Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Stmi 63 27 00 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992. Ákærðurfyrir misnotkun á stjúpdóftur Landsbankinn lækkar ekki „Landsbankinn mun ekki lækka vexti fyrir 10. maí. Það er enginn bankaráösfundur fyrirhugaður fyrir þann tíma en það er á slíkum fundum sem teknar eru ákvarðanir um vaxtalækkanir," segir Kjartan Gunnarsson, varaformaður banka- ráðs Landsbankans. „Það var vaxtabreyting 1. maí og það stendur ekki til að breyta vöxt- ->«num á næstu dögum. Að við séum með hæstu vexti? Það er spurning hvað er hæst þegar verið er að bera saman vaxtamun upp á kvartprósent eins og gert er í sumum tilvikum. Það eru svo margir lánaflokkar." -J.Mar - sjá einnig bls. 3 Flugvirkjar með verkfallsheimild „Við erum búnir að fá verkfalls- heimild en þaö er alveg ófyrirsjáan- legt ennþá hvort við munum nýta okkur hana. Þetta er gert fyrst og ' fremst til að knýja á um að fá viðræð- ur um samningana. Engar viðræður hafa enn farið fram og því óljóst hvað gert verður,“ sagði ísleifur Gíslason, ritari Flugvirkjafélagsins, í samtali viðDV. -ÍS LOKI Við hauginn verður Flosi auðvitað enn einu sinni veginn! Sakadómur Reykjavikur hefur til meðferðar ákæru ríkissaksóknara á hendur karlmanni sem gefið er að sök að hafa átt kynferðismök við fyrrum stjúpdóttur sína í eitt skipti árið 1988. Hinn meinti verknaður átti sér stað þegar barnið var flmm ára. Maðurinn var þá í sambúð með móður bamsins í kaupstað úti á landi. Ákæra á hendur-manninum var gefin út í mars síðastliðnum en rann- sókn lögreglu vegna málsins stóð _ .yfir í fyrra. Eftír að málið kom upp á yfirborðið kæröu félagsmálayfir- völd manninn fljótlega til lögreglu. Kæran var lögð fram um þremur árum eftír aö hinn meinti atburður átti sér stað. Við yfirheyrslur hefur maðurinn borið við minnisleysi vegna ölvunar. Konan hefur slitíð samvistum við manninn. Dómsyfirheyrslur em hafnar í Sakadómi Reykjavíkur en búist er við að málflutningur fari fram í seinni hluta maí. Gert er ráð fyrir að dómur gangi í júní. Arngrímur “ísberg, sakadómari í Reykjavík, hef- urmáliðtilmeðferðar. -ÓTT Fimmtiu litrar af smygluðum spíra fundust í bílskúr Lögreglan lagði hald á 102 fiösk- - hann heföi upphaflega veriö með ur af 96 prósent spíra og ólöglega 120 flöskur eða 60 lítra í sinni innfluttan vodka í bíiskúr á höfuð- vörslu. borgarsvæðinu í síðustu viku. Spírinn var í hálfs lítra plast- Einn maður hefur viðurkennt að fiöskum en grunur leikur á að hann hafa ætlaö að selja áfengíð. Hann hafi veriö'fluttur til landsins með sagðist hafa fengið smyglið í gegn- ákveðnu millilandaskipi. um milliliði frá skipi sem var að Grunurbeindistfyrstaðólöglegri koma frá útlöndum. Maðurinn sölu á áfengi þegar hverfislögregl- gekkst við að hafa þegar verið bú- an í Breiöholti hafði nýlega af- inn að ráðstafa 18 flöskum af spíra skipti af ölvuðum ungmennum í mjög slæmu ástandi. Beindust böndin þá fljótlega að dreifinga- raðilanum sem býr í Breiöholti. í íbúö hans fundust 6 flöskur af smygluðum vodka. Við nánari rannsókn fann lögreglan spírann og meiri vodka í bílskúr á höfuð- borgarsvæðinu. Málið er i frekari rannsókn. -O I ! Fornmannahaugurinn sem reistur hefur verið i Gróttu. DV-mynd Brynjar Gauti Fornmannahaugur rís í Gróttu Foramannaháugur hefur verið reistur í Gróttu og þangaö hafa einn- ig verið fluttir bátar í tilefni kvik- myndatöku Hrafns Gunnlaugssonar í eyjunni í sumar. „Mér skilst að hefja eigi myndatök- ur af krafti strax eftir 1. júlí þegar eyjan verður opnuð. Þetta er svo sem allt í lagi gagnvart fuglinum ennþá á meðan ekki verður farið í meirihátt- ar framkvæmdir. En það er viðbúið að undirbúningur haldi áfram,“ segir Veörið á morgun: Áfram kalt og nætur- frost Á morgtm verður norðlæg átt og strekkingur norðaustan- lands. Dálítil él veröa á Norö- austurlandi og vestur með norðurströndinni en þurrt og víða léttskýjað um landið sunn- anvert. Áfram verður kalt í veðri og næturfrost um mikinn hluta landsins. Veðrið í dag er á bls. 36 Horfur i morgun kl. Tölvuforritið Louis: 4 4 4 Einfaldar vinnuna hundraðfalt \ 4 Þróaður hefur verið hugbúnaður hjá fyrirtækinu Softís hf. í Tækni- garði Háskóla íslands. Hughúnaður þessi, sem hlotiö hefur nafnið Louis, einfaldar mjög vinnu við að forrita notendaviðmót, eða svokallað „user interface". „Tölvunotkun eykst mjög í heimin- um og þurfa því forritin að vera ein- föld og þægUeg í notkun eða með góðu viðmótí. Hluti af þeirri vinnu, sem fer í að forrita notendaviðmótið, hefur alltaf verið að aukast og nú er tahð að 35 til 90 prósent af vinnu for- ritarans fari í að forrita notendavið- mótið. Louis mun einfalda þessa vinnu 100 falt,“ sagði Jóhann Pétur Malmquist, stjómarformaður Softis hf. Fyrirtækið er í eigu yfir 60 fyrir- tækja og einstaklinga og stjóm þess skipa auk Jóhanns Snorri Agnars- son, er stýrt hefur tæknilegri þróun hugbúnaðarins, og Grímur Laxdal er stýrir markaðsmálum. Jóhann og Snorri eru prófessorar við Háskóla íslands en eru í leyfi frá kennslu til að sinna þessu mikilvæga verkefni og eru þeir með starfsaðstöðu á Raunvísindastofnum Háskólans. Til marks um mikilvægi þessa hug- búnaðar mun bandaríska sjónvarps- stöðin CNN greina frá honum nk. sunnudag á besta útsendingartíma sínum. Það var Mímir Reynisson sem átti kveikjuna að þeirri hug- mynd sem síðan er búið að vera að þróaítvöár. -GHK Aðalfundur SH: Fisk vinnslan í lOprósenttapi Guðjón Jónatansson, eftírlitsmaður í Gróttu. Guðjón bendir á að af fugh verði það helst krían sem verði fyrir raski eftir 1. júh. Æðarfuglinn verði farinn. -IBS Aðalfundur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hófst í morgun. í ræðu Jóns Ingvarsson, stjómarformanns SH, í upphafi aðalfundarins, kom meðal annars fram að afkoma fisk- vinnslunnar er mjög bág um þessar mundir. Hún er rekin með 10,3 pró- sent haha um þessar mundir. Sam- kvæmt þessu tapar fiskvinnslan tæp- um 4 milljörðum króna miðað við heht ár. Aftur á móti greindi Jón frá því að hagnaður hefði orðið sem nemur 740 þúsund dohurum, eða rúmar 44 milljónir króna, eftir skatta, á rekstri dótturfyrirtækis SH í Bandaríkjun- um. Hagnaður dótturfyrirtækisins í Englandi varð 373 sterlingspund eða um 38 mihjónir króna. Aðalfundur SH stendur í tvo daga. -S.dór 0lBltASr0 ÞR0STUR 68-50-60 VANIR MENN 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.