Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992. Spumingin Ætlar þú að horfa á Euro- vision-söngvakeppnina? Þóra Hauksdóttir nemi: Nei, ég hugsa ekki, mér finnst hún ekki skemmtileg. Þórunn Hjaltadóttir nemi: Já, þaö gæti verið. Þorgrímur Þorgrimsson lagerstjóri: Já, það gæti nú faiið svo. Gunnar Jónsson, starfar hjá SH: Já, ég býst frekar við því. Ég hef gaman af henni. Eigum við ekki að vona að okkar menn beri sigur úr býtum. Matthias Sigurðsson sjómaður: Nei, ég verð á feröalagi. Ég held að íslend- ingar lendi í 14. sæti. Já, ég held að okkar lag nái í það minnsta 4. sæti. Lesendur Þjóðaratkvæði um EES Jóhannes R. Snorrason skrifar: Fyrsti landsfundur samtakanna „Samstaða um óháð ísland" verður haldinn að Hótel íslandi laugard. 9. maí. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 10 f.h. - Mjög vaxandi áhuga landsmanna á þjóðaratkvæða- greiðslu um EES verður nú vart um gjörvallt land, og að vonum. Víða á landsbyggðinni hefur náðst veruleg- ur árangur í undirskriftasöfnun um málið og verður lokaátak í því efni um land allt nú í maí og stendur út mánuðinn. íslendingum er að verða ljóst aö stjómvöld stefna að EB-aðild enda er það verk meira en hálfnað með aðild að EES. Lítill eðhsmunur er á EES og EB og skuldbindingar íslend- inga í skiptum fyrir takmarkaðan aðgang að EB mörkuðum án inn- flutningstolla eru á mörgum sviöum ógnvekjandi. - Lagasetning verður að hluta til framseld til stofnana EB í Brussel og dómsvaldinu verður þröngur stakkur skorinn með samn- ingi um EES. Gert er ráö fyrir að dómstólar í EFTA-ríkjunum geti leitað eftir úr- skurði um túlkun til EB-dómstólsins, sem þá yröi bindandi fyrir dómstól í EFTA-ríkjunum. Heimild til handa íslenskum dómstóh til þess að leita effir forúrskuröi EB-dómstólsins krefst heimildar Alþingis, enda um breytingu á stjórnarskránni að ræða, með öhu sem því fylgir, og stjómvöld viija forðast í lengstu lög. Ekki er ólhdegt að íslenskum dómstólum verði hreinlega bannað að leita eftir forúrskurði EB-dómstólsins th þess að komast megi hjá stjómarskrár- breytingu og kosningum. Evrópubandalagið sækir fast á um veiðiheimhdir við ísland í skiptum fyrir lækkun innflutningstolla fisk- afurða okkar á EB-markaði. Með veiðiheimhdum á 3 þús. tonnum af karfa var leikinn slæmur afleikur af okkar samningamönnum. íslending- um hefur ávaht verið sagt að við fáum, með EES-aöhd, tollfijálsan aðgang að mörkuðum EB fyrir ahar okkar fiskafurðir. Þetta er rangt. - Veiðiheimhdir á karfa em harðsótt krafa af hálfu EB. Það ætti öllum íslendingum aö vera orðið ljóst að EB hefur fengið mikið fyrir ekkert. Um haldlausa fyrirvara vegna heimildar th atvinnu og búsetu á ís- landi fyrir nánast aha Evrópubúa, þá hggur í augum uppi aö th þeirra fyrirvara yrði ekki gripið fyrr en í adgjört óefni væri komið. Það yrði alvarlegur og óleysanlegur vandi. Auk þess sem öh mismunun á grund- vehi ríkisfangs er bönnuð með EES- aðhd, og dómsúrskurðar væri th- gangslaust að leita. - Hér er aðeins fiallað um örfá dæmi af mörgum sem era þess eðhs að íslendingar ættu að skoða hug sinn vel áður en þjóðin lætur draga sig lengra í átt th þess ömurlega hlutskiptis - að verða fiar- stýrð hjálenda Stór-Evrópu. Kláðamaurinn á Grund Guðrún Jacobsen skrifar: í tæp 6 ár hef ég unnið á nætur- vakt á Ehi- og hjúkrunarheimilinu Grund og fremur hreykt mér af því en þagað þunnu hljóði þegar ég er spurð við hvað ég starfi. - Ég veit ekki betur en þetta fyrirtæki sé eitt besta, jafnvel eitt af síðustu fyrir- tækjimum á íslandi sem ekki er enn orðið gjaldþrota og þar með varpað öhum skuldum sínum á ríkið - þ.e. okkur, launþegana. Ég veit ekki betur en húsakostur Grundar standi á traustum gmnni. Þar stendur steypan tímans tönn á meðan pússning hinna nýrri húsa rennur undan vorhreingemingunni - að ekki sé minnst á steypuna utan- húss þar sem allt er í sprungum og enginn virðist bera ábyrgð. Nú hefur sá fáheyrði atburður gerst að kláðamaur á Grund er for- síðuefni Dagblaösins Vísis, hkt og um stórglæp sé aö ræða. - Kláða- maur sem sprettur stundum upp á heimhum eins og grasormur á sumri, lús, sem sumir koma með heim úr sólarlandaferðum sínum - eða að ég drepi ekki á alnæmisveiruna sem „ævintýramenn“ koma með í far- teski sínu th gamla Fróns. - Það leggst htið fyrir kappann! Við, starfsfólkið, fáum í hendur htla bók þegar við hefium störf á Grundarheimilinu. Þar er okkur m.a. lögð á heröar trúnaðarskylda sem þeir þekkja er sinna störfum sem bundin em trúnaðarheiti. Þetta heiti hefur nú verið brotið af óþekktri starfsmanneskju sem hefur ekki aðeins óvirt aldraðan húsbónda og heiðursmann heldur sett ljótan blett á aðrar starfsmanneskjur sem margar hverjar hafa unnið Grundar- heimilinu af stakri kostgæfni, jafnvel áratugum saman. - Og það sem verst er, tekið í óleyfi mynd af vamarlaus- um, háöldruðum vistmanni og sent th birtíngar opinberlega! Hvers vegna? Ég veit það ekki. - Máske rit- sfiórar Dagblaðsins Vísis viti það. Lausaganga almennings Gunnlaugur Sveinsson rithöfundur skrifar: „Fólk á ekki að loka inni í girðing- um,“ segir í frægri bók. - Ólafur H. Dýrmundsson, vinur minn til margra ára, skrifar í Morgunblaðiö í dag, 28. aprh, grein, sem hann nefn- ir „Lausaganga búfiár". í greininni bendir Ólafur á aö „búið er að friða stór svæði í Landnámi Ingólfs fyrir ahri beit, og innan þeirra eru allir kaupstaðir og kauptún". Af orðum Ólafs má ráða að hann telji þetta horfa th framfara. En skoð- um þessa fuhyrðingu nánar. - Hvers vegna þarf að loka mannfólkið á þessu svæði inni í girðingu? Hvers vegna em það forréttindi sauðkind- arinnar að valsa frjáls um ísland? Hefur vini mínum, Ólafi, aldrei dott- ið í hug að snúa dæminu við? Hvem- ig væri að loka sauðkindina inni í girðingarhólfum í stað mannfólks- ins? „Sauðkindur á Islandi eru vistfræöilegt slys eins og mlnkurinn,“ segir Gunn- laugur m.a. í brétinu. Við verðum að endurskoða hugs- unarhátt okkar þótt stutt sé síðan við vomm nýlenda undir erlendri áþján. Fólk á ekki að loka inni í girðingum. Sauðkindur á íslandi em vistfræði- legt slys eins og minkurinn. Þær eyðheggja viðkvæmt lífríki og eiga hér ekki heima. Ég skora á aha íbúa í landnámi Ingólfs að hætta neyslu lambakjöts þar th allar sauðkindur í landnámi Ingólfs hafa verið lokaðar inni í einu af þeim girðingarhólfum sem reist hafa verið á svæðinu th að koma í veg fyrir lausagöngu almennings. Hringið í síma 632700 millikl. 14 og 16 -eóaskrifið ATH.: Nafn og símanr. verður aðfylgjabréfum Vaxtalækkanir Pétur Árnason hringdi: Nú hafa skapast þær aðstæður aö bankar og aðrar fiármagns- stofnanir, svo sem lífeyrissjóðir, eiga auðvelt með að koma th móts viö sanngjama kröfu ahs ahnennings um veruiega vaxta- lækkun. Háir vextir hafa íþyngt ahnennum launþegum, ekki síst þeim sem skulda lifeyrissjóðun- um háar upphæðir sem aldrei sýnist von th að greiða að fullu. Þegar nú verðbólgan er komin sem næst núlhnu er óafsakanlegt aö vextir skiUi ekki lækka meira en raún ber vitni. - Að þessu verða sfiómvöld að gefa gaum því það er ekki eðhlegt ástand aö greiöa frá 11 og aht upp í 16,5% vexti í verðbólgu upp á 2%. Orkusala Lands- virkjunar Gturnar Bjömsson hringdi: Það verkar undarlega á mann að lesa um að umframraforka Landsvirkjunar skuh vera vandamál hér á landi. Þessa orku má nýta í miklu meiri mæh en gert er. Aht samgöngukerfi á landi bíður beinlínis eftir að inn- lend raforka verði nýtt. Aðrar þjóðir myndu fegnar vhja eiga þá umframorku sem hér er th stað- ar. Hvað mælir á móti því að taka i notkun rafknúnar lestir, spor- vagna í þéttbýh og svipuð sam- göngutæki og annars staðar þar sem raforka er fyrir hendi. Nor- egur og Sviss era bestu dæmin um þetta. Varla skortir þekkingu hjá okkur. - Eða hvað? Rafverktakar Kjartan Ólafsson skrifar: Ég fagna því að Samband ís- lenskra rafverktaka beinir þeim tilmælum til almennra rafverk- taka að hækka ekki útselda vinnu vegna nýlegrar 1,7% kauphækk- unar frá 1. mai sl. - Fyrir þetta gef ég rafverktökum prik. Þeir munu áreiðanlega fá aukna við- skiptavhd út á þessa ákvörðun, verði fariö eför henni. EESogerlent vinnuafl K.S. skrifar: Nú hafa ráðherrar EFTA og EB undirritað EES-samninginn sem á að vera okkur hagstæður að sögn utanríkisráðherra. Maöur hlýtur að treysta honum og aðal- samningamanni íslands erlendis og vona að vel hafi tekist th og samning- urinn verði vítaminsprauta fyr- ir ísland. Ég óttast aöeins eitt, frjálsan vhmumarkað. Gæti t.d. forsfióri Álversins ekki sagt upp svo sem 300 íslensk- um starfsmönnum og fengið aðra 300 frá Þýskalandi á 50% lægri launum? Ég spyn Er fyrirvari í EES-samningnum um aö slíkt geti ekki gerst? - Ég skora á ASÍ og launþegasamtök almennt að vera vel á verði. íslendingar eiga skhyrðislaust að ganga fyrir aliri vinnu á íslandi. GistingíÁrnesi Kiistleifur Stefánsson hringdi: Ég hringi fyrir hönd danskra hjóna sem voru hér á landi yfir páskana og báðu um að koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra þjónustu og umhyggju sem þau nutu er þau gistu í Arnesi í Gnúp- verjahreppi. Þau töldu sig hafa vahð rétt að dvelja hér á landi á þessum friösæla tíma og lofuðu ahan aðbúnað á gististaðnum. Þau sögðu að þeirn hefði komið á óvart að finna svona gististað úti á landsbyggðinni hér á íslandi - og þaö aö vetri til. Aht heföi verið svo hreint og aöbúnaðurinn og atlæti aht á þessum staö th fyrirmyndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.