Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992. FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992. 25 Iþróttir Iþróttir Sportstúfar Rúmenar unnu auðveldan sigur á Færeyingum, 7-0, í undankeppni HM í knatt- spymu í Búkarest í fyrra- kvöld. Þetta var fyrsti leikur Færey- inga í heimsmeistarakeppni frá upp- hafi. Gavrila Bahnt 3, Gheorghe Hagi, Marius Lacatus, Ionut Lupescu og Constantin Pana gerðu mörk Rúmena en staðan var orðin 5-0 í hálfleik. Belgar unnu Kýpur, 1-0, í fyrsta leik 4. riðils á dögunum en að auki eru Wales og Tékkóslóvakía í riðhnum. Mætir Souness á Wembley á morgun? Graeme Souness, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Liver- pool, fékk að fara af sjúkrahúsi í fyrradag, á 39. afmæhsdegi sínum, og fylgjast með hði sínu æfa í fyrsta skipti eftir að hann gekkst undir þre- falda hjartaaðgerð fyrir skömmu. Liverpool mætir Sunderland í úr- shtáleik bikarkeppninnar á Wem- bley á morgun og Souness gerir sér vonir um að geta mætt á staðinn. Hann segir að læknarnir ráði ferð- inni, ef þeir leyfí sér að fara muni hann koma. Ronnie Whelan, fyrirhði Liverpool, komst ekki í gegnum læknisskoðun í gær og leikur því ekki meö. Walker til Sampdoria ítalska félagið Sampdoria gekk í gær frá kaupum á Des Walker frá enska liðinu Nottingham Forest. Walker, sem er enskur landshðsmaður, gerði 3 ára samning og þurfti Sampdoria að greiða um 160 mihjónir íslenskra króna fyrir hann. Walker mun fá um 45 mihjónir króna á ári í laun. Firma- og hópakeppni í körfuknattleik Firma- og hópakeppni Hauka í körfu- knattleik verður haldin í Haukahús- inu dagana 11.-17. maí. Keppt verður Haukahúsinu og tiikynnist þátttaka í síma 652778. Valsstúlkur Reykjavikurmeistarar Valsstúlkur urðu Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu í fyrrakvöld er þær sigruðu KR, 1-0. Kristbjörg Ingadóttir skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik. Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir sendi boltann aftur til Sigríðar Páls- dóttur, markvarðar KR, en sendingin var of laus og Kristbjörg komst á mihi ogskoraði. -ih Líklegra að ég leiki með Val“ segir Geir Sveinsson hjá Avidesa. Júlíus til Frakklands? nokkrar hræring; Fjölmiðlar á Bretlands- eyjum telja nú nær full- víst að Pat Bonner, markvörður Celtic og írska landshðsins, gangi th hðs við Nottingham Forest í sumar. Samn- ingaviðræður þar að lútandi standa nú yfir sem hæst. Bornter missti sætið sitt hjá Celtic á miðju tímabh- inu til Gordon Marshall. I’at Bonner, sem er 30 ára að aldri, hefur átt fost sæti hjá Celtic í 14 ár. Miklar breytingar eru i vændum hjá Celtic og viöbúið aö nokkrir sterkir leikmenn verði keyptir fyrir næsta timabil. Cyrille Regis er á leiðinni til Israels ísraelska mcistarahöið Maccabi Haifa á þessa dagana í viðræðum viö Cyrille Regis hjá Aston Viha. Regis er 34 ára gamah og hefur fengið fqálsa sölu frá félagi sinu. Forráðamenn ísraeiska hðsins hafa fylgst að undanfömu með Regis og segjast bjartsýnir á að fá enska leikmanninn í sínar raöir. Ron Atkinson viil ólmurfá AlanSm'rth Ron Atkinson, stjóri Aston Viha, segist ætla að mæta með hðið sterkt th ieiks fyrir næsta keppnistíma- bil. Atkinson sagðist í viðtah fyrr í vikunni ætla aö styrlga sóknina og með það 1 huga vih hann kaupa Alan Smith frá Arsenal. Mörg félög hafa spurst fyrir um Aian Smith en George Graham, sfjóri Arsenal, hefur ekki verið til- búinn th þess fram að þessu. Ef áhtlegt kauptílboð berst er samt aldreí að vita. Sævar Jónsson Valsmaður spyrnir hér knettinum í leik Vals og Fram í gær. Pétur Arnþórsson sækir að honum en Fram hafði betur og sigraði, 1-0. DV-mynd Brynjar Gauti Ríkharður tryggði Fram í úrslitin - skoraði eina mark leiksins þegar Fram vann Val á Reykjavikurmótinu Mjög líklegt er að fyr- irhði landshðsins í handknattleik, Geir Sveinsson, hætti að leika með Alzira Avidesa á Spáni og gangi á ný í sitt gamla félag, Val. Geir staðfesti þetta í samtali við DV í gærkvöldi. Þá er Júhus Jónasson landshðsmaður á förum frá Bidasoa og svo gæti farið að hann léki með frönsku 1. deildarfé- lagi næsta vetur. „Ég hef rætt einu sinni við for- ráðamenn Avidesa um framhaldið og það kom ekkert út úr því. Eins og staðan er núna tel ég mjög hk- iegt að ég leiki með Val næsta vet- ur, ahavega er það líklegri niður- staða. Það eru einkum og sér í lagi per- sónuleg mál sem gera það að verk- um að meiri möguleikar eru á því að Valur verði fyrir vahnu en Avi- desa. Og það eru ekki miklar líkur á því að ég geti leyst þessi persónu- legu mál hér á Spáni,“ sagði Geir Sveinsson og bætti við: „Ég erörðinn nokkuð þreyttur á verunni á Spáni og veturinn var einkennhegur fyrir margra hluta sakir. Ég efast um að ég myndi nokkum tíma sætta mig við aö vera hjá Avidesa sem þriðji erlendi leikmaðurinn hjá félaginu," sagði Framarar tryggðu sér í gær réttinn th að leika um Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspymu þegar Uðið vann 1-0 sigur á Val í fyrri undanúrslitaleiknum á gervigrasinu í Laugardal. Fram mætir sigurvegaranum úr leik KR og Fylkis, sem leika í kvöld, til úrshta laugardag- inn 16. maí. Ríkharður Daðason skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu. Hann fékk þá góða stungusendingu inn fyrir vöm Vals frá Antoni Bimi Markússyni og skoraði ör- ugglega fram hjá Bjama Sigurðssyni í marki Vals. Strax á 10. mínútu leiksins fengu Valsmenn kjörið tækifæri til að komast yfir. Baldur Bragason var þá felldur innan vítateigs en úr vítaspym- unni sem dæmd var skaut Steinar Adolfsson fram hjá. Leikurinn var annars jafn, bæði hðin fengu ágætisfæri og sáust oft góðir sam- leikskaflar hjá liðunum sem lofar góðu fyrir keppnistímabihð í sumar. Keflavík vann FH Keflvíkingar era komnir í úrsht í Litlu bikarkeppninni eftír 3-0 sigur á FH- ingum í Keflavík í fyrrakvöld með mörk- um Ragnars Steinarssonar, Kjartans Einarssonar og Garðars Jónassonar. Keflavík leikur th úrshta gegn ÍA eða Breiðablik sem leika í Kópavogi í kvöld klukkan 18.30. Skagamenn standa betur að vigi og verða Blikar að vinna með þriggja marka mun til að komast í úr- slitaleikinn. -GH/ÆMK Þrekpróf hjá knattspyrnudómurum Knattspymudómaranefnd KSÍ, þar sem Guðmundur Haraldsson er í forsæti, gerði um síöustu helgi uttekt á líkamlegh ástandi þeirra tæplega 30 dómara sem koma tíl með aö verða valdir th að annast dómgæslu í efri deildunum á komandi keppnistímabih. „Þrekprófiö tókst mjög vel og er að mínu inati eitt það besta í mörg ái*. í framhaldi er ferðinni heítiö tíl Laugarvatns en þar verður farið yfir skriflega þáttinn og vonandi koma dómararnir stútfullír af fróðleik tíl baka. Dómaramir, sem mættu í þrekprófið, sýndu það og sönnuðu aö þeir hafa ekki setið auöum höndum í vetur og ég er mjög bjartsýnn á sumarið," sagði Guðmundur Haraldsson. Myndin var tekin á þrekprófinu. Torfærutímabilið byrjar á morgun - fyrsta toifærukeppni sumarsins verður Norðurlandamót í Jósepsdal á laugardaginn Fyrsta torfæra sumarsins verður á morgun, laugardaginn 9. maí. Keppnin hefst stundvíslega kl. 14 í Jósepsdal sem er stórbreyttur frá því svæði sem fólk er vant því stór- virkar vinnuvélar hafa hamast þar við að móta brekkurnar í nær ókleifar torfærur. í spjalh við keppnisstjórann, Guöbjöm Gríms- son, gamalreyndan torfærukappa, sagði hann að einkunnarorð keppninnar væra „hraði, tilþrif, ------- i ■■i—mnmri y ..•...■■■■f..........................■v.v.-.v.v.-.v..v...................... Gunnar Pólmi Petersen kemur í mark með tiiþrifum á Hellu í fyrra. Hann verður án efa í toppbaráttunni I sumar. uppákomur". Áhorfendur geta því átt von á skemmtilegri og spenn- andi keppni. Norðurlandamót í torfæru Þessi keppni er fyrsta Norður- landakeppnin í torfæru sem haldin verður en tveir bílar koma frá Sví- þjóð. Þess má geta að annar bíhinn er aðeins 850 kg sem er hreint ótrú- lega htil þyngd á torfærubíl. Seinna í sumar munu svo 9 bhar héðan fara th Svíþjóðar og keppa þar. Þetta er dýrt fyrirtæki og væri varla framkvæmanlegt ef ekki kæmi til aðstoð Samskipa sem hyt- ur bha beggja landa ókeypis. Hverjir verða með? Keppendum í torfæm fer fjölgandi ár frá ári og á morgun munu 33 bhar keppa í tveimur Qokkum. Margir dyggir áhorfendur bíða spenntir eftir að sjá hvort hetjur þeirra verða með. Líklega bíöa hvað flestir spenntir eftir að sjá hvort Ami Kópsson verður með. Jú, reyndar, hann er thbúinn í slag- inn og ætlar að taka þátt í hverri keppni eins og svo oft áður. Hins vegar verður Ami Grant fjarri góðu gamni en hann varð fyrir meiðslum í vetur og getur ekki ver- ið með. Aðrir sem verða ekki með í sumar eru m.a. Sturla Jónsson, á gulu grindinni, Davíð Sigurðsson, sem varð í öðru sæti th íslands- meistara í götubhaflokki, og Magn- ús Bergsson sem varð bikarmeist- ari í sama flokki. Ekki er þó þörf að örvænta því maður kemur í manns stað. Jaxlinn- bíll með beygjur á öllum hjólum Að öðrum ólöstuðum er það óneit- anlega einn bíll sem hvað flestir hlakka th að sjá hvemig kemur út en það er nýi bíllinn frá Eghsstöð- um, Jaxlinn. Sá bhl hefur þann eiginleika að beygja bæði að aftan og framan. í viðtah við eiganda bhsins, Þóri Schiöth, kom í ljós aö hann er bú- inn að ganga með þessa hugmynd í maganum í u.þ.b. ár. Hann kom sjálfur með hugmyndina að kerf- inu og hannaði en aðrir smíðuðu og útfærðu hans hönnun (Ljóns- staöabræður). Mikið var hugsað áður en ráðist var í framkvæmdir. Augljóst þótti að viss vandamál, t.d. misvíxlun, kæmu fram ef báðir tjakkar væru tengdir við eitt og sama stýriö. Lausnin var að bhnum er stýrt eins og venjulegum bh að framan en beygjumar að aftan em tengdar við stýripinna. Miðjuskynjari er þannig að ef stýripinnanum er sleppt fara hjólin sjálíkrafa í beina stöðu aftur en einnig er hægt aö festa þau í beygju að aftan ef öku- maður kýs það og er hægt að gera það bæði með höndum og fótum. Auk þess að vera með þetta sérstaka stýrikerfí er bíllinn með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum og í honum eru Spicer 50 hásingar, bæði aö fram- an og aftan. Vonast Þórir til að meö því losni hann við síendurtekin öxulbrot en öxulbrot eru búin að kosta margan torfærukappann góðan pening. Vélin margfaldur íslandsmeistari Vélin í þessum sérstaka bíl er engin „ómerki- leg“ Chevrolet 427. Fyrir þá sem þekkja til er þetta sema véhn og Ólafur T. Pétursson yar með í Dragstemum sínum þegar hann setti íslands- met í kvartmílu og sandspymu 1990 og standa þau met enn. Þetta er frumraun Þóris í torfæra en hann hefur lengi fylgst með. Bandarísk bílasýning Með Norrönu 18. júnl í sumar koma bílar sem aldrei hafa sést áður á íslandi en þá kemur hóp- ur frá Bandaríkjunum hingað til lands á vegum T.TA Þama mun kenna margra grasa og verða þar m.a. Monster trakkar, helldrivers og mótor- hjólakappi sem gerir aht á afturhjólinu, þ.e. hann stekkur af pahi á afturhjólinu og lendir á því líka og ýmislegt fleira í þeim dúr. Frægastur í þessum hópi er Bigfoot nr. 6 og kemur hann af hinni einu, sönnu Bigfoot-flölskyldu. Ása Jóa Geir í samtah við DV í gærkvöldi. Þaö yrði ótrúlegur styrkur í því fyrir Valsmenn að fá Geir í sínar raðir á ný og mikih fengur fyrir íslenskan handknattleik. Fyrrum þjálfari Asnieres villfá Júlíus Eins og greint hefur verið frá í DV mun Júlíus Jónasson ekki leika með Bidasoa á næsta keppnistíma- bih. Júhus átti þó eftir eitt ár af samningi sínum en hann og félagið komust að samkomulagi um að rifta samningunum. Júhus hefur heyrt af áhuga spænskra og franskra félaga en ekkert formlegt tilboð hefur borist ennþá. Heinúldir DV herma að fyrrum þjálfari Júhusar hjá Paris Asnier- es sé tekinn við öðm frönsku 1. deildarhði og vhji hann fá Júlíus í sínar raðir. „Þú veist þá meira en ég. Ég tal- aði við þennan fyrrum þjálfara minn á dögunum og hann vissi þá ekki hvort hann yrði áfram með Parísarhðið. Hann veit þó aht um mín mál á Spáni og tjáði mér að hann vhdi fá mig th Frakklands að nýju. Þessi mál ættu aö skýrast fljótlega," sagði Júlíus í samtali við DV í gær. -SK/GH Bjarni góður Bjami Friðriksson er kominn í 8- manna úrsht í -95 kg flokki á Evrópu- mótinu í júdó sem stendur nú yfir í París. Bjami sat yfir í 1. umferö en vann austurrískan júdómann í 2. umferð á ippon. I 3. umferð tapaði Bjami fyrir Eislendingi. Eislending- urinn komst áfram og Bjami fékk því uppreisnarglímu. Þar vann hann rúmenskan júdómann. Þar sem Bjarni hefur tapað einni glímu á hann ekki lengur möguleika á sigri en hann er enn með í baráttunni um bronsverðlaun. Þrír aðrir íslenskir júdómenn kepptu í gær og em þeir allir úr leik. Freyr Gauti Sigmundsson tapaði fyr- ir Júgóslava í jafnri viðureign. Hah- dór Hafsteinsson tapaði fyrir rúm- enskum júdókappa og í uppreisnar- glímu tapaði hann fyrir Finna. Sig- urður Bergmann tapaði fyrir Þjóð- verja í 1. umferð og tapaði einnig í uppreisnarghmu fyrir júdómanni frá Lúxemborg. -GH Kristín Bima Garðarsdóttir tekur hástökk sumarsins í Jósepsdal 1990. Hvemig verður með kvenþjóðina þetta árið? DV-myndir Ása NM í körfuknattleik: Stórt tap í Osló íslenska landshðið í körfuknattleik tapaði fyrir Finnum, 70-101, í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í körfuknattleik sem hófst í Noregi í gær. íslendingar áttu aldrei möguleika gegn hinu hávaxna hði Finna. Finnar komust í 20-6 og höfðu yfir í leikhléi, 51-39. Valur Ingimundar- son, Magnús Matthíasson og Jón Kr. Gíslason vora stigahæstir í íslenska hðinu sem lék illa. I dag leika íslendingar gegn Svíum. -GH IBR KRR REYKJAVIKURMOT MEISTARAFLOKKUR KARLA FYLKIR-KR í kvöld kl. 20.00 Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL Hópa- og firmakeppni Körfuknattleiksdeild Hauka heldur hópa- og firma- keppni vikuna 11.-17. maí. Þátttaka tilkynnist í síma 652778.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.