Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Page 16
16
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992.
Skák
DV
Heimsmeistarakeppnin:
Karpov úr leilc
- eftir 18 ár á tindinum, Kasparov mætir Short eða Timman í einvígi um titilinn
mi ^ y ■ ■ ■ - •: v,- ib i v i r v v ^2*s2E£ÍS£223isSB222S±m
Nigel Short tókst að leggja Anatoly Karpov aö velli í Jan Timman hafði betur I einvíginu við Júsupov.
einvigi þeirra f Linares. Verður hann næsti áskorandi Hann er mistækur en getur unnið hvern sem er á
Kasparovs? góðum degi.
„Fyrst var það kommúnisminn og
nú Karpov,“ hrökk upp úr eldheit-
um skákáhugamanni er hann frétti
af örlögum Anatoly Karpovs í ein-
víginu við Nigel Short í Linares.
Karpov, heimsmeistari í tíu ár frá
1974 - er Bobby Fischer mætti ekki
til leiks - hefur teflt fimm sinnum
um heimsmeistaratitihnn við Garrí
Kasparov. Eftir átján ár í námunda
við titilinn er hann loks úr leik.
Því er ekki að leyna, þrátt fyrir
ótvíræða snilli Karpovs, að mörg-
um skákunnandanum létti er tíð-
indin spurðust. Sjötta einvígi
Karpovs og Kasparovs hefði verið
fullmikið af því góða. „Fyrstu tvö
einvígin voru athyglisverð, hin
ekki,“ er haft eftir fyrrverandi
heimsmeistara, Mikhail Botvinnik.
Leynifundur
í Aþenu
Sigur Shorts gegn Karpov kom á
óvart en var fyllilega veröskuldað-
ur. „Ég tefldi ótrúlega illa,“ sagði
Karpov að einvíginu loknu og má
það til sanns vegar færa - Karpov
hefur a.m.k. oft teflt betur. Hins
vegar er engin ástæða til að gera
litiö úr frammistöðu Shorts sem
kom vel undirbúinn til leiks og
heföi auðveldlega getað unnið
stærra.
Fyrir einvígið leitaði Short lið-
veislu Lubosh Kavaleks sem verið
hefur honum innan handar í
heimsmeistarakeppninni fram að
þessu. Kavalek hefur gert það sér
til dundurs aö safna skákum
Karpovs á gagnagrunn og skömmu
fyrir einvígið sást til Shorts í mið-
borg Lundúna þar sem hann fjár-
festi í feröatölvu.
Indveijinn snjalli, Viswanathan
Anand, kom einnig við sögu. Hann
féllst fúslega á beiðni Shorts um
aðstoð og þeir hittust á laun í
Aþenu. Karpov sló Anand einmitt
úr heimsmeistarakeppninni en
einvígi þeirra heíði hæglega getaö
farið á hinn veginn.
Búdapestar-bragð
Eflaust hefur Anand getað gefiö
Short ýmis heilræði. Eitt þeirra
virðist hafa verið aö reyna að koma
Karpov á óvart með byrjanavali.
Þar hafa þeir félagar Short og An-
and nýtt sér reynslu fyrrverandi
fómarlamba Karpovs, m.a. Jó-
hanns Hjartarsonar, en þessi þátt-
ur í undirbúningi hans tókst ekki
sem skyldi hér um árið.
Short studdist við byrjanir sem
hann haíði aldrei teflt áður; náði
góðum árangri með mótteknu
drottningarbragði er hann hafði
svart og beitti svonefndri Worall-
árás í spænskum leik með hvítu.
Svo vel tókst honum til að Karpov
tók til bragðs að beita Sikileyjar-
vöm í síðustu skákinni - sem hann
annars sjaldan gerir - en hafði ekki
árangur sem erfiði.
í fyrstu skákinni tefldi Short
byrjun sem sjaldan sést nú orðið í
skákum meistaranna - Búdapest-
ar-bragð. Það hefst með leikjunum
1. d4 Rf6 2. c4 e5 o.s.frv. Short tap-
aði skákinni og beitti bragðinu ekki
aftur. Aftur á móti var hann hreint
ekki óánægður með gang mála í
skákinni þótt hann hefði peði
minna mestallan tímann. Allt þar
til undir lok taflsins hefði hann
getað haldið í horfinu, eins og hann
sýndi fram á í skákþætti sínum 1
„The Daily Telegraph".
Karpov vann sem sagt fyrstu
skákina. Short jafnaði í fjóröu
skákinni og komst yfir eftir hræöi-
lega yfirsjón Karpovs í sjöttu skák-
inni. í sjöundu skákinni jafnaði
Karpov en þetta var eina skákin
þar sem Short tefldi í hefðbundnum
stíl - þræddi afbrigði af drottning-
arbragði sem oft hefur verið til
umræðu í skákum Karpovs og
Skák
Jón L. Árnason
Kasparovs. Short lét sér þetta að
kenningu verða, vann áttundu
skákina með Worall-árásinni,
níunda skákin varð jafntefli og
Short klykkti út meö sigri í tíundu
og síðustu skákinni. Lokatölur 6-4,
Short í vil.
Yflrsástmát
í leiknum
Jusupov og Timman sátu einnig
að tafli í Linares og rétt eins og
Karpov tókst Júsupov að vinna
fyrstu skákina. Einvígi kappanna
var jafnt og spennandi. Timman
jafnaöi ekki fyrr en í fjórðu skák-
inni er Júsupov lék sig í mát í leikn-
um með því að skilja hrók eftir í
dauöanum! En Rússinn var fljótur
að jafna sig á ósköpunum - vann
fimmtu skákina og var þá enn kom-
inn með forystu í einvíginu. En nú
tók Timman til sinna ráöa. Hann
vann sjöttu, áttundu og tíundu
skákina en öðrum lyktaði með jafn-
tefli. Lokatölur urðu þær sömu og
í einvígi Shorts og Karpovs, 6-4,
Timman í vil.
í viðtali viö svissneska skákritið
Die Schachwoche segir Júsupov
sigur Timmans hafa byggst á frá-
bærri byijanataflmennsku frá því
um miðbik einvígisins. Og víst er
það að Petroffs-vöm Júsupovs beið
mikið afhroö. Annars er það at-
hyghsvert að allar sigurskákimar
í einvígjunum tveimur unnust á
hvítt.
Shorteryfir
gegn Timman
Short og Timman setjast að tafli
í janúar á næsfa ári og fer einvígi
þeirra fram á Spáni. Þeir tefla um
tæplega tólf mihjónir ísl. króna
verðlaunafé og um réttinn til að
skora á heimsmeistarann, Garrí
Kasparov. Sjálft heimsmeistara-
einvígið verður haldið í Los Ange-
les í ágúst 1993 og þar em 230 millj-
ónir ísl. króna lagðar undir.
En hvor á meiri möguleika, Short
eða Timman? Um það er ógjörning-
ur að spá, þó ekki væri nema vegna
þess hversu Timman er mistækur.
Á góðum degi getur hann unnið
hvem sem er en þess á mhh er
hann auðvelt fómarlamb.
Á síðustu fjórum áram hafa
Short og Timman teflt 16 sinnum
saman og hefur Short vinninginn.
Hann hefur unnið sex skákir, sex
hefur lyktað með jafntefh en fjór-
um sinnum hefur Timman sigrað.
Þeir tefldu einvígi í Hilversum 1989
og lauk því með jafntefh, 3-3, eftir
að Timman hafði unnið tvær fyrstu
skákimar. Síðast tefldu þeir saman
í Linares í febrúar og þá vann
Timman í glæsilegri skák.
„Báðir eru sterkari í sókn en vöm
og þarfnast frumkvæðis," er haft
eftir Júsupov um þá félaga. Inn-
byrðisskákir þeirra sýna að þeir
era skæðari meö hvítu mönnunum
en þeim svörtu. í fimm af sex sigr-
um Shorts gegn Timman stýrði
hann hvítu mönnunum og Timman
hafði hvítt í þremur af fjóram vinn-
ingsskákum sínum.
Eg skal engu spá um úrslit einvíg-
is þeirra en líklega hefur Short
heldur meiri möguleika í einvígi
gegn Kasparov. Heimsmeistarinn
er þó áreiðanlega ánægður með að
þurfa ekki að ghma við Karpov
eina ferðina enn.
Skoðum áttundu skák Shorts og
Karpovs sem er hehsteyptasta skák
Shorts í einvíginu.
Hvítt: Nigel Short
Svart: Anatoly Karpov
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6 5. 0-0 Be7 6. De2
Upphafsleikur Worah-árásarinn-
ar svonefndu.
6. - b5 7. Bb3 0-0 8. c3 d6
í 6. skákinni lék Karpov 8. - d5,
sem Short svaraði með 9. d3.
9. d4 Bg4 10. Hdl exd4 11. cxd4 d5
12. e5 Re4 13. a4!?
Eftir 13. Rc3 Rxc3 14. bxc3 Dd7
má svartur vel við una. Peðsleikur-
inn er þekktur úr skákinni Rjumin
- Botvinnik, Moskvu 1935, eftir inn-
skotið 13. h3 Bh5. Botvinnik svar-
aði með 14. - b4 og eftir 15. a5 Kh8
16. g4 Bg6 17. Rh2 Bh4 náði hann
yfirhöndinni og vann laglegan sig-
ur. Short hefur bersýnhega sitt-
hvaö við þetta að athuga en Karpov
vih ekki fá að sjá endurbótina.
13. - bxa4?!
Líklega verður svartur að reyna
13. - b4 í anda Botvinniks, þó ekki
væri nema til að hremma c3-reitinn
og gera hvítum erfiöara fyrir að
skipa út hði. Á þennan hátt nær
svartur ekki að jafna taflið.
14. Bxa4 Rb4 15. h3 Bh5 16. Rc3 Bg6
17. Be3 Hb8 18. Ra2! c5
Er hér var komið sögu hafði
Short eytt 16 mínútum, Karpov 40
mínútum. Með síðasta leik gerir
hann thraun th að losa um stööuna
og forða bakstæðu peði sínu á c-
línunni. En nú verða hvítu menn-
imir mjög virkir.
19. dxc5 Rxc5 20. Rxb4 Hxb4 21. Bc6!
Db6 22. Bxd5 Hxb2 23. Dc4 Hc2 24.
Dg4 Dc7 25. Rd4 Hc3 26. Rc6 He8 27.
Bd4 Hc2?
Betra er 27. - Hb5. Nú hefur hrók-
urinn hætt sér á hálar brautir.
28. Rb4!
í ljós kemur að hrókurinn á c2 á
sér ekkert griðland.
28. - Hd8 29. Rxc2 Bxc2 30. e6! BfB
31. exf7+ Kh8 32. Hel!
Short tefhr lokin af miklum
þrótti. Nú strandar 32. - Hxd5 á 33.
He8 með máthótun á f8 og g7.
32. - Bg6 33. He8! Hxe8 34. fxe8=D
Bxe8 35. Bxc5 Dxc5 36. De6
- Og Karpov gafst upp. JLÁ
Ótrúlegtverb
á örfáum notubum bílum
BRIMBORG
Tegund Árgerð Dyr Skipting Akstur Verð Tölvunr. 1
Ford Escort 1984 5 dyra Sjálfsk. ek. 92.000 Stgr. 295.000 2392
Lada Samara 1989 3 dyra 4 gíra ek. 11.000 Stgr. 295.000 2269
VWJetta CL 1985 4 dyra 5 gíra ek. 62.000 Stgr. 325.000 2374
Ford Orion CL 1987 4 dyra 5 gíra ek. 54.000 Stgr. 445.000 2008
Ford Escort Savoy 1988 3 dyra 5 gíra ek. 30.000 Stgr. 495.000 2017
Nissan Sunny SLX 1989 4 dyra Sjálfsk. ek. 50.000 Stgr. 595.000 2001
Toyota Carina GL 1988 4 dyra Sjálfsk. ek. 62.000 Stgr. 695.000 2078
BRIMBORG - BILAGALLfEI FAXAFENI 8 S: 685870 OPIÐ DAGLEGA FRA KL. 9 -18 OG LAUGARDAGA FRA KL. 10 -16