Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992.
Spumingin
Fyigist þú með tískunni?
Hildur Árnadóttir hárgreiðslunemi:
Já, ég reyni að gera það. Það fylgir
starfmu: (Dóttir hennar heitir Tara
Dögg.)
Rúnar Þór Arnarson nemi: Nei, það
geri ég alls ekki.
Gyða Einarsdóttir: Ég fylgist eitt-
hvað neð henni en ég Ugg ekkert í
tískublöðunum.
Ólöf Helga Júlíusdóttir: Ég reyni aö
gera það.
Vala Björg Kreyer nemi: Ekkert mjög
mikið.
Magnþóra Kristjánsdóttir nemi:
Svona í meöaUagi.
Lesendur
Efasemdum um EES
hef ur verið eytt
Lárus Jónsson skrifar:
Með aðUd okkar íslendinga að Evr-
ópska efnahagssvæðinu má segja að
frelsi okkar tíl lifa og starfa í þessu
landi aukist fyrst fyrir alvöru. Allt
frá lýðveldisstofnun hér á landi hefur
ríkt mikið ófrelsi á flestiun sviðum
viðskipta og reglur, sem settar hafa
verið til þess að veija okkur fyrir
áfóUum erlendis frá, hafa því miður
reynst Ula og oft lamað algjörlega
framkvæmdaþrek einstaklinganna.
Nú tekur við frelsi á flestum svið-
um viðskipta og samskipta við ná-
grannaþjóðir okkar í Evrópu. -
Frjálsir flutningar fólks; ríkisborg-
m-urn EES-rUcja verður frjálst að
flytja milU landa og leita sér að at-
vmnutækifærum. Er þetta nema tU
góðs fyrir okkur? - Frjáls þjónustu-
viðskipti; íjármagnsþjónusta, trygg-
ingar, samgöngur. AUt verður þetta
tU að auka umsvif og hagvöxt.
Þegar menn kynna sér til fullnustu
hvað í boði er verður öUum efasemd-
um um ágæti EES-samningsins eytt.
Þeir sem ekki sætta sig við að þetta
skref verði stigið í átt tU framfara
og frelsis í viðskiptum og þjónustu
mUli okkar íslendinga og annarra
Evrópulanda eru í raun að lýsa því
yfir að við eigum ekki að njóta sömu
kjara og aðrir Evrópubúar. - Það
myndi sú kynslóð, sem nú er smám
saman að taka við af hinum eldri,
aldrei sætta sig við hvort sem er.
Geðþóttaákvarðanir sýslumanns
Ingólfur Hjaltason, formaður Ung-
mennafélagsins Leiknis, Fáskrúðs-
firði, skrifar:
Geðþóttaákvarðanir sýslumanns
S-Múlasýslu virðast ráða því hvenær
- haldnir eru dansleikir í sýslunni og
hvetjum er heimUt að bijóta þær
ákvarðanir. Þannig var að UMF
Leiknir á Fáskrúðsfirði ætlaði að fá
leyfi tíl dansleikjahalds eftir mið-
nætti fóstudaginn langa (17.4. sl.).
Hafður var góður fyrirvari lum-
sókn, ein vika. Sýslumaður tilkynnti
að lögreglan á staðnum léti okkur
vita um leyfisveitingu. Svar hafði þó
borist henni þriðjudaginn 14.4.
Var þá hringt í sýslumann. Þau
svör fengust að engin leyfi fengjust
fyrir dansleUgahaldi í sýslunni þessa
helgi. Við gætumþó fengiö leyfi ann-
an í páskum. Það er hins vegar von-
laust að halda dansleik til fjáröflunar
er vinnudagur er daginn eftir. Ég
tjáöi sýslumanni að við hefðum ekki
áhuga á þessum degi en spurði jafn-
framt hverju þaö sætti að ekki feng-
ist leyfi eins og um var beðið.
Sagði hann ástæðuna vera þá að
fólk vildi fá friö á þessum dögum.
Ekki var nú ætiun okkar að hafa
skyldumætingu á dansleikinn enda
skU ég ekki alveg hvar hann fær
upplýsingar sem styðja þessa fuU-
yrðingu hans. Það er varla í hans
verkahring að ákveða hvernig menn
veija sínum frítíma, svo framarlega
sem fariö er að lögum. Hann endur-
tók aö þessari ákvörðun yrði ekki
breytt, dansleikir yrðu ekki haldnir.
Kvöddumst við að sinni. - Ég hafði
grun um að þetta boðorð myndi ekki
virt því Valaskjálf auglýsti dansleik
í Hliðskjálf þetta umrædda kvöld.
Þá hringdi ég í sýslumann og stóð
hann sem fyrr á því að engir dans-
leikir yrðu haldnir og bætti viö aö
hver sem þetta bryti fengi bann og
yrði það stoppað af og trúöi ég því. -
Nú líöur að fóstudagskvöldi og hringi
ég þá í Valaskjálf og spyr hvort þar
verði dansleikur. Mér var tjáð að
engin breyting væri þar á. í fram-
haldi af því hringdi ég enn í sýslu-
mann og spurði hvort þetta væri
virkilega rétt og hvort ekki yrði stað-
ið við stóru oröin og staðnum lokað.
Hann sagðist gera sínar ráðstafanir.
En greinUega hefur hann ekki gert
þær því kl. 1.30 hringdi ég í Vala-
skjálf og var tjáð að þar væri dans-
leikur í fullum gangi.
í framhaldi af þessu settist ég niður
og skrifaði þessi orð sem hér fylgja.
- Þaö sýnir sig hins vegar hvaða völd
þessir menn telja sig hafa, þeir geta
látið menn „dansa“ eftir eigin
ákvörðunum, burtséð frá lögum. En
það er skoðun mín að þessir menn
eigi og þeim beri fyrst og síðast að
fara að lögum sem þeir krefjast af
öðrum. Ef svar sýslumannsembætt-
isins skyldi vera það að heUsársleyfi
komi þama tU þá hefði sýslumaður
átt að segja það strax og jafnframt
að gefa félagsheimUunum leyfi þann-
ig að vínveitingastaðir sitji ekki einir
aö dansleikjum á þessum dögum.
Tveir heimsfrægir íslenskir rithöf undar
Lúðvíg Eggertsson skrifar:
Halldór Laxness, sem varö níræður
23. apríl sl., hefur að vonum verið
mjög í sviðsljósinu. Bæði hljóðvarp
og sjónvarp minntust hans með
margvíslegum hætti. Það geröu einn-
ig Ustamenn og vinir skáldsins í Þjóð-
leikhúsi, að Gljúfrasteini og úti á
landi. - AUt fylUlega verðskuldað.
Laxness er mikfll rithöfundur frá
sjónarhóU fagurbókmennta enda
þótt hann sé það e.t.v. ekki frá sjón-
arhóU landkynningar. - Sögur hans
greina frá aíbrigðUegu fólki, skrýtnu,
sérvitru, stundum nánast rugluðu.
Lesendur erlendis halda gjaman að
hér búi útnesjamenn eða afdala.
Laxness var umdeUdur maður á
yngri árum. Hann var róttækur og
varð fyrir aðkasti frá hægri mönn-
um. Um það leyti sem hann hlaut
nóbelsverðlaim varpaði hann
kommúnistakápunni af öxlum sér.
Yfirstéttin og Morgunblaðið tóku
Úr kvikmyndasyrpunni um Nonna
og Manna. - „Á ekkert skylt við
verk séra Jóns“, segir m.a. í bréfinu.
honum samstundis opnum örmum.
- Fúkyrðin breyttust í fagurgala.
Við höfum átt annan landa sem
hefur notiö jafnmikUlar frægðar úti
í heimi og Laxness. - Sá er séra Jón
Sveinsson er samdi Nonna-bækum-
ar. Þær lýsa heiðvirðu og hjarta-
hreinu fólki í fógm landi. Talið er,
að Jón hefði fengið nóbelsverðlaun
árið 1939 hefði heimsstyijöldin önn-
ur ekki hindrað það. En hljótt er um
þennan höfund, nánast þögn.
Þó lét Ríkisútvarpið síðustu dagana
fyrir afmæli Laxness sýna kvik-
myndasyrpu sem kennd er við
Nonna. Hún á bara ekkert skylt við
verk séra Jóns nema nöfnin á sögu-
persónunum. Hún var morðsaga
með klúrum fylliröftum sem köfluðu
Sigríði, móður Nonna, meUu.
Hringið í síma
632700
milli kl. 14 og 16
- eða skriflð
Nafn o£ síraanr. veröur að fylgja bréfura
DV
Ókeypís afnot
nrkunnar
Siguijón Ólafsson aringdi:
Eg bendi ráðamönnum á að Jesa
grein sem birtist i DV sl. mánud.
eftir Valdimar K. -Jóhannesson
um orkumál og fleira. Þar er bent
á þann möguleika að veita er-
lendum orkukaupendum, t.d. i
stóriðnaöi hér á landi, ókeypis
orku í ákveðinn tíma, ef það
mætti verða tU að flýta fram-
kvæmdum hér eða draga að er-
lenda aðila sem hafa not fyrir
þessa orku okkar.
sjaidnastsek
H.S.J. hringdi:
Lögregluraennimir, sem kærö-
ir voru fyrir meint „harðræði"
við handtöku í Mosfellsbæ nýver-
ið, eru ekki taldir hafa beitt ólög-
legum vinnubrögöum. - Þetta eru
ánægjuleg tlðindi. Of oft er lög-
reglumönnuin um kennt í slíkum
tUvikum. - Ég held að í fæstum
tilvikum sé lögregla hér á landi
sek um harðræði. - En til hvaða
ráða eiga lögreglumenn að grípa
er þeir eiga td. í höggi við harð-
svíraða ökuníöinga?
Erudómstólar
„vindmyllur*?
K.S. skrifar:
Nýlega var maður dæmdur í 12
mánaða fangelsi fyrir svik og
pretti. Maöurinn blekkti konu til
að skrifa upp á 20-30 vfxla sem
aliir féliu á liana og er hún nú
eignalaus. Dómarar í undirrétti
komust að þeirri niðurstöðu að
fyrir að gera konu eignalausa
skyldi dæma mann í 12 mánaða
fangelsi - hugsanlega 6 mánuði
ef hegöun væri góö.
Líklega verður þessi dómur
mildaður í Hæstarétti því að ný-
lega sýknaði Hæstiréttur nauðg-
ara, mildaði dóm yfir morðingja
úr 6 árum í 5 og vitorðsmaður,
sem var stúlka, var sýknaður
vegna þess að hún hefði sýnt
framfór í meðferð. - Skyldi ráð-
herra vera ánægður með störf
dómstólanna? Ég og íjölmargir á
mínum vinnustað eru þaö ekki.
Við erum hneyksluö.
Skýringarskordr
T.B.Ó. hringdi:
Frétt Ríkisútvarpsins i hádeg-
inu sl. sunnudag greindi frá um-
mælum utanrikisráðherra, Jóns
Baldvins, viö undirskrift EES-
samninganna í Portúgal daginn
áður. í fréttinni sagði að þau
ummæli ráöherrans að EB myndi
líða undir lok xun aldamótin
hefðu veriö eini skugginn sem
feU á þessa undirskriftarathöfh.
- Ráðherrann lýsti þessi ummæli
m- lausu loftí. gripin. Ummæli um
ráðagerðir íslendinga um að leita
eftir fríverslunarsamningi við
Bandaríkin og Kanada eru þó
ekki úr lausu lofti gripin en þau
voru einnig frá hinni norrænu
fréttastofu. - Ég held að þessi at-
riöi þarfnist frekari skýringa.
Kötturinn hvarf
Edda skrifar:
Þann 23. mars sl. hvarf köttur-
inn minn að heiman, frá Hrísa-
teigi 8. Þetta er 12 ára gamall
svartur köttur með hvítan háls,
kinnar og framloppur en hvítar
afturlappir. Hann var með Qólu-
bláa hálsól og gegnir kallinu Kór-
al. Hann hefúr alla tíð verið mjög
heimakær, svo ólíklegt er að
hann hafl farið iangt af sjálfsdáð-
um. Dæmi eru um að dýr hafi
verið tekin upp í bUa en svo verið
sleppt þar sem þau rata ekki heim
aftur.
Ef þú sem þetta lest getur gefið
upplýsingar vinsamlega hringdu
þá í sítna 39768 til Eddu eða Erlu.
- Fundarlaun verða veitt.