Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992.
15
Að leggjast í víking
„Þátttaka í verkefnum á sviði sjávarútvegsmála á alþjóðlegum vett-
- Frá sjávarútvegssýningu á Græn-
í umræðunni um íslenskan sjáv-
arútveg kemur oft fram mikil van-
þekking þeirra sem um hann íjalla
á því hvað sjávarútvegurinn er að
gera og hefur gert á erlendum vett-
vangi á undanfómum árum. Sá
gunur læðist að manni að íslend-
ingar almennt geri sér ekki grein
fyrir því hversu umfangsmikii sú
starfsemi er sem íslensku sölusam-
tökin reka í öðrum löndum.
Ef menn líta á umsvif íslensku
framleiðslufyrirtækjanna sem eina
heild er óhætt að segja að á sviði
markaðssetningar á sjávarafurð-
um séu íslendingar virkir þátttak-
endur á heimsmarkaðinum. Um-
svif íslensku framleiðslufyrirtækj-
anna í Bandaríkjunum, Bretlandi
og Frakklandi hafa aukist til mik-
iila múna á undanfómum ámm.
Fiskkaup erlendis
fyrir 6 milljarða
Heildarvelta fjögurra fram-
leiðslufyrirtækja sölusamtakanna
nam á árinu 1991 rúmum 25 millj-
örðum íslenskra króna. Samhliða
rekstri þessara fjögurra fram-
leiðslufyrirtækja hafa íslensku
sölusamtökin lagt grundvöllinn að
aukinni verðmætasköpun með því
að opna nýjar söluskrifstofur í
Frakldandi, Japan, Spáni og Ítalíu
á síðustu fjóram árum.
Alþjóðleg viðskipti framleiðslu-
fyrirtækjanna og söluskrifstofanna
hafa stóraukist á síðustu árum.
Þannig hafa þessi fyrirtæki Sölu-
miðstöðvarinnar, íslenskra sjávar-
afurða og SÍF keypt og selt fisk á
alþjóðlegum fiskmarkaði að verð-
mæti um 98 milljónir dollara eða
KjáHariim
Magnús Gunnarsson
formaður Samstarfsnefndar
atvinnurekenda í sjávarútvegi
tæpir sex milljarðar íslenskra
króna á síðasta ári.
Þessi fiskur er keyptur frá að
minnsta kosti sextán löndum, það
er Úrúgvæ, Argentínu, Nýja-Sjá-
landi, Alaska, Noregi, Englandi,
Frakklandi, Kóreu, Spáni, Portúg-
al, Danmörku, Póllandi, Rússlandi,
Hollandi, Kína og Kanada og seldur
á alþjóðlegum fiskmörkuðum fyrir
milligöngu íslensku fyrirtækjanna.
Ajþjóðlegt sölukerfi
íslendingar hafa á imdanfömum
áratugum byggt upp sölukerfi sem
sérhæfir sig í sölu á sjávarafurðum
sem á í fullu tré við mörg stærri
fyrirtæki á þessum vettvangi í
heiminum. Uppbygging þessarar
umfangsmiklu markaðsstarfsemi
hefur vafalítið styrkt sölumögu-
leika íslenskra sjávarafurða til
mikilla muna, um leið og hún er
mikilvægur þáttur í viðleitni sjáv-
arútvegsins til þess að komast út
úr sveiflum hráefnismarkaðanna.
Aukin alþjóðavæðing
Alþjóðavæðing sjávarútvegsins
verður að halda áfram á næstu
áram. íslendingar hafa í auknum
mæh verið að Jjj-eifa fyrir sér með
sölu á íslenskn þekkingu á sviði
sjávarútvegsmála á erlendum vett-
vangi. Er skemmst að minnast upp-
byggingar Icecon, í samstarfi við
íslenska verktaka á fjölda frysti-
húsa á Grænlandi fyrir nokkrum
vangi er hvorki einföld né auðveld.
landi fyrir fáum árum.
áram. Frá því að fyrirtækið Icecon
var stofnað árið 1986 hefur mikil
reynsla fengist og sambönd náðst
sem munu leggja grundvöllinn að
frekari sókn á þessu sviði.
Þátttaka í verkefnum á sviði sjáv-
arútvegsmála á alþjóðlegum vett-
vangi er hvorki einföld né auðveld.
Menn veröa bæði að hafa langlund-
argeö og vera tilbúnir að leggja í
einhverja áhættu vilji menn takast
á við slík verkefni. EYændur okkar
Norðmenn og Færeyingar hafa gert
ýmsar tilraunir í þessa vera en illu
hefih oftar en ekki með neikvæðum
árangri. Þessi reynsla frænda okk-
ar hefur þó ekki dregið úr tílraun-
um íslensks sjávarútvegs til að
finna nýjar leiðir tíl þess að geta
losað um þá fjárfestingu sem nýtist
ekki hér heima.
í samstarfi Útflutningsráðs, Sam-
starfsnefndar atvinnurekenda í
sjávarútvegi, Icecon og Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna
standa nú yfir viðræður við ýmsa
aðila í Chile, Perú, Argentínu,
Namibíu, Suður-Afríku, Rússlandi,
Mexíkó og Indlandi, um fiskveiði-
heimUdir og sölu fiskiskipa. Jafn-
framt er verið að kanna möguleik-
ana á stofnun fjárfestingarsjóðs
sem gæti auðveldað þátttöku ein-
stakra fyrirtækja í shkum verkefn-
um.
Magnús Gunnarsson
„Alþjóðavæðing sjávarútvegsins yerð-
ur að halda áfram á næstu árum. Is-
lendingar hafa í auknum mæli verið
að þreifa fyrir sér með sölu á íslenskri
þekkingu á sviði sjávarútvegsmála á
erlendum vettvangi.“
Staðreyndir um misheppnað frumvarp:
Ráðherra í bana(na)stuði
Framvarpið „leiða“ er slæmtþegn-
um lýðveldisins. Það boðar mið-
stýringu og ofstjórn. í stað þess að
auka fræðslu og virðingu veiði-
manna á landinu og lífríki þess er
farin leið boða og banna. TU fuh-
komnunar þessari aöferð eru sett
rammalög og framkvæmd þeirra
háð reglugerðum er ráðherra setur
án afskipta þingsins. Hér er farið
fram á afsal löggjafarvalds til fram-
kvæmdavalds en ekki í anda lýð-
ræðis. Fyrirkomulaginu fylgja
óvissuþættir og auka öryggisleysi
og vantrú á yfirvaldinu.
Breyting er í frv. að öU dýr og
fuglar séu vemduð og friðuð, en
veiðar á þeim háðar að ráðherra
aflétti friðun tímabundið. Þetta er
þó bundið við ákveðinn veiðitíma
á hverri tegund fyrir sig sem ráð-
herra annaðhvort getur stytt eða
sleppt eftir sínum vUja eða geð-
þótta. Það er slíkt vald til stjórnun-
ar sem aldrei á að færa umhverfis-
ráðuneytinu eða öðra ráðuneyti í
lýðveldinu.
Þeir borga brúsann
í frv. segir að ráðherra geti sett
reglugerðir um 12 atriði er lúta að
vemd, friðun og veiðum. Vald ráð-
herra yrði óhemjumikið. T.d. í 7.
grein segir: Ráðherra setur reglu-
gerðir um friðun, vernd og veiðar
vihtra dýra, að tUlögu dýranefndar.
Dýranefnd er samansett af 7 aðU-
um: Náttúravemdarráð. Búnaðar-
félag íslands. Líffræðistofnun Há-
skóla íslands. Samband dýra-
vemdunarfélaga íslands. Skot-
veiðifélag íslands. Veiðistjóri. Nátt-
úrufræðistofhun íslands. Ráðherra
skipar formann og varaformann
úr hópi fuUtrúa úr stofnunum
umhverfisráðuneytisisins og vara-
menn méð sama hætti.
Náttúruverndarráð, veiðisfjóri
og Náttúrufræðistofnunin eru inn-
an vébanda ráðherra. Dýravemd-
KjaUaiinn
Jón Björn Hjálmarsson
vélvirki og skotvopnaleyfishafi
nr. 1153
unarfélögin vUja friða aUt og fylgja
99%. Líffræðistofnunin dinglar
trúlega með.
Niðurstaða. Ráðherra hefur öll
völd í hendi sér og sjónarmið veiði-
manna og annarra hljóta ekki
hljómgrunn nema með vUja eða
geðþótta hans.
Frv. þetta er fyrst og fremst tU
að búa tíl tekjustofna fyrir um-
hverfisráðuneytið og færa því völd.
Það eru sett atriði í lög fyrir stofn-
anir ráðuneytistins (þeir passa vel
sitt). Veiðimenn verða milli stafs
og hurðar, þolendur. Þeir missa
hefðbundin veiðiréttindi, verða
fyrir fjárhagstjóni. (Hálfsjálfvirkar
byssur yfir 3 skot bannaðar við
veiðar)..
Þeir taka á sig vinnu fyrir fugla-
og dýrafræðinga endurgjaldslaust,
þeir borga brúsann en fá ekkert í
staðinn. Þann 27.4. var haldinn
opinn fundur um frumvarpið í
Norræna húsinu. Þar kom fram í
máh ráðherra að rammalöggjöf
væri bara spurning um vinnulag.
Það þyrfti að vera einhver stjórn á
hlutunum. Það hefði verið tilvUjun
að rammaleiðin hefði verið farin. Á
fundinum sagði ég að lagagerð
þessi samrýmdist ekki stefnu Al-
þýðuflokksins um stjórnarfar. í
kosningastefnuskrá 1991 sem ber
yfirskriftina ísland í A-flokk, gefið
út af Alþýðuflokki, stendur orðrétt:
„Aðskilnaður dómsvalds og fram-
kvæmdavalds: Alþýðuflokkurinn
hafði frumkvæði aö aðskilnaði
dómsvalds og framkvæmdavalds.
Ofsóttur minnihlutahópur
Þetta er róttækasta réttarbót í
dómskerfinu um áratugaskeið.
Með henni hefur sögulegur áfangi
í réttarfari landsins náðst og ís-
lendingum verið forðað frá vansa
á alþjóðavettvangi." Ráðherra Al-
þýðuflokksins virðist ekki vera
bundinn við samþykktir og opin-
bera stefnuskrá flokks síns og líta
á slíka hluti sem „tittlingaskit".
Það mætti halda að þessi „fyrrver-
andi fréttamaður" stefndi að því
að verða „fyrrverandi ráðherra".
Því hvemig í ósköpunum eiga kjós-
endur Alþýðuflokksins að treysta
mönnum sem „reka rýtinginn í
bakið“ á kjósendum sínum á þenn-
an hátt. Svona vinnulag virðist ein-
kenna hann og nokkra flokksbræð-
ur hans.
En sem betur fer era til þingmenn
innan Alþýðuflokksins sem taka
hlutina alvarlega og breyta sam-
kvæmt sannfæringu sinni og era
trúir þeim hugsjónum sem komu
þeim inn á þing. Til dæmis sr.
Gunnlaugur Stefánsson, flokks-
bróðir „ráðherrans leiða“. Hann
sagði í þingræðu um frumvarpið,
orðrétt: „Ég tek undir þau orð hv.
þm. Pálma Jónssonar, að hér gætir
töluverðrar tilhneigingar til auk-
innar miðstýringar. Það er nú svo
að vemd og friðun og veiðar á villt-
um fuglum og villtum spendýram
er nokkuð sem gerist úti í hinni
víðu og opnu náttúru. Ég held að
ef einhvers staðar þurfi að taka til-
lit til aðstæðna og reyna að stuðla
að náinni samvinnu með aðilum
um allt land, þá sé það á þessu sviði.
Ég held að það sé einmitt á þessu
sviði sem við þurfum ekki og eigum
alls ekki að stefna til aukinnar
miðstýringar, síst af öllu miðstýr-
ingar þar sem sérfræðingar eiga
að hafa meginvöld, sérfræðingar
sem horfa kannski á málin út frá
hagsmunum sérfræðihyggjunnar
sem hér hefur hreiðrað um sig í
Reykjavík.“ Síðar í sömu ræðu: „Ég
á mjög erfitt með að gefa heimild í
lögum til ráðherra, um það að geta
ákveðið gjald, hversu hátt sem hon-
um líkar hveiju sinni í reglugerð."
Ráðherranum geðjaðist ekki að
skoðunum flokksbróður síns og
sendi honum tóninn, orðrétt: „Þá
sé ég enga ástæðu til að efast um
að hann muni gegna þeim skyldum
sem honum era lagðar á herðar
sem nefndarformanni. ‘ ‘ Sr. Gunn-
„Hér er farið fram á afsal löggjafar-
valds til framkvæmdavalds en ekki í
anda lýðræðis. Fyrirkomulaginu fylgja
óvissuþættir og auka öryggisleysi og
vantrú á yfirvaldinu.“
....sjónarmið veiðimanna og
annarra hljóta ekki hljómgrunn
nema með vilja eða geðþótta ráð-
herra,“ segir greinarhöfundur.
laugur er formaður umhverfis-
nefndar. Það verður athyglisvert
að fylgjast með hvemig eða hvort
ráðherra getur ráðskast með póh-
tískar skoðanir og lífsviðhorf þessa
heilsteypta klerks sem virðist ekki
láta valdafíkn og fégræðgi glepja
sér sýn. Ráðherrann er búinn að
gera veiðimenn og aðra skotvopna-
leyfishafa að ofsóttum minnihluta-
hópi.' Snúumst til vamar, gerum
þingmönnum þeim sem við réðum
til starfa það ljóst að þeir hafa ekki
okkar umboð til lagasetninga sem
eiga ekki heima nema í „banana-
lýðveldum" með einræðisherra við
völd. JónBjörnHjálmarsson