Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992.
Undanúrslit
Reykjavíkur-
mótsins í
knattspymu
í kvöld klukkan 20 verður leikið
'til undanúrslita í Reykjavíkur-
mótinu í knattspyrnu. í>á mætast
liö Vals og Fram á gervigrasinu.
í Reykjavíkurraótinu var leikið
í tveimur riðlum og sígraði Fram
í öðrum riðlinum en Fylkir varö
í öðru sæti. í hínum riölinum
sigraði KR en Valur varð í öðru
sætl. Á morgun mætast svo KR
og Fylkir í hinum undanúrslita-
leiknum.
íþróttir í kvöld
Knattspyrna:
Valur-Fram kl. 20.00.
Sjálfsmorð
Maður nokkur í háhýsi á Man-
hattan ákvað skyndilega að fyrir-
fara sér með því stökkva út um
gluggann. Tveir vinnufélagar
hans reyndu að koma í veg fyrir
það og til talsverðra ryskinga
kom.
Tveir menn á næstu hæð fyrir
neöan undruðust gauraganginn
og litu út um gluggann. Þegar sá
í sjálfsmorðshugleiðingunum
náði að losa sig og stökkva niður
var hann gripinn af þeim á neðri
hæðinni. Sá lífsleiði var enn á lífl
síðast þegar fréttist af honum og
orðinn með afbrigðum lífsglaður.
Blessuð veröldin
86-2
Mesti markamunur í landsleik
í handbolta var þegar Sovétmenn
sigruðu Afganistan í ’Anáttuleik
í Ungverjalandi 1981. Leiknum
lauk með sigri Sovétmanna, 86-2.
Helga Braga Jónsdóttir
Danni og djúpsævið bláa
And-leikhúsið hefur hafið sýn-
ingar á leikritinu Danni og djúp-
sæviö bláa eftir leikskáldið og
handritahöfundinn John Patrick
Shanley. Verkið var frumsýnt í
New York og vakti sterk við-
brögð.
í leikritinu segir frá kynnum
Danna og Rúnu sem hittast eina
kvöldstund á sóðalegri krá í
Bronx. Bæði eiga þau mjög svo
vafasama fortíð að baki og hafa
slegið um sig þykkum skráp til
verja fortíð sína. Við kynni þeirra
hefst ófyrirsjáanleg atburðarás
sem stjómast af biturri lífs-
reynslu, sjálfsblekkingum og
sektarkennd þar sem stutt er í
árásargimi þeirra.
Leikstjóri og þýöandi er Ásgeir
Sigurvaldason en með aðalhlut-
verkin fara Helga Braga Jóns-
dóttir og Þorsteinn Guðmunds-
son.
Leikhúsíkvöld
Danni og djúpsævið bláa. Tunglið
kl. 21.00.
Þrúgur reiðinnar. Borgarleik-
húsið kl. 20.00.
Færð á vegum
Vegir eru hálir á suðvesturhorni
landsins, svo sem Hellisheiði,
Þrengsli og Mosfellsheiði. Búist er
við að hálkan hverfi aö mestu þegar
líður á morguninn.
Á Vestíjörðum eru vegir almennt
færir nema Dynjandisheiði, Hálfdán,
Hrafnseyrarheiði, Steingrímsfjarð-
arheiði og Þorskafjarðarheiði eru
ófærar. Talsverð hálka er á ööram
heiðum. Ölfusárbrú er lokuð og verð-
ur það til 25. maí.
Umferðin í dag
Athugið að svæði innan hringsins
á kortinu þurfa ekki að vera ófær.
Það þýðir einungis að þeim er ekki
haldið opnum yfir vetrartímann.
VinirDóra:
Umbúðalausir
„Þetta verða umbúðalausir tón-
leikar þar sem Vinir Dóra munu
spila vandaðan plús fyrir fólk sem
vill hlusta á blús. Hljómsveitin
mum koma til dyranna eins og hún
er klædd,“ sagði Pétur Tyrfmgsson
blúsvinur um tónleika fyrmefndr-
ar hljómsveitar í Duus-húsi i kvöld.
Vildi Pétur taka það fram að tón-
leikarrúr hæfust stundvíslega
klukkan 21.30 og lyki á toistilegum
tima svo að enginn ætti að mæta
syíjaður til vinnu í fyrramálið.
Fyrirþá sem vilja vera tímanlega
í því þá er húsið opnað kl. 20.30 og
kostar 600 krónur inn, en sannir
blúsvinir ættu að fá eyrnafylli sína
af góðum blús fyrir peninginn.
Einnig verður hægt að kaupa á
staðnum á niðursettu verði geisla-
disk með Pinetop Perkins og Vin-
um Ðóra, en þeir tónleikar vora
teknir upp í Púlsinum í nóvember.
Blúsvinir, sem standa fyrir tón-
leikunum í kvöld, steftia að því að
halda svipaða blústónleika öll
fimmtudagskvöld svo eftir tónleika
kvöldsins geta blúsunnendur strax
farið að hlakka til næsta fimmtu-
dags.
Halldór Bragason i Vinum Dóra.
Pólstjaman
Pólstjarnan hefur frá ómunatíð
verið notuö sem leiðarstjama svo
sæfarar og aðrir geti áttað sig á átt-
unum. Pólstjaman er því sem næst
í hánorðri og er einnig kölluð leiðar-
stjaman eða norðurstjaman. Hún er
jafnframt bjartasta stjaman í
stjömumerkinu Litla-bimi og reynd-
ar hluti af þrístimi þó hinar tvær sé
illsjáanlegar.
Stjömumar
Auðveld leið til aö íinna Pólsljöm-
una er að finna first Karlsvagninn.
Björtustu stjömur hans, Alfa og
Beta, mynda línu sem bendir á Pól-
stjömuna eins og sést á kortinu hér
til hliðar. Karlsvagninn er hluti
Stóra-bjamar og er nafn hans annað
hvort tengt Karlamagnúsi keisara
eða ensku heití. sem merkir bónda-
kerra.
Sólsetur í Reykjavík: 22.12
Sólarupprás á morgun: 4.35
©
KEFEIFUR
©
GIR AFFINN
* PÓLSTJARNAN
í hvirfilpunkti yfir Reykjavík
7. maí 1992 kl. 24.00
GAUPAN
• ©
„ P
Karlsvagninn
. S T Ó R I
★ * BJÖRN*
Birtustig stjarna
O ★ ★ ★ • ° O
-1 eða meira 0 1 2 3 eða minni Smástirni Relklstjama
Síödegisflóð í Reykjavík: 21.54
Árdegisflóð á morgun: 10.25
DV
Lágftara er 6-6 'A stundu eftir háflóð.
Hún var ansi syftuð þessi stúlka
þegar DV leit inn á Landspítalan-
um á dögunum. Þetta stúlkubarn
fyrsta bam þeirra Onnu Sigríöar
Amadóttur og Jóns Þórs Björg-
vinssonar frá HafharfirðL Stúlkan
fæddist 18. apríl klukkan 19.14. Þá
mældist hún 50 cm á hæð og vó
8352 grömm eöa rúmlega 13 merk-
37
Robin Williams
RobinWilliams
„Krókur minnir okkur á að ná
góðum samskiptum við börnin
okkar. Tíminn með þeim er dýr-
mætur því hann líður svo hratt
og það er dásamlegt að skynja aö
maður getur verið fullorðinn og
barn á sama tíma,“ segir Robin
Williams sem leikur Pétur Pan.
Robin Williams vann sig upp
sem gamanleikari á sviði, varð
fljótlega þekktur skemmtikraftur
og kom fram í fjölda þekktra sjón-
varpsþátta. Hann lék í myndum
eins og Popeye, The World Acc-
ording to Garp, The Survivors og
Moscow on the Hudson. Síðan
var hann tilnefndur til óskars-
verðlauna fyrir leik sinn í Good
Morning, Víetnam og Dead Poets
Society. Síðan hefur hann leikið
í The Adventures of Baron Munc-
hausen, Dead Again, The Fisher
King og Krók.
Bíó í kvöld
Nýjar kvikmyndir
Hr. og frú Bridge. Regnboginn.
Út í bláinn. Saga-Bíó.
Höndin sem vöggunni ruggar.
Bíóborgin.
Skellum skuldinni á vikapiltinn.
Bíóhöllin.
Mitt eigið Idaho. Laugarásbíó.
Refskák. Háskólabíó.
í klóm arnarins. Bíóborgin.
Krókur. Stjörnubíó.
Gengið
Gengisskráning nr. 85. - 7. maí 1992 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 58,520 58,680 59,440
Pund 105,172 105,460 105,230
Kan. dollar 48,899 49,033 49,647
Dönsk kr. 9,2760 9,3014 9,2683
Norsk kr. 9,1810 9,2062 9,1799
Sænsk kr. 9,9436 9,9708 9,9287
Fi. mark 13,1950 13,2311 13,1825
Fra. franki 10,6482 10,6773 10,6290
Belg.franki 1,7427 1,7475 1,7415
Sviss. franki 38,9096 39,0160 38,9770
Holl. gyllini 31,8537 31,9408 31,8448
Vþ. mark 35,8578 35,9559 35,8191
It. líra 0,04768 0,04781 0,04769
Aust. sch. 5,0953 5,1093 5,0910
Port. escudo 0,4293 0,4305 0,4258
Spá. peseti 0,5728 0,5744 0,5716
Jap. yen 0,44251 0,44372 0,44620
Irskt pund 95,651 95,912 95,678
SDR 80,8471 81,0682 81,4625
ECU 73,6269 73,8282 73,6046
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Krossgáta
✓ 3 Ý á 1 4 7
8 1 \
>0 u 1 tt
I 13'
'sr )(P I 1
/F" n ,4 To
u 1
Lárétt: 1 ullarkemba, 6 átt, 8 espa, 9 end-
uðu, 10 hæfni, 12 stúlka, 13 farfi, 15 dygg-
an, 17 drykkur, 18 ró, 19 mæli, 21 hugi-
laus, 22 hreyfist.
Lóðrétt: 1 minnst, 2 kliður, 3 kvittur, 4
gabbaði, 5 tvflftjóði, 6 bjart, 7 eðja, 11 elri,
12 frygð, 14 spjót, 16 blaut, 18 þegar, 20 uð.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 vol, 4 sofa, 8 æfing, 9 ær, 10
snauð, 12 titt, 14 nam, 16 il, 18 ranga, 20
sóa, 21 runu, 22 afar, 23 ýr.
Lóðrétt: 1 vætti, 2 ofsi, 3 lin, 4 snatar, 5
og, 6 fæða, 7 arm, 11 unnur, 13 traf, 15
maur, 17 lóa, 19 gný, 20 sí.