagsins. Hann fannst svo lát- inn um kvöldmatarleytið á sunnu- dag. Margir i berklapróf Frumniðurstöður krufningar- innar lágu fyrir síðastliðinn þriðju- dag. Þá var ákveðið að berklaprófa alla þá sem höfðu verið í náinni umgengni við hinn látna. Umsjón með því hafði starfsfólk heilsu- gæslustöðvarinnar á Hvolsvelli í samráði við Þorstein Blöndal, berklayfirlækni á Landspítalanum. Berklaprófm vom gerð síðastliðinn fóstudag. „Niðurstöður berklaprófanna koma til með að hafa áhrif á hversu víðtæk, skipulögð leit verður gerð,“ sagði Þórir Kolbeinsson, heilsu- gæslulæknir á Hellu, við DV. „Þá stendur til að bjóða þeim er þess óska að koma í berklapróf. Það verður gert í næstu viku, eða aö fengnum upplýsingum um hversu útbreitt þetta geti verið samkvæmt skipulögðu leitinni." Þórir sagði að þeir sem reyndust svara berklaprófinu jákvætt færu í lungnamyndatökur og fengju síð- an viðeigandi læknismeðferð. Óþarfi að fyllast skellfingu „Það er rétt að það komi fram að þó að þessi tegund af berklum sé sú tegund sem getur smitað þá eru berklar ekki bráðsmitandi. Það er hreinskilnislega sagt óþarfi að fólk fyllist einhverri skelfingu vegna þessa," sagði Þórir. Þorsteinn Blöndal, berklayfir- læknir á Landspítalanum, sagði í viðtali við DV að árlega greindust hér á landi 15-20 berklatilfelli. Um væri að ræða fólk á öllum aldri en þó væri sjúkdómurinn algengari meðal eldra fólksins. Samkvæmt nokkuð nýlegum upplýsingum hefði einn látist úr sjúkdómnum á hveijum 2-4 árum. Samanborið við önnur lönd væri ísland með einna lægsta berklatíðni í heiminum. -JSS BFGoodrich VAGNHÖFÐA 23 • SiMI 91-685825 Radial All-Terrain T/A Þetta löngu landsþekkta munstur er gert fyrir vegi og vegleysur. Gefur mjúkan og hljóðlausan akstur, ásamt miklu gripi í hálku á bundnu sem óbundnu slitlagi. • Hið djúpa þverskorna munstur gefur gott grip. • Þessi einstæða uppbygging á munstri heldur vegahljóöi í lágmarki og sambygging takka gefur hámarks endingu. • Opnar hliðarraufar losa vatn undan hjólbarðanum og veita yfirburðagrip í bleytu og hálku.. • Styrkleikinn af tvöfalda vírbeltinu gefur meiri rásfestu og hámarks endingu, en um leiö undraverðri mýkt. • Ekki tvö lög hér - heldur þriggja laga TriGrad bygging sem gefur hjólbarðanum meiri innri styrk ásamt betri vörn gegn hvössum steinum og höggum. JEPPINN ÞI W Á SKILID ADEINS ÞAD BESTA U Kllll.l I II! • V4RAHLI TIR • SÉRPAN'TAMR • VERKSTÆDI GRF.IDSLUKJÖR AI.LT AD 18 MÁVLDI M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.