Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Side 25
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992.
33
Tilkyimingar
Nýlegur lykill fannst
(Uni3/Silca) fyrir vestan Kjarvalstaöi.
Sími 28986.
Norrænt þing mynd-
menntakennara
verður haldiö í sumar á Akureyri. Það
hefst mánudaginn 29. júní og lýkur fostu-
daginn 3. júlí. Norrænir myndmennta-
kennarar hafa í 25 ár skipst á að halda
þessi þing sem kailast „Nordisk kurs“. Á
þingið er, ráðgert að komi um 100 noræn-
ir myndmenntakennarar af öllum skóla-
stigum sem munu taka þátt í skapandi
vinnu, fræðast á fyrirlestrum og kynna
sér eða segja frá nýstárlegum verkefnum
sem unnið er að innan skólanna. Ferða-
skrifstofa íslands sér um almenna skipu-
lagningu þingsins, þ.á m. gistingu á Hót-
el Eddu og fæði. Þeir sem áhuga hafa á
að taka þátt í NK ’92 er bent á að þátttöku-
tilkynningar eiga að berast Ferðaskrif-
stofúnni fyrir 15. apríl nk. Á meðan þing-
ið stendur yfir verður m.a. farið í siglingu
um Eyjafjörö, bæjarstjóm Akureyrar
býður þinggestum til kvöldverðar, farin
verður dagsferð til Mývatns en þinginu
lýkur með hátiðarkvöldverði fóstudag-
inn 3. júlí.
„Strákarnir í hverfinu“
Stjömubíó hefur nú um nokkurt skeið
sýnt hina athyglisverðu kvikmynd leik-
stjórans Johns Singleton, „Boz n the
Hood“ eða „Strákamir í hverfinu".
Myndin hefur hlotið veröskuldaða at-
hygli og einróma lof enda tekur hún á
vandamáli sem er í brennidepli þessa
stundina; vanda svartra í Bandaríkjun-
um. Myndin gerist í South Central-hverfi
í Los Angeles, einmitt þar sem mestu
óeirðimar og gripdeildimar áttu sér stað
í róstum og uppþotum undanfarinna
daga. Margir hafa lagt leið sína í Stjömu-
bíó til að kynnast þessu vandamáli í ná-
vigi. Myndin gefúr glögga mynd af
ástandinu í hverfum svartra, vonleysi
þeirra og innri baráttu. John Singleton
skellir ekki allri skuldinni á hvíta heldur
segir þeldökku fólki að ráðast að rótum
vandans og rækta sinn eigin garð. „Boyz
n the hood“ verður sýnd næstu daga í
Stjömubíói.
Frá Rannsóknastofnun Há-
skóla íslands
Föstudaginn 8. mai kl. 15.15 heldur Ólafúr
Jón Arinbjömsson fyrirlestur í Kennara-
háskóla íslands, stofu B-301. Fyrirlestm'-
inn kailar höfundur Erlenda strauma í
uppeldi og kennslu frá lokum átjándu
aldar fram á fyrstu áratugi tuttugustu
aldar.
Sveinn Ingimarsson í nýju búðinni.
DV-mynd Sigrún
Sérverslun fyrir skotveiðimenn
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum;
Nýlega var opnuð á Egilsstöðun).
verslunin Veiðikofinn. Það er sér-
verslun fyrir skotveiðimenn, sú eina
utan Reykjavíkursvæðisins.
Þar verða til sölu allar helstu vörur
sem skotveiðimenn þurfa á að halda.
Eigendur eru Sveinn Ingimarsson og
Heiðrún S. Sigurðardóttir.
Sveinn hefur stundað hreindýra-
veiðar í nokkur ár og nú nýlega felldi
hann nokkur dýr fyrir Geislavarnir
ríkisins. Veiðikofinn verður fyrst um
sinn opinn um helgar og á kvöldin.
Nauðungaruppboð
Að kröfu Magnúsar Ólafssonar bónda, Efra-Skarði, Hvalfjarðarstrandar-
hreppi, verða seld á opinberu uppboði 4 ung hross. Uppboðið fer fram í
Tungu í Hvalfjarðarstrandarhreppi laugardaginn 16. maí kl. 14.
Hreppstjóri Hvalfjarðarstrandarhrepps
FOREIGN-BORN ARTISTS!
An exhibition of foreign-born artists living in lceland
is planned for may 28 in Gallerí 8.
Those intersted in exhibiting, please call (91)
622-245 or (91) 622-272.
Organized in association with the newspaper For-
eign Living.
Austurstræti 8
101 Reykjavík
Leikhús
Leikfélag Akureyrar
Islandsklukkan
eftir Halldór Laxness
Föstud. 8. maí kl. 20.30.
Laugard. 9. mai kl. 20.30.
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Mlðasala er i Samkomuhúslnu, Hafnar-
strætl 57. Miðasalan er opin alla vlrka daga
kl. 14-18 og sýnlngardaga tram að sýn-
ingu. Slmsvarl allan sólarhringlnn.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími I miðasölu; (90) 24073.
AND
LEIKHÚSÐ
íTunglinu (Hýjabíói)
DANNI
OG DJÚPSÆVIÐ BLÁA
eftlr John Patrick Shanley
leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar
2. sýning í kvöld kl. 21.
3. sýnlng sunnud. 10. mai kl. 21.
4. sýning flmmtud. 14. mai kl. 21.
5. sýnlng sunnud. 17. mai kl. 21.
Mlðaverðkr. 1200.
Miðapantanir i síma 27333.
Mlðasala opin sýnlngardagana frá kl. 19.
LEIKHÚSTILBOÐ Á PÍSA
GARÐALEIKHÚSIÐ
sýnir
LUKTARDYR
eftir J.P. Sartre
i Félagsheimili Kópavogs.
6. sýn. föstud. 8. mai kl. 20.30.
7. sýn. laugard. 9. mai kl. 20.30.
Siðustu sýningar.
MIÐAPANTANIR ALLAN SOLAR-
HRINGINNÍSÍMA 44425.
í
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
ELÍN HELGA' GUÐRÍÐUR
eftir Þórunni Siguröardóttur
Fös. 8.5, fös. 15.5, lau.16.5.
EMIL
í KATTHOLTI
eftir Astrid Lindgren
Lau. 9.5. kl. 14, örlá sæti laus, og kl. 17,
örlá sæti laus, sun. 10.5. kl. 14, örfá sæti
laus, og kl. 17, örfá sæti laus, sun. 17.5.
kl. 14 og kl. 17, lau. 23.5. kl. 14 og kl. 17,
sun. 24.5. kl. 14 og kl. 17,fim. 28.5. kl. 14,
sun. 31.5. kl. 14 og kl. 17.
MIÐAR Á EMILIKATTHOLTISÆKIST
VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELDIR
ÖÐRUM.
LITLA SVIÐIÐ
í HÚSIJÓNS ÞORSTEINSSONAR,
LINDARGÖTU 7
KÆRA JELENA
eftir Ljudmilu Razumovskaju.
Lau. 9. mai kl. 20.30, uppselt.
Uppselt er á allar sýnlngar tll og með sun.
31.5.
EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM I
SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR
ÁKÆRU JELENU
SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU
ELLA SELDIR ÖÐRUM.
SMÍÐAVERKST ÆÐIÐ
Genglð inn frá Lindargötu
ÉG HEITIÍSBJÖRG,
ÉG ER LJÓN
eftir Vigdisi Grimsdóttir.
Lau. 9.5. kl. 20.30, sun. 10.5. kl. 20.30, fim.
14.5. kl. 20.30, sun. 17.5. kl. 20.30.
SÝNINGUM FER FÆKK-
ANDIOG LÝKURÍVOR.
EKKIER UNNT AÐ HLEYPA
GESTUM INN í SALINN
EFTIR AÐ SÝNING HEFST.
MIÐAR Á ÍSBJÖRGU SÆKIST VIKU
FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐR-
UM.
Miöasalan er opin frá kl. 13-18 alla
daga nema mánudaga og fram að
sýningum sýningardagana. Auk þess
er tekið á móti pöntunum i síma frá
kl. 10 alla virka daga.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
GRÆNA LÍNAN 99-6160.
HÓPAR 30 MANNS EÐA FLEIRIHAFI
SAMBAND ÍSÍMA11204.
LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ:
ÓSÓTTAR PANTANIR
SELJAST DAGLEGA.
LEIKFÉLAG
REYKIAVÍKUR
Simi680680
as
ÍOA '
ÞRÚGUR REIÐINNAR
Byggt á sögu
JOHNS STEINBECK
Leikgerð: FRANK GALATI
STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.
í kvöld. Uppselt.
Föstud. 8. mai. Uppselt.
Laugard. 9. mai. Uppselt.
Þriðjud. 12. mai. Uppselt.
Fimmtud. 14. mai. Uppselt.
Föstud. 15. mai. Uppselt.
Laugard. 16. mai. Uppselt.
Sunnud. 17. mai.
Þriðjud. 19 mai. Uppselt.
Fimmtud. 21. mai. Uppselt.
Föstud. 22. mai. Uppselt.
Laugard. 23. mai. Uppselt.
Sunnud. 24. maí.
Þriðjud. 26 mai. Fáein sæti laus.
Mlðvlkud. 27. mai.
Flmmtud. 28. mai. Uppselt.
Föstud. 29. mai. Uppselt.
Laugard. 30. mai. Uppselt.
Sunnud. 31. mai.
Þriðjud. 2. júni.
Miðvikud.3. júní.
Föstúd. 5. júni. Uppselt.
Laugard. 6. júní. fáein sætl laus.
Miðvikud. 10. júni.
Flmmtud. 11. júní.
ATH. SÝNINGUM LÝKUR 20. JÚNÍ NK.
MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR
SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖÐRUM.
ÓPERUSMIÐJAN
sýnir i samvinnu
við Leikfélag Reykjavikur:
LA BOHÉME
eftir Giacomo Puccini.
Sunnud. 10. mai. Uppselt.
Mlðvikud. 13. mai. Uppselt.
AUKASÝNING: Mlðvlkud. 20. mai.
Allra síðasta sýning.
SIGRÚN ÁSTRÓS
eftirWilly Russell.
LITLA SVIÐIÐ KL. 20.
Föstud. 15. mai. Uppselt.
Laugard. 16. mai. Fáeln sæti laus.
Föstud. 22. mai.
Laugard. 23. mai.
ATH. AÐEINS10 SÝNINGAR.
Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20
nema mánudaga frá kl. 13-17.
Miðapantanir í sima alia virka daga
frá kl. 10-12.
Sími680680.
Faxnúmer: 680383.
Leikhúslinan 99-1015.
Greiðslukortaþjónusta.
Leikfélag Reykjavikur.
Borgarleikhús.
Silfurlínan, sími 616262
Síma- og viövikaþjónusta fyrir eldri borg-
ara alla virka daga milli kl. 16 og 18.
Félag eldri borgara
Opiö hús í Risinu kl. 13-17. Dansaö i Ris-
inu kl. 20.
Dagmæður
Hinn árlegi vorfagnaður verður haldinn
í Laufásborg laugardaginn 23. maí. Vin-
samlegast tíikynnið þátttöku í símum
73359 Og 76193.
Heart2Heart
Eins og kunnugt er hefur Toyota stutt
dyggilega við bakið á söngflokknum He-
art 2 Heart sem keppir fyrir íslands hönd
í söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva 9. maí nk. í tilefni af þessu sam-
starfi hefur Toyota látið gera glæsilegt,
litprentað plakat af söngflokknum og
býður þeim sem vilja eignast þetta plakat
að vitja þess hjá næsta sölu- eða þjónustu-
aðila Toyotu, hvar sem er á landinu, og
verður plakatið afhent endurgjaldslaust.
Bústaðakirkja
Mömmumorgunn kl. 10.30.
Hallgrímskirkja
Kvenfélag Hailgrímskirkju heldur fund f
kvöld kl. 20.30.
Laugarneskirkja
Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í
Safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.
Kársnesprestakall
Starf með öldruðum í dag kl. 14 í safnað-
arheimiiinu Borgum.
Hjalla- og Digranessóknir
Foreldramorgnar eru að Lyngheiði 21,
Kópavogi, fostudaga kl. 10-12.
Neskirkja
Biblíulestur í kvöld kl. 20 í safnaðarheim-
ili kirkjunnar í umsjá sr. Franks M. Hall-
dórssonar.
Tónleikar
Tónleikar á Púlsinum
Fimmtudaginn 7. maí gengst margmiöia
listafélagið Infemo 5 listmiðlun fyrir tón-
leikum hljómsveitarinnar Infemo 5 á
Púlsinum v/Vitastíg 3 og að venju verður
veislan í myndum, tónum og orðum.
Hljómleikamir hefjast kl. 23.30 og er að-
gangseyrir 500 krónur.
Hljómsveitin Bleeding
Volcano
er með tónleika í Gijótinu, Trggvagötu,
í kvöld, fimmtudag, kl. 22. Er þetta fyrstu
tónleikar hljómsveitarinnar síðan í des-
ember.
Uppskeruhátíð Árs söngsins
í Laugardalshöll
Sönghátíð verður fyrir alla fjölskylduna
í Laugardalshöllinni á vegum fram-
kvæmdanefndar um Ár söngins laugar-
daginn 9. maí kl. 15-17. Aðgangur er
ókeypis. Allir þeir sem hafa gaman af
söng eru hvattir tíl að mæta og taka þátt
í söngskemmtun.
Firndir
Kórkynning í Seljakirkju
Kynningarfúndur kvennakórsins
„Syngjandi Sefjur" verður í Kirkjumið-
stöðinni fimmtudaginn 7. mai kl. 20.30.
Konur á öllum aldri velkomnar.
Félag fráskilinna
heldur fund á morgun, fóstudaginn 8.
maí, kl. 20.30 í Risinu, Hverfisgötu. Nýir
félagar velkomnir.
Kvenfélag Fríkirkjunar í Rvík
heldur fund í kvöld kl. 20.30 í safnaðar-
heimilinu. Spilað verður bingó. Kaffiveit-
ingar.