Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992. Fréttir Skýrsla sjömannanefndar um mjólkurframleiðslu: Fækkun mjólkurbúa og aukin hagræðing spamaður ríkissjóðs næstu tvö árin áætlaður 850 milljónir Halldór Blöndal landbúnaöarráöherra, sem hér kynnir skýrsluna ásamt Ásmundi Stefánssyni, forseta Alþýðusam- bandsins, segir tillögur sjömannanefndar málamiðlun sem allir geti sætt sig við. DV-mynd BG Sjömannanefnd hefur skilað land- búnaðarráðherra áfangaskýrslu um hagræðingu í mjólkurframieiðsl- unni. Samkvæmt tillögum nefndar- innar er gert ráð fyrir aö heildar- stuðningur hins opinbera verði hlið- stæður við þaö sem verið hefur. Spamaöur ríkissjóðs á næstu tveim- ur árum er hins vegar áætlaður um 850 milljónir. Samstaða náöist í nefndinni um tillögumar. í stað niðurgreiðslna til afurða- stöðva leggur nefndin til að teknar verði upp beinar greiðslur til bænda þegar um næstu áramót, útflutnings- bótum verði hætt og að verðábyrgð ríkissjóðs verði afnumin. Þá leggur nefndin til að virkur framleiðslurétt- ur verði skertur um 4,5 milljónir lítra til að aðlaga framieiðsluna að innan- landsmarkaði. Hvað varðar breytingar á rekstrar- umhverfi afurðastöðva leggur nefnd- in til að skipting landsins í sölusvæði og einkaréttur til sölu falli niöur og aö ábyrgð á vöruframboði verði af- numin. Að auki gerir nefndin tillögu um aö verðábyrgð ríkissjóðs á fram- leiðslu og birgðum mjólkurafurða falli niður, svo og afkomutrygging vegna verðmiðlunar. Lagt er til að verðlagning afurða á heildsölustigi verði gefin frjáls og aö heimilað verði að nýta fjármuni Verðmiölunarsjóðs til úreldingar á einstökum afuröa- stöövum. Hagræðingarkrafa upp á 6 prósent Samkvæmt tillögum nefndarinnar mun afurðaverö til bænda lækka um 6 prósent á næstu tveimur árum. Á seinni hiuta þessa árs verði lækkun- in 1 prósent, 2,5 prósent á árinu 1993 og 2,5 prósent á árinu 1984. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir aö verð til þeirra hækki um 1,5 prósent í næsta mánuöi. Sama hagræðingarkrafa er gerð til afurðastöðva. Hún taki á sig 6 pró- sent raunverðslækkun til og með 1994 og faili frá samþykktri 1,5 prósnt hækkun umbúða. Nefndin gerir ráö fyrir að fimmmcmnanefnd starfi áfram og að verð á vinnslumjólk verði það sama úti um allt land. Hins vegar gerir hún ráð fyrir aukinni samkeppni á sviði vinnsluvara. Stefnt að þjóðarsátt um búvörusamning Sjömannanefnd var upphaflega komið á fót til að skapa þjóðarsátt um nýjan búvörusamning við bænd- ur. Síðastliðið vor skilaði hún tiliög- um að samningi við sauðfjárbændur og í framhaldi af því tók hún mjólk- urframleiösluna fyrir. Formaður nefndarinnar er Guðmundur Sig- þórsson, skrifstofustjóri í landbún- aðarráðuneytinu, en auk hans sitja í henni fulltrúar BSRB, ASÍ, VSÍ, VMSS og Stéttarsambands bænda. Míkil offramleiðsla AIls nam innvegin mjólk á síðasta ári um 104,5 mifijónum lítra. Heildar- framleiðslurétturinn er hins vegar 107,5 miHjónir litra, en af honum er réttiu- upp á þrjár mifijónir lítra óvirkur vegna leigu til Framleiðni- sjóðs. Til aö aölaga framleiðsluna þarf því að skeröa hana um 4,5 millj- ónir lítra. Samkvæmt tillögum sjömanna- nefndar er gert ráð fyrir að verja um 250 milljónum króna úr Verðmiðlun- arsjóði til uppkaupa á þessum rétti. Fyrir hvem lítra sem kúabændur þurfa að taka á sig af skeröingunni munu þeir fá allt að 50 krónur í bæt- ur. Gerð er tillaga um að öll höft varöandi sölu á framleiðslurétti milli bænda verði afnumin. Fækkun mjólkurbúa fyrirsjáanleg Alls eru starfandi 15 mjólkurbú víðs vegar um landið og alls hafa tæplega 600 manns vinnu í þeim. Ljóst er að þessum búum mun fækka verulega á næstunni. Talað hefur verið um ekki sé rekstrargrundvöll- ur fyrir fieiri en fimm til sex bú. Nefndin bendir ekki á þau bú sem leggjast af en í því sambandi hefur heyrst talað um mjólkursamsölum- ar á Patreksfirði, Búðardal, Hvammstanga, Blönduósi, Vopna- firði, Neskaupstað og Höfn. Til að liðka fyrir úreldingu mjólk- urbúa gerir nefndin ráð fyrir að um 450 milljónir renni úr verðmiðlunar- sjóði. Þau bú er sæki um styrk til úreldingar fyrir 1. júní 1993 fái 90 prósent af bókfærðu verði fasteigna og véla. Bú sem sæki um slíkan styrk eftir þann tíma en fyrir 1. júrií 1994 fái hins vegar einungis 80 prósent af verðinu. -kaa Innvegin mjólk og ársverk ímjólkuriðnaði árið 1991 Ms. Ísafíröi 1,7 milUltr. 9 ársverk Ms, Patreks- • flrði Ms. Sauðárkróki 8,5 miilVltr. 25 ársvork • « Ms. Hvamms- tanga 1,0 mliMtr. * 4 ársverk • . , 12 ársverk Ms. Húsavlk 6,2 mill^ltr. 25 ársverk !^B,u1dUÓSl Ms. Akureyri 4,1 millTltr. jQ 5 mMI7]lr 12 ársverk Ms. Reykjavik 4,2 miliyitr. * 235 ársverk Mb. Flóamanna 37,7 miliyitr. 119ársverk Ms. Vopnafirði 0,8 mlllVltr. 3 étsverk • . Ms. Egllsstöðum 2,9 millTItr. 11 ársverk • a Ms. Neskaupstað 0,6 mUVltr.Kgf 3 ársverk V Ms. Höfn 1,9 mllMtr. 10ársverk Innvegin mjólk samtals 105 mlllM ársverk samtals 587 _______ Davlð Oddsson um EES-samninginn sem er 20 þúsund blaðsíður á íslensku: 10 þúsund mínútur að lesa hann Tvö fyrstu bindin af EES-samn- ingnum eru komin í hendur alþingis- manna. Búið er að þýða samninginn yfir á íslensku og verður hann 20 þúsund blaðsíður í bókarformi. „Ætli það tæki mig ekki um tíu þúsund mínútur að lesa allan EES- samninginn ef ég hefði ró og næði og læsi í hjjóði," sagöi Davið Oddsson forsætisráðherra í samtali viö DV í gær. Þetta þýðir aö Davíö Oddsson sæti við lestur í 8 tíma á dag, fimm daga vikunnar og skilaði 40 stunda vinnu- viku við lesturinn tæki það hann rétt rúman mánuð að komast í gegn- um samninginn. „Ef ég læsi hann vandlega og merkti viö, færi svo aftur yfir aðal- atriðin, þá yrði ég búinn einhvem tímann upp úr páskum á næsta ári,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „Ég er nokkuð fljótur aö lesa en ég vil ekkert segja um það hve lengi ég yrði að lesa allan samninginn. En hitt er annað að þessi samningur og drögin að honum hafa verið á borð- um þeirra alþingismanna sem áhuga hafa á málinu um tveggja ára skeið og sumt lengur. Ég er ekki viss um að neinn einn maöur lesi samninginn frá orði til orðs,“ sagði Jón Sigurðs- son iðnaöarráðherra. „Ég ætía ekki að lesa allan samn- inginn. Ég tel mig afskaplega fljótan aö lesa en ég legg ekki í þetta allt. Hjörleifur Guttormsson með tvö fyrstu bindin af tólf af EES-samn- ingnum á íslensku. DV-mynd BG Maður verður að meta og vega hvað maður velur úr. Ég segði það lyginn mann sem segðist ætla að lesa allar 20 þúsund blaðsíðurnar," sagði Matt- hías Bjamason alþingismaður. „Ég þori ekki að skjóta á það hve langan tíma það tæki mig að lesa þetta allt. Ég tel ljóst að það sé nokk- urra mánaða vinna að fara í gegnum þetta fyrir þann sem ekki hefur kynnt sér máhð áður,“ sagði Hjörleif- ur Guttormsson alþingismaður. „Þaö getur enginn maöur fariö í gegnum þetta allt aö neinu gagni. En hvaö ég yrði lengi? Það þori ég ekki að segja til um,“ sagði Eyjólfur Kon- ráð Jónsson alþingismaður. -S.dór Stærsta og þekktasta uppboðs- fyrirtæki í heimi hefur ákveðið að efiia til málverkauppboðs hér á landi á verkum þekktra núlif- andi íslenskra listamanna. Einn þekktasti uppboðshaldari Sothe- by’s, Michael Bing, mun stjóma uppboðinu sem fer fram aö Hótel Sögu 31. maí. Sotheby’s hefur boðið Barna- heill að styrkja stofnun rami- sóknarsjóðs um stööu veglausra barna og skilnaöarbama á ís- iandi en rannsóknir á stöðu vega- lausra og skilnaöarbama em engar hérlendis. Helmingur þess verðs sem fæst fyrir listaverkiö raun annars veg- ar renna í hinn nýja rannsóknar- sjóð Bamaheilla og hins vegar til viðkomandi listamanns. Sothe- by’s mun gefa alla sína vinnu og er uppboðið framlag til þessa framtaks. Meðal þeirra listaraanna sem eigamunu verk á uppboðinu eru Sigurður Guðmundsson, Kidstján Daviðsson, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Leifur Breiðflörö og Sig- urður Örlygsson. Listaverkin verða til sýnis nokkmm dögum fyriruppboöið. -HK Akureyri: Ekki gróður- skemmdirnema frysti meira Gjdfi Kristjánsaan, DV, Akureyri: „Gróður er ekki kominn langt á veg þótt einstaka tegundir séu famar aö springa út. Ég hef því ekki trú á því að þetta kuldakast muni valda gróðurskemmdum nema það frysti þeim mun meira,“ segir Ámi Steinar Jó- hannsson, garðyrkjustjóri á Ak- ureyri. Árni segir að auövitaö hægi kuldakastið á gróðrinum, en það sé miklu betra aö fá slíkt kuldak- ast nú heldur en síðar þegar gróð- urinn er komfirn lengra á veg. „Þetta er yfirleiti verst hvað varðar blómstrandi runna en þó ekki alvarlegt ef þetta verður ekki verra en nú er,“ sagði Ámi Steinar. Hann vildi benda fólki á aö hægt væri aö kaupa akrýl-dúka til að leggja yfir plöntur og iúifa þeim þannig en sennilega væru það ekki nema „gæluplöntur” sem fengju þannig meðferð. Mágniis é&jisson, DV, Nýir eigendur hafa tekiö viö rekstri Hótel Blönduóss hf. Það em hjónin Ásrún Ólafsdóttir og Gunn?' "''•hardsson á Blönduósi sem k.. ,.oi hlut samvinnuféiag- anna í Austur-Húnavatnssýslu í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar eru Blönduósbær, A-Húnavatnssýsla auk nokkurra smærri hluthafa. Nýju eigendumir höföu opið hús á hóteiinu aö kvöldi l. maí. Þar mættu á fjórða hundrað manns. Skólalúðrasveit Biöndu- óss spilaði þar, leikarar á Blöndu- ósi fóru með gamanmái og Karla- kór Bóistaðarhliðarhrepps söng. Þá afhenti Guösteinn Einarsson kaupfélagssljóri Ásrúnu Ólafs- dóttur lykilinn aö hótelinu. Síðan lék hljómsveitin Gammel dansk frá Borgamesi fyrir dansi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.