Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992. 9 Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum: Landssjóður Færeyja tapaði 40 milijónum danskra króna - cða nær 400 miHjónum íslenskra - þegar sex skip með ríkisábyrgð voru seld á nauðungaruppboði. Skipin voru öll gömul, smiöuö fyrir 20 til 30 árum. Á undanfomum árum hefur landssjóðurinn orðið fyrir: mikl- ; um skakkafóllum vegna Jjess að ábyrgðir vegna skipakaupa og smíða hafa fallið á hann. Nú er hins vegar að rofa til því skipin sex voru þau seinustu sem sjóð- urinn ábyrgðist kaup á. Dæmdurfyrir aðafneitaút- rýmingarbúðum nasista Breski sagnfræöingurínn David Irving var dæmdur í 10 þúsund marka sekt í Þýskalandi fyrir aö halda því fram í opinber- um fyrirlestrum að útrýmingar- herferö nasista á hendur gyðing- um væri uppspuni og búðimar alræmdu í Auschwitz fólsun. Irving þarf þvi aö 36 þúsund krónur fyrir sannfæringu sína. Dómarinn sagði við uppkvaðn- ingu að voðaverk nasista væru söguleg staðreynd. Hinn dæmdi heföi hins vegar hagnast á að halda öðru fram. Fylgísmenn Ir- vings voru fjölraennir í réttar- salnum og hlógu aö skoðun dóm- arans. Lifðitvöföldu ■£#■! ÍL-Ml Jt- Iet i i neilt ar Kona nokkur í Frederikshavn í Danmörku lifði tvðfóldu lifi i heilt ár því á sama tíma og hún vann sera almennur launamaður við bókhald hjá húsgagnafyrirtæki dró hún sér andvirði 10 raiiijóna íslenskra króna úr sjóðum fyrir- tækisins. Konan er gift og á böm en Ijöl- skyldan naut ekkl fjámiunanna sem konan dró sér. Samt er ekki króna eftir af aukatekjunum og konan neitar að segja hvaö af fénu varö. Hun virðist þvi hafa lifaö tvöfoldu lífi. SJöta'iiogtveir Uaðamenn drepnirviðstörf Á síðasta ári voru 72 blaðamenn drepnir við störf sín víöa um heim. Svo sem vænta máttí kost- aði stríðið í Júgóslavíu flest lif blaðamanna. Þar féllu 15 og á þessu ári hefur ekkert lát orðið á mannfalli í liði blaðamanna. í Suöur-Ameríku er þessi starfsgrein einnig hættuleg þrí í álfunni létu tuttugu blaðamenn lífið við störf sín. I Lettlandi fór- ust Ijórir blaðamemi og aörír fjór- ir i öðrúm hiutum göinlu Sovét- ríkjanna. bamsvínbúð Sautján ára gömul ófrísk stúlka í Preston á Englandi kom á dög- unum inn í vinbúö en gat ekki; sinnt erindi sínu því fæðingar- hriðiraar hófust um leið og hún kom inn í búðina. Afgreiðslumennímir brugðu á þaö ráð að fiyija stúlkuna inn á lagerinn og þar íæddi hún son án teljandi erfiöleikaáður en sjúkra- bíll kom á staðinn. Útiönd George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti óeirðasvæðin i Los Angeles í gær og lýsti yfir bjartsýni á framtíð borgarinnar. Símamynd Reuter Bush á ferö um Los Angeles: Fullviss um að borgin nái sér „Þessi borg verður endurbyggð og ég er þess fullviss að ný tækifæri munu skapast," sagði George Bush Bandaríkjaforseti við messu í Los Angeles í gær þar sem hann er í heimsókn tíl að kanna skemmdimar sem urðu þar í óeirðunum í síðustu viku. Bush eyddi deginum í fátækra-' hverfum borgarinnar sem hann sér ekki oft á ferðum sínum og þar heyrði hann hvert ákallið á fætur öðm um hjálp frá íbúunum. Bush var bjartsýnn á að borgin mundi ná sér aftur eftir þessar verstu kyn- þáttaóeirðir sem hafa orðið í Banda- ríkjunum á öldinni og ný tækifæri mundu skapast fyrir íbúana. Hann sagði síöar aö hann væri hneykslað- ur á því „gegndarlausa ofbeldi" sem reiö yfir Los Angeles í óeirðunum eftir að fjórir hvítír lögregluþjónar vom sýknaðir af ákæru um aö ganga í skrokk á blökkumanni. Þijátíu og sex klukkustunda heim- sókn Bush tíl Los Angeles lýkur í dag. Á ferð sinni um borgina hitti hann hvarvetna fólk sem sagði hon- um aö stjórnvöld hefðu vanrækt það. Reuter Aukin bjartsýni 1 Evrópu: Ef nahagslíf ið að rétta úr kútnum „Þetta er enginn uppgangur en það hefur orðið breyting. Ef núverandi hagvöxtur heldur áfram megum við eiga von á frekari fjárfestingum fyr- irtækja með haustinu," segir Albert Merlin, aöalhagfræðingur franska fyrirtækisins Saint-Gobain. Efnahagslif Evrópuríkja er aö rétta úr kútnum eftir langvarandi stöðnun og kreppu. Og þótt vöxturinn sé hæg- ur eru fjármálasérfræðingar bjart- sýnni nú á aíkomu fyrirtækjanna en þeir voru fyrir nokkrum mánuðum. Þessar upplýsingar koma fram í grein í Evrópuútgáfu bandaríska blaösins Wall Street Journal fyrr í vikunni. Þar segir að jafnvel í at- vinnugreinum þar sem ekki er spáð miklum hagnaði séu menn þó á því að hið versta sé afstaðið. Margir þættir leggjast á eitt í að auka mönnum bjartsýni á framtíð- ina. Eiim þeiira er batinn sem hefur gert vart við sig í bandarísku efna- hagslífi, svo og styrk staða dollarans. Það hefur leitt til aukinnar eftir- spumar eftir ýmsum útflutningsvör- um Evrópuþjóðanna og um leið hafa tekjur evrópskra fyrirtækja meö útibú í Bandaríkjunum vaxiö. Þá hefur meiri kraftur í efnahagslífi Þýskalands en búist var viö í upp- hafi ársins einnig haft jákvæð áhrif. Sérfræðingar búast við að mesta hagnaöaraukningin komi fram í þeim löndum sem hafa orðið einna harðast úti í kreppunni. Þannig spáir fjármálafyrirtækið Merrill Lynch því að hagnaður breskra fyrirtækja aukist 20 prósent á þessu ári, 28 pró- sent í Svíþjóð, 17 prósent í Frakk- landi og 8 prósent í Þýskalandi. Einn hagfræðingur spáir því að hagnaður aukist aðeins lítillega á þessu ári en þar sem verðbólga sé mjög lág sé aukingin í raun meiri en hún sýnist. Ekki gætir jafn mikillar bjartsýni hjá efnahagssamvinnu- og þróunar- stofnun Sameinuðu þjóöanna (OECD) um efnahagsbatann innan aðildarlandanna tuttugu og íjögurra. Þýska blaðið Die Welt skýrði frá því í gær aö endurskoðuð spá OECD gerði ráð fyrir 1,8 prósent hagvexti á þessu ári í stað 2,2 prósenta áður. Jean-Claude Paye, yfir maður OECD, sagöi á fundi með blaðamönn- um í gær aö merki aukinnar hag- sældar í iðnríkjunum sæjust æ víðar en batinn yröi þó hægur og tæki lengri tíma en ætlað var. Nauðungaruppboð Á nauðungaruppboði sem fram á að fara við Bílageymsluna, Skemmu v/Flugvallarveg, Keflavík, föstudaginn 15. maí nk. kl. 16.00 hefur að kröfu Ásbjörns Jónssonar hdl., Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl„ Ævars Guðmunds- sonar hdl., Ásgeirs Jónssonar hdl., Jóhannesar Johannessen hdl., Þorfinns Egilssonar hdl., Fjárheimtunnar hf, og fleiri lögmanna verið krafist sölu á eftirtöldum bifreiðum Ö-440 0-1606 0-2422 Ö-2900 0-4474 0-5248 Ö-5480 0-7167 0-8324 0-9455 0-9574 0-9693 Ö-10218 0-10270 Ö-10968 A-11017 F-383 G-226 6 TM-1096 Y-2668 Y-11811 X-3737 R-1104 R-4860 R-19719 R-26993 R-46584 R-50689 R-63094 LU-901 MA-074 FR-156 BI-045 KE-805 TB-968 IY-279 Ö-3084 LA-795 RG-999 EN-310 G-10208 R-64478 AÖ-10499 Ennfremur verður seldur báturinn Adda N K-90 sem staðsettur er við skemm- una og Philips afruglari o.fl. Uppboóshaldarinn i Keflavík, Grindavik og Njarðvík, sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. BARNALEIKUR DV • STÖDVAR 2 • FLUGLEIDA HVAÐÁ ÉG AÐ HEITA? Leikurinn felst í því að finna nafn á gæludýr Krakkaklúbbsins og svara léttum spurningum. 1. vinning hlýtur sá sem á hugmyndina að besta nafn- inu. 2.-15. vinningur verður dreginn út úr innsendum lausnum. Fjórir flugfarseðlar til Flórída (tveir fullorðnir og tvö börn). (Miðað er við að ferðast sé í september eða október. Innifalið er flug til Orlando.) Sérstök heimsókn til Afa í barna- tíma Stöðvar 2 í haust og heið- ursverðlaunaskjal frá Krakka- klúbbi DV. Efl Heiðursverðlaunaskjöl frá Krakkaklúbbi DV. \\v\\\\\\\\\\\\\\\\\v\\\\\ Hvað á gæludýrið að heita? SPURNINGAR Hvað heita þessarteiknimyndapersón- ur úr Barna-DV? Klukkan hvað hefst barnaefni á Stöð 2 virka daga? Nef nið fjórar persónur úr teiknimynda- seríunni um Andabæ. Skilafrestur til 9. maí Vinningshafar tilkynntir 23. maí NAFN_ HEIMILL PÓSTNfl.. STAÐUR SlML -KENNIT.. L Utanáskriftin er: Barnalelkur, Þvertioltl 11, 105 Reykjavík _ J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.