Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 3
3 I FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992. Fréttir Eiturbirgðir á lóð Stálvíkur 1 Garðabæ: Þúsundir lítra af sýru Um 10 þúsund lítrar af saltsýru hafa um nokkurra ára skeiö legið umhiröulaust í ólæstum skúr á lóð skipasmíðastöðvarinnar Stálvíkur í Garðhæ. Fyrirtækið varð gjald- þrota um miðhik ársins 1990 og hefur starfsemin legið niðri síðan. Nokkuð mun hafa verið um að óviðkomandi hafi átt leið um svæð- ið, þar á meðal böm. Nú hefur ver- ið neglt fyrir dyr skúrsins en eftir liggur eitrið. Meðan starfsemi var í skipasmíðastöðinni var saltsýran notuð til að hreinsa stál við suðu. í umhverfisráðuneytinu kannast menn við eiturbirgðimar á lóð Stálvíkur. Að sögn Sigurbjargar Sæmundsdóttur er það verkefni heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar að sjá um eftirlit og grípa til nauð- synlegra aðgerða á lóðinni sé þess þörf. Sinni eftirlitið ekki þessu hlutverki sínu sé það hlutverk Hollustuvemdar að grípa í taum- ana. Að sögn Guðmundar Einarsson- ar, forstöðumanns heilbrigðiseftir- Uts Hafnarfjarðar, er honum vel kunnugt um að sýran sé geymd í húsinu. Hann segir það hlutverk Iðnlánasjóðs, sem fer með eignir þrotabús Stálvíkur, að sjá til þess að óviðkomandi komist ekki í þetta stórhættulega efni. Aðspurður seg- ir hann strangar reglur gilda um geymslu á saltsým en kvaðst ekki vita hvort þeim reglum væri full- nægt á lóð Stálvíkur. -kaa Forstjóri Iðnlánasjóðs: Viljum alls ekki vera „Þessar saltsýrubirgðir koma mér mjög á óvart. Við gerðurn okk- ur ekki grein fyrír aö þetta efni væri þama á lóðinni. Við viljum alls ekki vera kærulausir á þessu sviði. En þegar maður veit ekki um hlutina þá er erfitt við þá að eiga. Ég mun hins vegar nú þegar gera ráðstafanir til að fá þetta fjarlægt," segir Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs. Bragi segir Iðnlánasjóð hafa eign- ast eignir Stálvíkur fyrir nokkrum mánuðum á nauðungaruppboði og þar með koíánn þar sem saltsýran er geymd. Fljótlega hafi eignimar verið leigðar Gámaþjónustunni sem nú beri ábyrgð á þeirri starf- semi sem íram fer á lóð Stálvíkur. Engu að síður segist hann ætla sjáifur að hlutast tii um að saltsýr- an verði fjarlægö sem fyrst, áður en slys hlýst af. -kaa í þessu kofaskrifli á lóð skipasmíðastöðvarinnar Stálvíkur leynast 10 þúsund litrar af saltsýru. Neglt hefur verið fyrir dyrnar en til skamms tíma gátu börn og aðrir hindrunarlaust komist að eitrinu. Starfsemi skipa- smiðastöðvarinnar lagðist af fyrir tveimur árum við gjaldþrot fyrirtækisins. DV-mynd Hanna Frumvarpiö um ESS-samninginn: Getur stangast á við 42. grein þing- skapalaganna - sagði Ólafur Ragnar Grímsson á Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, fór í ræðu- stól á Alþingi í fyrradag til að vekja athygli forseta Alþingis á því að frumvarp til laga um EES-samning- inn, sem fyrirhugað er að leggja fram einhvem næstu daga, stangist hugs.- anlega á við 42. grein þingskapalaga. Ólafur sagði að margir lögfróðir menn héldu því fram að EES-samn- ingurinn stangaðist á við stjórnar- skrá íslands. í 42. grein þingskapar- laga segir að frumvarp, sem felur í sér breytingar á stjómarskrá og stjómskipun íslenska lýðveldisins, beri að flytja sem slíkt. Frumvarpi, sem felur í sér þessar breytingar en er ekki flutt sem stjómskipunar- eða stjómarskrárfrumvarp, ber forseta Alþingis að vísa frá. „Það hvflir því sú skylda á forseta Alþingis, samkvæmt 43. grein þing- skapa, að vísa frá venjulegum frum- vörpum sem fela í sér breytingar á stjómarskránni. Ýmsir mætir menn telja að samningurinn um evrópskt efnahagssvæði og frumvarp, sem fæh þann samning í sér, stangist það mikið á við stjórnarskrá lýðveldisins að í því felist hreytingar á henni. Þess vegna er ljóst að það mun koma til þess að forseti þurfi að meta hvort frumvarpið er flutt samkvæmt 42. grein stj órnarskrárinnar, “ sagði Ól- afur Ragnar. Hann sagðist þess vegna hafa sett fram það sjónarmið að áður en frum- varpið kæmi til meðferðar á þingi verði Alþingi búið að meta þaö með ákveðnum hætti hvort EES-samn- ingurinn stenst stjómarskrá og stjómskipun lýðveldisins eða hvort breyta þarf stjómarskránni til þess að samningurinn verði gildur. -S.dór TORFÆRA Bílabú&ar Benna iDekk JOSEPS LAUGARDAGINN 9. MAÍ KL. 14.00 HVER ER ÞESSI TANNLÆKNIR MEÍ) BEYGJUR AÐ AFTAN OG FRAf?WhKOG RISASTORA VÉL? e| AaNN SVÍI EÐA ÍSLENDINGUR JEPPAKLJÚBBUR REYKJAVÍKUR BílavJm buðimm BenSa ÞAH SEM ALLT FÆST í JEPPANN ÍSLAND - SVÍÞJÓÐ TORFÆRA geymdar í kof askrif li - elnungis nýlega neglt fyrir dyr til að hindra aðgang bama

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.