Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992, 15 Skattur á bameignir Islendingar þekkja þaö vel aö endar ná ekki saman í fjármálun- um. Viö höfum lifað um efni fram um árabil. Hiö opinbera eyðir allt of miklu og margir einstaklingar og fjölskyldur teygja sig heldur lengra en þær ná. Fólk fer í hús- byggingar sem það ræður ekki viö, kaupir sér of dýra bíla og fer í ferðalög sem það hefur ekki efni á. Tækjafíkn íslendinga er vel þekkt. Þannig eiga fáar eða engar þjóðir eins marga bíla, tölvur, sjón- vörp, myndbandstæki, síma, far- síma og þannig má lengi telja. Þeg- ar ný gerð kemur af þeim tækjum sem menn eiga í fuilkomnu lagi heima hjá sér finna þeir þörf hjá sér til þess að greiða stórfé á milli tíi þess að eignast nýju gerðina. Með kort uppávasann Við vorum fljót að tileinka okkur greiðslukortin þegar þau komu til sögunnar. Nú er nánast hver mað- ur með kort upp á vasann og kaup- ir út á kortið smátt og stórt. Það er freistandi að leggja fram kortíð ef hugurinn gimist eitthvað og enn er mánuður eða jafnvel hálfur ann- ar til stefnu. En það kemur að skuldadögunum. Það kemur fram í könnun Neytendasamtakanna að einn af hverjum fjórum notendum greiðslukorta hafi einhvern tíma á síðustu tólf mánuðum ekki getað greitt kortareikninginn á gjald- daga. Þriðjungur korthafa haföi og notfært sér þá þjónustu greiðslu- kortafyrirtækjanna aö dreifa greiðslum á fleiri mánuði. Harðnar á dalnum Stór hluti manna á þannig í fjár- hagserfiðleikum, mismiklum að sjálfsögðu. Fjölmargar fréttir höf- unr við lesið undanfarin misseri um gjaldþrot einstaklinga. Þar sjá menn tölur um hundruð og jafnvel þúsundir manna. Þær tölur lýsa þó ekki þeim hörmungum sem þetta fólk og fjölskyldur þeirra ganga í gegnum. Taxtalaun á Islandi eru lág og menn hafa því fleytt sér áfram á mikilli yfirvinnu. Þetta hefur geng- ið þegar næga vinnu er að fá. Þegar harðnar á dalnum dregur úr tekj- um fólks og atvinnuleysi eykst eins og sést hefur að undanfórnu. Samið hefur verið í anda þjóðarsáttar hér á landi í tvígang. Þar hafa launa- hækkanir verið litlar en á móti kemur að verðbólga hefur lækkað og komist á svipað stig og er í ná- grannalöndum okkar. Stöðugleiki verðlags og gengis er okkur ákaf- lega mikilvægur og þarf ekki að lýsa því fyrir venjulegu launafólki sem þarf að greiða af verðtryggðum lánum. Það kom fram í DV á fimmtudag- inn að bil milh hæst- og lægstlaun- uðu stéttanna innan ASÍ hefur vax- iö undanfarinn áratug. Breyting- arnar eru hins vegar ekki svo mikl- ar að ástæða sé til að óttast. Þjóðar- sáttarsamningarnir nýgerðu fela í sér sérstakar hækkanir til hinna lægstlaunuðu þannig að líklegt er að í ár dragi aftur úr mismun á launatekjum. Þetta er bót frá fyrri þjóðarsáttarsamningum þar sem láglaunafólk bar hita og þunga að- gerðanna. Laun hækkuðu sárahtið og kaupmáttur minnkaði. Dýr matvara En hvað er dýrast í rekstri venju- legrar fjölskyldu? Ahir þurfa þak yfir höfuðið, fæði og klæði. Það er dýrt að koma sér upp húsnæði og föt eru dýr hér. Það sést við saman- burð á fataverði í verslunum hér og í nágrannalöndunum. En það sem kannski er erfiðast fyrir venjulega fjölskyldu að kljúfa eru matarkaupin. Matvara er óheyri- lega dýr hér á landi. Þar er ekki endilega við kaupmenn að sakast enda efast ég um að álagning sé hærri hér á landi en annars staðar. Fjárfesting í verslunarhúsnæði hefur að vísu verið mikil og hún kostar sitt. En það sem mestu máh skiptir eru opinberar álögur með matarskattinn illræmda í broddi fylkingar auk einokunarsölu á landbúnaðarafurðum. Framfærslabama og unglinga Félag einstæðra foreldra birtir í fréttablaði sínu athyghsverðar töl- ur um framfærslukostnað bama og unghnga. Könnunin var gerð meöal félagsmanna og ættu aö gefa vísbendingu um hvað það kostar Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri að fæða, klæða og hýsa börn og unghnga. Munur á framfærslu- kostnaði barna einstæðra foreldra og hjóna eða sambýhsfólks kann að vera einhver en varla teljandi. Þarfir ungmennanna eru jú svipað- ar hver svo sem framfleytir. í þess- ari könnun kemur fram að það kostar frá tæplega 353 þúsund krónum á ári að framfleyta smá- börnum upp í rúmlega hálfa núllj- ón sem unglingamir kosta á ári. Hvað kostarbarnið? Samkvæmt könnuninni vega bamagæsla og fatakaup þyngst í kostnaði barna innan við fimm ára aldur eða 115 þúsund krónum hvor hður á ári. Matarkostnaður og kaup á hreinlætisvörum er um 71 þúsund krónur á ári. Annað sem fylgir þessum aldursflokki era vagnar, kerrur, bílstólar og fleira. Odýrara er að gæta barna á aldr- inum 6 til 9 ára og einnig aö klæða þau. Þeir hðir em metnir á milh 80 og 90 þúsund krónur á ári. Mat- ur og hreinlætisvara verður hins vegar mun dýrari eöa nær 138 þús- und á ári. Annað sem bætist við hjá þessum aldurshópi er meðal annars dansskólar og íþróttir, vasapeningar og skemmtanir. Hálf milljón í táninginn Matarkostnaður vegur þyngst í aldurshópnum 10-12 ára. Matur og hreinlætisvörur fyrir bam á þess- um aldri kosta árlega nær 170 þús- und krónur. Fatakaup em metin á tæplega 104 þúsund. Annað sem þessi hópur tekur til sín er meðal annars ferðakostnaður, tónhstar- og dansskólar, íþróttir, skólabæk- ur, skemmtanir og vasapeningar, skíði og skautar. Dýrastir eru táningarnir. Þar vega matur og hreinlætisvörur þyngst eða nær 189 þúsund krónur á ári. Dýrast er einnig að klæða þennan aldurshóp en það er metið á nær 120 þúsund krónur. Aðrir dýrir hðir táninganna era skemmt- anir og vasapeningar, rúmlega 43 þúsund krónur, ferðakostnaður um 22 þúsund og íþróttir, dans- og tónhstarskólar á 35 þúsund krónur. Þá er og inni liður fyrir tannrétt- ingar sem metinn er á rúmlega 31 þúsund krónur. Lágar tölur eða háar? Fyrir utan þá hði sem hér hafa verið nefndir er metinn lækna- og lyfjakostnaður barna og unghnga, hársnyrting, reiðhjól, myndataka, gleraugu, rúm og fleira í herbergi. Allt kostar þetta sitt. í þessum tölum um rekstur barna og unglinga er ekki reiknað með kostnaði vegna íbúðarhúsnæðis, rafmagns, hita, síma eða kaupa á fjölmiðlaefni. Þá er ekki tekinn inn í þetta fermingarkostnaður sem er umtalsverður. Á móti þessum kostnaði koma barnabætur frá hinu opinbera. Þær vom nýlega skornar niður og vega ekki þungt í heildarpakkanum. Al- þýðublaðið ræddi við Höllu Guð- jónsdóttur hjá Félagi einstæðra foreldra vegna þessarar könnunar. Félagið kvartar undan því að með- lagsgreiðslur séu of lágar og dugi engan veginn fyrir hálfri fram- færslu. „Þessar tölur sem fram koma þykja mörgum lágar og það em þær líka,“ segir Haha í viðtali við blaðið. „Það má alveg segja að þessir hstar sýni hvað einstæðir foreldrar gátu keypt - ekki hvaö þeir vildu kaupa“. Fjögurbörn -l,7milljónir Um það má deila hvprt tölurnar em lágar eða ekki. Óumdeilt er hins vegar að kostnaður vegna framfærslu bama er umtalsverður og allt of htið tillit tekið til hans af hinu opinbera. Pistilskrifari á fjögur börn. Til gamans lagði ég saman framfærslukostnað barn- anna eftir aldri þeirra og miðaði við áðurnefndar tölur. Þá kemur í ljós að það kostar okkur hjónin 1.753.460 krónur á ári að framfleyta börnum okkar. Þessi lúxus okkar kostar því hátt í tvær milljónir á ári. Þá eigum við eftir að borða eitt- hvaö sjálf, borga skatta og skyldur, fasteignagjöld og viðhald fyrir utan bílakostnað og alla þá hluti, mögu- lega og ómögulega, sem það kostar að vera til. Stjómvöld vakni Nú skil ég af hverju peningarnir hverfa svo fljótt eftir hver mánaða- mót og kortið verður að duga fyrir soðningunni í Hagkaupi. Venjuiegt fólk vinnur varla fyrir fæði, klæð- um og húsaskjóh fyrir sig og sína nánustu. Er ekki ráð að stjórnvöld rumski, taki á málinu og hætti að svína á alþýðu þessa lands. Draga ber úr álögum á brýnustu nauðsynjar og heimila sölu á innfluttum, ódýrum, landbúnaðarafurðum. Þá ber að hækka skattleysismörk. Það er löngu tímabært.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.