Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992.
LífsstíU
DV kannar verð í matvöruverslunum:
Mikill verðmunur
á kartöflum
Neytendasíöa DV kannaöi að þessu
sinni verð í eftirtöldum matvöru-
verslunum; Bónusi Skútuvogi,
Fjarðarkaupi Hafnarfirði, Hagkaupi
Laugavegi, Kaupstað Garöabæ og
Miklagarði við Sund.
Bónusbúðimar selja sitt grænmeti
í stykkjatali á meðan hinar saman-
burðarverslanirnar selja eftir vigt.
Til þess að fá samanburð þar á milli
ar grænmeti í Bónusi vigtað og um-
reiknað eftir meðalþyrigd yfir í kíló-
verð.
Neytendur
Að þessu sinni var kannað verð á
bláum vínberjum, rauðri pariku,
kartöflum, rófum, perum, appelsín-
um, blómkáli, 400 g af Cocoa Puffs, 1
kg af náutafiUet, 75 g Lux sápu, 33
cl af Egils pilsner og 400 g af viðbitinu
Léttu og laggóðu.
Ekki munaði nema 33 af hundraði
á hæsta og lægsta verði á bláum vín-
berjum en oftast munar talsvert
meiru. Blá vinber fengust ekki í Bón-
Það er um að gera fyrir neytandann að velta fyrir sér vöruverðinu áður en keypt er.
usi en verðið var 169 í Fjaröarkaupi,
174 í Miklagarði, 198 í Kaupstað og
Hæsta og lægsta verð
Nautafillet
1750r
1700!
1650:
1600:
1550
Kaup-
staður
■ siaoi
■
II
Létt og laggott
190
170
150
130
110
Hæst Lægst
Egils pilsner
100
80
60
40
20
||] Bónus
II
Hæst Lægst
Cocoa puffs
Blómkál
150
120
Hæst Lægst
210
Hæst Lægst
Lux sápa 75 g
30
224 í Hagkaupi. Rauð paprika fékkst
ekki í Bónusi en verðið var lægst í
Miklagarði, 386 krónur. Rauð papr-
ika kostaði 399 í Fjarðarkaupi, 445 í
Hagkaupi og 448 í Kaupstað. Þar er
munurinn á hæsta og lægsta verði
enn lægri eöa aðeins 16%.
Kartöflur eru á góðu verði víðast
hvar en hafa oft verið betri að gæð-
um. Á þessum árstíma eru kartöflur
að vísu sjaldan mjög góðar. Verðiö
var 20 í Bónusi, 24 í Miklagarði, 33 í
Fjarðarkaupi, 75 í Kaupstað og 95 í
Hagkaupi. Munur á hæsta og lægsta
verði er þar af leiðandi mikill eða
375%. Rófur fengust ekki í Bónusi en
lægsta verðið var að finna í Mikla-
garði, 53 krónur. Þar á eftir komu
Fjarðarkaup og Hagkaup með 56 og
Kaupstaöur með 78 króna kfióverð.
Munur á hæsta og lægsta verði er
47 af hundraði.
Perur voru á lægsta veröinu í Bón-
usi, 80 krónur, en síðan komu Mikli-
garöur með 96, Fíarðarkaup og Hag-
kaup með 135 og Kaupstaöur með
137. Þar mælist munur hæsta og
lægsta verðs vera 71 af hundraði.
Munur hæsta og lægsta verös á app-
elsínum er heil 148%. Appelsínur
voru á 48 krónur kílóið í Miklagarði
75 í Bónusi og Fíarðarkaupi, 98 í
Kaupstað og 119 krónur í Hagkaupi.
Blómkál var á lægsta verðinu í
Miklagarði, 63 krónur kílóið en verð-
ið var 98 í Hagkaupi, 109 í Kaupstað,
135 í Fjarðarkaupi en fékkst ekki í
Bónusi. Munur hæsta og lægsta
vérðs reiknast vera 114%. Munur á
hæsta og lægsta verði á Cocoa Puffs
er aftur á móti ekki nema 16 af
hundraði enda er hann að jafnaði
mun minni á pakkavöru heldur en
ávöxtum og grænmeti. Cocoa Puffs
kostaði 172 í Bónusi, 174 í Mikla-
garði, 183 í Fjarðarkaupi, 191 í Hag-
kaupi og 199 í Kaupstað.
Nautafillet fékkst ekki nema í
tveimur verslunum af 5 í könnun-
inni. Verðið var 1.685 krónur á kílóið
í Kaupstað og 1.695 í Hagkaupi. Verð-
munur hæsta og lægsta verðs er tæpt
1%. Lux sápa kostar 21 í Bónus þar
sem verðið var lægst, 23 í Fjarðar-
kaupi og Hagkaupi, 25 í Kaupstað en
fékkst ekki í þessari stærð í Mikla-
garði. Munur hæsta og lægsta verðs
er 19 af hundraði.
Egils pilsner er á 54 krónur í Bón-
usi, 59 í Hagkaupi, 73 í Kaupstað og
74 í Fiarðarkaupi. Egils pilsner
fékkst ekki í þessari umbúöastærð í
Miklagaröi en munur hæsta og
lægsta verðs er 37%. Létt og laggott
Appelsínumar
hækka í verði
Ef línurit vikunnar eru skoðuð
sést að meðalverð er á niðurleið
í fimm tilfellum af 6, en í einu
tilfelli hækkar það töluvert. Þeg-
ar fer að líða að sumri er ekki
óeðlilegt aö verð á ýmsum teg-
undum ávaxta og grænmetis fari
lækkandi.
Meðalverð á rófum var á upp-
leið frá byrjun mars og fram í
miðjan apríl en hefur nú tekiö
stefnuna niður á við. Meðalverð
þeirra er nú 61 króna kílóiö. Með-
alverð á kartöflum var mjög stöð-
ugt í byijun árs en hefur síðan
tekið breytingum frá lokum
mars. Meðalverðið er nú 49 krón-
ur, heldur lægra en síðast þegar
verðiö var kannað.
Meðalverð á rauöri papriku var
lágt í byijun árs en hækkaði mik-
ið í miðjum marsmánuði og fram
í apríl. Það er nú farið að lækka
á ný og er nú 420 krónur. Meðal-
verö á appelsínum var óvenjulágt
í mars og apríl en tekur nú tölu-
vert stökk upp á við um meira
en 20 krónur á kílóið. Meðalverð-
ið er nú 83 krónur.
Meðalverð á bláum vínbeijum
hefur farið lækkandi jafnt og þétt,
var rúmar 250 krónur kílóið í
byijun mars en er nú komið nið-
ur í 191 krónu. Meðalverð á per-
um hefur verið töluvert rokkandi
síöustu þrjá mánuði. Það var 135
í lok febrúar, tæpar 100 krónur í
lok mars, 130 í miðjum apríl en
er nú 117 krónur.
-ÍS
DV-mynd GVA
var á 143 krónur dósin í Bónusi, 145
í Miklagarði, 160 í Fjarðarkaupi, 168
í Kaupstað og 171 í Hagkaupi. Mun-
urinn er 20 af hundraði á hæsta og
lægstaverði. -ÍS
Sértilboð og afsláttur:
Karlmanns-
og kven-
nærbuxur
í sértilboðura Bónuss kennir
ýmissa grasa. Meðal þeirra má
telja karlmannsnærbuxur, 3 stk.
saman, sem seldar eru á 335 krón-
ur, kvennærbuxur, 4 saman, sem
eru á aðeins 225 krónur. Einnig
Vesterlund danskar kökur, 4 teg-
undir, sem vega 400 g og eru á
veröinu 139 krónur eða 199 og að
síðustu Giant grillkol, 3 kg, sem
kosta 279 krónur pokinn.
í Fiarðarkaupi voru á sértilboði
arinars flokks græn vínber sem
kostuðu aöeins 295 krónur, 5 kg
pakkL Einnig AB súrmjólk í 'A
litra fernum á 56 eða 1 litri á 103,
Soy king sojasósa, 150 ml, sem
seld er á 119 og Toffypops súkku-
laðikex með karamellufyllingu,
125 gramma pakki, á 89 krónur.
í Hagkaupi voru tekin upp í dag
sértilboð sem gilda út vikuna.
Meðal þeirra má telja danskar
Hverdag vorrúllur, 10 stk. á 259,
Heinz tómatsósa, 575 ml á 89,
Lybby’s perur í 'A dós á 59 og
Wella hárlakk, 300 ml á 249 og
íroða í sörau tegund sem kostar
199 krónur.
í Kaupstaðarversluninni
Garðabæ er Sparís í 2 lítra um-
búðum á 298 króna tilboösverði,
AB súrmjólk *A 1 á 59 og 1 1 á
lil, Jumbo bleiur, 45 stk. í pakka
á 499 krónur og Hy Top Saltines
saltkex sem er á góöu verðí, 453
gramma pakki ó 59 krónur.
í Miklagarði er tilvalið á grillið
þurrkryddað lambalæri fra KEA
á tilboði á 822 krónur kílóið, einn-
ig kryddaöar lambakótilettur á
650 krónur. Til víðbótar má telja
Ma ling sveppi í dós, 184 g á 39
krónur og Mount Blephant anan-
as i dós, 425 g á 42 krónur dósin.
-is