Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992. 13 í VÖRSLU ÓSKILAMUNA- DEILDAR LÖGREGLUNNAR er margt óskilamuna, svo sem: reiðhjól, fatnaður, lyklaveski, lyklakippur, seðlaveski, handtöskur, úr, gleraugu og fl. Er þeim sem slíkum munum hafa glat- að bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskila- muna, Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14.00-16.00. Þeir óskilamunir, sem búnir eru að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur, verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7 laugardag- inn 9. maí 1992. Uppboðið hefst kl. 13.30. Lögreglustjórinn í Reykjavík Börn með astma og ofnæmi Sarn+ök gegn astma og ofnæmi haldafræðslufund um böm meö astma og ofnæmi laugardaginn 9. maí kl. 13.30 á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Björn Árdal barnalæknir heldur erindi, sýntverður myndband og á eftir verða umræður. Foreldrar og aðstandendur barna með astma og ofnæmi eru hvattir til að fjölmenna. Börnin geta leikiö boccia, horft á myndbönd eða, ef þau taka sundfötin með sér, farið í sundlaugina. Cpi 3 L___r%—*_ SAMTÖK GEGN ASTMA OG OFNÆMI Sviðsljós Hljómsveitin Eldbandið er sú heitasta í bransanum i dag. I hijómsveitinni eru örvar Aðalsteinsson bassaleik- ari en hann var áður í hljómsveitinni Hálft í hvoru, Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri, Sverrir Björn Björnsson gítarleikari og Magnus Ingólfsson mandólínleikari. DV-myndir S Slökkviliðsmenn í Munaðamesi: Engin útköll Landssamband slökkviliðs- manna hélt fund í Munaðarnesi í Borgarfirði fyrir skemmstu þar sem ákveðið var að gera landssambandið að stéttarfé- lagi. Slökkviliðsmenn létu sér þó ekki almenn fundarstörf nægja þvi viðamikil skemmti- dagskrá var á boðstólum og glatt á hjalla eins og æviniega þegar brunakallar koma sam- an. 150 slökkviliðsmenn af öllu landinu voru mættir í Munað- ames. Snæddu menn saman og síðan tók kór Slökkviliðsins í Reykjavík nokkur lög en í kóm- um em tuttugu manns. Það sem hæst bar var þó hljómsveit skipuð bmnavöröum úr Reykjavík en sjálfur slökkvil- iðsstjórinn, Hrólfur Jónsson, leikur á gítar meö sveitinni. Helstu áhrifavaldar eru Megas, Dylan og Presley en annars leikur hljómsveitin lög úr ýms- um áttum. Að sjálfsögðu heitir hijómsveitin Eldbandið. Félagslíf er mjög öflugt hjá slökkvihðsmönnum og auk kóra og hljómsveitir eru ýmis íþróttalið starfandi. Nýkjörin stjórn Landssambands slökkviliðsmanna: Magnús Magnússon, Keflavík, Jón Sólmundarson, Akranesi, Jón H. Guðmundsson, Reykjavik, Snorri Baldursson, Hveragerði, Guðmann Friðgeirsson, Reykjavíkurflug- velli, Guðmundur Vignir Óskarsson, Reykjavík og Einar M. Einarsson, Kefla- vikurflugvelli. Slökkviliðskórinn hefur verið starfandi frá því í haust. Stjórnandi er Kári Friöriksson en félagar eru 20. Gróðurhúsaplast Hollensk gróðurmold Höfum fyrirliggjandi gróöurhúsaplast í eftir- farandi breiddum: 8 m, 9,2 m og 10 m, lengd á rúllu 50 m. Hollensk gróöurmold, tilbúin til notkunar, í 50 lítra pokum. Efnaver hf., Réttarhálsi 2, s. 91-676939 BSc.-nám í búvísindum Umsóknarfrestur um nám við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri er til 10. júní nk. Athygli er vakin á inntökuskilyrðunum: stúdentsprófi af raungreinasviöi eöa hliðstæðri menntun og bú- fræðiprófi með fyrstu einkunn. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 93-70000. Bændaskólinn á Hvanneyri Samstarf Visa og Bubba: Heldur miðaverð- inu niðri Einar S. Einarsson, forstjóri Visa island, og listamaðurinn handsala samninginn. DV-mynd Brynjar Gauti Bubbi Morthens og Visa ísland hafa ákveðið að hefja samstarf sem mun taka yfir 6 mánaða tímabil á þessu ári. Visa ísland mun styrkja Bubba til að fara sína árlegu hljóm- leikaferð í kringum landið og einnig alla aðra tónleika sem haldnir verða á þessu tímabili. Þetta mun gera Bubba kleift að halda miðaverði niðri. Bubbi mun halda frítónleika í júní á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Akranesi, ísafirði, Akureyri, Blönduósi, Egilsstöðum, Selfossi, Keflavík og Vestmannaeyjum. Hljómborö frá kr. 5.900 Myndbandstæki m/fjarstýringu, HQ, 94 rásir, beinval á 32 rásum, 30 daga 8 stööva minni, SCART tengi, kyrr- mynd og hraöupptaka. Kr. 25.900 Geislaspilari m/fjarstýringu kr. 12.900 Vasaútvarp m/heyrnartólum kr. 800 Vasadiskó kr. 1.300 Vasadiskó m/útvarpi kr. 1.990 Útvarpsklukkur frá kr. 1.400 Útvarpsklukkur m/segulbandi frá kr. 3.400 Heyrnartól frá kr. 300 Bíltæki m/segulbandi frá kf- 3.900 Bíltæki með geisiaspilara. kr. 33.900 Bílahátalarar frá kr. 1.600 parið Bílamagnarar frá kr. 3.500 Hljómtæki án geislaspilara frá kr. 10.900 Hljómtæki meö geislaspilara frá kr. 25.900 14" sjónvörp m/fjarstýringu kr. 2 20" sjónvörp m/fjarstýringu kr. 21" sjónvörp m/fjarstýringu og textavarpi kr. 49.900 Ferðatæki (útvarp - segulband) frá kr. 3.900 V Feröaútvörp frá kr. 1.300 GARÐASTRÆTI 2 SÍMI 62 77 99 ÖLL VERÐ MIÐAST V® STAÐGREIÐSLU. KJÖR VIÐ ALLRA HÆFI - GREIÐSLUKORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.