Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Page 19
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992. 19 Trimmsíðan Samtök áhugafólks um íþróttir aldraðra: Aldraðir eru áhuga- samir um íþróttaiðkun - segir Þorsteinn Einarsson, fyrrv. íþróttafulltrúi „Viö kvörtum ekki yfir aðsókninni í dag enda er veðrið alveg ljómandi gott þó svo að ég hafi nú aldrei látið veðurguðina stöðva mig. Því er þó ekki að neita fólk kemur frekar ef veðrið er gott. Þessi aldurshópur er áhugasamur um íþróttaiðkun og það gengur vel að fá þau til að vera með og héma á gervigrasinu eru núna sennilega um eitt hundrað manns. Aðstaðan og möguleikar fyrir íþróttaiðkun eldri borgara er ágæt en það sem betur mætti fara er að sundlaugar þyrfti að byggja við dval- arstaði þessa aldurshóps," sagði-Þor- steinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi, í samtali við DV. Samtök áhugafólks um íþróttir aldraðra hafa undanfarin ár gengist fyrir uppákomu á gendgrasvellinum í Laugardal þar sem eldri borgurum er boðið upp á að taka þátt í ýmsum leikjum og íþróttum. í vikunni var þessi árlegi dagur og trimmsíðan lét sig auðvitað ekki vanta á staðinn. Rúmlega eitt hundrað manns tóku þátt í dagskránni sem stóð á annan klukkutíma. Á velhnum vora tólf mismunandi stöðvar og á hverri þeirri eyddu þátttakendur fimm mín- útum í tilteknum leik eða íþrótt. Til að allt færi fram eftir settum reglum var Þorsteinn Einarsson mættur til að stjóma mannskapnum og ekki verður annað sagt en að honum hafi farist það vel úr hendi. íþróttafull- trúinn fyrrverandi byrjaði á því að Hér er verið að kasta litlum bolta að auðvitað rataði þetta „skot“ rétta Krabbameinshlaupið er nk. laugardag: Hlaupið er fyrir alla fjölskylduna - segir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins „Við fómm af stað með Krabba- meinshlaupið árið 1988 en tildrögin era þau að heilsuhlaup fer mjög vel saman við starfsemi félagsins og við fundum strax að þetta féll í góðan jarðveg en þátttakan hefur þrefaldast frá því við fórum af staö. Við leggjum mikið upp úr því að Krabbameinshlaupið sé fyrir alla fjölskylduna og að heilu kynslóð- irnar mæti til leiks og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Sama fólkið er farið að mæta árlega og eins sýnist mér að starfsfólk heilbrigðisstétt- anna sé farið að mæta vel. í ár bætist Höfn í Hornafirði í hóp þeirra þéttbýhsstaða sem hlaupið verður á og í framtíðinni bætast vonandi fleiri staðir við. Krabba- meinshlaupið er í samvinnu við ýmsa aðila og þ. á m. tóbaksvama- nefnd en 23. vika þess árs er helguð hreinu lofti með einum eða öörum hætti en alþjóðlegur reyklaus dag- ur er 31.maí,“ sagði Ólafur Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, í samtali viðDV. Hið árlega hlaup Krabbameinsfé- lagsins fer fram laugardaginn 30. maí á fjórum stöðum á landinu, Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði. Skráning fyr- ir hlaupið í Reykjavík er í Skógar- hlíð 10 29. maí kl. 13-16 og 30. maí kl. 9-11.30, á Akureyri í Dynheim- um 30. maí kl. 10.30-11.30, á Egils- stöðum í söluskála K.H.B. 30. maí frá kl. 11 og á Höfn í Hornafirði á skrifstofu Eystrahoms 28. maí kl. 10-12 og 30. maí kl. 10-11. Hlaupiö hefst kl. 12 á hádegi og mun heil- brigðisráðherra, Sighvatur Björg- vinsson, ræsa þátttakendur með aðstoð rásar 2. Þátttökugjald er kr. 400 en innfahð er sérstakur bolur. Vegalendir eru 2, 4 og 10 km nema áAkureyri,3,4og6,8km. -GRS í annan stærri og þvi má svo bæta við leið. DV-myndir Brynjar Gauti láta aha marsera kringum völhnn og þegar blóðið var komið af stað var tekið til við ýmsar iðkanir. Leiðbein- endur fylgdu fólkinu á milli stöðva og sáu um að allt færi fram eins og til var ætlast. Starfið hjá Samtökum áhugafólks um íþróttir aldraðra virðist vera blómlegt og ýmislegt er á döfinni á næstunni. Þar má nefna ratleik sem boðið verður upp á í næsta mánuði og fyrirhuguð er „Sæluviku" á Laug- arvatni. Þá er sunddagur aldraðra nk. mánudag. -GRS Eg hef nú aldrei látið látið veður- guðina stöðva mig, segir Þorsteinn Einarsson. Reykjavík- urmaraþon Mánudagur: Hlaupa rólega í 45 mín.-l klst. Þriðjudagur: Skokka rólega í 30-45 mínútur. Miðvikudagur: Rólegur hraða- leikur í 30-45 mínútur. Fimmtudagur: Hlaupa rólega í 1-1 'h klst. Föstudagur: Rólegur hraðaleikur í 30 mínútur. Laugardagur: Hlaupa rólega i 30 mín.-l klst. Sunnudagur: Hlaupa rólega í 1 4-2 klst. -GRS/JBH Stofnfundur: íþróttir fyrir alla Stofnfundur samtakanna „íþróttir fyrir alla“ verður hald- inn í íþróttamiðstöðinni í Laug- ardal á morgun kL 17. Umræður og afgreiðsla verður um drög að reglugerð samtak- anna en kjörorð þeirra er „Heil- brigt líf - hagur ahra“, þá fer fram stjórnarkjör og loks flytur Jó- hann Heiðar Jóhannsson læknir erindi um gildi iþrótta og útivist- ar fyrir fólk á öhum aldri. Þátttaka á stofnfundinum er heimil öhum er vilja láta sig varða hollustu og heilbrigði fólks áölluraaldri. -GRS Sumarstarf í Reykjavík Ót er kominn bækhngurinn „Sumarstarf i Reykjavík 1992“ og hefur honum verið dreift til allra bama á grunnskólaaldri í Reykjavík. Ctgefandi er íþrótta- og tómstundaráð Reykjavikur en ritinu er ætlað aö veita börnum, imghngum og foreldrum sem bestar upplýsingar um starfsemi á vegum Reykjavíkurborgar, íþróttafélagamia, æskulýðsfélaga og stofnana sem sinna æskulýðs- starfi yfir sumarið. Fjölmargir möguleikar eru í boði hjá áður- neftidum aðhum en fyrstu nám- skeiöin heíjast mánudaginn 1. júnínk. -GRS Hvað heitir þú? - hverra manna ertu? ER ÆTTARMÓT í UPPSIGLINGU? Á stóru ættarmóti er tilvaliS að næla nöfn þótttakenda í barm þeirra. I Múlalundi færS þú barmmerki fyrir þetta e&a önnur tilefni. Einnig fóst þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafóu samband viS sölumenn okkar i síma 688476 e&a 688459. Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar: 688476 og 688459 • Fax: 28819 Sérstalct tilboðsverð: Mifsubishi FZ-l 29 D15 farsími ósamt símtóli, tólfestingu, tólleióslu (5 m), rafmagnsleiðslum, handfrjólsum hljcénema, loftneti og loftnetsleiðslum. Verð aöeins 97,500,- eða ■ nn ■ SKIPHOLT119 SÍMI29800 -i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.