Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 8. MAf 1992.
Fréttir
Óvenjulegur farangur á Ríó-ráðstefnunni:
Eiður fer með
mold til Ríó
- nóg pláss í auðum flugvélarsætunum, segir ráðherrann
Alþjóðasamfélag Baháía-trúar-
hreyfingarinnar hefur farið þess á
leit við umhverfisráðuneytið að það
hlutist til um að eitt kíló af sótt-
hreinsaðri mold frá íslandi verði með
í for íslensku sendinefndarinnar sem
fer á umhverfisráðstefnu Sameinuðu
þjóöanna í Ríó. Moldina á að setja í
gríðarstórt stundaglas sem trúar-
hreyfingin ætlar að reisa í Ríó.
Glasið, sem verður um 5 metra
hátt, á að standa um ókomin ár sem
minnisvarði um mikilvægi umhverf-
isráðstefnunnar fyrir alheiminn.
Reiknað er meö aö fulltrúar allra
þátttökuríkjanna, sem verða vel á
annað hundrað, beri með sér jarð-
vegssýni frá heimalandi sínu. í
stundaglasinu blandast jarðvegssýn-
in saman og er það til marks um að
allir jarðarbúar eiga alla sína af-
komu undir móður jörð.
Að sögn Eiðs Guðnasonar um-
hverfisráðherra mun íslenska sendi-
nefndin verða við beiðni Baháí-
manna og flytja moldina til Ríó. Und-
irbúningurinn sé nú í höndum að-
stoðarmanns hans, Magnúsar Jó-
hannessonar. Aðspurður kvað hann
nóg rými í sætum flugvélarinnar sem
flytur sendinefndina enda margir
hætt við þátttöku í kjölfar vægðar-
lausrar fj ölmiðlaumfj öllunar.
Að sögn Halldórs Þorgeirssonar,
ritara þjóðarráðs Baháía á íslandi,
er ætlunin að taka moldina sitt hvor-
um megin við Almannagjá á Þing-
völlum. Ástæðuna segir hann tví-
þætta. Annars vegar séu Þingvellir
sögufrægur staður á íslandi og hins
vegar séu þar mörk Evrópu og Amer-
íku. Jarðvegssýnin verði því í senn
alþjóðleg og þjóðleg.
-kaa
íslensk mold til Rfó
Kaupmáttarútreikningum hagfræðinga ASÍ og BSRB ber ekki saman:
Slæmt að ná ekki sam-
stöðu um reikniaðferð
- segir Gylfi Ambjömsson, hagfræðingur Alþýðusambandsins
sama og hjá Hagstofunni og fleirum
í nýútkomnum fréttabréfum Al-
þýðusambands íslands og Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja eru töflur
og línurit um kaupmátt launa eftir
að miðlunardllaga sáttasemjara hef-
ur verið samþykkt. Það furðulega er
að hagfræðingum sambandanna ber
ekki saman. Bæði töflur og línurit
varðandi kaupmáttinn og þróun
hans til loka samningstímabilsins
eru mismunandi.
„Það er ákaflega slæmt að við náð-
um ekki samkomulagi um hvemig
beri aö reikna þetta út,“ sagði Gylfi
Ambjömsson, hagfræðingur ASI.
„Þeir vildu ekki breyta sinni
reikniaðferð og viðmiðunartíma og
við töldum okkar aðferð réttari og
vildum ekki taka upp þeirra aðferð,"
sagði Rannveig Sigurðardóttir, hag-
fræðingur BSRB.
Munurinn á reikniaðferðum hag-
fræðinganna er sá að ASÍ miðar
kaupmáttinn við 100 þann 1. janúar
síðasthðinn en B3RB aftur á móti
setur kaupmáttinn á 100 þann 15.
september síöastliðinn.
Þá er einnig munur á hvemig hag-
fræðingamir meðhöndla launabæt-
umar. Aðferö hagfræðinga ASÍ er sú
við útreikninga á kaupmætti ein-
greiðslna. Þá em eingreiðslurnar
metnar til kaupmáttar næstu 12
mánuði eftir að þær eru greiddar út.
Dæmi um þetta er maður sem hefur
50 þúsund króna mánaðarlaun, hann
fær 15 þúsund króna launauppbót 12.
júní. ASÍ tekur þessar 15 þúsund
krónur og dreifir kaupmætti þeirra
á næstu 12 mánuði. Þessi sami maður
fær aftur 15 þúsund króna launaupp-
bót 1. desember næstkomandi. Þá er
kaupmátturinn aftur reiknaður
næstu 12 mánuði á eftir.
Hagfræðingar BSRB fara öðmvísi
að. Þeir dreifa launauppbótiimi, sem
nefnd var hér að framan, frá 15. sept-
ember síðasthðnum og fram til 1.
mars, að samningamir renna út, og
deila í með mánaðafjöldanum. Þess
vegna kemur inn hjá þeim að kaup-
mátturinn lyftist 1. október vegna
þess að launauppbót sem kemur ekki
fyrr en tveimur mánuðum síöar eða
1. desember er reiknuð inn í dæmið.
Gylfi Ambjömsson segir ASÍ hafna
alfarið þessari aðferð. Honum og
Rannveigu ber saman um að ekki sé
til nein vísindaleg aðferð til að reikna
þetta út, engin ein óumdeild aðferð.
Sem dæmi um mismuninn hjá sam-
böndunum má nefna mann með 55
þúsund krónu mánaöarlaun. Kaup-
mátturhans samkvæmt útreikning-
um ASÍ er 1. júní næstkomandi 103,3
miðað við 100 1. janúar síöasthðiim.
Samkvæmt útreikningum BSRB er
kaupmáttur hans 102,5 miðað við 100
15. september síðasthðinn. Annað er
eftirþessu. -S.dór
Kaupmáttarþróun mismunandi tekjuhópa
Heimild: BSRB-líðindi og Fráttabrél ASÍ, aprii 1992
DV
Lögregluþjonarnir Þórir Þorsteinsson t.v. og Jónas Hallsson handleika
poka sem eru fullir af ýmsum fötum sem enn eru i óskilum. Fötin ásamt
ýmsum öörum munum verða boðin upp á morgun ef eigendur þeirra
vitja þeirra ekki í dag. DV-myndir ÞÖK
Skorað á fólk að vitja muna sinna:
Hundruð reiðhjóla
boðin upp á morgun
- flnir frakkar, verölaimapeningar o.fl. í óskilum
Lögreglan í Reykjavík heldur
árlegt uppboð á óskilamunum í
portinu á bak við hús númer 7 við
Borgartún klukkan 13.30 á morgun.
Skorað er á fólk sem hefur týnt
munum síðustu mánuði að vitja
þeirra í óskhamunadeild hjá í lög-
reglustöðinni við Hverfisgötu í dag.
Það eru því síðustu forvöð fyrir
rétta eigendur að vitja muna sinna
fyrir uppboðið á morgun.
Mikið magn er af ýmsum eiguleg-
um munum hjá lögreglunni. Til
dæmis verða hundruð reiðhjóla
boðin upp á morgun. Þegar DV leit
inn í óskilamunadeildina í gær
mátti sjá ýmsan fatnað, aht frá fín-
um frökkum niður í prjónavettl-
inga. Þarna eru jakkar, gahabuxur,
úlpur, mikið af ýmiss konar sund-
óti, húfur, boltar og fleira. Hjá Þóri
eru einnig hundruð gleraugna,
ýmiss konar veski, linsubox, úr,
skartgripir og ýmsir verðlauna-
peningar eru einnig á staðnum.
Auk þess er hátt í tugur af tann-
gómum geymdur í dehdinni. Verð-
launapeningarnir og gómamir
verða þó ekki boðnir upp á morgun.
Að sögn Þóris Þorsteinssonar hjá
óskhamunadehdinni hefur mikið
borist af fatnaði frá skemmtistöð-
um, sérstaklega frá Holly og Hótel
íslandi. Einnig hefur mikið af
óskhamunum komið frá Strætis-
vögnum Reykjavíkur - mikið hefur
verið um að farþegar gleymi eigum
sínum í strætó.
Óskilamunadeild lögreglunnar
mun á næstu vikum flytja í rúm-
betra húsnæði að Borgartúni 33.
-ÓTT
Mikið er af gleraugum, úrum, skartgripum og ýmsum fleiri munum í
óskilamunadeildinni. Á myndinni skoðar Jónas Hallsson yfirlögreglu-
þjónn kassa með gleraugum i.
Stórmótískák:
Jón Loftur í ef sta sæti
ásamt fimm öðrum
Jón L. Ámason stórmeistari er
efstur ásamt fimm öðrum skák-
mönnum á sterku, opnu móti sem
nú stendur yfir á eyjunni St. Martin
í Karabíska hafinu. Þeir Helgi Ólafs-
son og Margeir Pétursson tefla einn-
ig á mótinu.
Eftir 6 umferðir eru þeir Jón Loft-
ur, Fedorowicz, A. Sokolo, Benjamin,
Gulko og A. Ivanov efstir í 1.-6. sæti
með 5 vinninga. Helgi hefiir 4'A v.
og Margeir 4 v. en hann tapaði slysa-
lega fyrir Gurevich, fyrrum heims-
meistara unghnga, í 6. umferð. Tefld-
ar verða 9 umferðir eftir Monrad-
kerfi og lýkur mótinu á laugardag.
íslensku stórmeistararnir fóru th
St. Martin eftir að hafa teflt á opna
New York mótinu. Það var vel skip-
aö. Sigurvegari varö þýski stórmeist-
arinn Lobron með 7‘/2 v. af 9 mögu-
legum. Jón L. hlaut 6 v. og þeir Helgi
og Margeir 5'A v. hvor.
-hsím