Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992. . . . OG SÍMINN ER 63 27 00 IIMNKAUPASTOFIMUN RÍKISINS RORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK AUGLYSING FRA MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Auglýst er eftir umsóknum um störf námstjóra í grunnskóladeild menntamálaráðuneytisins. Um er að ræða þrjár stöður sem ráðið er í til tveggja ára til að sinna sérstökum verkefnum. Verkefnin fela einkum í sér að afla upplýsinga um stöðu mála á neðangreindum sviðum, gera tillögur um umbætur og fylgja þeim eftir. Ennfremur felst í starfi námstjóra að fylgjast með námi og kennslu í grunnskólum landsins, skólaþróun, eftirlit, miðlun upplýsinga svo og ráðgjöf. 1. Unglingastigið (ein staða). Megináhersla er lögð á nám og kennslu í þremur efstu bekkjum grunn- skóla og tengsl grunnskóla og framhaldsskóla. 2. Neytendafræðsla, hollusta og heimilisfræði (ein staða). Áhersla er lögð á almenna hollustu og heilbrigði, að efla neytendafræðslu á sem flestum sviðum grunnskólanáms, svo og að fylgja eftir uppbygginggu heimilisfræðikennslu. 3. Náttúrufræði, einkum eðlis- og efnafræði (ein staða). Áhersla er lögð á nám og kennslu eðlis- og efnafræði í grunnskólum. Verkefnið felur einn- ig í sér að fylgjast með og efla líffræðikennslu, umhverfisfræðslu, tækni og vísindi. Auglýst er eftir fólki sem hefur menntun í uppeldis- og kennslufræðum og reynslu af störfum í skólakerf- inu. Störfin krefjast frumkvæðis, sjálfstæðra vinnu- bragða og skipulagshæfni. Mjög reynir á samstarf við aðra. Ráðið er í þessar stöður frá 1. ágúst 1992. Um laun og kjör fer samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4. 150 Reykjavík. Smáauglýsingar - Sími 632700 Sviðsljós TIL SÖLU FRAMLEIÐSLUTÆKI, VÖRUHEITI OG UPPSKRIFTIR ÁTVR Kauptilboð óskast í tæki ÁTVR til framleiðslu áfengra drykkja, vöruheiti og uppskriftirað Brennivíni, Óðalsbrennivíni, Hvannarót- arbrennivíni, Gömlu brennivíni, Kláravíni, Tindavodka og Dillons gini. Útboðslýsing er afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Skrifleg kauptilboð berist á sama stað fyrir kl. 11.00 þann 25/5/92 þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. Mikið fjölmenni var við verðlaunaafhendinguna í gær enda bárust alls 14.374 teikningar og 3701 slagorð i keppnina. DV-myndir Brynjar Gauti Þau Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsöl- unnar, og Kristín Þorkelsdóttir hjá AUK h/f afhenda lit- illi dömu í fallegum kjól verðlaunin sín. Skólamjólkin skreytt Fyrir skemmstu hélt mjólkurdags- nefnd samkeppni meðal grunnskóla- nema um myndskreytingar á um- búðir skólamjólkur. Sextíu nemend- ur hlutu verðlaun fyrir teikningar, níu bekkir fengu verðlaun fyrir slag- orð og þrír skólar fengu verðlaun fyrir góðan árangur í keppninni. AIIs bárust dómnefnd 14.374 teikningar og 3701 slagorð. Þetta er í annað sinn sem mjólkur- dagsnefnd efnir til slíkrar samkeppni í samráði við menntamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið en keppnin fór fyrst fram árið 1986. Keppnin var tvíþætt að þessu sinni. Annars vegar var teiknisamkeppni bundin við ein- stakhnga og hins vegar slagorðasam- keppni þar sem allir nemendur hverrar bekkjardeildar fundu í sam- einingu slagorð sem veröa prentuð á umbúöirnar. Nemendurnir, sem verðlaun fengu fyrir teikningar, gátu valið milh út- tektar í sportvöruverslun fyrir 10 þúsund krónur eða vikudvalar á sveitaheimih. Bekkimir, sem hlutu verðlaun fyrir slagorð, fá 25 þúsund krónur í sinn hiut. Þá hlutu Gerða- skóh í Garði, Laugarbakkaskóh í Miðfirði og Laugarnesskóli í Reykja- vík sérstakar viðurkenningar fyrir góðan árangur í keppninni og fær hver skóli myndbandsupptökuvél í verðlaun. Ford Ranger XLT, árg. ’89, Supercab 4 cyl., 4x2, vél 2,3 1, 5 gíra, splittað drif, AM/FM útvarp, segulband, ekinn 32 þús. mílur, selst án húss á palli. Uppl. í síma 91-813330 eða 91-666280. Á FULLRI FERÐ! WWVVWVVVl Frá árshátíð Grunnskóla og Tónskóla Fáskrúðsfjarðar. Steinunn Bima í íslensku ópemnni Steinunn Bima Ragnarsdóttir píanóleikari hélt einleikstónleika í Islensku ópemnni fyrir skemmstu. Á efnisskránni voru tvær sónötur eftir Scarlatti, sónata í a-moll op. 143 eftir Schubert, Kinderzehen eftir Schu- man og Ballade nr. 1 í g-moll eftir Chopin. Steinunn Bima er fædd í Reykjavík og stundaði nám við Tónhstarskól- ann í Reykjavík frá ehefu ára aldri. Þaðan lauk hún píanókennaranámi árið 1979 og einleikaraprófi tveimur ámm síðar. Hún hélt til Boston til frekara náms og lauk masterspró; frá New England Conservatory ári 1987 undir handleiðslu Leonard Shure. Hún starfaði á Spáni um tím sem einleikari og þátttakandi kammermúsík. Þar hlaut hún Gra; Podium verðlaun „Juventuts d Musicals" í Barcelona og kom fran á ýmsum tónhstarhátíðum. Hún hef ur einnig komið fram á tónleikum Bandaríkjunum og á íslandi. Húi starfar nú við Tónhstarskólann Reykjavík. Steinunn þakkar áheyrendum eftir flutning einnar sónötunnar. Hér mæta þau Árni Kristjánsson, Anna Steingrimsdóttir og Birgir Þórhalls- son til tónleikanna. DV-myndir Hanna ■ Ymislegt Ford Fairlane, árg. '58, til sölu, tilboð óskast. Uppl. í síma 91-35461. Ægir Kristinssan, DV, Fáskrúðsfirði; Sameiginleg árshátíð Grann- skóla og Tónskóla Fáskrúðsfjarð- ar var haldin nýlega í félagsheim- ihnu Skrúði. Nemendur fyrsta til áttunda bekkjar Grannskólans og nemendur Tónskólans sáu um fjölbreytt skemmtiatriði, leik- þætti, söng og hljóðfæraleik. Á þriðja hundrað manns komu á skemmtunina sem tókst mjög vel. í þessum hópi eru kannski einhveijir listamenn framtíðar- innar en um eitt hundrað nem- endur tóku þátt í sýningunni. Ágóði af þessari skemmtun renn- ur í ferðasjóð nemenda en 12 nemendur 9. bekkjar fara til vina- bæjar Fáskrúðsfjaröar, Graveli- nes í Frakklandi, um miðjan maí og dvelja á einkaheimilum í um DV-mynd Ægir vikutíma. ERTÞÚ ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI? Jeppaklúbbur Reykjavíkur heldur al- mennan félagsfund þriðjudaginn 5. maí kl. 20.30. Fundarefni: Fyrsta landskeppnin milli Islands og Svíþjóð- ar í torfæru laugardaginn 9. maí. B.F. Goodrich torfærukeppni Bílabúðar Benna. Allir félagsmenn hvattir til að mæta. Stjórnin. Árshátíð í Skrúði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.