Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992. Hvaö áttu mörg pör af skóm? Guðmundur Sigfinnsson nemi: Sex pör, bæði tfi úaegu og annars brúks. Þórólfur Grímsson bílstjóri: Fimm til sex pör. Stígvél og allar græjur. Ólöf Ingimundardóttir, afgreiðslu- kona í skóbúð: Þessu get ég varla svarað, ég á svo mikið. Ég giska á fimmtán pör. Helcna Hilmarsdóttir nemi: Svona sex pör, af ýmsum gerðum. Katrín Kjartansdóttir nemi: Svona fimm pör og svo ætla ég að kaupa skó fyrir sumarið. Auður Einarsdóttir afgreiðslukona: Ætli ég eigi ekki svona sex eða sjö pör. Lesendur Sjómannaafsláttur eða dagpeningar? Jói skrifar: Ég hef verið sjómaður í nokkur ár, haft góð laun og þau hlunnindi sem kölluð eru sjómannaafsláttur í skatti. Ég hef ekki alltaf verið á sama skipi, stundum reyndar á nokkrum skip- um á sama ári. Þetta hefur orðið til þess að ég á góða pennavini á skatt- stofu umdæmisins. - Oftast hef ég orðið að „sanna“ dagafiölda minn með vottorðum, staðið í kærum og ýmiss konar leiðindum, að mínu mati. Á liðnu ári varð ég við beiðni opin- bers fyrirtækis að vinna hjá því í mánuð í Reykjavík, vegna sérfræði- þekkingar minnar, og mér heitð jafn- góðum launum og hlunnindum í formi dagpeninga. Konan mín er op- inber starfsmaður og þurfti að sækja 3,vikna námskeið í Reykjavík. Varð að samkomulagi að þessi ferð okkar væri á sama tíma. Við fórum akandi á bílnum og vor- um á honum í Reykjavík (fengum samt bæði greitt fyrir fuUt flugfar gegn venjulegri kvittun). - Við bjugg- um hjá foreldrum mínum og vorum þar í fullu fæði á tímbilinu. Uppgjör okkar fyrir þennan mánuð var svohljóðandi: Ég, Jói: Laun kr. 200.000, dagpen. í 30 daga á kr. 6.760 eða alls kr. 202.800 mínus skattar af launum kr. 55.656. Útborgaö kr. 347.142. Konan: Laun kr. 75.000, dagpen. í 21 dag á kr. 6.760 eða alls kr. 141.960 mínus skattar af launum kr. 5.900. Útborgaö kr. 211.060. Samtals fyrir okkur bæði kr. 558.202. Hefði ég verið á sjónum á sama tíma hefðu laun okkar til ráöstöfunar verið kr. 233.122 þar sem aðeins kem- ur til viðbótar frádráttur; 30 dagar á kr. 660 í sjómannaafslætti. Við pennavinimir, ég og skattstof- an, höfum verið í sambandi. Ekki út af dagpeningum eða hvemig þeim var ráðstafað, heldur 12 dögum í sjó- mannaafslætti, (kr. 7.920) sem þeir telja að ég hafi ofreiknað mér. Þetta kom mér talsvert á óvart. Og þó. Dagpeningar era eitthvað sem „opin- berir starfsmenn" skilja. Þrátt fyrir að ég hafi haft um 140% meira í ráö- stöfunarlaun í mánuð vegna dagpen- inga, virðist engum veröa óglatt. Og reyndar ekki mér heldur, ég varð bara hissa. Vangaveltur mínar era því þessar: Væri ekki betra fyrir okkur sjómenn að fara fram á dagpeninga þegar við eram á sjó og hætta að berjast fyrir sjómannaafslætti. sem virðist hafa óorð á sér. Við gætum farið fram á frítt fæði, (eða greitt „hráefniskostn- að“) og greitt örlitla húsaleigu fyrir klefann. Ég er nærri því sannfærður um aö ráðstöfunarfé okkar í mánað- arlok yrði meira, færri bréf frá skatt- stofum bærast sjómönnum þar sem krafist væri vottorða. Og allir yrðu ánægðir. ValdsQómun veruleikans Jakob Gunnar skrifar: Ef þegnum þessa fámenna þjóðfé- lags tækist aö efla með sér hófsemi, sanngimi og samfélagslegan heiðar- leika þá væra flest vandamál úr sög- unni hér. Öll kreppa í efnahags- og atvinnumálum hyrfi í sandinn í þessu afmarkaða auölindalandi. En ekkert bendir til að slík andans þró- un sé í augsýn. Allt sýnist stefna ört niður á við, í átt til vaxandi óréttlæt- is og ofstjómunar. Öll hugsjóna- hyggja virðist á hröðu undanhaldi ensérhagsmunir látnir hafa forgang. Ýtt er undir hina lágkúrulegustu eiginleika í fari mannverannar og sem tákna má með tveimur orðum; auðgræðgi og valdafíkn. Þeir sem standa fremstir í flokki með forræði þjóðarinnar í höndum sér, skipa öðr- um aö spara og einkum þeim sem aldrei hafa haft tækifæri til óhófsemi í eyðslu. Sjálfir hafa valdhafamir í öllum tilvikum stjómað ofeyöslunni um leið og þeir hafa náð að hreykja sér í stjómarstöður með blekkjandi áróðri. Þeir hampa sínum höttum og_ ætlast til að almenningur virði emb-' ættisgjörðimar takmarkalaust. Þjóöin er látin verja miklum fiár- munum í þágu siðmenningar og kristinnar trúar og gæða þessara hugtaka. Ætla mætti að þeir sem náð hafa að skara að sér forræðisvöldum í þjóömálum gluggi eitthvað í kristið orðfæri. Máske helst á stórhátíðum, og þá vonandi með virkum huga. „Þeir skeyta ei um það mikilvæg- asta í lögmálinu: réttvísina, misk- unnsemina og trúmennskuna. Þeir sýnast hið ytra réttlátir fyrir mönn- um en hiö innra eru þeir fullir af hræsni og lögmálsbrotum." Hefur eitthvað breyst í þessum efnum í tvö þúsund ár? Notaðar þyrlur ódýrari Kristján Guðmundsson skrifar: í fréttum af væntanlegum þyrlu- kaupum fyrir Landhelgisgæsluna hefur aðallega verið rætt um þrjár þyrlutegundir. Nefnilega Super Puma vélina og hinar tvær banda- rísku tegundir, Bell og Sikorsky. Um þetta hefur svokallaður ráðgjafahóp- ur um þyrlukaup skilað áliti til dómsmálaráðherra. Nú er áætlað að ríkisstjómin ákveði næstu skref í málinu fljótlega. - Ekkert er gefið upp hvaða kost ráðgjafgahópurinn telur bestan. Eftir heimildum sem maður veröur að telja traustar, er verð t.d. á nýrri Super Puma þyrlu á bilinu 600-900 miUjónir króna. Möguleikar era hins vegar miklir að fá keypta notaöa Super Puma þyrlu og þá jafnvel með Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifið ATH.: Nafn og súnanr. verður að fylgja bréfum fáum tímum á mótorum eins og það er kallað, fyrir u.þ.b. 400-500 milljón- ir. Oft fylgja ýmsir varahlutir með í kaupunum. Þetta er möguleiki, sem ég held að hafi ekki verið kannaður tfi fulln- ustu, og alla vega kemur það ekki fram í fréttum um skýrslu ráðgjafa- hópsins. - En þama gæti ríkið sparað nokkur hundrað mfiljónir króna en jafnframt fengið tæki sem fullnægöi öllum ströngustu kröfum og kæmi að sömu notum. - Mér finnst að minnsta kosti aö þennan möguleika verði að kaxma mjög vel áður en lokaákvörðun er tekin um kaup á þyrlu fyrir Gæsluna. Super Puma þyrla á flugi. - Gætl ríkið sparaö sér nokkur hundruð milljón- ir með því að kaupa eina notaöa? skrifar: Ég furöa mig á því þegar hver skrfifinninn á fætur öðrum geys- ist fram á ritvöllinn tfi aö verja Kohl, kanslara Þýskalands, gep lofi um hann í íslenskum fiöl- miðlum. Lofið var á þá lund að honum heföi tekist meö lýðræðis- legum og friðsamlegum hætti aö skapa landi sinu þann sess valds og virðingar sem Hitler ætlaði að ná með hernaði. í þessu felst engin ásökun um einræðisbrölt af hálfu Kohl. Þvert á móti er athygli vakin á stjóm- visku Þjóöverja og óviðjafhanleg- um dugnaði þeirra frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Það er ljótur leikur að rangtúlka orð og ummæli manna. Slíkt gera ein- ungis „kverúlantar". En við höf- um aöeins séð byijunina. Þjóð- veijar eiga eftir að móta og aga nýja Evrópu. Þýska þjóðin er vin- veitt íslendingum, enda skyld okkur. Eggertog láns- Unnur hringdi: Ég var að lesa grein Eggerts Haukdal alþm. um lánskjaravísi- töluna. Eggert segir þá sem tóku þessi verðtryggöu lán ekki hafa getaö séð fyrir hvemig málin þró- uðust og því era lánin óviðráöan- leg í dag. Ég er t.d. með eitt slíkt lán sem ekki er viðlit aö greiða niður í þessu lífi! Lánskjaravisi- töluna verður að afnema eins og Eggert hefur lagt til á Alþingi. AndstæðingarEES Ingvar Bjömsson hringdi: Mér finnst einkennilegt að þeir sem harðast berjast gegn aöild okkar að EES samningunum skuli aldrei taka undir þá hug- mynd að leita eftir fríverslunar- samningi við Bandaríkin. Þó segja þeir ávallt aö leitað skuli „eitthvað annaö“ en tfi Evrópu- ríkjanna. Nefndur fríverslunar- samningur nægir okkur íslend- Jóhanna ífötDavíðs! Fjóia hrmgdi: Mér finnst það hreinlega út í hött að nokkur sfiórnmálamaður skuli leggja sig niöur við að taka nákvæmlega samatfi bragðs sem annar sfiómmálamaður er búinn að gera. Það fara að vísu ekki allir í fót Davíðs Oddssonar en Jóhönnu Sigurðardóttur hefur nú sýnilega tekist þaö með því aö láta sækja sig heim í hjólastól til að eyða deginum í honum og kynna sér ferli fatlaðra. Jóhörmu hefði verið nær að láta aka sér til heimfia hinna bág- stöddu 1 þjóðfélaginu og kynna sér hvemig fólk kemst af í dag með þær smánartekjur sem því era ætlaðar mörgu. Ekkert kem- ur í stað raunveruleikans, ekki einu sinni gervifatlaöur sfióm- málamaður. ÖmurSegaðstaða ítívolíi S.P. hringdi: Ég fór með böm með mér í tí- voliið í Hveragerði á sumardag- inn fyrsta. Þar var satt að segja ekki glæsfiegt eða skemmtilegt umhverfi. Aðstaöan þarna var ömurleg að öllu leyti. Þarna rigndi á fólk inni í húsunum og maður varð gegndrepa af bleytu og hrásiaga. - Þetta ástand er ekki bjóöandi neinum, ekki held- ur þótt krakkar eigi í hlut. Ég er undrandi ef ekki hafa fleiri en ég boríð sig upp undan þessu því aö þama er þó þjónusta seld gestum og gangandi þegar opið er. Þetta verður að taka rækfiega I gegn að rainu mati ef þama á að vera opið áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.