Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992. 15 Er menntun einskis metin? Stúdentsprófin eru eitt besta veganesti sem nokkur getur fengið. Er íslendingar fara í framhalds- nám í öðrum löndum gengur þeim yfirleitt mjög vel og ekki er óal- gengt að fréttir berist af námsaf- rekum þeirra hingað upp á Frón. Virðist ekki skipta máli á hvaða sviði það er, íslendingar erlendis eru yfirleitt upp til hópa landi sínu til sóma. Það vill þó oft gleymast í allri umræðunni um afrek „okkar" að það er fyrst og fremst góður grunnur sem gerir íslendingum kleift að ná langt síðar meir á ævinni. Aftar á merina Hér á landi er aðeins einn af hverjum hundrað ólæs. í Afganist- an eru 12% þjóðarinnar ólæs og í Afríkuríkinu Efri Volta eru aðeins sjö af hundraði læsir. Það er því ekkert sjálfsagt að geta lesið eða geta lokið grunnskólanámi, hvað þá framhaldsnámi. Þess vegna er einmitt ástæða til að hlúa sem best að íslenska menntakerfinu og leggja rækt við þá arfleifð sem við fengum frá forfeðrum okkar. Því miður lítur nú út fyrir að vegna niðurskurðar í menntamál- um verði alvarlega höggvið að rót- um íslenskrar menntunar. „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnu- þref* eins og segir í ljóði Halldórs Laxness, Maístjömunni, og það gera sér allir grein fyrir að það ber að draga saman seglin uns aftur blæs byrlega. En þó að seglin séu dregin saman er óþarfi að sökkva bátnum. Ef þær aðgerðir sem fyrir- hugaðar eru í menntamálum verða að veruleika er hætta á aö landinn renni aftar á merina og enginn veit KjaUariim Guðbjörg Hildur Kolbeins M.A. í fjölmiðlafræði hvenær eða hvort hann nær að komast jafn framarlega á hana eins og hann er í dag. Einsetinn skóli Skal hér minnst á tvennt sem rætt hefur verið um í niðurskurö- armálum. í fyrsta lagi eru það hug- myndir um styttri skóladag grunn- skólanemenda. Sú hugmynd er í algjörri þversögn við þá stefnu að hafa einsetinn skóla. Það er löngu kominn tími til að grunnskólar hérlendis verði einsetnir, að skóla- tími barna og unghnga verði sá sami og dagvinnutími forráða- manna þeirra. Eins og ástandið er í dag eru krakkamir að þeytast fram og til baka milli skóla og heimilis allan daginn þar sem stundaskráin er sundurslitin. Það væri nær lagi að lengja skóladag- inn og hafa hann samfelldan hjá öllum grunnskólanemendum og þar með bjóða upp á fleiri kennslu- tíma í viku. í öðru lagi eru það svo tillögur menntamálaráöherra um breyt- ingar á framhaldsskólakerfinu, þ.e. að láta nemendur útskrifast tveim- ur árum fyrr, 18 ára en ekki tvítuga eins og nú er. í Bandaríkjunum eru nemendur 18 ára er þeir útskrifast frá „high school" og fara í háskóla. Nám til B.A. eða B.S. gráðu tekur yfirleitt fjögur ár, en það er reynsla háskólayfirvalda vestan hafs að meirihluti bandarískra nema fari í gegnum háskólann á lengri tíma, jafnvel sex árum. íslendingar viö nám í Bandaríkjununum ná, á hinn bóginn, oftast að ljúka sama námi á tveimur til fiórum árum þar sem þeir eru mun betur undirbúnir undir háskólanámið. Menntaskólaárin þroskandi Það er til efs að nokkur maður blóti stúdentsprófunum þegar út í heim er komið, því þó að mörgum finnist þau erfið þegar þau eru tek- in eru þau eitt besta veganesti sem nokkur getur fengið. Nú er hér ekki endilega verið að tala um þær greinar sem lærðar voru, heldur fremur aUt það sem lærist við að eyða fiórum árum í mennta- eða fiölbrautaskóla. Menntaskólaárin eru yfirleitt mjög þroskandi og margir temja sér sjálfsaga og sjálf- stæða hugsun einmitt á þessum árum. Það væru mikil mistök að ætla ungu fólki aðeins tvö ár til að brúa bilið milli grunnskóla og há- skóla, stökkið er stærra en það. Ef breytingin á mennta- og fiöl- brautaskólunum nær fram að ganga hggur það í augum uppi að háskólinn mun gera mun meiri kröfur th nýnema og inntökupróf verða nauðsynleg. Margir, sem ekki uppfyha inntökuskilyrði, munu hafa hug á háskólanámi og því skapast þama hópur sem koma verður á móts við. í Bandaríkjun- um t.d. hafa margir háskólar sér- stakar undirbúningsdeildir fyrir þá sem ekki hafa ennþá þann grunn sem nauðsynlegur er áður en reglulegt nám er hafið. Aður en byijað verður að beita hnífnum er mikilvægt að skoða hvaða afleiðingar niðurskuröurinn getur haft.-Fjöldi forráðamanna bama og hnghnga mun ekki sætta sig við að grunnskólanemendur fái minni kennslu en nú er. Hluti þessa hóps mun verða reiöubúinn til aö senda böm sín í einkaskóla og borga fyrir menntun þeirra úr eig- in vasa ef ljóst er að þannig fái þau betri kennslu. Ef ekki er hægt að spara innan menntakerfisins án þess að það bitni á almennri menntun í landinu verður að gera fólki kleift að velja um fleiri leiðir til menntunar en nú er. „Þaö væru mikil mistök aö ætla ungu fólki aðeins tvö ár til að brúa bilið milli grunnskóla og háskóla. Jafnrétti „Heimilisstörf og barnauppeldi virðast í litlu uppáhaldi hjð þjóðinni... “ Það er fógur hugsjón að ætla sér að koma á jafnrétti í heiminum. Og vafalaust eru allir þeir sem misrétti em beittir sammála því að berjast skuh fyrir jöfnum rétti fólks á sem flestum sviðum. Þeir sem kúga fólk í krafti valds era hins vegar varla sama sinnis. Hér á landi hefur umræða um jafnrétti um nokkurt skeið snúist um jafnan rétt kynjanna og helgast það af því að konur hafa að eigin sögn veriö misrétti beittar frá því að guö skapaði Adam. Nú vilja margir breyta þessu og margt hefur breyst. Sumt vafalaust tíl batnaðar. Bæði er þetta að þakka baráttu karla og kvenna en ekki síst breytt- um tímum. Lög hafa verið sett um jafnrétti og ráð skipuð (aðahega konum) th að reyna að koma vitinu fyrir menn. En því miður er erfitt að sefia lög um uppeldi bama og samskipti fólks heima hjá sér. Það sem einum hugnast finnst öðmm fáviska. Og ef það er satt sem sagt er að gera eigi úppþvottaburstann að eins konar veldissprota heimihsins er kannski betur heima setið en af stað farið. Misrétti Kona nokkur sagði mér eitt sinn á upphafsárum umræðna um jafn- réttismál, þetta var um svipað leyti og það þótti thtökumál ef karlmað- ur þvoði disk eða dó ekki úr hungri ef konan hans lagðist inn á spítala, að hún gæti varla hugsað sér neitt heimihslegra en það að sjá bónda sinn sefiast í besta stólinn í stof- unni með blað eða bók í hönd á KjaUarinn Benedikt Axelsson kennari meðan hún væri að sinna heimhis- störfunum. Þessi hjón unnu bæði jafnmikið utan heimihs og það var því fyhsta ástæða th að bóndinn settist ekki inni í stofu, heldur tæki sér tusku í hönd og færi að skúra gólfin eða gera eitthvað annaö álíka jafnrétt- islegt. - Þannig var nú jafnrétti þessara hjóna. Það er nefnhega ekki ahs staðar eins. Eitt sinn kom sonur minn th dæmis heim úr skólanum með þá visku í bijósti frá jafnréttiskennara að þaðan í frá gæti enginn ryksug- að fyrir konuna sína, skúrað gólf, fariö út í búð né gert neitt annað sem menn höfðu þóst vera að gera fyrir sin betri helming vegna vænt- umþykju eða sökum þess að hann var kominn með slæmsku í bak eftir skúringar, þvotta og búð- arráp. Svo ekki sé minnst á bama- uppeldið. Hér eftir átti allt sem gert var á heimihnu af karlmönnum aö vist- ast á kontó þeirra sjálfra eða heim- hisins. Og þá varð surnurn á að spyija sem svo hvort nú ætti að svipta menn þeirri ánægju að gera eitthvað fyrir meðbræður sína al- mennt eða hvort menn fengju að vera í friði með uppvaskið sitt fyrir skólum og löggjafarsamkundum enn um sinn. Af góðum hug Vafalaust gengur þeim gott eitt th sem harðast beijast fyrir bætt- um hag kvenna utandyra sem inn- an. Það má þó ekki gleyma því að varla mun borin meiri virðing né. almennari fyrir nokkurri stétt á íslandi en þeirri sem stritaði löng- um stundum th sjávar og sveita og oftast við hth efni við að ala upp þær kynslóðir sem nú senda bömin sín fárra mánaða á dagheimih th að hægt sé að veita sjálfum sér miri lífsþægindi og fiölbreyttari skemmtun og telja að jafnrétti sé einna helst fólgið í því hvort hjón- anna heldur um uppþbottaburst- ann. Heimihsstörf og bamauppeldi virðast í htlu uppáhaldi hjá þjóð- inni og engu er líkara en að fólk haldi að þeir sem sinna áðumefnd- um störfum geri aldrei neitt. Samt er heimihð og fiölskyldan hom- steinn þjóðfélagsins, miklu merki- legri stofnun en útúrsnúningurinn á Óskjuhhð og Ráðhúsið við Tjöm- ina, jafnvel þótt þar hafi nú verið borðaðar áfián þúsund snittur, og hægt sé að draga fyrir endumar á Tjöminni með því að ýta á hnapp. Hvemig væri aö taka nú höndum saman um að beijast fyrir jafiirétti á skynsamlegum nótum? Benedikt Axelsson „En því miður er erfitt að setja lög um uppeldi barna og samskipti fólks heima hja sér. Það sem einum hugnast finnst öðrum fáviska.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.